Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

UVO CONNECT

Smelltu á framtíðina

Af hverju að bíða eftir framtíðinni ef hún er þegar hér? UVO CONNECT flytur akstursupplifunina inn í nýja, stafræna vídd. Kia On-Board þjónustan birtir mikilvægar rauntímaupplýsingar hvert sem leiðin liggur en með nýja UVO appinu okkar stýrir þú aðgerðum með stjórnrofum innan seilingar.

Horfa á myndskeið
Skjáir á myndunum eru einungis til úskýringar en myndirnar sýna ekki endilega nýjustu útfærslur UVO CONNECT og Kia On-Board þjónustunnar.

Skrefinu á undan með UVO appinu

Tengdu þig við bílinn hvar sem þú ert staddur. UVO appinu fylgir fullkomin hugarró. Það býr yfir fjölda aðgerða sem birta gögn um ástand bílsins og greiningu á akstrinum. Með appinu er einnig hægt að virkja fjölda mikilvægra aðgerða fjarri bílnum með nokkrum smellum á símann.

Auktu víðsýnið, náðu lengra með Kia on-board þjónustunni

Vertu ávallt upplýstur um það sem er framundan. Kia On-Board þjónustan veitir aðgengi að grunni sérhannaðra upplýsinga um ferðina og ástand bílsins sem birtast á skjá leiðsögukerfisins á rauntíma. Þegar Kia On-Board þjónustan hefur verið virkjuð í fyrsta sinn finnur hún og uppfærir nýjustu gögn, annað hvort með SIM kortinu sem fylgir samskiptakerfi bílsins, eða í gegnum tengingu snjallsímans.

UVO APP– FJARSTÝRÐ ÞJÓNUSTA

HLEÐSLUSTÝRING

Fullkomin stýring: Fáðu allt út úr rafgeyminum sem í boði er með því að hefja, stöðva og skipuleggja hleðsluna fjarri bílnum í gegnum appið. Aðgerðin er ekki einungis til mikils þægindaauka heldur dregur hún verulega úr kostnaði og tíma sem fer í að hlaða bílinn hverju sinni, og hámarkar auk þess líftíma rafgeymisins. Með einföldum hætti, hvaðan sem er. Aðgerðin er fáanleg fyrir hreina rafbíla og tengiltvinnbíla.

HORFA Á MYNDSKEIÐ

UVO App – upplýsingar um ökutækið

VALET EFTIRLITSKERFIÐ

Vertu ávallt upplýstur, jafnvel þótt þú sért ekki undir stýri. Valet eftirlitskerfið heldur þér upplýstum þegar annar en þú ert undir stýri. Fylgstu með staðsetningu Kia bílsins þíns, aksturstíma, vegalengdum og hámarkshraða í gegnum UVO appið. Persónulegar upplýsingar þínar eru varðar því sá sem fær bílinn lánaðan hefur einungis takmarkaðan aðgang að stillingum í stjórneiningu bílsins.

UVO APP– FJARSTÝRÐAR AÐGERÐIR

LOFTFRÍSKUNARKERFI

Stilltu hitastigið svo aksturinn verði sem ánægjulegastur. Í hreinum rafdrifnum gerðum er hægt að virkja, stilla og tímasetja loftfrískunarkerfið áður en sest er inn í bílinn með fjarstýrðri aðgerð. Hitastigið er því ákjósanlegt þegar aksturinn hefst. Þetta er gott fyrir þig en ekki síður bílinn. Með réttu hitastigi skilar rafgeymirinn bestri svörun og ákjósanlegastri aflumbreytingu strax á fyrstu metrunum.

HORFA Á MYNDSKEIÐ

UVO APPIÐ

LEIÐSÖGN SÍÐASTA SPOTTANN (LAST MILE NAVIGATION)

Þú ert aldrei einn á ferð. Leiðsögn síðasta spottann (Last Mile Navigation) er sérstök aðgerð í UVO appinu sem vísar þér leiðina frá bílnum þínum þegar þú hefur lagt honum, alla leið til endanlegs áfangastaðar. Þú þarft einungis að finna bílastæði. Þú kemst alltaf beina leið á áfangastað jafnvel þótt þú sért á ókunnum slóðum.

UVO APPIÐ – UPPLÝSINGAR UM ÖKUTÆKIÐ

FINNDU BÍLINN MINN

Aðgerð sem klikkar ekki. Staðsetningaraðferðir sér til þess að þú veist alltaf hvar þú lagðir bílnum síðast. Nú þarf ekki lengur að leita að bílnum á stórum bílastæðum eða við götur á ókunnum slóðum.

HORFA Á MYNDSKEIÐ

KIA ON-BOARD ÞJÓNUSTAN

NETTENGD LEIÐSÖGN

Vertu ávallt upplýstur um hvað er framundan: Nettengda leiðsögukerfið greinir ávallt skjótförnustu leiðina að hverjum áfangastað með því að vinna úr rauntíma gögnum um umferð og eldri upplýsingum úr skýinu. Stöðugt uppfærðar upplýsingar aðlaga leiðarvalið á rauntíma og gefur upp nákvæmlega áætlaðan komutíma.

KIA ON-BOARD ÞJÓNUSTAN

HLEÐSLUSTÖÐVAR

Nettengda götuskráin sýnir hvar hleðslustöðvar eru staðsettar fyrir tengiltvinn- og rafbíla og birtir aðrar upplýsingar, eins og greiðsluleiðir, eftirspurn eftir hleðslu og hvort hleðslutæki sé samhæft þínum bíl.

HORFA Á MYNDSKEIÐ

UVO APPIÐ – FJARSTÝRÐAR AÐGERÐIR

Hurðarstýring

Skildu aldrei aftur við bílinn ólæstan eða þig læstan úti. Með UVO appinu er hægt að læsa og aflæsa bílnum hvar sem er með UVO appinu með einfaldri aðgerð í símanum.

HORFA Á MYNDSKEIÐ

YFIRLIT YFIR AÐGERÐIR

Notkunarmöguleikar UVO appsins og Kia On-Board þjónustunnar eru fjölhæfir og yfirgripsmiklir og gera upplifun þína af Kia góða, hvort sem fyrir valinu verður tvinnbíll, tengiltvinnbíll, rafbíll eða bíll með brunahreyfli.

UVO APPIÐ

 • Nettengt leiðsögukerfi Kia

  Vertu ávallt skrefinu á undan. Veldu skjótförnustu leiðina og forðastu þunga umferð með því að nýta þér rauntíma og eldri umferðarupplýsingar í skýinu.

 • Áhugaverðir staðir

  Leitarðu að veitingastað, litlu fyrirtæki eða bara að einhverjum skemmtilegum stað til að heimsækja? Upplýsingar um allt þetta og meira til eru stöðugt uppfærðar og aðgengilegar í gegnum POI aðferðina í Kia On-Board þjónustunni.

 • Raddgreining

  Talaðu við tækið. Innbyggða raddgreiningarkerfið bregst við skipunum og ökumaður getur einbeitt sér að akstrinum og með augun á veginum öllu stundum.

 • Loftfrískunarkerfi

  Stilltu hitastigið svo aksturinn verði sem ánægjulegastur. Í hreinum rafdrifnum gerðum er hægt að virkja, stilla og tímasetja loftfrískunarkerfið áður en sest er inn í bílinn með fjarstýrðri aðgerð.

 • Hleðslustýring

  Fullkomin stýring: Fáðu allt út úr rafgeyminum sem í boði er með því að hefja, stöðva og skipuleggja hleðsluna fjarri bílnum í gegnum appið.

 • Finndu bílinn minn

  Aðgerð sem klikkar ekki. Staðsetningaraðferðir sér til þess að þú veist alltaf hvar þú lagðir bílnum síðast. Nú þarf ekki lengur að leita að bílnum á stórum bílastæðum eða við götur á ókunnum slóðum.

 • Dagatal

  Allt vel skipulagt. Dagatal snjallsímans birtist á skjá leiðsögukerfisins sem vísar þér líka stystu leið á næsta fund.

 • Eldsneytisupplýsingar

  Leggðu leið þína þar sem verðið er lægst. Eldsneytisverð á næstu eldsneytisstöð uppfærist með sjálfvirkum hætti í Kia On-Board þjónustunni. Þú getur skipulagt áfyllingunni samkvæmt þeim.

 • Nettengd leiðsögn

  Vertu ávallt upplýstur um hvað er framundan: Nettengda leiðsögukerfið greinir ávallt skjótförnustu leiðina að hverjum áfangastað með því að vinna úr rauntíma gögnum um umferð og eldri upplýsingum úr skýinu. Stöðugt uppfærðar upplýsingar aðlaga leiðarvalið á rauntíma og gefur upp nákvæmlega áætlaðan komutíma.

 • Hurðarstýring

  Skildu aldrei aftur við bílinn ólæstan eða þig læstan úti. Með UVO appinu er hægt að læsa og aflæsa bílnum hvar sem er með UVO appinu með einfaldri aðgerð í símanum.

KIA ON-BOARD ÞJÓNUSTAN(3)

 • Nettengt leiðsögukerfi

  Vertu ávallt skrefinu á undan. Veldu skjótförnustu leiðina og forðastu þunga umferð með því að nýta þér rauntíma og eldri umferðarupplýsingar í skýinu.

 • Dagatal

  Pottþétt skipulag: Skoðaðu dagatalið í snjallsímanum á skjá leiðsögukerfisins og láttu það síðan vísa þér leiðina á næstu fundi.

 • Áhugaverðir staðir

  Looking for a place to eat, a local business or somewhere special to visit? All this regularly updated information and more is easily accessible via Points of Interest in the Kia On-Board Services.

 • Bílnum lagt

  Kerfið sýnir bílastæði á skjánum áður en komið er á áfangastað og flýtir þannig fyrir þegar bílnum er lagt. Það sýnir möguleg bílastæði við götuna en líka bílastæði annars staðar og laus stæði með litamerkingu sem og staðsetningu þeirra, ýmis tengd atriði og verðlagningu.

 • Raddgreining

  Talaðu við tækið. Innbyggð raddgreining bregst við skipunum þannig að ökumaður getur einbeitt sér að akstrinum með hendur á stýri.

 • Myndavél/varasöm svæði (4)

  Kerfið varar ökumann við margvíslegum gerðum hraðamyndavéla, jafnt færanlegum og staðbundnum hraðamyndavélum, en líka við svæðum þar sem akstur er bannaður. Kerfið getur meira að segja varað ökumann við svæðum þar sem slysatíðni er há og hvatt hann þannig til að sýna sérstaka aðgæslu.

 • Skilaboðaskjóða

  Þinn Kia er á varðbergi. Hann sendir þér skilaboð ef þjófnaðarvörnin fer í gang og deilir auk þess persónulegum skilaboðum frá Kia sem og mikilvægri yfirsýn um bílinn og greiningargögnum.

 • Veðurspá

  Verður hellidemba eða sólskin um helgina? Kjörið að fara yfir veðurspá næstu þriggja daga. Sláðu inn áfangastaðinn og heildstætt yfirlit um veðrið næstu daga birtist, þar með talið lægsta og hæsta hitastig, vindhraða og líkur á sólskini eða úrkomu.

 • Hleðslustöðvar

  Nettengda götuskráin birtir staðsetningu hleðslustöðva fyrir tengiltvinnbíla sem og aðrar upplýsingar, eins og greiðsluleiðir, aðgengi að hleðslu og gerðir hleðslutengja.

 • Eldsneytisupplýsingar

  Fylltu á tankinn þar sem verðið er lægst. Upplýsingar um eldsneytisverð á næstu bensínstöð uppfærast með sjálfvirkum hætti í gegnum Kia On-Board þjónustuna. Það er því hægt að skipuleggja eldsneytiskaupin í samræmi við þær.


Í nýjustu útfærslum UVO appsins og Kia On-Board þjónustunnar eru allar fyrrgreindar aðgerðir í boði. Það ræðst af þinni gerð af Kia hvort þú hafir aðgang að þeim öllum.

HVERNIG ÞETTA VIRKAR

Með UVO CONNECT er tenging bílsins við umheiminn jafn einföld og hún er stórbrotin. Í þessu kennslumyndskeiði er sýnt hvernig Kia bíllinn nýtist á bestan hátt með UVO CONNECT.

Almenn notkun og samstillingarferli

Grundvallaratriðin fyrst: Stilltu Kia bílinn þinn og samstilltu hann við farsímann þinn til að nýta allar tengingaraðgerðir.

Staða, skilaboð og þjónusta

Kenndu bílnum þínum að skilja þig: Hvernig nálgast á upplýsingar um stöðu ökutækisins, móttöku á skemmtilegum skilaboðum nýta sér gagnlega þjónustu.

Fjarstýrðar aðgerðir

Vertu upplýstur, gerðu meira: Finndu, læstu og aflæstu bílnum, sendu upplýsingar um áfangastað í leiðsögukerfi Kia og skoðaðu síðustu ferðir.

Kia On-Board þjónustan

Alltaf skrefinu á undan: Hvernig þú nálgast upplýsingar um umferð, veður, hraðamyndavélar og viðvaranir á vegum ásamt upplýsingum um áhugaverða staði og bílastæði.

E aðgerðir

„E" stendur fyrir enska orðið easy: Hvernig þú tímastillir og stýrir lofthita inni í bílnum, hleðslu rafgeymisins og nálgast ítarlegar upplýsingar um orkunotkun þína.

Kennslumyndskeið eru einungis til upplýsingar og innihalda ekki endilega nýjustu uppfærslur UVO CONNECT og Kia On-Board þjónustunnar.

7 ÁRA ÁBYRGÐ ÞAR MEÐ TALIÐ Á UPPFÆRSLUM FYRIR UVO CONNECT(1)(2)(3)

Ábyrgðin færist til næsta eiganda. Þegar þú selur Kia bílinn þinn innan ábyrgðartímans hagnast nýr eigandi á því sem eftir stendur ábyrgðartímans eða vegalengdar. Þetta er einungis einn af mörgum ávinningum sem felast í fyrirheitum Kia og snúast um meira verðgildi til lengri tíma. Með Kia fylgir akstursánægja til 7 ára, 7 ára gleði, 7 ár í ævintýraheimi, 7 ár af spennu og fjöri. Svo ekki sé minnst á 7 ár með minni rekstrarkostnaði og hugarró til 7 ára. Smellið á eftirfarandi hlekk til að kynna ykkur málið til fullnustu, skilmála og skilyrði.

NÁNAR
DEILA