Innan þægindarammans
Með fullkomna yfirsýn og vel hannaða stjórnrofa fyrir loftfrískunarkerfið.
Eigendur Kia XCeed tengiltvinnbíla njóta góðs af okkar einstæðu 7 ára ábyrgð1 sem nær einnig til rafgeymisins.10 Þetta er til marks um hve mikla trú við höfum á bílum okkar. Ábyrgðin er líka yfirfæranleg á nýja eigendur ef bíllinn er seldur.
Uppfærslur á kortum í leiðsögukerfum Kia bíla eru án endurgjalds einu sinni á ári í sex ár, en það er liður í fyrirheitum okkar um gæði. Uppfærslur tryggja að leiðsögukerfið byggir ávallt á nýjustu upplýsingum.
Borgarjepplingur sem setur ný útlitsviðmið, með hárri sætastöðu, snerpu í meðhöndlun og háþróuðum tæknibúnaði.
7 ára/150.000 km ábyrgð Kia. Gildir í öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð skilmálum og skilyrðum í hverju landi.
Allt að XX km í innanbæjarakstri og XX km í blönduðum akstri. Akstursdrægi Kia XCeed hefur verið sannreynt í nýju WLTP prófuninni (Worldwide Harmonized Light vehicle Test Procedure).
Nýi Kia XCeed tengiltvinnbíllinn er samhæfður fyrir Apple CarPlay™ og Android Auto™. Android Auto™ er hannað fyrir snjallsíma með Android stýrikerfi 5.0 (Lollipop) eða nýrra. Apple CarPlay™ er fáanlegt fyrir iPhone 5 eða nýrri gerðir. Bæði kerfin eru með raddstýringu sem gera ökumanni kleift að hafa ávallt hendur á stýri og fylgjast með umferðinni. Apple CarPlay™ er vörumerki Apple Inc. Android Auto™ og önnur merki eru vörumerki Google Inc.
Öll ný ökutæki Kia sem eru með leiðsögukerfi frá verksmiðju eiga rétt á árlegri kortauppfærslu til 7 ára. Þetta er hluti af yfirgripsmiklum fyrirheitum okkar um gæði. Þetta einstaka tilboð tryggir að leiðsögukerfið er ávallt með nýjustu kortagögnum. Tilboðið nær eingöngu til nýrra ökutækja Kia sem eru með leiðsögukerfi frá verksmiðju og hefur að öðru leyti ekki áhrif á ábyrgðina.
Drive Wise er akstursstoðkerfi sem dregur þó ekki úr ábyrgð ökumanns að gæta fyllsta öryggis við akstur. Ökumaður verður eftir sem áður að miða akstur við aksturshæfni sína, umferðarreglur, ástand vega og umferð. Drive Wise tækni býður ekki upp á sjálfakstur bifreiðarinnar. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbók.
Árekstrarvari að framan (FCA) er akstursstoðkerfi sem leysir ökumann ekki undan þeirri ábyrgð að haga akstri sínum með ábyrgum hætti öllum stundum. Ökumaður skal aðlaga aksturinn að eigin akstursgetu, að lagalegum skilyrðum og að vega- og umferðaraðstæðum. FCA er ekki ætlað til sjálfaksturs ökutækisins. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbókinni.
Háspennu liþíum-jóna rafgeymastæður Kia, sem notaðar eru í rafbílum (EV), tvinnbílum (HEV) og tengiltvinnbílum (PHEV) eru hannaðar með langan líftíma fyrir augum. Rafgeymarnir eru í ábyrgð hjá Kia í 7 ár frá nýskráningu eða upp að 150.000 km akstri. Rafgeymar Kia með lægri spennu (48V og 12V) í mildum tvinnbílum (MHEV) eru í ábyrgð í tvö ár frá nýskráningu óháð akstri bílsins. Kia ábyrgist 65% hleðslugetu rafgeyma í rafbílum. Ábyrgðin nær ekki til minnkaðrar hleðslugetu rafgeyma í tengiltvinnbílum, tvinnbílum og mildum tvinnbílum. Fylgið leiðbeiningum ... eða eigendahandbókinni til þess að lágmarka hugsanlegt tap á hleðslugetu. Nánari upplýsingar um ábyrgð Kia er að finna á (www.kia.com)
Fyrir ökutæki sem eru seld frá maí 2022 býður Kia upp á tvær endurgjaldlausar uppfærslur á hugbúnaði og kortum í leiðsögukerfi ökutækisins með svokallaðri "over-the-air" aðferð ("OTA Updates").