Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

Alþjóðlega samræmt prófunarferli á léttum ökutækjum (WLTP)

 • Skýrari mynd af CO2 losun ökutækja og eldsneytisnotkun

Mælingar á mengandi efnum frá bílum, losun lofttegunda og eldsneytiseyðslu eru að breytast. Ástæðan er sú að eldri aðferðafræði, svonefnt New European Driving Cycle (NEDC), sem kynnt var til sögunnar á níunda áratug síðustu aldar, er orðið úrelt. Alþjóðlega samræmt prófunarferli á léttum ökutækjum (WLTP) leysir það smám saman af hólmi. Ólíkt NEDC, sem byggði niðurstöðurnar á fræðilegum akstri, er nýju rannsóknarstofuprófuninni ætlað að gefa nákvæmari mynd af eldsneytisnotkun, mengunarvöldum og CO2 losun frá fólksbílum.

WLTP var ýtt úr vör sem alþjóðlegu prófunarferli til notkunar á ólíkum markaðssvæðum heimsins í því skyni að auðvelda samanburð gagna á heimsvísu. Aðferðin er að ná fótfestu um öll Evrópusambandsríkin og önnur markaðssvæði heims. Frá og með september 2018 verða allir nýir bílar að vera vottaðir samkvæmt WLTP staðlinum.

Hver er munurinn á NEDC og WLTP?

 • Nýja WLTP prófunin miðar að því að veita nákvæmari samanburðargögn yfir ökutæki sem endurspegla með betri hætti raunverulegar akstursaðstæður. Svo dæmi sé tekið náði gamla NEDC prófunin einungis til tveggja akstursþátta, þ.e. borgarakstur og þjóðvegaakstur sem saman gáfu meðaltalsgildi í blönduðum akstri. WLTP akstursprófuninni er skipt niður í fjóra þætta með mismunandi meðalhraða; lágum hraða, meðalhraða, háum hraða og mjög háum hraða, sem saman gefa meðaltalsgildi fyrir alla þættina fjóra. Hver þáttur inniheldur margbreytilega akstursferla, stöðvanir, hröðun og hemlunarferla. Hver bílgerð er prófuð samkvæmt stöðlum WLTP með öllum fáanlegum gerðum aflrása til að finna léttustu (sparneytnustu) útfærslu hverrar gerðar og þá þyngstu (eyðslumestu). Prófunin tekur einnig mið af áhrifum sem viðbótarbúnaður hefur á þyngd, loftmótstöðu og fleiri þætti.

  Þetta leiðir af sér að bæði prófunarvegalengdin og heildartími prófunar hefur lengst. Saman ættu allar þessar nýju prófunaraðferðir að leiða til niðurstaðna sem endurspegla á raunsannari hátt frammistöðu einstakra bíla úti í umferðinni. Engu að síður er mikilvægt að hafa í huga að prófunin byggir enn á gögnum sem verða til í rannsóknarstofu. Með WLTP prófuninni er ekki hægt að mæla einstaklingsbundnar breytur eins og persónulegan akstursstíl sem einnig getur haft áhrif á eldsneytiseyðslu og losun.

eu-common-user-input-table
FORSENDUR PRÓFUNAR NEDC WLTP
Prófunartími 20 mín. 30 min.
Prófunarvegalengd U.þ.b. 11 kílómetrar U.þ.b. 23 kílómetrar
Tími sem bíll er kyrrstæður 25% 13%
Prófunarþættir Borgarakstur, þjóðvegaaksur, (meðaltal) Lítill hraði, Meðalhraði, Hár hraði, Mjög hár hraði, (meðaltal); (auk “City” fyrir rafbíla og ökutæki með tengiltvinnaflrás)
Hraði Meðalhraði: 34 km/klst Hámarkshraði: 121 km/klst Meðalhraði: 46,6 km/klst Hámarkshraði: 131 km/klst
Upphafshiti 20-30°C - kaldræsing 14°C – 23°C - kaldræsing
Aukabúnaður Ekki tekið tillit til hans. Við mælingar á CO2 gildum er nú tekið tillit til þyngdar og áhrifa aukabúnaðar á loftmótstöðu, svo sem hjólbarða, loftkælingar o.s.frv.

Kostir WLTP í stuttu máli

  • Prófun sem tekur meira mið af raunverulegum aðstæðum
   Fleiri akstursaðstæður (þéttbýli, úthverfi, aðalvegir, hraðbrautir)
   Lengri prófunarvegalengdir
   Hitastig sem tekur meira mið af raunverulegum aðstæðum
   Hærri meðal- og hámarkshraði
   Hærri meðal- og hámarksorkunotkun
   Aflmeiri hröðun og hraðaminnkun
   Styttri stöðvanir
   Viðbótarbúnaður: CO2 gildi og eldsneytisnotkun einstakra ökutækja liggja fyrir þegar þau eru smíðuð
   Strangara eftirlit um uppsetningu bíla og aðstæðum við mælingar
   Sýnir bestu og verstu gildi til samanburðar við aðrar bílgerðir af svipuðu tagi

Hafir þú keypt Kia á árinu 2017 með uppgefin gildi sem byggjast á gamla NEDC kerfinu gæti bíll sömu gerðar sem kemur seinna á markað sýnt önnur CO2 gildi samkvæmt WLTP. Ástæðan er strangari mælikvarðar og meiri nákvæmni í nýju mælingaraðferðinni. Annað sem skyldi hafa í huga er að prófanirnar hafa ekki áhrif á raunverulega eldsneytisnotkun en þær geta sýnt meiri CO2 losun vegna strangari mælikvarða.

Meiri CO2 losun þarf ekki að jafngilda hærri sköttum á aðlögunartímanum. Það er verkefni stjórnvalda í hverju landi fyrir sig að skapa sanngjarna umgjörð sem leiðir ekki til viðbótarútgjalda þegar keypt er nýlegri gerð af sama bíl. Nánari upplýsingar veita samtök bifreiðaeigenda í þínu landi.

Hefðbundnar bensín- og dísilvélar verða mældar samkvæmt aðferðunum sem lýst er hér að ofan. Fleiri prófanir verða hins vegar gerðar á ökutækjum með tengiltvinnaflrás þar sem tekið er tillit til mismunandi hleðslustöðu. Svo dæmi sé tekið gengur ein prófunin út á mælingar með fullhlöðnum rafgeymum. Prófunin er endurtekin þar til rafgeymarnir hafa tæmst. Í lokaprófuninni fara fram mælingar þegar einungis brunahreyfillinn knýr bílinn ásamt orkuendurheimt frá hemlakerfinu. Meðaltal þessara mælinga eru grunnurinn að gildum CO2 losunar.

Umskiptin yfir í WLTP

 • frá September
  2017
  Nýjar gerðir eru prófaðar samkvæmt WLTP. Á aðlögunartímanum eru gögnin yfirfærð á mælikvarða NEDC sem auðveldar samanburð við eldri gerðir bíla.
 • September
  2018
  Allir bílar sem seldir eru í löndum Evrópusambandsins auk Sviss, Tyrklandi, Noregi, Íslandi, Liechtenstein, Ísrael og Írlandi verða að hafa WLTP vottun. Undanþegin eru síðustu ökutæki í framleiðslulínu sem nær til takmarkaðs magns óseldra bíla á lager sem vottaðir voru samkvæmt NEDC og verður heimilt að selja þá í eitt ár til viðbótar með þeirri vottun.
 • Janúar
  2019
  Allir söluaðilar sýna prófunarvottorð sem eingöngu byggjast á WLTP á öllum nýjum gerðum (tilmæli Evrópuráðsins, háð ákvörðun stjórnvalda í hverju landi fyrir sig).
 • Desember
  2020
  Í öllum löndum sem hafa tekið upp reglugerðir ESB um bifreiðaskráningar þarf að framvísa WLTP prófun fyrir öll ökutæki.

Umhverfisvænni framtíð með WLTP – skýrari markmið, tækifæri til framtíðar

 • WLTP prófunin mun hugsanlega benda til meiri mengunar frá ökutækjum en prófunin er einnig mikill hvati til að haga akstri með umhverfisvænni hætti. Umhverfisvænni framtíð er fyrirheit okkar hjá Kia. Það er liður í 5 ára umhverfisáætlun okkar að fjölga úrvali sparneytinna bíla og við vinnum stöðugt að þróun nýrrar tækni sem miðar í þessa átt. Við markaðssettum okkar fyrsta hreina rafbíl árið 2014, Kia Soul EV. Í kjölfarið kom Kia Niro Hybrid árið 2016, sem var okkar fyrsti tvinnjepplingur (HUV), og Kia Niro EV með hreinni raflaflrás kemur á fyrsta ársfjórðungi 2019. Árið 2020 höfum við aukið úrval okkar af umhverfisvænum ökutækjum verulega.

Leiðarvísir Kia að umhverfisvænni akstri

 • EcoDynamics – Skynsamleg hugsun

  Eldsneytissparandi EcoDynamics tæknin stuðlar að allt að 12% eldsneytissparnaði og dregur úr kolefnisfótspori. Kerfið drepur á vélinni þegar bíllinn er kyrrstæður og ræsir hana á ný um leið og stigið er á kúplinguna.

 • Gírskiptavísir

  Gírskiptavísirinn ráðleggur ökumanni hvenær best er að skipa um gír og dregur þannig úr eldsneytisnotkun og losun um leið og dregur úr vélarsliti.

 • Minna er meira

  Lágmarkið notkun loftfrískunarkerfisins, miðstöðvarinnar og annarra tækja. Rétt eins og heimilistækin notar þessi búnaður orku sem hefur áhrif á eldsneytisnotkunina.

 • Skynsemi þegar stöðvað er

  Varist lausagang vélarinnar. Drepið á vélinni til að spara eldsneyti ef bíllinn er kyrrstæður lengur en í 40 sekúndur.

 • Hjólbarðar

  Nóg loft í hjólbörðunum: Athugið reglulega loftþrýsting í hjólbörðum. Of lítill loftþrýstingur sóar eldsneyti, hefur áhrif á aksturseiginleika og slítur hjólbörðunum fyrr.

 • Endurvinnsla bílsins

  Markmið okkar er að förgun umhverfisvænna bíla fari fram á ekki síður umhverfisvænan hátt. Þess vegna styðjumst við við Hönnun með tilliti til endurvinnslu (DfR) og bjóðum upp á endurvinnsluáætlanir í lok líftíma bílanna.