Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

Optima car logo Kia EV6 logo

Nýr EV6
Dekraðu við skynfærin
Rafknúinn Kia EV6
 • Rafknúinn alhliða bíll

 • Skammur hleðslutími¹

 • Allt að 528 km akstursdrægi²

Nýr Kia EV6

Fáðu innblástur

 • EV6

 • Tilbúinn fyrir framtíðina

   

  EV6 er alhliða, rafknúinn bíll frá Kia sem brýtur nýtt blað og setur ný viðmið til framtíðar. Láttu einstakt útlit hans og hönnun veita þér innblástur.

    

  Hvítklædd kona fyrir framan Kia EV6
Hönnun

Nútímalegur og sportlegur  

Kia EV6 á hlið, nútímaleg og sportleg hönnun

Akstur sem veitir innblástur

Á ferð til framtíðar

Aflrásir

Fáðu innblástur

 

Þrjár mismunandi gerðir nýs Kia EV6 eiga eftir að veita þér innblástur. Allir bjóða þeir upp á klæðskerasniðið rými og nú þarftu einungis að gera samanburð og finna rétta kostinn fyrir þig. 

Þarftu að komast langt? Farðu langt, ekkert því til fyrirstöðu

Akstursdrægi Kia EV6 með afturhjóladrifi og 77,4 kWh rafgeymastæðu er allt að 528 km á einni hleðslu. Með ofurhröðum hleðslutíma tekur einungis 18 mínútur að hlaða hann úr 10% í 80% sem veldur lágmarks frátöfum í akstri.

 • Rafgeymastæða: 77,4 kWh
 • Drifrás: Afturhjóladrif
 • Akstursdrægi: Allt að 528 km²
 • Hraðhleðsla: 10-80% á 18 mínútum
 • 0-100 km/klst: 7,3 sekúndur
 • Afkastageta: 229 hö (168 kW)
 • Hámarkshraði: 188 km/klst
 • Dráttargeta: Allt að 1.600 kg

Þarftu eitthvað meira? Þá er þetta bíllinn

Þetta er afkastamikill bíll fyrir þá sem vilja aðeins meira. Fjórhjóladrifinn, 239 kW og allt að 1.600 kg dráttargetu. Bíll sem tekst á við allar áskoranir. Án nokkurrar losunar, auðvitað.

 • Rafgeymastæða: 77,4 kWh
 • Drifrás: Fjórhjóladrif
 • Akstursdrægi: Allt að 506 km
 • Hraðhleðsla: 10-80% á 18 mínútum
 • 0-100 km/klst: 5,2 sekúndur
 • Afkastageta: 325 hö (239 kW)
 • Hámarkshraði: 188 km/klst
 • Dráttargeta: Allt að 1.600 kg

Fáðu innblástur

Þessi afturhjóladrifna gerð mun veita þér innblástur. Þú kemst allt sem þú vilt með 125 kW, 58 kWh rafgeymastæðu og 394 km akstursdrægi. Gerðu þig kláran.

 • Rafgeymastæða: 58 kWh
 • Drifrás: Afturhjóladrif
 • Akstursdrægi. Allt að 394 km
 • Hraðhleðsla: 10-80% á 18 mínútum
 • 0-100 km/klst: 8,5 sekúndur
 • Afkastageta: 170 hö (125 kW)
 • Hámarkshraði: 188 km/klst
 • Dráttargeta: Allt að 750 kg

Hraðskreiðari með 4WD

Með fjórhjóladrifinu fæst hraðskreiðari bíll, nægilega öflugur til að uppfylla allar þínar þarfir. 173 kW og 58 kWh rafgeymastæða.

 • Rafgeymastæða: 58 kWh
 • Drifrás: Fjórhjóladrif
 • Akstursdrægi: 371 km
 • Hraðhleðsla: 10-80% á 18 mínútum
 • 0-100 km/klst: 6,2 sekúndur
 • Afkastageta: 235 hö (173 kW)
 • Hámarkshraði: 188 km/klst
 • Dráttargeta: Allt að 750 kg

Sá aflmesti

GT aflrásin er í öflugustu gerð EV6. Þetta er bíll sem veitir eftirminnilega akstursupplifun. Afkastagetan er 430 kW, rafgeymastæðan 77,4 kWh og akstursdrægið er áætlað 405 km.

 • Rafgeymastæða: 77,4 kWh
 • Drifrás: Fjórhjóladrif
 • Akstursdrægi: 406 km (áætlað)
 • Hraðhleðsla: 10-80% á 18 mínútum
 • 0-100 km/klst: 3,5 sekúndur (áætlað)
 • Afkastageta: 585 hö (430 kW)
 • Hámarkshraði: 260 km/klst
 • Dráttargeta: Allt að 1.600 kg (áætlað)

Sæktu orku í rafknúna bíla Kia. 

 

#GoElectric

Hleðsla

Af stað. Hlöðum nánast hvar sem er

 • Hin snjalla eBox Smart hleður bílinn þinn með einföldum og öruggum hætti. Hægt er að sækja snjallsímaforrit sem sýnir notkun rafmagns við hleðslu en einnig er hægt að aðgangsstýra stöðinni þannig að hún sé ekki opin öllum. Stöðin er einstaklega stílhrein og fer vel á flestum stöðum.

E-GMP undirvagninn

Ný tækifæri með nýjum undirvagni

 

Nýi E-GMP undirvagninn skóp tækifæri fyrir okkur sem hönnuði sem á endanum skilar sér til ökumanns. Nýi undirvagninn er grunnur að góðum aksturseiginleikum og útlitshönnun og stækkar innanrýmið svo um munar. 

Helstu atriði

Til fundar við nýja tíma

Fáðu innblástur

Virkjaðu öll skynfærin

Endurunnin efni

Vasar í hurðum og gólfteppi í EV6 eru gerð úr endurunnum plastefnum í takt við samfélagslega ábyrgð. Í boði eru sæti sem klædd eru leðurlíki.
Innanrými EV6 með endurunnum efnum
Vasar í hurðum og gólfteppi í EV6 eru gerð úr endurunnum plastefnum í takt við samfélagslega ábyrgð. Í boði eru sæti sem klædd eru leðurlíki.
Fela
Sýna
Tengingar

Nettengd afþreyingar- og upplýsingakerfi

Það er einfalt að nota upplýsinga- og afþreyingarkerfið meðan á akstri stendur. Öllu er stýrt frá tvöfalda Panoramic 12,3" sveigða skjánum sem gefur um leið innanrýminu tilfinningu fyrir opnu rými. 

Kia EV6 forpöntun

 

Tryggðu þér þitt eintak. 

Öryggisbúnaður

Gættu að örygginu

Við setjum öryggið í fyrsta, annað og þriðja sæti. Öryggi þitt er grundvallaratriði og við viljum skapa öruggt rými fyrir þig og ástvini þína. 

360° sjónarhorn

Glæsilegur frá öllum sjónarhornum

Útfærslur

Finndu réttan EV6 fyrir þig

 

EV6 kemur í þremur mismunandi útfærslum; Standard, GT-line og EV6 GT. Ein þeirra hentar þér örugglega.

Kia EV6 Style

Style

Margir valkostir standa til boða í EV6 Standard útfærslunni. Hægt er að velja um innréttingar, aflrásir og útlit yfirbyggingarinnar. Hægt er að sérsníða hann að óskum hvers og eins.

 • 19" álfelgur (58 kWh)
 • 20" álfelgur (77kWh)
 • 235/55 R19 sumardekk (58 kWh)
 • 255/45 R20 sumardekk (77 kWh)
 • 2 x 12.3" margmiðlunarskjár
 • Aðfellanleg hurðarhandföng
 • Aðfellanlegir hliðarspeglar
 • Aðgerðastýri
 • Afturfarþegaskynjari
 • Akreinaraðstoð (LKA)
 • Akstursstoðkerfi (HDA)
 • Bakkmyndavél
 • Baksýnisspegill m. glampavörn
 • Blindblettsvari (BCA)
Kia EV6 Luxury

Luxury

Kia EV6 Luxury er aflmesti, hraðskreiðasti og sportlegasti rafbíll okkar til þessa. Þessi fjölhæfi bíll er hraðskreiður og getur stungið af marga sportbíla en er um leið með nægt pláss fyrir alla fjölskylduna og farangurinn líka.

 • 360° myndavélar
 • Akstursstoð II (HDA II)
 • Bílstjórasæti með minni
 • Blindblettsmyndavél (BVM)
 • Fjarstýrð bílastæðaaðstoð
 • Geonic umhverfisvæn áferð á mælaborði
 • LED stemningslýsing í innanrými (64 litir)
 • Leðuráklæði á sætum (vegan)
 • Mjóbaksstuðningur í framsætum
 • Þæginda framsæti (Relaxion seats)
 • Rafstillanleg framsæti
 • Svartar háglans áherslur að utan
 • Þverumferðarvari (PCAA)
 • 12V tengi í farangursrými
Kia EV6 GT-Line

GT-Line

Helsti búnaður: [búnaður er mismunandi eftir markaðssvæðum] 19" eða 20" álfelgur með loftflæðihönnun, leðurlíki og tau eða leðurlíki á sætum, 77,4 KWh eða 58 KWh rafgeymastæður, afturhjóladrif eða fjórhjóladrif, allt að 528,2 km akstursdrægi.

 • 19" álfelgur m. háglans innleggi (58 kWh)
 • 20" álfelgur m. háglans innleggi (77kWh)
 • GT-Line útlitspakki
 • Hiti í aftursætum
 • Loftkæling í framsætum
 • MERIDIAN 14 hátalara hljóðkerfi
 • Alcantara sætisáklæði með leðurlíki á slitflötum
 • Glerþak
 • Sportpedalar
 • Tvöföld LED aðalljós með sjálfvirkri aðlögun háuljósa
 • Upplýsingavörpun á framrúðu (HEAD-UP DISPLAY)
Ítarlegar upplýsingar

Kynntu þér EV6 jafnvel enn betur

Mynd fyrir bækling

Bæklingur

Fáðu allar staðreyndir og tölur sem þú þarft að vita um Kia EV6 rafbílinn. Nútímaleg en um leið tímalaus hönnun.

Forpanta EV6

 

Tryggðu þér þitt eintak af nýjum EV6. 

Vertu með

Ertu tilbúinn að taka á móti framtíðinni?

Aðrar gerðir

 • Kia Sorento PHEV

   

  Nýr Kia Sorento PHEV er nútímalegur bíll með glæsilegri hönnunarnálgun sem vekur upp sterk og langvarandi hughrif. Með samþættu bensín- og rafaflrásinni geturðu ekið þessum tengiltvinnbíl mengunarlaust þegar þess er þörf og lengri vegalengdir þegar þú vilt. 

 • Kia e-Niro

   

  e-Niro er rúmgóður rafknúinn bíll með plássi fyrir næstum alla og allt. Þessum bíl er hægt að aka mengunarlaust miklar vegalengdir og hann er hægt að hlaða heima eða á einni af sífellt fjölgandi almenningshleðslustöðvum um allt land. 

Meira fyrir þig

Lagalegir fyrirvarar

 

1 Til að ná hámarks hleðsluhraða á EV6 þarf að nota 800 volta hleðslutæki fyrir rafbíla sem skilar að minnsta kosti 240 kW af rafmagni. Hiti á rafgeymi og veðurskilyrði geta haft áhrif á raunverulegan hleðsluhraða og hleðslutíma.

 

2 Akstursdrægið var mælt í samræmi við staðlað mæliaðferð ESB (WLTP) og miðast við 77,4 kWh rafgeymastæðu, afturhjóladrif og 19” álfelgur (mynd af ökutæki sýnir það á 20” felgum). Akstursvenjur og aðrir þættir, eins og hraði, útihitastig, landslag og notkun rafknúinna tækja/eininga hafa áhrif á raunverulegt akstursdrægi og geta dregið úr því.

 

3 Háspennu liþíum-jóna rafgeymar Kia fyrir rafbíla (EV), tvinnbíla (HEV) og tengiltvinnbíla (PHEV) eru hannaðir til að endast lengi. Rafgeymarnir falla undir 7 ára ábyrgð Kia frá nýskráningu eða að 150.000 eknum km, hvort sem kemur á undan. 2ja ára ábyrgð óháð akstursvegalengd er á lágspennu rafgeymum fyrir milda tvinnbíla (MHEV). Kia ábyrgist 70% afkastagetu rafgeyma í rafbílum og tengiltvinnbílum sínum. Afkastaminnkun rafgeyma í tvinnbílum og mildum tvinnbílum fellur ekki undir ábyrgðina. Til að lágmarka afkastaminnkun skal fylgja leiðbeiningum á […] eða leita upplýsinga í eigandahandbókinni. Nánari upplýsingar um ábyrgð Kia er að finna á [www.Kia.com]

 

4 Ábyrgð Kia nær til 7 ára frá nýskráningu eða að 150.000 eknum km, hvort sem kemur á undan. Hún gildir í öllum Evrópusambandslöndum (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar. Frávik frá gildum ábyrgðarskilmálum, til dæmis varðandi rafgeyma, lakk og búnað, eru háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum. Frekari upplýsingar um ábyrgð Kia er að finna á  [www.Kia.com].