Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

Fyrirtækjalausnir Kia

  • Saman finnum við lausnir sem henta þínu fyrirtæki

Bílaumboðið Askja hefur undanfarin ár náð gríðarlega góðum árangri við sölu og þjónustu á öllum tegundum Kia bifreiða á Íslandi. Markaðshlutdeild Kia á Íslandi er til að mynda sú hæsta í Evrópu. Við stefnum enn hærra og vitum að til þess að það gerist þurfum við að halda áfram að veita framúrskarandi þjónustu og setja þarfir viðskiptavina ávallt í fyrsta sæti. Það væri okkur sönn ánægja að fá að sýna þínu fyrirtæki hvað við höfum fram að færa þegar kemur að endurnýjun á fyrirtækjabílum á þínum vinnustað. Saman finnum við lausnir sem henta þínu fyrirtæki og setjum saman samstæðan heildarpakka kaupleigu, rekstrarleigu eða flotaleigu í samstarfi Öskju og fjármögnunarfyrirtækja.

Kia er sá bílaframleiðandi sem vex hvað hraðast í heiminum í dag. Ökutæki Kia fara stöðugt fram úr væntingum viðskiptavina og óbilandi staðfesta í gæðamálum hefur aukið vinsældir bílanna.

Í hátæknivæddum verksmiðjum Kia í Evrópu og Kóreu framleiðir fyrirtækið allar gerðir bíla fyrir allar gerðir fólks. Þetta eru ökutæki sem henta lífsstíl hvers og eins og búa yfir framúrskarandi aksturseiginleikum. Bílarnir frá Kia eru margverðlaunaðir fyrir framúrskarandi hönnun og hafa hlotið fjölmörg hönnunarverðlaun, þar á meðal hin eftirsóttu Red Dot Design Award. Nútímaleg hönnun, aðgengi að nýjustu tækni og framúrskarandi framleiðslugæði hafa vakið athygli umheimsins á Kia. Öllum nýjum Kia bílum fylgir 7 ára ábyrgð en það er lengsta ábyrgð sem nokkur bílaframleiðandi veitir.

Við hlökkum til að vinna með þér.