Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

UVO CONNECT

Taktu þátt í framtíðinni

Búðu þig undir enn ríkari akstursupplifun á stafrænum tímum. Rauntímaupplýsingar sem gagnast þér vel í öllum aðstæðum og nýjar fjarstýrðar aðgerðir úr snjallsímanum tengja þig við bílinn betur en nokkru sinni fyrr.

Appið sem hér er sýnt á skjámynd er einungis til útskýringar en er ekki endilega nýjasta gerð Kia Connect og Kia Connect appsins.

Tvö háþróuð kerfi en sama markmið: Hugarró hvert sem ferðinni er heitið

Kia Connect Appið

 • Stjórnaðu öllum aðgerðum í þínum Kia úr fjarlægð í gegnum snjallsímann
 • Fáðu greiningargögn um ástand bílsins og akstursferil
 • Virkjaðu fjölda aðgerða sem skipta máli úr fjarlægð með einni snertingu
 • Núna með endurbættri hönnun, þægilegu viðmóti og nýjum aðgerðum

Kia Connect Live þjónustan(3)

 • Vertu ávallt upplýstur á skjá leiðsögukerfisins um næstu beygju áður en þú ekur inn í hana
 • Fáðu rauntímaupplýsingar um bílastæði í grenndinni og hleðslustöðvar (einungis fyrir EV og PHEV)
 • Fáðu upplýsingar á leið þinni um eldsneytisverð á bensínstöðvum
 • Vertu í hnökralausu sambandi við tengiliði þína og notaðu röddina til þess að skipta um útvarpsstöðvar

Kia Connect appið - Fjarstýrð þjónusta. Þægindi og stýring með nýju sniði

Kia Connect appið - Fjarstýrð þjónusta

Eftirlit með rafhlöðu

Með allt á hreinu: Náðu öllu út úr rafhlöðusamstæðunni með fjarstarti, fjarstöðvun og skipulagningu á hleðsluferlinu. Þetta er ekki einungis til mikils þægindaauka heldur dregur þetta einnig úr kostnaði og styttir hleðslutímann hverju sinni og hámarkar um leið endingartíma rafgeymisins. Á einfaldan hátt, hvaðan sem er. Í boði fyrir hreina rafbíla og tengiltvinnbíla.

Connect appið - Fjarstýrð þjónusta

Hitastýring

Njóttu akstursins og stilltu hitastigið að þínum óskum. Í hreinu rafbílunum okkar er hægt að virkja og skipuleggja loftfrískunarkerfið og stilla þannig hitann í bílnum úr fjarlægð og áður en sest er inn í hann. Ekki einungis þér til hagsbóta heldur líka bílnum. Við rétt hitastig skilar rafgeymasamstæðan mestri svörun og kjöraðstæðum fyrir orkuflutning strax frá upphafi aksturs.

Kia Connect appið - Fjarstýrð þjónusta

Eftirlit með hurðum

Skildu aldrei aftur við bílinn ólæstan eða þig læstan úti. Með Kia Connect appinu er hægt að læsa og aflæsa bílnum úr fjarlægð með einföldum smell.

Kia Connect appið - Upplýsingar um ökutækið. Allt í hnotskurn

Kia Connect appið - Upplýsingar um ökutækið

Bílastæðastilling

Vertu ávallt upplýstur, jafnvel þótt þú sért ekki undir stýri. Bílastæðastillingin heldur þér upplýstum þegar einhver annar ekur bílnum. Fylgstu með staðsetningu bílsins þíns, aksturstíma, vegalengd og hámarkshraða í gegnum Kia Connect appið. Persónuleg gögn þín eru tryggð því ökumaðurinn hefur aðeins takmarkaðan aðgang að stjórnborði bílsins.

Kia Connect appið - Upplýsingar um ökutækið

Finna bílinn minn

Aðgerð sem þú tapar engu á: Staðsetningartækið sér til þess að þú veist ávallt hvar þú lagðir bílnum þínum síðast. Þú þarft því ekki lengur að leita að honum á stórum bílastæðum eða á ókunnum slóðum.

Kia Connect Live þjónustan. Snjallari leið á áfangastað

Kia Connect Live þjónustan

Nettengd leiðsögn

Vertu alltaf með það á hreinu hvað er framundan. Nettengda leiðsögukerfið finnur fljótförnustu leið að hverjum áfangastað með notkun rauntímaupplýsinga og eldri gagna í upplýsingaskýjum. Stöðugt uppfærðar upplýsingarnar stilla ferðina af í rauntíma og veita nákvæmar upplýsingar um áætlaðan komutíma.

Kia Connect Live þjónustan

Hleðslustöðvar

Með nettengdri skrá finnurðu hleðslustöðvar fyrir tengiltvinnbíla og aðrar upplýsingar eins og greiðsluleiðir, aðgengi og hvort tenglar séu samhæfðir bílnum.

Kia Connect appið - Fjarri ökutækinu. Aldrei einn á ferð

Kia Connect appið

Leiðsögn síðasta spölinn

Leiðsögn síðasta spölinn er aðgerð í Kia Connect appinu sem nánast leiðir þig frá bílnum að áfangastað eftir að þú hefur lagt honum. Þú þarft bara að einbeita þér að því að finna bílastæði. Jafnvel þótt þú sért á ókunnum slóðum kemstu alltaf beint á áfangastað með leiðsögukerfi með viðbótarveruleika.

Yfirlit aðgerða

Það á jafnt við um tvinnbíl, tengiltvinnbíl, rafbíl eða bíl með brunahreyfli að möguleikar Kia Connect appsins og Kia Connect Live þjónustunnar eru fjölbreyttir og víðfeðmir og gera þér kleift að njóta kosta Kia til fulls.

Kia Connect appið

 • Leiðsögn síðasta spölinn

  Þú ert aldrei einn á ferð. Legðu bílnum og láttu Kia Connect appið leiða þig stystu leið fótgangandi síðasta spölinn á áfangastað.

 • Bílastæðastilling

  Með allt á hreinu: Fylgstu með staðsetningu bílsins, aksturstíma, akstursvegalengd og hámarkshraða í Kia Connect appinu óháð því hver ekur bílnum. Persónuleg gögn þín eru varin öllum stundum.

 • Flutningur á notendayfirliti

  Njóttu þægindanna. Endurheimtu allar stillingarnar þínar á einfaldan hátt eftir að annar hefur ekið bílnum þínum. Með einum smell í gegnum Kia Connect appið endurheimtir þú stillingarnar.

 • Loftfrískunarkerfi

  Loftfrískunarkerfinu fylgja þægindi. Hægt er að virkja og stilla loftfrískunarkerfið úr fjarlægð í hreinum rafbílaútfærslum svo hitastigið er fullkomið þegar þú sest inn í bílinn.

 • Hleðslustýring

  Orkustýring í þínum höndum: Tvinnbílum er hægt að starta úr fjarlægð og drepa á þeim sem og skipuleggja hleðsluferlið og sjá stöðuna á rafgeyminum.

 • Finna bílinn minn

  Aðgerð sem þú tapar engu á: Finndu bílinn þinn hvar sem hann er með staðsetningartækinu. Kjörið ef þú hefur lagt bílnum á stóru bílastæði.

 • Senda í bílinn

  Verði þinn vilji: Skipuleggðu og stilltu inn ferðina áður en hún hefst með Kia Connect appinu, sendu síðan leiðsögukerfinu í Kia heimilisfangið.

 • Ástand ökutækis

  Með allt á hreinu: Fáðu yfirlit yfir lykilatriði um ástand bílsins, eins og ástand ræsibúnaðar, eldsneytisstöðu eða hleðslu rafgeymis, læsingu hurða og lokun glugga, ástand sæta og ljósa.

 • Mínar ferðir

  Láttu staðreyndirnar tala: Fáðu yfirlit yfir fyrri ferðir, meðaltalshraða, eknar vegalengdir og aksturstíma.

 • Hurðastjórnun

  Öryggið ofar öllu: Hægt er að læsa eða aflæsa hurðum Kia í gegnum Kia Connect appið án þess að þurfa til þess lykil eða rofa.

KIA CONNECT LIVE ÞJÓNUSTAN(3)

 • Nettengd leiðsögn Kia

  Sjáðu fram í tímann: Veldu fljótförnustu leiðina og forðastu umferðarteppur með því að styðjast við rauntímaupplýsingar og eldri gögn úr skýinu.

 • Á fund við þriðja aðila

  Snurðulaus áætlun: Varpaðu dagatalinu í snjallsímanum upp á skjá leiðsögukerfisins og láttu það vísa þér leiðina beint á næsta fund.

 • Áhugaverðir staðir

  Í leit að veitingastað, litlu fyrirtæki eða stað sem vert er að skoða? Upplýsingar þessu tengdar eru reglulega uppfærðar og aðgengilegar á auðveldan hátt í gegnum Áhugaverðir staðir í Kia Connect Live þjónustunni.

 • Bílnum lagt

  Kerfið sýnir staðsetningu bílastæða áður en komið er á áfangastað sem flýtir fyrir því að leggja bílnum. Það styðst við eldri gögn og sýnir bílastæði við götur og önnur stærri bílastæði með litakóða sem gefur til kynna hve mörg stæði eru laus, staðsetningu þeirra, önnur smáatriði og bílastæðagjöld.

 • Raddstýring

  Láttu rödd þína heyrast. Innbyggt raddstýrikerfi tekur við skipunum þínum sem gerir þér kleift að hafa hendurnar á stýri og augun á veginum.

 • Myndavél/hættuleg svæði(4)

  Ökumaður er varaður við fjöldanum öllum af hraðamyndavélum, jafnt færanlegum og staðbundnum sem og við svæðum þar sem akstur er bannaður. Kerfið getur jafnvel miðlað upplýsingum um svæði þar sem slys eru sérstaklega tíð og aðvarað ökumann.

 • Skilaboðaskjóða

  Skilaboð berast þér í hvert sinn sem aðvörunarkerfi bílsins fer í gang en jafnframt berast þér valin skilaboð ætluð þér frá Kia sem og mikilvægar ábendingar og greiningarupplýsingar um bílinn þinn.

 • Veðurútlit

  Verður sólríkt um helgina eða hellidemba? Þriggja daga veðurútlit kemur sér vel áður en haldið er af stað. Sláðu inn áfangastaðinn og fáðu ítarlegt veðuryfirlit fyrir næstu daga, þ.á m. lágmarks- og hámarkshitastig, vindhraða og líkur á sólskini eða úrkomu.

 • Hleðslustöðvar

  Nettengda götuskráin sýnir staðsetningu hleðslustöðva fyrir tengiltvinnbíla og önnur atriði eins og greiðsluaðferðir, aðgengi að hleðslu og gerð hleðslubúnaðar.

 • Eldsneytisupplýsingar

  Leitaðu að lægsta verðinu. Eldsneytisverð bensínstöðva í næsta nágrenni er uppfært sjálfvirkt inn í Kia Connect Live þjónustuna. Það er því hægt að skipuleggja áfyllingarnar í takt við það.


Allar aðgerðirnar hér að ofan eru aðgengilegar í nýjustu útgáfu Kia Connect appsins og Kia Connect Live þjónustunnar. Það ræðst af gerð Kia og útfærslu hvort þú hafir aðgang að þeim öllum.

7 ára ábyrgð þ.m.t. Kia Connect uppfærslur(1)(2)(3)

Áfram til næsta eiganda. Þegar bíllinn er seldur áður en ábyrgðarskilmálarnir renna út nýtur næsti eigandi góðs af því sem eftir er ábyrgðartímabilsins eða akstursvegalengdar. Þetta er einungis einn af mörgum ávinningum Kia fyrirheita. Innifalið í kaupum á Kia er 7 ár af akstursánægju, 7 ár af fjöri, 7 ár af ævintýrum, spennu og gleði. Svo ekki sé minnst á 7 ár með lægri rekstrarkostnaði og 7 ár af hugarró... Nánari upplýsingar, skilmála og skilyrði er að finna á eftirfarandi hlekk.

Nánari upplýsingar
Deila