Go to content

Af hverju Kia

 • Kia Sorento

  Fleiri ástæður þess að kaupa Kia

  Þetta er hárrétt ákvörðun hjá þér
  Njóttu ferðarinnar

Uppgötvaðu alla kostina

Það eru fjölmargar gildar ástæður fyrir því að kaupa Kia og þeim fjölgar óðum. Verðlaunuð hönnun, afburða tækni í allri framleiðslulínunni og ábyrgðartími sem enginn annar býður upp á eru einungis nokkur dæmi um kosti Kia. Þess vegna er ástæða til að staldra við og skoða betur hvað það er sem gerir Kia einstakan og hvers vegna kaup á Kia er alltaf rétta ákvörðunin.

 • Bygging Kia Motors í Evrópu

  Hverjir við erum

  Kia Motors er reynslumesti bílaframleiðandi Kóreu og á sér langa sögu í Evrópu. Höfuðstöðvar okkar í Evrópu eru í Frankfurt þar sem hönnunarteymið teiknar innanrými og yfirbyggingar Evrópubíla okkar. Við framleiðum einnig fjölmargar gerðir í verksmiðju okkar í Žilina í Slóvakíu.

 • Kia Soul

  Umhverfisvænt fyrirtæki

  Skuldbindingar Kia gagnvart umhverfinu ná til allra þátta. Við framleiðum nútímalegar og sparneytnari vélar, bíla með umhverfisvænni orkugjöfum og aðhyllumst vistvæna framleiðsluferla. Þessu til sönnunar má nefna að Kia varð í 35. sæti yfir Umhverfisvænustu vörumerki heims hjá Interbrand árið 2014.

Töfrandi hönnun

 • Kia cee'd

  Einfaldleiki beinu línunnar

  Hönnun er annað og meira en einungis form, línur og útlit hjá Kia. Hönnunin er það sem gæðir vörumerki okkar líf og vekur upp ástríðu fyrir bílum okkar. Undir leiðsögn kunnra hönnuða eins og Peter Schreyer sköpum við bíla sem eru kraftalegir, nútímalegir og einstakir. Þeir fanga athygli bílkaupenda, fjölmiðla og dómnefnda víða um heim.

 • Kia verðlaun

  Verðlaunahafar

  Það er tekið eftir bílunum okkar. Þeir vekja ekki einungis athygli annarra ökumanna og vegfarenda heldur dómnefnda hönnunarsamkeppna sem eru viðurkenndar á alþjóðavísu. Fjölmargir bílar Kia hafa hlotið viðurkenningar og mikilvæg verðlaun, þar á meðal IF, reddot, Good Design og ABC Design. Hver af verðlaunahöfunum höfðar til þín?

Háþróuð tækni

Ný viðmið

Bílar Kia koma með breiðu úrvali nýjustu tækni og akstursstoðkerfa og margt af þessum búnaði er staðalbúnaður. Þarna er á ferðinni innihaldsríkur pakki af tæknibúnaði sem skiptir máli. Til viðbótar við þetta má nefna DRIVE WiSE sem inniheldur nýjusta og stöðugt fjölbreyttara úrval akstursstoðkerfa. Við leggjum áherslu á sjálfbæra framtíð og þess vegna bjóðum við upp á úrval raf- og tvinnaflrása.

 • DRIVE WiSE tækni Kia

  Daglegur akstur eins og hann gerist bestur

  Kia bílar eru búnir margvíslegum tæknibúnaði sem skiptir máli. Dæmi um þetta er snjallbílastæðavari, akreinavari og Android Auto™ og Apple CarPlay™. Kynntu þér þennan snjallbúnað sem gerir þér kleift að njóta hins daglega aksturs á afslappaðan hátt.

 • DRIVE WiSE tækni Kia

  Kynntu þér DRIVE WiSE

  Framtíðin í akstursstoðkerfum kallast DRIVE WiSE. Nýstárlegir þættir kerfisins stuðla að auknu öryggi og gera akstursupplifunina enn ríkari. Hápunktar DRIVE WiSE kerfisins í mörgum Kia gerðum er sjálfvirka neyðarhemlunarkerfið, umhverfissýnin, beygjuljósabúnaðurinn og akreinavarinn.

 • Kia Soul EV

  Aðrir orkugjafar

  Kia bílar eru fáanlegir með öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti, hvort sem það eru rafbílar eða tvinnbílar. Soul EV er aflmikill og þægilegur og hreinn rafbíll þótt margir eigi erfitt með að trúa því. Hagkvæmir og sparneytnir tvinnbílar eins og Niro og Optima tengiltvinnbíllinn passa þægilega inn í lífstíl þinn og markmið þitt um að draga úr eldsneytiseyðslu án þess að það bitni á þægindunum.

7 ára ábyrgð

Það sem aðgreinir Kia frá öllum öðrum bílum felst í þremur orðum: 7 ára ábyrgð. Við erum í fararbroddi á markaðnum með þessa yfirgripsmiklu ábyrgð sem endurspeglar um leið þá tiltrú sem við höfum á hverjum þeim bíl sem er framleiddur af Kia. Ábyrgðin færir þér fullkomna hugarró ekkert skemur en í 7 ár.

Taktu næsta skref