Það er auðvelt að komast að því hvaða bíll hentar þér:
Svaraðu nokkrum spurningum og finndu rétta bílinn fyrir þig.
Stingdu í samband.
Jafnt heima sem heiman: Þú er ávallt einni hleðslu á undan næstu ferð á Kia.
Kynntu þér hve ótrúlega einfalt er að hlaða Kia bílinn þinn nánast hvar sem er. .
Alveg sjálfsagt! Hér má sjá algengar spurningar og svör við þeim.
Akstursdrægni rafbíla getur verið mismunandi og veltur á mörgum þáttum, ekki síst um hvaða bíl er að ræða. Einnig skiptir hleðsla bílsins máli og hversu hratt er ekið hverju sinni. Vegyfirborð er líka áhrifaþáttur, sem og loftslag eða landfræðilegir þættir eins og hæð yfir sjávarmáli. Í dag er akstursdrægi flestra rafbíla á bilinu 160 til 240 km á einni hleðslu. Nokkrar gerðir rafbíla eru fáanlegar með allt að 455 km akstursdrægi á einni hleðslu. Gríðarlegar framfarir eru framundan í akstursdrægi rafbíla á næstu árum og ljóst er að þessar tölur eiga eftir að hækka. Ástæðan er fyrst og fremst framþróun í framleiðslu á rafhlöðum. Þegar haft er í huga að helmingur allra akstursferða eru innan við 8 km langar er ljóst að hægt er að fara fjölda ferða á einni hleðslu. Þeir ökumenn sem þurfa reglulega að aka langar vegalengdir gætu kynnt sér kosti tengiltvinnbíls með bensínvél (PHEV). Þegar haft er í huga að helmingur allra akstursferða eru innan við 8 km langar er ljóst að hægt er að fara fjölda ferða á einni hleðslu. Þeir ökumenn sem þurfa reglulega að aka langar vegalengdir ættu að kynna sér kosti tengiltvinnbíls með bensínvél (PHEV). Þegar haft er í huga að helmingur alls aksturs er innan við 8 km vegalengd býður rafbíllinn upp á fjölda ferða á einni hleðslu. (Þeir ökumenn sem þurfa reglulega að aka langar vegalengdir ættu að kynna sér kosti tengiltvinnbíls með bensínvél (PHEV).) Þegar haft er í huga að helmingur alls aksturs er innan við 8 km vegalengd býður rafbíllinn upp á fjölda ferða á einni hleðslu. (Þeir ökumenn sem þurfa reglulega að aka langar vegalengdir ættu að kynna sér kosti tengiltvinnbíls með bensínvél (PHEV).)
Það ræðst af því hvernig og hvar bíllinn er hlaðinn. Með háspennu DC hleðslutæki á hraðhleðslustöð er hægt að hlaða tóman rafgeymi upp í um 50% hleðslu á um það bil 30 mínútum og 80% hleðslu á um það bil 50 mínútum. Með uppsettri hleðslustöð sem breytir riðstraum (AC) í jafnstraum (DC) tekur um 8 klukkustundir að fullhlaða rafhlöðu. Með því að tengja hleðslukapalinn beint í innstungu á heimilinu tekur hleðslan allt frá 12 og upp í 30 klukkustundir og ræðst tíminn einkum af gerð rafbíls.
Sé hlaðið heima er verðið á kíló watt stundinni á u.þ.b. 15 kr og þá ræður rýmd raflöðu heildar kostnaði. Einfaldast er að horfa á hvað bíllinn eyðir á hverja 100km og bera það saman við lítra af eldsneyti á hundraði. Eyði bíll að meðaltali 15kWh á 100 kílómetrum má reikna að 100km kosti 225kr. Samanborið við bíl sem eyðir 8L/100 og eldsneytis líterinn kosti 230kr þá kosta 100km akstur 1840 kr. Sé hraðhleðsla nýtt sem ýmsir þjónustuaðilar bjóða uppá er greitt fyrir krónugjald á mínútu sem bíllinn er tengdur og hverja kWh. Gróflega má áætla að þar kosti 100km u.þ.b. 550kr.
Verð á rafbílum er mismunandi eftir gerðum, stærð rafhlöðu, útbúnaði o.fl. Mikilvægt er að hafa í huga að rekstrarkostnaður rafbíla er lægri en rekstrarkostnaður hefðbundinna bíla með brunahreyfil þegar tekið er tillit til viðhalds- og viðgerðarkostnaðar, lægri bifreiðagjalda og eldsneytiskostnaðar.
Tvinnbílar eru með tvær aflrásir. Þeir eru knúnir brunahreyfli og rafmótor. Vélin og rafmótorinn geta unnið sitt í hvoru lagi eða saman. Markmiðið er að knýja bílinn á sem hagkvæmasta hátt í því skyni að hámarka sparneytni og draga úr útblæstri. Tvinnaflrásin er sérstaklega skilvirk í þungri borgarumferð. Mismunandi tegundir eru til af tvinnbílum, þar á meðal hreinn tvinnbíll (e. hybrid) og tengiltvinnbíll (e. plug-in hybrid). Munurinn felst í orkugjafanum og tvinneðli þeirra. Ekki er hægt að hlaða rafgeymi í hreinum tvinnbíl (e. hybrid) því hann hleður sig sjálfur. Orkuendurheimtarkerfi endurheimtir hreyfiorkuna við hemlun eða þegar stigið er af inngjöfinni. Hámarksendurheimt verður við akstur niður brekkur. Tengiltvinnbíll (e. plug-in hybrid) vinnur nákvæmlega eins og hreinn tvinnbíll en hann hefur stærri rafgeymi og býður upp á hleðslu inn á rafgeyminn úr rafúttaki. Það eykur rafakstursdrægi hans um allt að 50 kílómetra.
Því fylgir ótvíræður ávinningur að kaupa tvinnbíl (e. hybrid) og tengiltvinnbíl (e. plug-in hybrid) ef stefnt er að minni eldsneytisnotkun eða meira akstursdrægi. Það ræðst svo af þörfum hvers og eins hvor gerðin hentar.
Helsti ávinningurinn af háþróaðri tvinnaflrásartækni er umhverfismildi og minni rekstrarkostnaður. Almennt séð er losun frá tvinnbílum minni en frá hefðbundnum bílum sem stuðlar að minni umhverfisáhrifum. Rafmótorinn skilar viðbótarafli og styður við brunahreyfilinn sem stuðlar að minni eldsneytisnotkun en bíla sem einungis eru með bensín- eða dísilvélum. Sparneytnin ræðst af þeirri gerð tvinnbíls sem verður fyrir valinu. En það dregur úr kostnaði á eldsneyti. (Enn skal tekið fram að nákvæmar tölur yfir eldsneytissparnað ráðast af þeirri gerð tvinnbíls sem valinn er.) Enn meiri fjárhagslegur sparnaður af tvinnbíl eða tengiltvinnbíl getur falist í skattaívilnunum hins opinbera, sem eru ætlaðar sem hvati til bílkaupenda til að kaupa umhverfisvænni bíla, og í lægri bifreiðagjöldum vegna minni losunar. Tvinnbílar eru jafn viðráðanlegir í notkun og hefðbundnir bílar en hafa þótt eitt umfram þá. Þeir eru einstaklega hljóðlátir þegar rafmótorinn knýr þá. Auk þess skipta þeir svo átakalaust á milli aflrása að það heyrist vart.
Valið ræðst af þínum þörfum. Í boði er hreinn tvinnbíl (e. hybrid) sem aldrei þarf að hlaða, eða tengiltvinnbíl (e. plug-in hybrid) sem býr yfir þeim eiginleika að hægt er að hlaða rafgeyminn og lengja þar með rafakstursdrægnina.
Í grunninn standa tveir öruggir valkostir til boða til að hlaða bílinn þinn; annars vegar að hlaða rafbílinn heima með heimahleðslustöð eða að nýta sér almennings hleðslustöðvar. Þessar mismunandi leiðir kalla á mismunandi aðferðir við hleðslu sem hefur líka áhrif á hleðsluhraðann. Hleðsla rafbíla er þrenns konar; hæghleðsla, riðstraumshleðsla, (AC) og jafnstraumshleðsla (DC). Hæghleðsla í gegnum hefðbundna 220V heimilisinnstungu er seinvirkasta aðferðin til að hlaða bílinn og er ekki mælt þeirr leið nema í neyðartilvikum. Þessi aðferð kallar ekki á uppsetningu á hleðslubúnaði og með henni næst hleðsla fyrir um það bil 65 km akstursdrægi á 5 klukkustundum (hleðsla yfir nótt), eða 200 km akstursdrægi á 14 klukkustundum. Ekki er mælt með hæghleðslu nema brýnustu nauðsyn rekur til, eins og þegar hleðsla rafgeymisins dugar ekki til að aka að næstu hleðslustöð.. Mælt er með notkun á ICCB-kapli (In Cable Control Box) ef bíllinn er hlaðinn með hæghleðslu. Riðstraumshleðsla er algengasta hleðsluaðferðin og sú sem mælt er með. Með uppsetningu á hleðslustöð á heimili þínu tekur hleðsla rafbílsins um það bil 3-4 sinnum skemmri tíma en með hæghleðslu. Riðstraumshleðslustöðvar (AC) fyrir almenning eru einnig aðgengilegar og bjóða upp á enn meiri hleðsluhraða. Flestar almenningshleðslustöðvar eru hins vegar með jafnstraumshleðslu (DC) . Það er hraðvirkasta aðferðin til að hlaða rafbíl og byggir á 50kW straum eða hærri. Með jafnstraumshleðslu tekur það um það bil 40 mínútur að hlaða rafgeyminn úr 20% hleðslu í 80% hleðslu.
Rafbílar þurfa umtalsvert minna viðhald en bílar knúnir jarðefnaeldsneyti. Ástæðan er einkum sú að „innra gangverk“ þeirra er umtalsvert einfaldara á marga vegu. Rafmótor í rafbíl inniheldur hugsanlega lítið eitt meira en tólf hreyfanlega hluti. Hefðbundin brunahreyfill á hinn bóginn inniheldur mörg hundruð hreyfanlega hluti. Þar sem hlutirnir eru færri í rafmótor er líka færra sem getur bilað. Minni viðhaldsþörf dregur úr viðhaldskostnaði og allri fyrirhöfninni. Sömuleiðis er minna um vökvakerfi í rafbílum og þar með vökva sem þarf að skipta út eða fylla á reglulega. Hemlakerfi rafbíla hafa auka þess oftast lengri endingartíma en hemlakerfi hefðbundinna bíla vegna orkuendurheimtar við hemlun. Þess vegna líður líka lengri tíma milli viðhaldsþjónustu í tengslum við hemlakerfið. Rafgeymar rafbíla endast ekki að eilífu frekar en brunahreyflar í hefðbundnum bílum. En margir rafbílaframleiðendur bjóða ábyrgðir til margra ára sem ná til rafgeyma og tengdra íhluta. Ábyrgð á Kia rafbílum nær jafnt til bílsins og rafgeymisins og er til 7 ára1 sem veitir fullkomna hugarró allan þennan tíma. Engu að síður þarft þú að skipuleggja árlega skoðun á rafbílnum þínum þar sem fer fram lítilsháttar viðhald á rafkerfum bílsins sem tryggir að rafbíllinn þinn verður í toppstandi lengur en ella.
Þótt fjöldi hleðslustöðva sé breytilegur milli landa verður ekki fram hjá því litið að uppbygging hleðslustöðva fyrir rafbíla fer stöðugt fjölgandi á Íslandi. Stöðug uppbygging hleðslustöðva á sér stað við verslunarmiðstöðvar, á bílastæðum og bílastæðahúsum, við vinnustaði og á þjónustustöðvum meðfram þjóðvegnum. Vaxandi eftirspurn eftir hleðslustöðvum vegna áhrifa frá tækninýjungum mun uppbygging hleðslustöðva fyrir rafbíla stöðugt aukast þegar til framtíðar er litið.
Fyrsti kosturinn er að hlaða rafbílinn heima. Það er hagstætt og tiltölulega kostnaðarlítið. Samstarfsaðilar okkar bjóða upp á uppsetningu á hleðslustöðvum. Hleðslutíminn ræðst af gerð hleðslustöðvar. Einnig er hægt að hlaða bílinn á hraðhleðslustöðvum, sem fjölgar nú stöðugt. Hleðslukapallinn er einfaldlega tengdur til að hefja hleðslu, bíllinn sér um afganginn. Þeim fyrirtækjum, sem setja upp hleðslustöðvar við vinnustaðinn fyrir starfsmenn og viðskiptavini, fjölgar stöðugt. Í framtíðinni verða hleðslustöðvar til staðar á flestum almenningsstöðum, t.a.m. í verslunarmiðstöðvum, við hótel, þjóðvegi, á hefðbundum eldsneytisstöðvum og víðar.
Nú þekkirðu staðreyndirnar, kynntu þér úrval rafbíla frá Kia.
(1) 7 ára/150.000 km verksmiðjuábyrgð Kia
7 ára/150.000 km ábyrgð Kia. Gildir í öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð skilmálum og skilyrðum í hverju landi.