Við kynnum DRIVE WiSE: Nýtt undirmerki Kia fyrir sjálfvirkan akstur og akstursstoðkerfi. Þetta nýja merki gerir okkur fært að kynna til sögunnar snjallar nýjungar á sviði öryggis í bílaflota okkar á komandi árum. Tæknin mun leggja sitt af mörkum til þess að uppræta hættu af margvíslegu tagi og álag í akstri í þungri umferð nútímans. Um leið breytir hún samskiptum þínum við bílinn. Allt þýðir þetta aukið umferðaröryggi og áhyggjulausari og ánægjulegri akstur.
Markmiðið með þróun DRIVE WiSE er að hluta til að auka umferðaröryggi. Búnaðurinn stuðlar ennfremur að ánægjulegri akstursupplifun og eykur lífsgæði bíleigandans með auknu öryggi og akstursánægju. Kynntu þér hér að neðan þá lykilþætti sem gera bíl þinn snjallari og öruggari.
Kerfið gefur frá sér viðvörunarmerki og beitir neyðarhemlun til að forðast árekstur eða draga úr alvarleika hans ef ökumaður bregst ekki við yfirvofandi hættu. Ratsjá á framstuðara og myndavél á framrúðunni fylgjast með hugsanlegri hættu á leið bílsins, þar á meðal gangandi vegfarendum og öðrum ökutækjum.
Árekstrarvarinn metur líkurnar á árekstri við ökutæki sem á undan fer. Kerfið aðvarar ökumann með hljóð- og myndmerki ef skyndilega hægir á bílnum á undan og dregur þannig úr hættu á árekstri. Kerfið dregur athygli ökumanns að hættunni áður en það sjálfvirka neyðarhemlunin grípur inn í atburðarásina og stöðvar bílinn með öruggum hætti.
Háþróaði hraðastillirinn styðst við ratsjárskynjara á framanverðum bílnum til að fylgjast með fjarlægðinni að næstu bílum á undan. Kerfið dregur úr hraða bílsins og jafnvel stöðvar hann ef fyrirfram ákveðinni fjarlægð er ekki viðhaldið, allt þar til til hraði ökutækisins á undan er aukinn.
HDA kerfið styðst við ratsjár- og LiDAR-kerfi Kia til að greina akreinamerkingar. Með þessu móti helst bíllinn á réttri akrein og skiptir yfir á aðrar til þess að aka fram úr öðrum bílum eða aka inn á annan veg. Þetta yfirgripsmikla kerfi dregur úr nauðsyn þess að ökumaður noti stýri, stefnuljós eða inngjöf og hemla við margar aðstæður og birtir um leið lykil upplýsingar á LCD framrúðuskjánum (HUD).
Umferðateppuvarinn leitar uppi ökutæki á undan þegar ekið er í þungri umferð. Hann greinir hæfileg svæði á aðliggjandi akreinum til að geta skipt um akrein með öruggum hætti og komast þannig fyrr á áfangastað í þungri umferð. Kerfið styðst við utanáliggjandi skynjara til að viðhalda öruggri fjarlægð frá bílnum á undan öllum stundum og beygir bílnum einungis þegar hættulaust er að gera það.
* Snjallbílastæðavarinn (SPAS): SPAS styðst við hátíðniskynjara til að fylgjast með umhverfinu í kringum bílinn og leggur honum í samsíða eða þverstæð bílastæði með lágmarks þátttöku ökumanns. Meðan búnaðurinn leggur bílnum fylgist hann með allri hugsanlegri hættu, hvort sem það eru vegfarendur eða aðrir bílar í blinda bletti ökumanns.
* Bílastæðavari (PAS): Búnaðurinn styðst við hátíðniskynjara á fram- og afturstuðara til að vara ökumann við fyrirstöðum þegar hann leggur bílnum inn í þröng bílastæði. Þannig eykur hann öryggi og gerir bílastæðalögnina auðveldari.