Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

ECO dynamics

 • ECO dynamics

  Aðgerðir okkar í átt að sjálfbærri framtíð

Best global green brand

 • Kia í 35. sæti árið 2014 yfir Best Global Green Brands.

  Þetta þýðir að Kia er rísandi stjarna á meðal bílaframleiðenda í heiminum hvað snertir sjálfbærni og umhverfisvitund. Í vörumerkjastýringu sinni hefur Kia sett umhverfisstjórnun á oddinn auk þeirrar áherslu sem hefur verið lögð á gæði og hönnunarstýringu allt frá árinu 2006. Árið 2014 settum við á markað Soul EV - fyrsta hreina rafbílinn sem er algjörlega mengunarlaus sem fór í sölu um allan heim. Það er ekki síst vegna þessarar viðleitni sem litið er til Kia sem leiðtoga á sviði sjálfbærni í umhverfismálum.

ECO dynamics merki

 • Kia ECO dynamics merki

  ECO dynamics

  Kia kynnti umhverfisvæna ECO dynamics merkið sitt árið 2009 og var það liður í þeirri skýru markmiðssetningu að miða skuli að mengunarlausum samgöngu. Árið 2012 þróuðum við nýtt kerfi í kringum eco merkið og hönnuðum einkennismerki með straumlínulöguðu formi til að undirstrika nýja framúrstefnulega og vistvæna ímynd okkar. ECO grænn er liturinn í nýja einkennismerkinu og var hann valinn til að falla að hágæðahönnuninni og til að vera sýnilegri. "Eco" stendur fyrir "Ecology" og "Economy" (vistfræði og sparneytni) og það ásamt "Dynamics (vörumerkjavitund Kia) myndar hugtakið "ECO dynamics" ("ökutæki fyrir sjálfbærar samgöngur), sem er táknmynd fyrir þá staðfestu Kia að láta gott af sér leiða fyrir mannkynið og jörðina.

Undirmerki

Fyrsta bílinn, Forte Hybrid, kynntum við 2009, Optima Hybrid & Ray (rafbílar) komu 2011 Cadenza Hybrid 2013. Þessu til viðbótar setti Kia á markað nýja tvinnblendinginn Kia Niro og Optima Plug-in Hybrid.

 • ECO Hybrid brand

 • ECO Electric brand

 • ECO Plug-in Hybrid brand

 • ECO fuel-cell brand

Hvar við erum staddir í þróun umhverfisvænna bíla

Kia hefur lagt áherslu á almenna notkun vistvænna íhluta í ökutæki og rannsókna- og þróunardeildin vinnur stöðugt að nýjungum sem verða í fararbroddi næstu kynslóða vistvænna bíla. Með þessu höfum við treyst samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði og getur tafarlaust boðið samkeppnishæfar vörur á hvaða markaði er þar sem eftirspurn ríkir.

 • Plug-in Hybrid

  Knúinn brunahreyfli og rafmótor

 • Efnarafalabíll

  Knúinn eingöngu rafmótor - raforka framleidd úr vetni og súrefni