Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

Kia fyrirtækið

 • Kia fyrirtækið

Kia Corporation

 • Kia Corporation var stofnað í maí 1944 og er elsti framleiðandi vélhjóla í Kóreu. Í upphafi framleiddi fyrirtækið reiðhjól og vélhjól en síðan hefur Kia vaxið sem hluti af hinni kraftmiklu, alþjóðlegu Hyundai-Kia Automotive samstæðu. Kia er nú orðinn fimmti stærsti bílaframleiðandi heims.

  Kia framleiðir nú meira en 2,8 milljónir ökutækja á ári í 14 verksmiðjum og samsetningarverksmiðjum í átta löndum. Ökutækin eru seld og þjónustuð í gegnum net meira en 3.000 dreifingar- og umboðsaðila í 172 löndum. Yfir 40.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og árlegar tekjur þess er yfir 17 milljarðar bandaríkjadala.

  Í heimalandinu Suður-Kóreu, starfrækir Kia þrjár stórar samsetningarverksmiðjur, Hwasung, Sohari og Kwangju verksmiðjurnar. Því til viðbótar er heimsklassa rannsókna- og þróunarmiðstöð í Namyang þar sem starfa um 8.000 tæknimenn og rannsókna- og þróunarmiðstöð á sviði umhverfismála þar sem málin eru tekin föstum tökum. Visttækniþróunarstofunin nálægt Seoul vinnur að þróun efnarafalabíla fyrir framtíðina og auk þess að endurvinnslutækni og endurvinnsluferlum í fremstu röð. Kia var 6% af árlegum tekjum sínum í rannsókna- og þróunarstarf og rekur einnig rannsóknamiðstöðvar í Bandaríkjunum, Japan og Þýskalandi.


Kia Europe

 • Í höfuðstöðvum Kia í Evrópu er einnig að finna hönnunarmiðstöð Kia, sem hefur lagt sitt af mörkum til að gera Kia að einkar eftirsóttu merki í Evrópu með bílum sem eru mótaðir af einstakri útlitshönnun.

  Frá 2003 hefur vöruframboð Kia í Evrópu aukist frá því að ná einungis til 35% markaðssviðsins til 80% þess nú. Vöxtur af þessu tagi hefur staðið að baki söluaukningu Kia í Evrópu á hverju ári frá 2008. Árið 2015 náði sala í Vestur- og Austur-Evrópu samtals 385 þúsund bílum.

  Kostnaður við hönnun og byggingu hátæknivæddrar verksmiðja Kia í Žilina í Slóvakíu var 1,6 milljarðar evra. Þar eru framleiddir bílar sem sinna 54% eftirspurnarinnar í Evrópu eftir fjölbreyttri framleiðslulínu Kia. Í verksmiðju Kia í Žilina fer fram framleiðsla á sölubílnum Sportage SUV, litla fjölnotabílnum Venga og cee'd fjölskyldunni (cee'd fimm dyra hlaðbakur, pro_cee'd þrennra dyra og cee’d Sportswagon).

  Fyrsti bíllinn, cee'd, rann af færibandi verksmiðjunnar í lok árs 2006. Afkastageta verksmiðjunnar er yfir 300.000 bílar á ári. Kia greindi frá því með stolti árið 2015 að þá rann milljónasti cee'd bíllinn af framleiðslulínu verksmiðjunnar í Žilina. Sama ár voru framleiddir yfir 100.000 Sportage í verksmiðjunni og höfðu aldrei jafn margir bílar af þeirri gerð verið framleiddir á einu ári.


Meira um Kia

 • Fyrirtækjastefnan

  Við byggjum nýja framtíð með skapandi hugsun og markvissri nálgun við úrlausnarefni.

 • Saga Kia

  Kynntu þér sögu Kia og 70 ár af framförum og nýsköpun.