Við kynnum DRIVE WiSE tæknina - framtíðina í akstursstoðkerfum frá Kia. Hún er hönnuð til þess að auka öryggi í akstri og gera ökumönnum kleift að njóta ánægjunnar af akstrinum.
Kia Motors hefur lagt áherslu á yfirgripsmikla notkun umhverfisvænnar tækni í lykilíhlutum og verið óþreytandi við fylgja eftir nýjungum á rannsókna- og þróunarstigi til að vera í fararbroddi fyrir næstu bylgju umhverfisvænna bíla. Kynnist starfsemi okkar á sviði sjálfbærrar framtíðar.
Við hjá Kia erum staðföst í því að tryggja öryggi ökumanna í umferðinni. Auk þess að smíða hágæða ökutæki viljum við leggja okkar af mörkum til þess að til verði skynsamari og ábyrgðarfyllri ökumenn.
Gæði frá Kia
Óslitin keðja. Hönnuðir sem liggja yfir hverju smáatriði, verkfræðingar sem fínstilla framleiðsluna, starfsmenn í verksmiðju sem smíða bílana og söluaðilar Kia sem aðstoða viðskiptavini við að velja rétta bílinn. Hjá Kia vinna allir samkvæmt þeirri stefnu að það eigi að vera ánægjuleg reynsla að eignast Kia. 7 ára ábyrgð veitir eigendum Kia hugarró gagnvart ófyrirséðri þörf fyrir þjónustu eða viðgerðum.
Viðurkenningar Kia
Sjáið fjölmargar viðurkenningar sem Kia hefur hlotnast á síðustu árum fyrir hönnun og framleiðslugæði.