Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

KIA

Stefna vörumerkis

Movement
that inspires

Our Movement - Brand Manifesto Cover

Öll skapandi iðja hefst með hreyfingu! Sem hönnuðir hreyfingar, með þá sýn að skapa sjálfbærar samgöngulausnir fyrir neytendur, samfélög og heimsbyggðina alla, er það markmið okkar hjá Kia að fara nýjar leiðir í framleiðslu sem veita þér innblástur þegar þú ert á ferðinni og veita góða og tilgangsríka þjónustu sem sýnir virðingu okkar fyrir því sem skiptir þig máli, þinn tími. Við erum fædd inn í innblástur, ástríðu og eldmóð. Hugarfar þroska og framfara er einkennismerki allra starfsmanna Kia hvarvetna í heiminum, markmiðið er að skila til þín á hverjum degi það sem vörumerkið stendur fyrir.

Saga vörumerkis

Movement
That Inspires

Our Movement - Brand Story Cover

Saga Kia sem bifreiðaframleiðanda er löng, reyndar hófst starfsemin á framleiðslu reiðhjóla árið 1944. Í yfir 75 ár höfum við hannað samgöngulausnir fyrir fólk. Af stolti höfum við sett fram lausnir svo fólk komist frá einum stað yfir á annan. Þannig höfum við tengt fólk saman og brúað landfræðilegar og tilfinningalegar brýr milli þeirra. Eins og sést hefur hreyfing og samgöngulausnir alltaf verið kjarninn í vörumerkinu og starfseminni. Á því verður engin breyting í framtíðinni þrátt fyrir allar þær umbreytingar sem eiga sér stað á þessu sviði.

Our Movement - Brand Story Side

Mannkynið hefur þróast í gegnum fólksflutninga. Með því að flytja frá einum stað til annars, til annarra heimsálfa. Þessi þrá og þörf okkar fyrir hreyfingu er djúpt í erfðaefni okkar sem mannvera. Þegar við flytjum uppgötvum við nýja staði, upplifum nýja hluti, kynnumst öðru fólk og fáum nýtt sjónarhorn á tilveruna. Við verðum fyrir innblæstri. Í hreyfingunni er fólgin stöðug breyting; breyting á umhverfi, á nágrenni, og við upplifum sjálfa breytinguna. Þegar þú ferðast hefur þú tíma til að hugsa. Hreyfing stuðlar þannig að hugsun, innblæstri og framförum.

Við erum þeirrar skoðunar að hreyfing kveiki hugmyndir. Þess vegna er það verkefni okkar hjá Kia að skapa rými þar sem þú færð innblástur og meiri tíma til að láta hugmyndirnar verða að veruleika. Það er tilgangur tilveru okkar. Að skapa rými sem veitir viðskiptavinum okkar innblástur, ekki einungis í gegnum framleiðsluvörur okkar, heldur einnig í gegnum sýningarsalina, þar sem viðskiptavinum gefst tækifæri til að snerta og upplifa framleiðsluvörur okkar. Tilvera okkar snýst einnig um að veita tilgangsríka og þægilega þjónustu sem sparar þér dýrmætan tíma sem þú getur notið með fjölskyldunni eða vinum, ferðast eða einfaldlega slakað á.

Our Movement - Brand Visual

Nýr Kia, hefur í för með sér að förum úr því að vera hefðbundinn bílaframleiðandi, yfir í það að vera samgönguvörumerki. Vörumerki sem skilur samgönguþarfir viðskiptavina sinna hvað varðar framleiðsluvörur en ekki síður hvað varðar þjónustu, með því að bjóða upp á hagkvæmar lausnir sem spara þér tíma. Þetta eru ekki innantóm orð, heldur markmið sem við munum leitast við að uppfylla og framkvæma í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur.

Hugarfar vörumerkis

Movement
That Inspires

Our Movement - Brand Mindset Cover

Hreyfing er einnig mikilvægur þáttur í hugarfari Kia. Allir starfsmenn okkar á öllum sviðum starfseminnar, búa yfir þessu hugarfari. Hugarfar þess sem stefnir fram á við, iðjusemi, og stöðugra framfara - hugarfar vaxtar.

Our Movement - Backplate
Our Movement - Brand Mindset Side

Hugarfar sköpunar, nýrra leiða og framfara – hið frjálsa hugarfar. Við teljum að þetta hugarfar eigi sér enduróm hjá viðskiptavinum okkar. Menn með framfarasinnað og jákvætt hugarfar sem berjast ekki á móti breytingum, og vilja aðlagast framtíðinni, menn sem finna hvata í nýjum hugmyndum og sjá ný tækifæri hvarvetna.

Our Movement - Brand Mindset Ending

Til að ná stöðugt fram markmiðum vörumerkis okkar þurfum við að vera trúir tilgangi okkar. Það byrjar með því að vera vörumerki sem byggir á þessari hugsun, og síðan fylgja henni eftir hvern einasta dag..

Nýja Kia vörumerkið

Movement that inspires