Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

UVO Connect Notendaskilmálar

Notendaskilmálar - KIA reikningur

 • 1. Formáli

  1.1 KIA vill bjóða þér þjónustu sem gerir upplifun þína af KIA jafn örugga, fyrirhafnarlausa og ánægjulega og framast má verða. Í því skyni býður KIA þér KIA reikninginn. KIA reikningurinn er einstakur, persónulegur og óframseljanlegur reikningur sem gerir þér kleift að nota ýmiskonar þjónustu sem KIA og/eða önnur félög bjóða upp á. Þar á meðal er netþjónusta, öpp og annarskonar hugbúnaðarþjónusta. Þjónustan sem um ræðir er aðeins í boði með KIA reikningi.

  1.2 Kvikni spurningar um KIA reikninginn, vinsamlegast hringið í símaþjónustu fyrir viðskiptavini +(354) 590 2130

 • 2. Notendaskilmálar

  2.1 Með því að haka í þar til gerðan reit í samþykktarferlinu veitirðu samþykki þitt við þessum notendaskilmálum og lýkur með því gerð samnings við Kia UVO Connected GmbH, Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt, Þýskalandi (KIA, við eða okkur.) um stofnun og notkun einstaks KIA reiknings (eins og honum er frekar lýst í þessari 2. gr. Notendaskilmálanna). Hann má nota má til aðgangs og/eða stjórnunar tengdrar þjónustu, sem er frekar lýst í Sérstökum Notendaskilmálum og fellur undir þá. Þessir Sérstöku Notendaskilmálar geta takmarkað aðgang að þjónustu og/eða falið í sér að aðgangur sé háður tengingu við KIA reikning. Séu þessir Notendaskilmálar og Sérstöku Notendaskilmálarnar ósamþýðanlegir, gilda þeir síðarnefndu.

  2.2 Þér er því aðeins heimilt að nota KIA reikning að þú sért sjálfráða.

  2.3 Ráði tæki sem þú notar ekki við þá tækni sem til þarf eða fullnægi þau ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar í Notendaskilmálunum er okkur ekki skylt að stofna KIA reikning fyrir þig.

  2.4 Notkun KIA reikningsins kann að kalla á nettengingu eða annarskonar fjarskiptasamband. Notendaskilmálarnir taka ekki til fjarskiptaþjónustunnar sem kann að vera forsenda notkunar KIA reikningsins. Sú notkun er háð sérstöku samkomulagi við þann sem veitir þá þjónustu og fyrir hana kann að vera gjaldtaka.

  2.5 Notkun KIA reikningsins er gjaldfrjáls.

  2.6 Til aðgangs að vissri þjónustu getur þú þurft að tengja KIA reikninginn við Kia bifreið eða bifreiðar. Þetta er nánar skilgreint í Sérstöku Notendaskilmálunum.

  2.7 Upplýsingar sem þú gefur til stofnunar KIA reiknings skulu vera réttar. Gögn sem safnað er í tengslum við KIA reikning eru m.a.:
  Nafn, ávarpstitill (hr., frú o.s. frv.), netfang, símanúmer, lykilorð, land, tungumál sem þú vilt nota og að þú hafir gengist undir Notendaskilmálana.

  2.8 KIA reikningurinn verður stofnaður til notkunar í samræmi við þessa Notendaskilmála. Okkur er heimilt að hafa samband við þig á netfangið sem þú tilkynntir við skráningu KIA reikningsins varðandi atriði sem tengjast KIA reikningnum, ef þörf krefur.

 • 3. Breytingar á Notendaskilmálum

  Okkur er heimilt að gera öðru hverju breytingar á þessum Notendaskilmálum sem sanngjarnar teljast eða breyta virkni KIA reikningsins. Við munum tilkynna þér um slíkar breytingar með tölvuskeyti eða á annan hátt. Hafnirðu ekki breytingunum skriflega innan fjögurra vikna frá móttöku tilkynningarinnar teljast þær samþykktar. Við munum á skýran hátt gera þér grein fyrir réttinum til þess að hafna breytingum og afleiðingum þess að tjá sig ekki.

 • 4. Takmarkanir á notkun

  4.1 Þér er ekki heimilt að nota KIA reikninginn þannig að fari í bága við ákvæði þessara Notendaskilmála.

  4.2 Þér er heldur ekki heimilt að nota KIA reikninginn á þann hátt að fari í bága við lög eða reglugerðir, t.d. varðandi höfundarrétt eða umferðarreglur. Þá eru hverskyns not af KIA reikningnum sem kunna að ógna öryggi hans eða skapa hættu eða vandamál fyrir tæknilega uppbyggingu Kia eða þriðja aðila bönnuð og hið sama á við um not annarra viðskiptavina af KIA reikningnum. Að auki er þér óheimilt að skemma KIA reikninginn, gera hann óvirkan eða eiga við hann á nokkurn hátt, smita hann af vírusum, ormum, spilliforritum, njósnahugbúnaði, trójuhestum eða nokkurskonar öðrum skaðlegum kóðum eða forritum sem geta stofnað rekstri KIA reikningsins í hættu.

  4.3 Það þarf lykilorð að KIA reikningnum. Þér ber að velja lykilorð sem er nógu sterkt gagnvart öðrum. Okkur er heimilt að setja reglur um styrk lykilorða. Þér ber að varðveita lykilorðið og ekki má deila því með öðrum. Hafirðu grun um að einhver hafi á óheimilan máta komist yfir lykilorðið ber þér að skipta tafarlaust um það. Hafirðu grun um að einhver óviðkomandi hafi öðlast aðgang að þjónustu sem er í boði á KIA reikningnum þínum vinsamlega hafðu tafarlaust samband við viðskiptamannaþjónustu okkar (sjá gr. 1.2).

 • 5. Hugverkaréttindi

  5.1 Allt efni Kia reikningsins er eign Kia, beinna eða óbeinna dótturfélaga Kia eða tengdra félaga (Kia samstæðunnar) eða þriðju aðila og nýtur verndar viðeigandi laga um höfundarrétt og áskilnaður er gerður um frekari réttindi. Hverskyns réttindi tengd Kia reikningnum og undirliggjandi hugverki, efni og uppsetningu er í eigu Kia samstæðunnar eða rétthafa sem hún leiðir rétt sinn frá. Þér er óheimilt að selja, dreifa, gefa út, útvarpa eða fénýta Appþjónustuna á nokkurn hátt án skriflegs samþykkis okkar. Þér er óheimilt að afrita (í heild eða að hluta), senda (á rafrænan máta eða annan hátt), breyta, sýna, framsenda, veita rétt til að tengja með hlekk eða á nokkurn annan hátt nota KIA reikninginn opinberlega eða í fénýtingarskyni án fyrirfram samþykkis okkar.

  5.2 Ekkert í þessum notendaskilmálum skal túlkað á þann veg að feli í sér leyfisveitingu eða heimild til þess að nota mynd, vörumerki, þjónustumerki eða firmamerki (e=logo), sem öll eru í eigu Kia samstæðunnar. Kia samstæðan áskilur sér allan rétt varðandi hugverk sem eru í hennar eigu eða upplýsingar eða efni sem tengist KIA reikningnum og mun vernda slík réttindi að því marki sem auðið er á grundvelli þeirra laga sem sem sett eru til verndar slíkum réttindum.

 • 6. Efni frá Notanda

  KIA mun ekki gera kröfu til efnis sem þú gerir aðgengilegt um KIA reikninginn og ekkert í þessum Notendaskilmálum takmarkar rétt þinn til afnota slíks efnis.

 • 7. Ábyrgð

  7.1 Ábyrgð Kia vegna tjóns af einföldu gáleysi, hvort heldur er á grundvelli samnings eða laga, er bundin eftirgreindum takmörkunum

  a) Ábyrgð Kia takmarkast við fjárhæð fyrirsjáanlegs tjóns, dæmigerðs fyrir samning af þessu tagi, vegna brota á meiri háttar samningsskuldbindingum;

  b) Kia er ekki ábyrgt vegna tjóns sem hlýst af einföldu gáleysi eða öðru sambærilegu sakarstigi.

  7.2 Ábyrgðartakmarkanirnar taka ekki til ábyrgðar sem grundvallast á lagaskyldu, sérstaklega ekki ábyrgðar á grundvelli ásetnings, á grundvelli laga um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991 eða ábyrgð vegna líkamstjóns sem er afleiðing sakar. Þá á ábyrgðartakmörkunin ekki við hafi Kia sérstaklega undirgengist ábyrgð.

  7.3 Greinar 7.1 og 7.2. taka samkvæmt þessu einnig til tjóns vegna ónýttra fjárútláta. Þér ber að gera eðlilegar og sanngjarnar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir og takmarka tjón.

 • 8. Vernd gagna

  Vísað er til Persónuverndartilkynningar vegna KIA reikninga varðandi upplýsingar um hvernig við stöndum að söfnun og vinnslu persónuupplýsinga. Upplýsingar um söfnun og vinnslu upplýsinga sem tengist annarri þjónustu en KIA reikningum er að finna í Persónuverndartilkynningum vegna viðkomandi þjónustu.

 • 9. Samningstími

  9.1 Þér er heimilt að nota KIA reikninginn frá þeim degi sem þú skráir þig fyrir honum.

  9.2 Þú getur lokað KIA reikningnum þínum hvenær sem þú vilt. Þegar reikningnum hefur verið lokað er ekki lengur hægt að nota hann til þess að tengjast þjónustu sem er bundin honum. Til að halda áfram að nota slíka þjónustu þarf að endurvekja KIA reikninginn þinn eða stofna nýjan KIA reikning.

  9.3 Þér er einnig heimilt að segja samningnum upp hvenær sem þú vilt. Gerist það eiga þessir Notendaskilmálar ekki lengur við. Sé tilvist KIA reiknings skilyrði til notkunar þjónustu tekur uppsögnin ekki gildi fyrr en í fyrsta lagi þegar skylda til þess að veita þjónustuna fellur úr gildi. Sé margskonar þjónusta tengd KIA reikningnum þínum fylgir uppsagnarfresturinn því þjónustusambandi sem síðast fellur úr gildi.

  9.4 Við áskiljum okkur tímabundinn eða varanlegan rétt til þess að loka fyrir og/eða afturkalla rétt til notkunar KIA reikningsins vegna alvarlegra brota á þessum notendaskilmálum. Einnig er okkur heimilt að slíta samningi við Notanda sem verður uppvís að alvarlegum brotum á notendaskilmálunum.

 • 10. Ýmislegt

  10.1 Þessir Notendaskilmálar eru heildarsamkomulag aðila varðandi notkun KIA reikningsins og ganga framar öllum fyrri samningum eða samskiptum, skriflegum sem munnlegum, á milli aðila um hana.

  10.2 Skilmálar frá Notanda sem fela í sér frávik, eru í andstöðu við eða til viðbótar við Notendaskilmálana gilda því aðeins um notkun KIA reikningsins að við höfum fallist skriflega á þá með skýrum hætti.

  10.3 Okkur er heimilt að framselja réttindi okkar og skyldur samkvæmt samningi þessum, að hluta eða að fullu, til annarra veitenda þjónustunnar með tilkynningu sem send er með 6 vikna fyrirvara til Notandans. Sé slik tilkynning send hefur Notandinn heimild til þess að slíta samningnum innan mánaðar frá móttöku hennar og taka slík slit gildi þegar ætlað er að framsalið frá Kia til nýs þjónustuveitanda, sem tilkynnt var um, fari fram. Við munum gera Notandanum skýra grein fyrir rétti hans til þess að slíta samningnum í skriflegu tilkynningunni.

Persónuverndartilkynning - KIA reikningarTil þess að geta veitt þér aðgang að öllu því sem KIA reikningur hefur upp á að bjóða þurfum við að vinna ákveðin gögn.

1. Ábyrgðaraðili

Kia UVO Connected GmbH, þýskt félag með skrásetningarnr. HRB 112541 og starfsstöð að Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt, Þýskalandi, hér tilgreint sem KIA, við eða okkur, ber ábyrgð á vinnslu allra persónuupplýsinga eins og nánar er rakið að neðan.

2. Tengiliður

Kvikni spurningar um eða vegna persónuverndartilkynningarinnar eða óskir þú þess að beita réttindum sem þú átt á grundvelli hennar (sjá gr. 8 að neðan) vinsamlega notið framangreindar upplýsingar til þess að hafa samband við okkur eða þær sem hér fara að neðan:

Kia UVO Connected GmbH
Netfang: info@kia-uvo.eu
Póstfang: Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main, Þýskalandi
Símanr. : +(354) 590 2130

Einnig er hægt að hafa samband við persónuverndarfulltrúa okkar:

Netfang: dpo@kia-uvo.eu
Póstfang: Data Protection Officer, Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main, Þýskalandi

3. Tilgangur og lagastoð fyrir vinnslunni

Við vinnum persónuupplýsingar um þig sem þú veitir okkur aðgang að vegna skráningar og notkunar á KIA reikningnum þínum. Tilgangur vinnslunnar er að stjórna KIA reikningnum (frá innskráningu og þar til honum kann að verða lokað), veita þér aðgang að öllu sem KIA reikningur hefur upp á að bjóða og leið að þjónustu sem gerir KIA reikning að skilyrði. Þá verður hann notaður til þess að tilkynna þér um uppfærslur á KIA reikningnum.

Lagastoð okkar fyrir vinnslu persónuupplýsinganna grundvallast á því að vinnslan er skilyrði til efnda á samningi við þig um KIA reikninginn (1. mgr. 9. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsingarlög 90/2018) og frekar mælt fyrir um í gr. 6(1) (b) „EU General Data Protection Regulation֞ ("GDPR")) eða byggt á lögmætum hagsmunum KIA (gr. 6 (1) (f) GDPR).

Frekari vinnsla vegna fjarvinnsluþjónustu sem tilgreind kann að verða er háð sérstakri persónuverndartilkynningu vegna þeirrar þjónustu sem vinnslan tekur til.

Önnur vinnsla persónuupplýsinga um þig fer því aðeins fram að lagaskylda standi til þess (til dæmis sé gerð krafa þar um með dómi eða geri saksóknari kröfu þar um með viðhlítandi lagastoð), þú hafir fallist á slíka vinnslu persónuupplýsinga eða úrvinnslan eigi sér aðra lagastoð. Fari vinnsla persónuupplýsinga fram í öðrum tilgangi veitum við þér frekari upplýsingar þar um, teljist það tilhlýðilegt. Við stöndum ekki að sjálfvirkum vélunnum ákvörðunum, svo sem persónuleikagreiningum (vinnslu svipmóts e=profiling), með notkun Appþjónustunnar án þess að hafa tilkynnt slíkt sérstaklega þar með talið vinnslu svipmóts með öðrum hætti.

4. Flokkar persónuupplýsinga

Gögnin sem safnað er vegna KIA reiknings eru m.a.: nafn, netfang, símanúmer, lykilorð, land, tungumál sem þú kýst að nota og að þú hafir samþykkt notendaskilmálana.

5. Viðtakendur og flokkar viðtakenda persónuupplýsinga

Aðgangur að persónuupplýsingum um þig hjá Kia takmarkast við þá sem þurfa aðgang að þeim til þess að fullnægja starfsskyldum sínum.

Flytja má persónuupplýsingar þínar í viðeigandi tilgangi til þeirra viðtakenda og flokka viðtakenda sem tilgreindir eru að neðan:

Þriðju aðilar sem ekki eru opinberir – Einkaaðilar, aðrir en við, sem eru tengdir eða ótengdir og sjálfir eða í samvinnu við aðra ákveða tilgang og aðferð við greiningu á persónuupplýsingum.

• Vinnsluaðilar –Að mótteknum fyrirmælum sem nauðsynleg eru vegna tilgangs vinnslunnar getur tilteknum þriðju aðilum, tengdum eða ótengdum, verið afhentar persónuupplýsingar um þig til vinnslu fyrir hönd Kia. Vinnsluaðilarnir undirgangast samningsskuldbindingar um að viðeigandi tækni- skipulags og öryggisferlum sé fylgt til þess að vernda persónuupplýsingarnar og vinna aðeins þær upplýsingar sem þeir fá fyrirmæli um að vinna.

Vinnsluaðilinn fyrir KIA reikninginn er Hyundai Autoever Europe GmbH, Kaiserleistraße 8a, 63067 Offenbach am Main, Þýskalandi.

• Stjórnvöld, dómstólar, utanaðkomandi ráðgjafar og sambærilegir þriðju aðilar sem teljast opinberir svo sem viðeigandi lög kunna að mæla fyrir um eða heimila.

6. Gagnaflutningur milli landa

Sumir viðtakenda persónuupplýsinga um þig eru staðsettir, eða reka starfsemi sem máli skiptir vegna söfnunar og vinnslu sem hér er lýst, utan Íslands og ESB/EES, s.s. í Suður Kóreu. Vernd persónuupplýsinga getur verið önnur þar en er á Íslandi og verið getur að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki kveðið upp úr um að hún sé fullnægjandi. Vegna flutnings gagna til viðtakenda utan ESB/EES tryggjum við tilhlýðilegt öryggi sérstaklega með því að gera samninga um gagnaflutninga sem eru teknir upp af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (svo sem staðlaða samningsskilmála (e=Standard Contractual Clauses)(2010/87/EU og/eða 2004/914/EC)) við viðtakendurna eða gerum aðrar ráðstafanir til þess að tryggja fullnægjandi vernd gagna. Fá má afrit þeirra ráðstafana sem við höfum gripið til hjá persónuverndarfulltrúa okkar (sjá 3.2. að framan).

7. Varðveislutími

Persónuupplýsingar um þig eru varðveittar af okkur og/eða þeim sem veita okkur þjónustu, einvörðungu í þeim tilgangi að fullnægja skyldu okkar og aðeins svo lengi sem nauðsyn ber til í því skyni að ná þeim tilgangi sem að var stefnt með söfnun upplýsinganna og í samræmi við persónuverndarlög sem við eiga. Þegar Kia hefur ekki frekari þörf til vinnslu persónuupplýsinganna verður þeim eytt úr tölvukerfum okkar og/eða skjalasöfnum og/eða viðeigandi ráðstafanir gerðar til þess að gera þær ópersónugreinanlegar (nema okkur sé skylt að varðveita upplýsingarnar til þess að fullnægja skyldum sem á Kia hvíla að lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum, t.d. geta persónuupplýsingar í samningum og samskiptum varðandi viðskiptatengsl verið háðar varðveisluskyldu allt að 7 árum).

8. Þinn réttur

Hafirðu veitt samþykki fyrir nokkurskonar vinnslu persónuupplýsinga, geturðu afturkallað það hvenær sem er þannig að gildi þaðan í frá. Afturköllunin hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem þegar hefur farið fram. Í samræmi við viðeigandi lög og reglur um persónuvernd getur þú átt rétt til þess að: krefjast aðgangs að persónuupplýsingum um þig, krefjast leiðréttingar persónuupplýsinga um þig, krefjast þess að persónuupplýsingum um þig sé eytt, gera kröfu um að vinnsla persónuupplýsinga um þig verði takmörkuð, krefjast flutnings persónuupplýsinganna og andmælt vinnslu persónuupplýsinga um þig.

Að auki geturðu sent kvörtun til Persónuverndar, sem er stjórnvaldið sem hefur með persónuvernd á Íslandi að gera.

Vinsamlega hafið í huga að réttindin kunna að takmarkast af lögum og reglum sem gilda um persónuvernd á Íslandi.

Vinsamlega hafið samband við okkur í samræmi við leiðbeiningar í gr. 2 að framan ef þess er óskað að beita einhverjum tilgreindra réttinda.

8.1 Réttur til aðgangs: Þú getur átt rétt til þess að fá frá okkur staðfestingu þess hvort persónuupplýsingar um þig séu unnar og sé svo, krefjast aðgangs að persónuupplýsingunum. Upplýsingar um aðgang eru m.a. um tilgang vinnslunnar, tegund upplýsinga sem hún tekur til og hverjir eða hverskonar viðtakendur hafi fengið eða muni fá aðgang að upplýsingunum. Þessi réttur er hinsvegar ekki ótakmarkaður og réttur annarra einstaklinga kann að takmarka rétt þinn til aðgangs.

Þú kannt að eiga rétt til þess að fá afrit persónuupplýsinga sem eru í vinnslu. Verði beðið um viðbótareintök af þeim er okkur heimilt að krefjast sanngjarns endurgjalds, sem byggt yrði á kostnaði

8.2 Réttur til leiðréttingar: Þú getur átt rétt til þess að fá frá okkur leiðréttingu á röngum eða ónákvæmum persónuupplýsingum um þig. Samræmist það tilgangi vinnslunnar, geturðu átt rétt til þess að fá bæta við persónuupplýsingar sem vantar upp á, þ. á m. með því að gefa viðbótaryfirlýsingu.

8.3 Réttur til að eyða (réttur til að gleymast): Við vissar kringumstæður geturðu átt rétt til þess að við eyðum persónuupplýsingum um þig og að fenginni slíkri ósk er okkur skylt að eyða þeim upplýsingum sem ósk tekur til.

8.4 Réttur til takmörkunar vinnslu: Við vissar kringumstæður áttu rétt til þess að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinga um þig. Komi það til verða slíkar upplýsingar auðkenndar þannig að þær megi aðeins vinna í tilteknum tilgangi.

8.5 Réttur til gagnaflutnings: Við vissar kringumstæður geturðu átt rétt til þess að við afhendum þér persónuupplýsingar varðandi þig sem þú hefur útvegað okkur, skipulega teknar saman á þann hátt sem tíðkanlegur er í tölvulesanlegu formi, og þú getur átt rétt til þess að senda þær upplýsingar annað án hindrana frá okkur.

8.6 Réttur til andmæla: Við vissar kringumstæður, sem geta komið upp hvenær sem er, geturðu átt rétt til að andmæla vinnslu okkar á persónuupplýsingum um þig vegna atvika sem varða þig sérstaklega og okkur getur þá verið óheimilt að vinna þær upplýsingar. Séu upplýsingarnar unnar í þeim tilgangi að nota í beinni markaðssetningu er þér ennfremur heimilt hvenær sem er að andmæla vinnslu persónuupplýsinga um þig til slíkrar markaðssetningar, sem m.a. felur í sér vinnslu svipmóts (e=profiling) að því marki sem það er tengt slíkri beinni markaðssetningu. Komi þetta til verður látið af vinnslu persónuupplýsinga um þig í þeim tilgangi.


v08-08-2019Kia UVO
Notendaskilmálar - Miðlægt stjórnborð

English version below

1. Umfang

Þessir notendaskilmálar (Notendaskilmálarnir) taka til notkunar Kia UVO og Kia beint um miðlægt stjórnborð bifreiðarinnar (Þjónustan) sem er boðin notendum (Notandi eða þú) af Kia UVO Connected GmbH, sem ber skrásetningarnúmerið HRB 112541, Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main, Þýskalandi, símanr.: +(354) 590 2130, netfang: info@kia-uvo.eu (Kia, við, okkur).
Hafirðu spurningar um eða vegna þessara notendaskilmála er hægt að hafa samband við símaþjónustu viðskiptavina:

Kia UVO Connected GmbH
netfang: info@kia-uvo.eu
Póstfang: Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main, Þýskalandi
Símanr.: +(354) 590 2130

2. Notkun þjónustunnar

2.1. Notandinn þarf ekki að skrá sig til þess að nota Þjónustuna. Vísað er til Persónuverndartilkynningar vegna miðlægs stjórnborðs um söfnun og vinnslu persónuupplýsinga.

2.2. Kaupsamningur um bifreiðina og sammningur um aðgang að Þjónustunni í samræmi við Notendaskilmálana eru tveir lagalega sjálfstæðir viðskiptagjörningar og samningar. Efndir annars samningsins hafa ekki nokkur áhrif á hinn samninginn. Við vissar kringumstæður getur þetta þýtt að Notandinn efni kaupsamning um bifreiðina án þess að vera kleift að nota Þjónustuna. Á hinn bóginn getur það að kaupsamningur um bifreiðina gangi til baka eða sé rift orðið til þess að heimilt sé að slíta samningi um Þjónustuna með vísan í gr. 9.4

2.3. Hverskyns samningar á milli Kia og Notandans eru gerðir í íslenskri og enskri útgáfu. Að samningnum gerðum munum við senda Notandanum samningstextann og varðveita hann. Þaðan í frá er hann ekki lengur aðgengilegur Notandanum nema að beiðni.

3. Þjónustan

3.1. Þjónustan samanstendur af eftirgreindum þjónustuþáttum sem lýst er nánar í þjónustulýsingu sem fylgir hverjum þeirra og teljast hluti þessara Notendaskilmála:

a) Kia beint
Kia beint veitir Notandanum aðgang að eftirfarandi:
• Umferð: Beinum umferðarupplýsingum, sem notaðar eru til þess að velja leiðina sem farin er og veita upplýsingar um umferð. Leiðsögukerfið gerir Notandanum kleift að finna leið á áfangastað með því að tefla saman beinum umferðarupplýsingum og upplýsingum um hvernig venjulega háttar til með umferð.
• Beinum upplýsingum um áhugaverða staði (POI): Upplýsingum um áhugaverða staði byggðum á staðsetningu.
• Veður: Svæðisbundnum veðurupplýsingum.
• Leggja: Upplýsingum um hvar leggja megi á götum eða utan gatna, byggðum á staðsetningu, áfangastaði í grenndinni, staði í grenndinni sem hafa verið skoðaðir og miðbæ.
• Áhugaverðum stöðum fyrir rafbifreiðar (tekur einungis til raf- og tvinnbifreiða): Upplýsingum um hleðslustöðvar, byggðum á staðsetningu, þ.á m. hvort þær sé lausar til afnota.
• Áhugaverðum stöðum vegna umboðsaðila: Upplýsingum, byggðum á staðsetningu, um Kia umboðsaðila í grenndinni.
• Myndavéla- hættusvæðisboð: Kerfið sendir boð á svæði þar sem slys eru óvenjutíð og varar þig við blindsvæðum og hraðamyndavélum þar sem upplýsingar eru tiltækar.

b) Raddgreiningu á netinu.
Raddgreining á netinu gerir Notandanum kleift að gefa munnleg fyrirmæli til þess að fá aðgang að og stjórna þjónustu sem er í boði á Kia beint og semja og senda textaskilaboð með farsíma eða sambærilegu tæki. Raddgreining á netinu getur því aðeins farið fram að nettenging sé fyrir hendi. Raddsýnum og staðsetningarupplýsingum Notandans verður safnað og geymd í því skyni að reka og bæta raddgreiningarþjónustuna á netinu.

3.2. Einhverjir þjónustuþættir eru veittir af undirverktökum.

3.3. Eftirgreindir þjónustuþættir eru háðir söfnun og vinnslu staðsetningargagna (GPS gagna): Kia beint og raddgreining á netingu. Án söfnunar og vinnslu staðsetningarupplýsinga er ekki hægt að veita þjónustuna.

3.4. Við munum greina frekar og bæta Þjónustuna í þeim tilgangi að þróa og bjóða upp á frekari farþjónustu og vörur og/eða þjónustu henni tengdar en einnig til þess að auka öryggi þess sem við bjóðum upp á eða bæta þjónustu okkar. Í þessu skyni greinum við gögnin sjálfvirkt með tölfræði- og stærðfræðilíkönum þannig að uppgötva megi tækifæri til frekari framfara.

4. Hugverkaréttur

4.1. Allt efni Þjónustunnar er eign Kia, beinna eða óbeinna dótturfélaga Kia eða tengdra félaga (Kia samstæðunnar) eða þriðju aðila og nýtur verndar viðeigandi laga um höfundarrétt auk áskilnaðar um frekari réttindi. Hverskyns réttindi tengd Þjónustunni og undirliggjandi hugverki, efni og uppsetningu, eru í eigu Kia samstæðunnar eða rétthafa sem hún leiðir rétt sinn frá. Þér er óheimilt að selja, dreifa, gefa út, útvarpa eða fénýta Þjónustuna á nokkurn hátt án skriflegs samþykkis okkar. Þér er óheimilt að afrita (í heild eða að hluta), senda (á rafrænan máta eða annan hátt), breyta, sýna, framsenda, veita rétt til að tengja með hlekk eða á nokkurn annan hátt nota Þjónustuna opinberlega eða í fénýtingarskyni án fyrirfram samþykkis okkar.

4.2. Ekkert í þessum notendaskilmálum skal túlkað á þann veg að feli í sér leyfisveitingu eða heimild til þess að nota mynd, vörumerki, þjónustumerki eða firmamerki (e=logo), sem öll eru í eigu Kia samstæðunnar. Kia samstæðan áskilur sér allan rétt varðandi hugverk sem eru í hennar eigu eða upplýsingar eða efni sem tengist Þjónustunni og mun vernda slík réttindi að því marki sem auðið er á grundvelli þeirra laga sem sett eru til verndar slíkum réttindum.

5. Skyldur Notandans

5.1. Þér er skylt að fara að viðeigandi lögum og virða rétt þriðju manna við notkun þína á Þjónustunni.

5.2. Að auki er þér ekki heimilt að misnota Þjónustuna og verður að fara að eftirgreindum skyldum: a) Þér er ekki heimilt að nota SIM kort sem veitir aðgang að Þjónustunni (a) til þess flytja rödd (þ.á m. ekki rödd um netið e=VOIP); (b) til aðgangs að IP reikningi sem almennur aðgangur er að (e=public IP address) þ.á m. ekki með því að nota eða veita umboð, milligátt (e=gateway) eða beini (e=router); (c) reyna á nokkurn hátt að komast fram hjá öryggisvörnum hvort sem það verður til þess að gögn spillist eða glatist eða ekki; (d) stuðla að því að Þjónustan eða hugbúnaður sem tengist henni verði notaður sem spjalltorg (e=internet relay chat), skráadeilingar, streymis eða staðgengilsþjónn (e=proxy server); (e) til að senda fjölpóst (e=spam) eða annan óumbeðinn póst á fjölda viðtakenda eða nokkurskonar skilaboð send í fjárhagslegum tilgangi eða opna vettvang til þess að skiptast á gögnum (e=SMTP relay); eða (f) á nokkurn annan hátt gera nokkuð það sem er til þess fallið að draga úr virkni Þjónustunnar og kerfisins sem hún er rekin á. b) Þér er ekki heimilt að birta óviðkomandi nokkurskonar niðurstöður mælinga á frammistöðu SIM kortsins, kerfisins sem Þjónustan er rekin á eða Þjónustunnar sjálfrar eða hlutum hennar. c) Að því marki sem þú notar SIM kort til aðgangs að Þjónustunni, þarf að gera þér grein fyrir eftirfarandi: 4G/LTE þjónustan (sem er rekin af utanaðkomandi þjónustuveitanda) er aðeins í boði fyrir tæki sem hún er samþýðanleg (þ.e. miðlæga stjórnborðið) sem geta tengst þeirri sérstöku 4G/LTE tíðni sem reikikerfið er á. Þar sem 4G/LTE þjónusta er ekki í boði verður útvegaður aðgangur að 2G eða 3G þjónustu, enda sé hún í boði og samþýðanleg miðlæga stjórnborðinu.

6. Gjaldfrjáls þjónusta

Þjónustan er gjaldfrjáls í 7 ár talið frá þeim degi sem bifreiðin er seld fyrsta eiganda sínum, þ.e. á þeim degi sem fyrsti kaupsamningur um bifreiðina er gerður. Við áskiljum okkur rétt til þess að leggja síðar til viðbótarþjónustu sem ætti undir aðra notendaskilmála.

7. Virkur tími (uppitími)

7.1. Við áskiljum okkur rétt til þess að rjúfa tímabundið eða varanlega aðgang að Þjónustunni að heild eða í hluta af tæknilegum ástæðum eða fyrir öryggis sakir (svo sem ef brestur verður á öryggi) eða af öðrum mikilvægum ástæðum.

7.2. Aðgangur að og notkun á Þjónustunni getur verið bundinn skilyrðum vegna aðstæðna sem ekki eru á okkar valdi. Þetta á sérstaklega við um tengimöguleika hjá fjarskiptafyrirtækjum. Í stöku tilfellum getur skortur á flutningsgetu orðið til þess að Þjónustan verði ekki í boði þar sem ekki næst að flytja gögn sem flytja þarf. Þá getur álag á Þjónustuna, þráðlaust net, netið og nettengingar leitt til skammvinnra flöskuhálsa.

7.3. Truflanir geta einnig orðið af óviðráðanlegum ytri atvikum (force majeure), þ. á m. farsóttum, verkföllum, bönnum eða opinberum fyrirmælum og vegna tæknilegra eða annarskonar ráðstafana (s.s. viðgerða, viðhalds, uppfærslu hugbúnaðar og framlenginga) nauðsynlegra fyrir kerfi okkar eða þjónustuaðila sem veita okkur þjónustu hvort heldur er við að koma Þjónustunni á eða koma henni til viðskiptavina, þeirra sem leggja okkur til efni eða reka fjarskiptaþjónustu nauðsynlegrar til viðunandi eða bætts rekstrar Þjónustunnar.

7.4. Sé lokað fyrir aðgang að Þjónustunni, hann takmarkaður eða truflaður, svo sem lýst er í þessari grein 7, munum við eftir föngum láta þig vita af því fyrirfram og útskýra ástæðu lokunarinnar, takmörkunarinnar eða truflunarinnar.

8. Vernd gagna

8.1. Vísað er til Persónuverndartilkynningar okkar vegna miðlægs stjórnborðs um það hvernig við stöndum að söfnun og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við aðgang að Þjónustunni.

8.2. Notandanum ber að upplýsa aðra notendur/ökumenn bifreiðarinnar um að Þjónustan sé virk. Sérstaklega ber að gera grein fyrir gagnavinnslu sem lýst er í persónuverndartilkynningunni og að forsenda virkni Þjónustunnar sé söfnun og vinnsla staðsetningargagna (GPS gagna).

9. Samningstími, samningsslit

9.1. Rétturinn til að nota Þjónustuna verður virkur daginn sem bifreiðin er seld fyrsta eiganda sínum, þ.e. á þeim tíma sem fyrsti kaupsamningur um bifreiðeina er gerður og rennur sjálfkrafa út sjö árum þaðan í frá.

9.2. Þér er heimilt að segja samningnum um aðgang að Þjónustunni, og þar með réttinum til notkunar hennar, upp með 6 vikna fyrirvara hvenær sem er. Uppsögn tekur þó ekki gildi fyrr en við lok þess ársfjórðungs sem næst eru eftir að 6 vikna fresturinn er liðinn.

9.3. Réttur hvors aðila um sig til þess að segja upp samningi af vanefndaástæðum eða á öðrum fullnægjandi grundvelli helst eftir sem áður.

9.4. Komi til þess að kaupsamningur um bifreið gangi af einhverjum ástæðum til baka, endurkaupa eða annarskonar endurheimt viðkomandi dreifingaraðila á bifreiðinni, riftunar rekstraleigusamnings um bifreiðina, sölu bifreiðarinnar til þriðja aðila, stuldar á bifreiðinni eða þess að hún eyðileggist þannig að ekki verði úr bætt er hvorum aðila um sig heimilt að slíta samningi um Þjónustuna að því er tekur til þeirrar bifreiðar sem framangreint á við. Samningsslitin taka gildi svo skjótt sem annar aðilinn tekur við tilkynningu þess efnis frá hinum. Komi til sölu bifreiðarinnar til þriðja aðila eða framsals til hans af öðrum orsökum ber Notandanum að eyða gögnum sem vistuð eru í bifreiðinni.

9.5. Við áskiljum okkur tímabundinn eða varanlegan rétt til þess að loka fyrir og eða afturkalla rétt til notkunar Þjónustunnar vegna alvarlegra brota á þessum notendaskilmálum. Einnig er okkur heimilt að slíta samningi við Notanda sem verður uppvís að alvarlegum brotum. á notendaskilmálunum.

10. Breytingar á notendaskilmálum

10.1. Kia áskilur sér rétt til þess að gera breytingar sem sanngjarnar teljast á þessum notendaskilmálum og/eða Þjónustunni. Við munum tilkynna Notandanum um allar slíkar breytingar á Notendaskilmálunum og/eða Þjónustunni. Hafni Notandinn ekki breytingunum skriflega (með tölvupósti, faxi eða á annan sambærilega hátt) innan fjögurra vikna frá móttöku tilkynningarinnar, teljast þær samþykktar. Við munum á skýran hátt gera Notandanum grein fyrir réttinum til þess að hafna breytingum og afleiðingum þess að tjá sig ekki.

10.2. Hafni Notandinn breytingunum áskiljum við okkur rétt til þess að afturkalla réttinn til notkunar þeirra þátta Appþjónustunnar sem breytingin tekur til með 6 vikna fyrirvara. Slík afturköllun tekur gildi í lok þess ársfjórðungs sem hið minnsta sex vikur eru frá móttöku tilkynningar þar um.

11. Ýmislegt

11.1. Þessir Notendaskilmálar eru heildarsamkomulag aðila varðandi notkun Þjónustunnar og ganga framar öllum fyrri samningum eða samskiptum, skriflegum sem munnlegum, á milli aðila um Þjónustuna.

11.2. Skilmálar frá Notanda sem fela í sér frávik, eru í andstöðu við eða til viðbótar við Notendaskilmálana gilda því aðeins um notkun Þjónustunnar að við höfum fallist skriflega á þá með skýrum hætti.

11.3. Hvers kyns breytingar eða viðbætur við Notendaskilmálana og tilkynningar nauðsynlegar til framkvæmdar þeim verða að vera skriflegar (t.d. með tölvuskeyti, faxi eða á annan sambærilegan máta). Krafan um skriflega framsetningu verður aðeins afnumin skriflega.

11.4. Okkur er heimilt að framselja réttindi okkar og skyldur samkvæmt samningi þessum, að hluta til eða að fullu, til annarra veitenda þjónustunnar með tilkynningu sem send er með 6 vikna fyrirvara til Notandans. Sé slík tilkynning send hefur Notandinn heimild til þess að slíta samningnum innan mánaðar frá móttöku hennar og taka slík slit gildi þegar ætlað er að framsalið frá Kia til nýs þjónustuveitanda, sem tilkynnt var um, fari fram. Við munum gera Notandanum skýra grein fyrir rétti sínum til þess að slíta samningum í skriflegu tilkynningunni. Til að taka af allan vafa hefur þessi réttur þinn engin áhrif á réttinn til þess að slíta samningi á grundvelli greinar 9.2 í Notendaskilmálunum með 6 vikna fyrirvara.

12. Þjónusta við viðskiptavini/kvartanir

12.1. Upplýsingar um hvert Notendur skuli snúa sér með spurningar eða kvartanir sem þeir kunna að hafa er að finna í grein 1 að framan.

12.2. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heldur úti vefsíðu þar sem finna má vettvang fyrir slíka málsmeðferð á netinu í þeim tilgangi að veita neytendum og þeim sem þeir eiga viðskipi við úrræði til þess að ná fram úrlausn ágreiningsmála utan dómstóla á http://ec.europa.eu/consumers/odr/.
Kia mun ekki og er ekki skylt að taka þátt í málsmeðferð utan dómstóla sem til kann að vera stofnað fyrir neytendur. Kia verður þó bundið af niðurstöðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa vegna kvartana neytenda skv. l. nr 81/2019, sé úrskurðum sem Kia fellir sig ekki við ekki skotið til dómstóla innan 30 daga frá því þeir eru kveðnir upp.

13. Enginn réttur til þess að segja sig frá

Notandinn getur ekki sagt sig frá Appþjónustunni. Einu gildir þótt Notandinn sé neytandi þar sem Appþjónustan er gjaldfrjáls.

14. Ábyrgð

14.1. Ábyrgð Kia vegna tjóns af einföldu gáleysi, hvort heldur er á grundvelli samnings eða laga, er bundin eftirgreindum takmörkunum

• Ábyrgð Kia skal takmarkast við fjárhæð fyrirsjáanlegs tjóns, dæmigerðs fyrir samning af þessu tagi, vegna brota á meiri háttar samningsskuldbindingum;
• Kia er ekki ábyrgt vegna tjóns sem hlýst af einföldu gáleysi eða öðru sambærilegu sakarstigi.

14.2. Ábyrgðartakmarkanirnar taka ekki til ábyrgðar sem grundvallast á lagaskyldu, sérstaklega ekki ábyrgðar á grundvelli ásetnings, á grundvelli laga um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991 eða ábyrgð vegna líkamstjóns sem er afleiðing sakar. Þá á ábyrgðartakmörkunin ekki við hafi Kia undirgengist ábyrgð sérstaklega.

14.3. Greinar 14.1 og 14.2. taka samkvæmt þessu einnig til tjóns vegna ónýttra fjárútláta.

14.4. Notandanum er skylt að gera eðlilegar og sanngjarnar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir og takmarka tjón.

v29-04-20

Kia UVO
Terms of Use - Head Unit

1. Scope

These terms of use ("Terms of Use") apply to the use of Kia UVO and Kia Live via the vehicle's head unit ("Services") provided by Kia UVO Connected GmbH, registered under the registration number HRB 112541, Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main, phone: +44 333 202 299 0, email: info@kia-uvo.eu ("Kia"; "we"; "us"; "our") to the user of the Services ("User" or "You"). If you have any questions about or in connection with this Terms of Use, you may contact our customer call centre:

Kia UVO Connected GmbH
Email: info@kia-uvo.eu
Ordinary mail: Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main
Phone: +44 333 202 299 0

2. Use of the Services

2.1. To use the Services the User does not need to sign up. For information regarding the related data collected and the processing thereof please refer to our Privacy Notice - Head Unit.

2.2. The purchase agreement on the vehicle and the agreement concerning the provision of the Services in accordance with the Terms of Use are legally separate business transactions and agreements. The performance of one of the agreements shall have no implications on the respective other agreement. In certain circumstances, this may result in the User fulfilling the purchase agreement on the vehicle without being able to use the Services. In the opposite case, e.g. in the case of reverse transaction of the purchase agreement for the vehicle, the agreement for the provision of the Services for the vehicle concerned may be terminated according to section 9.4.

2.3. All agreements between Kia and the User are concluded in the local language version and English language. After the conclusion of the respective agreement the text of the agreement will be provided to the User and is then stored by us but will no longer be accessible to the User, except upon request of the User.

3. Services

3.1. The Services comprise the following individual services which are described in more detail in the service descriptions of the respective service and which are hereby incorporated into these Terms of Use:

a) Kia Live
Kia Live enables the User to access the following functions:
• Traffic: Live traffic information to calculate routes and display traffic situation; Online Navigation enables the User to navigate to their desired destination based on the combination of real-time traffic data and historical traffic information.
• Live point of interest (POI): Information on nearby POI based on current position;
• Weather: Local weather information;
• Parking: On and Off Street parking information based on current position, nearby destination, nearby scrolled mark, nearby city center;
• EV POI (only for electric vehicles and plug-in hybrid electric vehicles): Information on nearby charging stations including availability status based on current position;
• Dealer POI: Kia dealer location information based on nearby current position; and
• Camera/danger zone alerts (if legally permissible in your country): The system provides alerts in areas where accidents are particularly common and warns You about accident black spots or speed cameras.

b) Online Voice Recognition
Online Voice Recognition enables the User to use spoken commands to access and control the Services and draft and send text messages via a connected mobile device. Online Voice Recognition is operated in an online environment. Voice samples and GPS data of the User will be collected and stored in order to perform and improve the Online Voice Recognition service.

3.2. Some of the Services are provided with the help of subcontractors.

3.3. The following Services require the collection and processing of location data (GPS data): Kia Live and Online Voice Recognition. Without the collection and processing of location data the respective Service(s) cannot be provided/used.

3.4. We will further analyse and improve the Services to develop new mobility and mobility related products and/or services, to secure our products and/or to improve our services. For these purposes, we automatically analyse the data based on statistical and mathematical models to identify potential for improvements.

4. Copyright

4.1. The entire content of the Services is the property of Kia, its direct or indirect subsidiaries or affiliated companies (hereinafter referred to collectively as "Kia Group") or third parties and is protected by applicable copyright law with all rights reserved. All rights in the Services, the underlying software, the content and arrangement are owned by Kia Group and its licensors. You must not sell, distribute, publish, broadcast, circulate or commercially exploit the Services in any manner without our express written consent. You may not reproduce (in whole or part), transmit (by electronic means or otherwise), modify, display, redeliver, license, link or otherwise use the Services for any public or commercial purpose without our prior permission.

4.2. Nothing in these Terms of Use shall be construed as granting a licence or right to use any image, trade mark, service mark or logo, all of which are the property of Kia Group. Kia Group reserves all rights with respect to its proprietary information or material in connection with the Services and will enforce such rights to the full extent of applicable copyright and trade mark law.

5. User Obligations

5.1. You are obligated to comply with applicable law and respect the rights of third parties when using the Services.

5.2. In addition, You must not misuse the Services and abide by the obligations set out as follows: a) You must not use the SIM card used for the provision of the Services: (a) for the transmission of voice (including VOIP); (b) to access a publicly addressable destination (i.e. public IP address) including through the use of a proxy, gateway or routing; (c) in any way that attempts to penetrate security measures whether or not the intrusion results in the corruption or loss of data; (d) in any way that uses the Services or software related to internet relay chat, peer to peer file sharing, bit torrent, or proxy server network; (e) in a way that involves spamming, the sending of bulk unsolicited emails or commercial messages or maintaining an open SMTP relay; or (f) in any way that causes the network to be impaired. b) You must not publish any results of any benchmark or performance tests of the SIM card, the network, the Services, or component thereof to any third parties. c) To the extent You use the SIM card for the provision of the Services, we need to inform You about the following: The 4G/LTE services (provided by an external service provider) are only available on compatible devices (i.e. the head unit) which support the particular 4G/LTE frequency of the specific roaming network. Where 4G/LTE services cannot be provided, 2G or 3G services will be provided subject to the availability of, and compatibility of the head unit with, such networks.

6. Free Services

The Services are provided free of charge for a period of 7 years commencing on the day the vehicle is sold to the first owner of the vehicle, i.e. the point in time the initial purchase agreement becomes effective. We reserve the right to propose additional services in the future subject to separate terms of use.

7. Uptime

7.1. We reserve the right to temporarily or permanently deactivate access to the Services in whole or in part for technical and security reasons (e.g. in the event of gaps in security) and other important reasons.

7.2. The provision and use of the Services may be subject to restrictions with regard to the current state of the art beyond the scope of our control. This relates in particular to the availability of the data connections provided by carriers. In individual cases, the non-availability of the network can lead to the Services not being available as the necessary data transfer cannot occur. In addition, short-term capacity bottlenecks can arise from peak loads on the Services, wireless and fixed networks and on the Internet.

7.3. Disruptions can also arise due to force majeure, including pandemic and epidemic diseases, strikes, lockouts and official orders, and on account of technical and other measures (e.g. repairs, maintenance, software updates, and extensions) necessary on our systems or those of downstream or upstream providers, content providers and network operators, which are necessary for the proper or improved performance of the Services.

7.4. Where access to the Services is deactivated, restricted or disrupted as described in this Section 7, to the extent possible we will contact you in advance to inform you of this and give a reason for the deactivation, restriction or disruption.

8. Data Protection

8.1. For information on how we collect and process personal data in connection with the provision of the Services please refer to our Privacy Notice - Head Unit.

8.2. The User shall inform any other user/driver of the vehicle that the Services are activated. The User shall in particular inform such other user/driver about the data processing activities described in the Privacy Notice - Head Unit and the fact that the Services require the collection and processing of location data (GPS data).

9. Term, Termination

9.1. The right to use the Services commences on the day the vehicle is sold to the first owner of the vehicle, i.e. the point in time the initial purchase agreement becomes effective, and automatically expires after 7 years.

9.2. The agreement concerning the provision of the Services and thereby the right to use the Services can be terminated by You at any time with 6 weeks’ notice, to the end of a calendar quarter.

9.3. Either party's right to terminate for good cause remains unaffected.

9.4. Furthermore, in the event of the reversal of the purchase agreement for a vehicle, the reacquisition or other withdrawal of the vehicle by the relevant dealer, in the event of the termination of a leasing agreement, in case of sale of the vehicle to a third party, in case of theft, as well as in the event of total damage beyond repair, each party shall be entitled to the termination of the Services with regard to the vehicle concerned. The termination shall become valid as soon as one party receives the notice of termination. In case of sale or transfer of possession of the vehicle to a third party, the User shall delete the data stored in the vehicle.

9.5. We reserve the right to temporarily or permanently block and/or revoke the use of the Services in case of material breach of these Terms of Use and, in case of material breach by the User of these Terms of Use, to terminate the contract.

10. Changes to the Terms of Use

10.1. Kia reserves the right to make reasonable changes to the Terms of Use and/or to the Services. The User will be notified by us about any changes to these Terms of Use and/or the Services. If the User does not reject to those changes in text form (e.g. email, fax) within 4 weeks after receipt of the notification, the changes are deemed to be agreed. We will expressly notify the User about the right to reject and the consequences of being silent.

10.2. If the User rejects, we reserve the right to terminate any right to use the affected Service(s) with 6 weeks’ notice, to the end of a calendar quarter.

11. Miscellaneous

11.1. These Terms of Use are the entire agreement of the parties with respect to the subject matter of the use of the Services and supersedes all prior agreements, written or oral, between the parties with respect to the subject matter.

11.2. Deviating, conflicting or supplementing terms and conditions of the User shall only govern the use of the Services if explicitly accepted by us in writing.

11.3. Any amendments and additions to the Terms of Use as well as notifications necessary for their execution require text form (including email, fax) to be effective. The text form requirement can only be overruled in text form.

11.4. We are entitled to assign our rights and duties under this agreement either in full or in part to another service provider by providing 6 weeks’ notice to the User. In this case, however, the User shall be entitled to terminate the agreement within one month after receipt of the written notification effective at the time of the intended assignment of the agreement to the company which is taking over the place of Kia in the agreement. We shall expressly inform the User of this right of termination in the written notification. For the avoidance of doubt, this right is without prejudice to your right to terminate the Terms of Use and thereby the right to use the Services at any time upon 6 weeks’ notice as stipulated in Section 9.2.

12. Customer Service / Complaints

12.1. Users may use the contact details set out in Section 1 above in case of questions or complaints.

The European Commission provides a website for online dispute resolution, dedicated to helping consumers and traders resolve their disputes out-of-court, available at http://ec.europa.eu/consumers/odr/. Kia does not and is not obligated to participate in alternative dispute resolution procedures before an alternative dispute resolution entity for consumers. Kia will, nonetheless, be bound by rulings of the Complaints Board for Goods and Services if not appealed to courts within 30 days of delivery.

13. No right of withdrawal

The User does not have a right of withdrawal. This applies even in case the User is a consumer, because the Services are provided free of charge.

14. Liability

14.1. Kia's contractual and statutory liability for damages caused by slight negligence shall, irrespective of its legal ground, be limited as follows:

• Kia shall be liable up to the amount of the foreseeable damages typical for this type of agreement due to a breach of material contractual obligations;
•Kia shall not be liable for the slightly negligent breach of any other applicable duty of care.

14.2. The aforesaid limitations of liability shall not apply to any mandatory statutory liability, in particular to liability for the wilful misconduct, liability under the Icelandic Product Liability Act (lög um skaðsemisábyrgð no 25/1991), and liability for culpably caused personal injuries. In addition, such limitations of liability shall not apply if and to the extent Kia has assumed a specific guarantee.

14.3. Sections 14.1 and 14.2 apply accordingly for Kia's liability for wasted expenditures.

14.4. The User is obliged to take reasonable efforts for the prevention and minimization of damages.

v29-04-20

KIA UVO
Persónuverndartilkynning - Miðlægt stjórnborð

English version below

1. Formáli

Þessi persónuverndartilkynning er frá Kia UVO Connected GmbH, þýsku félagi með skrásetningarnúmerið HRB 112541 (Kia, við eða okkur), tekur til söfnunar og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við þjónustu sem veitt er af Kia UVO um miðlægt stjórnborð (e=Head Unit). Kia er umhugað um persónuvernd þína og tekur skyldur sínar í sambandi við hana alvarlega og mun aðeins vinna persónuupplýsingar um þig í samræmi við lög og reglur sem um slíka vernd gilda
Við gætum breytt eða bætt við þessa persónuverndartilkynningu hvenær sem er. Sérstaklega getur aukin þjónusta eða tæknibreytingar skapað nauðsyn til slíkra breytinga eða viðbóta. Gerð verður grein fyrir breytingum á heimasíðu okkar og/eða miðlæga stjórnborðinu

2. Ábyrgðaraðili

Ábyrgðaraðili vegna hverskyns persónuupplýsinga sem safnað er og unnið úr í tengslum við notkun Appþjónustunnar er Kia UVO Connected GmbH.

3. Tengiliður og persónuverndarfulltrúi

3.1 Kvikni spurningar um eða vegna persónuverndartilkynningarinnar eða óskir þú þess að beita réttindum sem þú átt á grundvelli hennar má hafa samband við símaþjónustu viðskiptavina:

Kia UVO Connected GmbH
Netfang: info@kia-uvo.eu
Póstfang: Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main
Símanr.: +44 333 202 299 0

3.2 Einnig er hægt að hafa samband við persónuverndarfulltrúa okkar

Netfang: dpo@kia-uvo.eu
Póstfang: Data Protection Officer, Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main

4. Tilgangur, lagastoð og tegund upplýsinga:

Við söfnum og vinnum persónuupplýsingar um þig vegna notkunar á UVO aðeins að því marki sem nauðsynlegt er til þess að efna megi UVO samninginn. Lagastoð fyrir söfnun og vinnslu persónuupplýsinganna er að finna í 1. mgr. 9. gr. l. nr. um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og frekari fyrirmæli í b. lið 1.mgr. 6. gr. Persónuverndartilskipunarinnar (GDPR), þar með talið vegna skilyrðis um lögmæta hagsmuni. Til frekari upplýsinga um einstaka þjónustuþætti UVO, vinsamlega farið yfir lýsingu á viðkomandi þjónustu í notendaskilmálum UVO. Persónuupplýsingum sem lýst er í 4. gr. að neðan er safnað beint úr miðlæga stjórnborðinu og þær unnar í tengslum við UVO þjónustuna.

Við munum greina frekar og bæta þjónustuna í þeim tilgangi að þróa og bjóða upp á frekari farþjónustu og vörur og/eða þjónustu henni tengdar en einnig til þess að auka öryggi þess sem við bjóðum upp á eða bæta þjónustu okkar. Í þessu skyni greinum við gögnin sjálfvirkt með tölfræði- og stærðfræðilíkönum þannig að uppgötva megi tækifæri til frekari framfara

Gögn sem lýst er í grein 4 að neðan eru skilyrði til þess að þjónustan sé veitt. Án þeirra upplýsinga sem þau fela í sér er ekki hægt að veita hana.

Önnur vinnsla persónuupplýsinga um þig fer því aðeins fram að lagaskylda standi til þess (til dæmis sé gerð krafa þar um með dómi eða geri saksóknari kröfu þar um með viðhlítandi lagastoð), þú hafir fallist á slíka vinnslu persónuupplýsinga eða úrvinnslan eigi sér aðra lagastoð. Fari vinnsla persónuupplýsinga fram í öðrum tilgangi veitum við þér frekari upplýsingar þar um, teljist það tilhlýðilegt. Við stöndum ekki að sjálfvirkum vélunnum ákvörðunum, svo sem persónuleikagreiningum (vinnslu svipmóts) með notkun UVO þjónustunnar án þess að hafa tilkynnt slíkt sérstaklega, þar með talið vinnslu svipmóts með öðrum hætti.

4.1 Kia beint

Kia beint veitir þér aðgang að eftirfarandi:

• Umferð: Beinum umferðarupplýsingum, sem notaðar eru til þess að velja leiðina sem farin er og veita upplýsingar um umferð. Leiðsögukerfið gerir Notandanum kleift að finna leið á áfangastað byggt á því að tefla saman beinum umferðarupplýsingum og upplýsingum um hvernig venjulega háttar til með umferð.
• Beinum upplýsingum um áhugaverða staði (POI): Upplýsingum um áhugaverða staði byggðum á staðsetningu.
• Veður: Svæðisbundnum veðurupplýsingum.
• Leggja: Upplýsingum um hvar leggja megi á götum eða utan gatna, byggðum á staðsetningu, áfangastaði í grenndinni, staði í grenndinni sem hafa verið skoðaðir og miðbæ.
• Áhugaverðum stöðum fyrir rafbifreiðar (tekur einungis til raf- og tvinnbifreiða): Upplýsingum um hleðslustöðvar, byggðum á staðsetningu, þ.á m. hvort þær sé lausar til afnota.
• Áhugaverðum stöðum vegna umboðsaðila: Upplýsingum, byggðum á staðsetningu, um Kia umboðsaðila í grenndinni.
• Myndavéla- hættusvæðisboð: Kerfið sendir boð á svæði þar sem slys eru óvenjutíð og varar þig við blindsvæðum og hraðamyndavélum þar sem upplýsingar eru tiltækar.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn: (GPS) staðsetningarupplýsingar, þjónustubeiðnir og svör við þjónustuleit (upplýsingar um áhugaverða staði (POI)), áhugaverða staði vegna umboðsaðila, upplýsingar um eldsneyti, upplýsingar um að leggja bifreiðinni, hraðamyndavélaupplýsingar, upplýsingar um stöðvar fyrir rafbifreiðar, veðurupplýsingar, umferðarupplýsingar, einingar fjarlægðarmælinga (km, mílur, metra), tungumálastillingu, upplýsingar um fjarskiptafyrirtæki, aðgreiningarupplýsingar (t.d. verksmiðjunúmer bifreiðarinnar e=Vehicle Identification Number (VIN)), persónuskilríki ökumanns, kerfisskilríki (e=Service ID), símanr., dagsetningu og staðartíma, tegund samskiptaforrits (e= protocol version), upplýsingar um leiðsögutæki (þ.e. gerð vél- og hugbúnaðar), leiðarlýsing (t.d. upphafsstaður, stillingar, áfangastaður, áætlaður ferðatími).

Þar að auki verður staðsetningarupplýsingum (GPS) og upplýsingum um kerfisskilríki safnað og þær vistaðar allt að 93 daga í því skyni að betrumbæta KIA beint þjónustuna á grundvelli lögmætra hagsmuna. Hægt er að fara fram á frekari upplýsingar um hvernig lögmæti hagsmuna sé metið.

4.2 Raddgreining á netinu

Raddgreining á netinu gerir þér kleift að gefa munnleg fyrirmæli til þess að fá aðgang að og stjórna þjónustu sem er í boði á Kia beint og semja og senda textaskilaboð með farsíma eða sambærilegu tæki. Með því að ræsa UVO í bifreiðinni fer raddgreining á netinu í gang nema stillt sé á annan veg. Þegar raddgreining á netinu er notuð verða persónuupplýsingar um þig unnar á netinu.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar til þess að ljúka samningsgerð eða efna samninginn: Raddupptöku, staðsetningarupplýsingar (GPS) aðgreiningarupplýsingar (t.d. verksmiðjunúmer bifreiðarinnar e=Vehicle Identification Number (VIN),kerfisskilríki (e=Service ID).

Upptökur raddsýna ásamt staðsetningarupplýsingum og kerfisskilríkjunum eru flutt saman til viðkomandi vinnsluaðila sem er Cerence B.V., CBS Weg 11, 6412EX Heerlen, Hollandi (þjónustuaðili) (Cerence) og undirverktakar hans vegna raddgreiningar á netinu. Þeir geta verið staðsettir utan ESB/EES þar sem gagnavernd kann að vera áfátt. Cerence breytir raddsýnunum í textabrot sem eru greind merkingarfræðilega, sé þess þörf, og síðan send til baka í bifreiðina.

Þar að auki verður raddsýnum og staðsetningarupplýsingum safnað og varðveitt allt að 90 dögum í því skyni að framkvæma og betrumbæta þjónustu sem veitt er með raddgreiningu á netinu á grundvelli lögmætra hagsmuna. Hægt er að fara fram á frekari upplýsingar um hvernig lögmæti hagsmuna sé metið.

Þú getur komið í veg fyrir flutning persónuupplýsinga um þig (t.d. raddsýna) til Cerence með því að slökkva á raddgreiningunni á netinu á miðlæga stjórnborðinu. Með því að slökkva á raddgreiningunni á netinu verður raddgreiningin takmörkuð eða ekki fyrir hendi.

4.3 Tilkynningamiðstöð

Tilkynningamiðstöðin gerir Notandanum kleift að fá skilaboð beint frá Kila á skjá miðlæga stjórnborðsins.
Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar til þess að ljúka samningsgerð eða efna samninginn: aðgreiningarupplýsingar (t.d. verksmiðjunúmer bifreiðarinnar(VIN)), raðgreiningarauðkenni (e=sequenceID), hvort búið sé að lesa skilaboð (e=read status), samræmda tímasetningu (e=UTC time).

4.4 Aðstoð við að leggja

Ef þjónustan er virkjuðog bifreið er ekið af öðrum getur Notandinn fylgst með staðsetningu bifreiðarinnar, hvenær síðast var slökkt á henni, aksturstíma, akstursvegalengd og hámarkshraða (sjá gr. 4 í Persónuverndartilkynningu v UVO appsins). Þessar upplýsingar eru einnig birtar á skjá miðlæga stjórnborðsins. Notandanum ber að tilkynna þeim sem bifreið ekur virki hann stillinguna.

Í þessum tilgangi verður að vinna eftirfarandi persónuupplýsingar: aðgreiningarupplýsingar(t.d. verksmiðjunúmer bifreiðarinnar(VIN)), raðgreiningar auðkenni (e=sequenceID), hvort búið sé að lesa skilaboð (e=read status), samræmda tímasetningu (e=UTC time), upplýsingar um aðstoð við að leggja þjónustuna (hvort og hvenær hún hafi verið virkjuð og hvenær slökkt á henni, hversu lengi hún var virk, meðalhraði, tími í lausagangi, hámarkshraði og vegalengd ekin), bifreiðarvísa (staðsetningu, hraða, tíma, nákvæmni og stefnu).

5. Réttur þinn

Hafirðu veitt samþykki fyrir nokkurskonar vinnslu persónuupplýsinga geturðu afturkallað það hvenær sem er þannig að gildi þaðan í frá. Afturköllunin hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem þegar hefur farið fram.

Í samræmi við viðeigandi lög og reglur um persónuvernd getur þú átt rétt til þess að: krefjast aðgangs að persónuupplýsingum um þig, krefjast leiðréttingar persónuupplýsinga um þig, krefjast þess að persónuupplýsingum um þig sé eytt, gera kröfu um að vinnsla persónuupplýsinga um þig verði takmörkuð, krefjast þess að geta flutt persónuupplýsingarnar og andmælt vinnslu persónuupplýsinga um þig.

Að auki geturðu sent kvörtun til Persónuverndar, sem er stjórnvaldið sem hefur með persónuvernd á Íslandi að gera.

Vinsamlega hafið í huga að réttindin kunna að takmarkast af lögum og reglum sem gilda um persónuvernd á Íslandi.

5.1 Réttur til aðgangs: : Þú getur átt rétt til þess að fá frá okkur staðfestingu þess hvort persónuupplýsingar um þig séu unnar og sé svo, krefjast aðgangs að persónuupplýsingunum. Upplýsingar um aðgang eru m.a. um tilgang vinnslunnar, tegund upplýsinga sem hún tekur til og hverjir eða hverskonar viðtakendur hafi fengið eða muni fá aðgang að upplýsingunum. Þessi réttur er hinsvegar ekki ótakmarkaður og réttur annarra einstaklinga kann að takmarka rétt þinn til aðgangs.

Þú kannt að eiga rétt til þess að fá afrit persónuupplýsinga sem eru í vinnslu. Verði beðið um viðbótareintök af þeim er okkur heimilt að krefjast sanngjarns endurgjalds, sem byggt yrði á kostnaði.

5.2 Réttur til leiðréttingar: Þú getur átt rétt til þess að fá frá okkur leiðréttingu á röngum eða ónákvæmum persónuupplýsingum um þig. Samræmist það tilgangi vinnslunnar, geturðu átt rétt til þess að fá bæta við persónuupplýsingar sem vantar upp á, þ. á m. með því að gefa viðbótaryfirlýsingu.

5.3 Réttur til að eyða („réttur til að gleymast֞): Við vissar kringumstæður geturðu átt rétt til þess að við eyðum persónuupplýsingum um þig og að fenginni slíkri ósk er okkur skylt að eyða þeim upplýsingum sem ósk tekur til.

5.4 Réttur til takmörkunar vinnslu: Við vissar kringumstæður áttu rétt til þess að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinga um þig. Komi það til verða slíkar verða slíkar upplýsingar auðkenndar þannig að þær megi aðeins vinna í tilteknum tilgangi.

5.5 Réttur til gagnaflutnings: : : Við vissar kringumstæður geturðu átt rétt til þess að við afhendum þér persónuupplýsingar varðandi þig sem þú hefur útvegað okkur skipulega teknar saman á þann hátt sem tíðkanlegur er í tölvulesanlegu formi og þú getur átt rétt til þess að senda þær upplýsingar annað án hindrana frá okkur.

5.6 Andmælaréttur: Við vissar kringumstæður, sem geta komið upp hvenær sem er, geturðu átt rétt til að andmæla vinnslu okkar á persónuupplýsingum um þig vegna atvika sem varða þig sérstaklega og okkur getur þá verið óheimilt að vinna þær upplýsingar. Séu upplýsingarnar unnar í þeim tilgangi að nota í beinni markaðssetningu er þér ennfremur heimilt að andmæla hvenær sem er vinnslu persónuupplýsinga um þig til slíkrar markaðssetningar, sem m.a. felur í sér vinnslu svipmóts (e=profiling), að því marki sem það er tengt slíkri beinni markaðssetningu. Komi þetta til verður látið af vinnslu persónuupplýsinga um þig í þeim tilgangi.

5.7 Réttur til ráðstafana með varðveislu og notkun gagna eftir andlát: Þér er heimilt að gera sérstakar ráðstafanir vegna varðveislu og notkunar persónuupplýsinga um þig að þér látnum og við munum fara eftir þeim. Þú getur einnig gert slíkar ráðstafanir hjá öðrum en okkur sem munu upplýsa okkur um fyrirmæli þín þegar við á.

6. Viðtakendur og flokkar viðtakenda

Aðgangur að persónuupplýsingum um þig hjá Kia takmarkast við þá sem þurfa aðgang að þeim til þess að fullnægja starfsskyldum sínum.

Kia má flytja persónuupplýsingar um þig í viðeigandi tilgangi til þeirra viðtakenda og flokka viðtakenda sem tilgreindir eru að neðan:

Þriðju aðilar sem ekki eru opinberir – Einkaaðilar, aðrir en við, sem eru tengdir eða ótengdir og sjálfir eða í samvinnu við aðra ákveða tilgang og aðferð við greiningu á persónuupplýsingunum.
Til þess að veita aðgang að UVO þurfum við að flytja gögn (svo sem til þeirra sem vinna gögnin fyrir okkur - eins og lýst er að neðan). Sú tækniþjónusta er veitt með símþjónustu sem veitt er af símfyritækjum (nú Vodafone GmbH, Ferdinand-Braun-Platz 1, 40549 Dusseldorf, Þýskalandi).
Vinnsluaðilar – Að mótteknum fyrirmælum, sem nauðsynleg eru vegna tilgangs vinnslunnar, getur tilteknum þriðju aðilum, tengdum eða ótengdum, verið afhentar persónuupplýsingar um þig til vinnslu fyrir hönd Kia. Vinnsluaðilarnir undirgangast samningsskuldbindingar um að viðeigandi tækni- skipulags og öryggisferlum sé fylgt til þess að vernda persónuupplýsingarnar og vinna aðeins þær upplýsingar sem þeir fá fyrirmæli um að vinna.
- Vinnsluaðilar fyrir tæknilega uppbyggingu UVO eru Hyundai Autoever Europe GmbH, Kaiserleistraße 8a, 63067 Offenbach am Main, Þýskalandi og Hyundai MnSOFT Inc., 74, Wonhyo-Ro, Youngsan-gu, 04365, Seoul, Suður Kóreu.
- Við notum einnig aðra vinnsluaðila vegna Kia beint og raddgreiningar á netinu.
- Vegna raddgreiningar á netinu: Cerence B.V., CBS Weg 11, 6412EX Heerlen, Hollandi (vinnsluaðiili).
- Vinnsluaðilar fyrir símaþjónustu viðskipavina eru aðilar tengdir Kia staðsettir innan ESB eða EES.
Stjórnvöld, dómstólar, utanaðkomandi ráðgjafar og sambærilegir þriðju aðilar sem teljast opinberir svo sem viðeigandi lög kunna að mæla fyrir um eða heimila.

7. Gagnaflutningur milli landa

Sumir viðtakenda persónuupplýsinga um þig eru staðsettir, eða reka starfsemi sem máli skiptir vegna söfnunar og vinnslu sem hér er lýst utan Íslands og ESB/EES, s.s. í Suður Kóreu. Vernd persónuupplýsinga þar getur verið önnur en er á Íslandi og verið getur að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki kveðið upp úr um að hún sé fullnægjandi. Vegna flutnings gagna til viðtakenda utan ESB/EES tryggjum við tilhlýðilegt öryggi sérstaklega með því að gera samninga um gagnaflutninga sem eru teknir upp af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (svo sem staðlaða samningsskilmála (e=Standard Contractual Clauses)(2010/87/EU og/eða 2004/914/EC)) við viðtakendurna eða gerum aðrar ráðstafanir til þess að tryggja fullnægjandi vernd gagna. Fá má afrit þeirra ráðstafana sem við höfum gripið til hjá persónuverndarfulltrúa okkar (sjá 3.2. að framan).

8. Varðveislutími

8.1 Persónuupplýsingar um þig eru varðveittar af Kia og/eða þeim sem veita okkur þjónustu, einvörðungu í þeim tilgangi að fullnægja skyldum okkar og aðeins svo lengi sem nauðsyn ber til í því skyni að ná þeim tilgangi sem að var stefnt með söfnun upplýsinganna og í samræmi við persónuverndarlög sem við eiga. Þegar Kia hefur ekki frekari þörf til vinnslu persónuupplýsinganna verður þeim eytt úr tölvukerfum okkar og/eða skjalasöfnum og/eða viðeigandi ráðstafanir gerðar til þess að gera þær ópersónugreinanlegar (nema okkur sé skylt að varðveita upplýsingarnar til þess að fullnægja skyldum sem á Kia hvíla að lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum, t.d. geta persónuupplýsingar í samningum og samskiptum varðandi viðskiptatengsl verið háðar varðveisluskyldu allt að 7 árum). Persónuvernd (www.personuvernd.is) er það íslenska stjórnvald sem hefur með vernd persónuupplýsinga að gera. Persónuvernd er til húsa að Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík og símanr. er 510 9600

8.2 Þar sem engin laga- eða stjórnvaldsfyrirmæli standa til varðveisluskyldu verður meginreglan sú að öllum persónuupplýsingum sem unnar eru vegna notkunar UVO er eytt eða þær gerðar ópersónugreinanlegar svo skjótt sem UVO þjónustan hefur verið veitt. Frá því eru þessar undantekningar:

• Innskráningarupplýsingar eru varðveittar svo lengi sem samningurinn er í gildi (þ.e. allt að sjö árum).
• Raddgreining á netinu: Raddsýni og staðsetningarupplýsingar (sjá 4.2 að framan) eru varðveitt allt að 90 dögum
• Kia beint: GPS upplýsingar og kerfisauðkenni (sjá 4.1 að framan) eru varðveitt í allt að 93 daga

8.3 Endurræsing reiknings: Endurræsa má reikninginn með því að setja inn viðeigandi val þitt þar um (svo sem á miðlæga stjórnborðið). Sé það gert verður öllum persónuupplýsingum um þig eytt, nema varðveisluskylda sé fyrir hendi (sjá 8.1 að framan). Sé UVO reikningurinn endurræstur skráistu út úr UVO og verður að skrá þig inn að nýju með öðrum skilríkjum ætlirðu að nota UVO.

9. Vinnsla án tengingar (e=Offline Mode) (Slökkt á mótaldi)

Þú getur valið að ræsa vinnslu án tengingar. Sé það valið detta allar aðgerðir sem boðið er upp á í UVO úr sambandi og engum persónuupplýsingum er safnað og sannarlega ekki staðsetningarupplýsingum (GPS) fyrir UVO og tákn um að tenging sé ekki fyrir hendi er sýnt á skjá miðlæga stjórnborðsins í bifreiðinni.

1972682-v3\FRADMS

KIA UVO
Privacy Notice - Head Unit

1. Introduction

This Privacy Notice of Kia UVO Connected GmbH, registered under the registration number HRB 112541, ("Kia", "we" or "us") applies to the collection and processing of personal data in connection with the provision of Kia UVO ("UVO") via the car’s head unit. We at Kia take your privacy very seriously and will process your personal data only in accordance with applicable data protection and privacy law.
We may change and/or supplement this Privacy Notice at any time. Such changes and/or supplements may be necessary in particular due to the implementation of new technologies or the introduction of new services. We will publish the changes on our websites and/or in the car’s head unit.

2. Controller

The responsible controller for any personal data collected and processed in connection with the provision of the App Services is Kia UVO Connected GmbH.

3. Contact Point and Data Protection Officer

3.1 If you have any questions about or in connection with this Privacy Notice or the exercise any of your rights, you may contact our customer call center:
Kia UVO Connected GmbH
Email: info@kia-uvo.eu
Ordinary mail: Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main
Phone: +44 3332022990

3.2 Alternatively, you may also contact our data protection officer:
Email: dpo@kia-uvo.eu
Ordinary mail: Data Protection Officer, Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main

4. Purposes, Legal Basis and Categories of Data

In connection with UVO we collect and process your personal data only insofar as the collection and processing is necessary for the conclusion or the performance of the UVO contract (Art. 6 (1) b) GDPR), or legitimate interests (Art. 6 (1) f) GDPR). For further details on individual UVO services, please consult the respective service description in the UVO Terms of Use. The (personal) data described in this Section 4 below is collected directly from the car’s head unit and is processed in connection with the UVO services.
We will further analyse and improve the Services to develop new mobility and mobility related products and/or services, to secure our products and/or to improve our services. For these purposes, we automatically analyse the data based on statistical and mathematical models to identify potential for improvements.
The data described in this Section 4 below is required to provide the UVO services. Without the respective information, the UVO services cannot be performed.
We process your personal data for other purposes only if we are obligated to do so on the basis of legal requirements (for example, transfer to courts or criminal prosecution authorities), if you have consented to the respective processing or if the processing is otherwise lawful under applicable law. If processing for another purpose takes place we will provide you with additional information, if appropriate. We do not engage in automated decision-making including profiling in connection with the UVO services unless we have expressly notified you of such automated decision-making including profiling by other means.

4.1 Kia Live
Kia Live enables you to access the following functions:
• Traffic: Live traffic information to calculate routes and display traffic situation. Online Navigation enables the User to navigate to their desired destination based on the combination of real-time traffic data and historical traffic information.
•Live point of interest (POI): Information on nearby POI based on current position
• Weather: Local weather information
• Parking: On and Off Street parking based on current position, nearby destination, nearby scrolled mark, nearby city center
•EV POI (only for Electric Vehicles and Plug-in Hybrid Electric Vehicles): Information on nearby charging stations including availability status based on current position
•Dealer point of interest (POI): Kia nearby dealer location information based on nearby current position
• Camera/danger zone alerts (if legally permissible in your country): The system provides alerts in areas where accidents are particularly common and warns You about accident black spots or speed cameras
For this purpose the following categories of personal data are processed for the conclusion or the performance of the contract: (GPS) Location data, service requests and responses for server search (point of interest (POI) data), dealer POI data, fuel-related information, parking-related information, speed camera information, electric vehicle (EV) station information, weather information), traffic information, unit of distance (km, miles, meters), language settings, telecom carrier information, unique identifiers (e.g. Vehicle Identification Number (VIN), Driver ID, Service ID), phone number, date and local time, protocol version, navigation device information (e.g. hardware version, software version), route information (e.g. start point, settings, goal point, estimated time).
In addition, the GPS data (location) and the Service ID will be collected and stored for up to 93 days in order to improve the Kia Live service, based on legitimate interests. More information on the balancing test is available upon request

4.2 Online Voice Recognition
Online Voice Recognition enables you to use spoken commands to access and control Kia Live services and draft and send text messages via a connected mobile device. Upon the activation of UVO in your vehicle, Online Voice Recognition is activated as a default setting. When using Online Voice Recognition, your personal data will be processed in an online environment.
For this purpose the following categories of personal data are processed for the conclusion or the performance of the contract: : Voice recording, GPS data (location), unique identifiers (e.g. Vehicle Identification Number (VIN), Service ID). The recorded voice samples are transferred together with the GPS data and the Service ID to our relevant service provider. Our service provider for the Online Voice Recognition is Cerence B.V., CBS Weg 11, 6412EX Heerlen, Netherlands (processor) ("Cerence") and its sub-processors, which may be located in countries outside the EU/EEA and may not provide for an adequate level of data protection. Cerence transforms the voice samples into text samples, semantically interpreting them (if necessary), and then sends the result back to the vehicle.
In addition, voice samples and GPS data will be collected and stored for up to 90 days in order to perform and improve the Online Voice Recognition service based on legitimate interests. More information on the balancing test is available upon request.
You can prevent the transfer of your personal data (i.e. voice samples) to Cerence by deactivating the Online Voice Recognition in the respective settings of your head unit. By deactivating the Online Voice Recognition the functionality of the voice recognition may be limited or disabled.

4.3 Notification Center
Notification Center enables the User to receive messages from Kia on the head unit screen.
For this purpose the following categories of personal data are processed for the conclusion or the performance of the contract: unique identifiers (e.g. Vehicle Identification Number (VIN)), sequenceID, read status, UTC time.

4.4 Valet Parking Mode
When activated and the vehicle is driven by another person, the User can monitor the vehicle location, the time ignition was turned off last, driving time, driving distance and top speed (please refer to Section 4 of the Privacy Notice - UVO App). This information is also displayed on the head unit screen. The User must notify the driver if the Valet Parking Mode is activated.
For this purpose the following categories of personal data are necessarily processed: : unique identifiers (e.g. Vehicle Identification Number (VIN)), :valet mode status information (activation status, valet mode starting and ending time, run time, mileage time, idle engine time, maximum speed, run distance), vehicle indicators (location, speed, time, accuracy, direction).

5. Your Rights

If you have declared your consent for any personal data processing activities, you can withdraw this consent at any time with future effect. Such a withdrawal will not affect the lawfulness of the processing prior to the consent withdrawal.
Pursuant to applicable data protection law you may have the right to: request access to your personal data, request rectification of your personal data; request erasure of your personal data, request restriction of processing of your personal data; request data portability, and object to the processing of your personal data.
You can, also, lodge a complaint with the Data Protection Authority (www.personuvernd.is), which is the administrative body charged with supervising collection and processing of personal data.
Please note that these aforementioned rights might be limited under the applicable Icelandic data protection law and regulation.

5.1 Right of Access :
You may have the right to obtain from us confirmation as to whether or not personal data concerning you is processed, and, where that is the case, to request access to the personal data. The access information includes – inter alia – the purposes of the processing, the categories of personal data concerned, and the recipients or categories of recipients to whom the personal data have been or will be disclosed. However, this is not an absolute right and the interests of other individuals may restrict your right of access.
You may have the right to obtain a copy of the personal data undergoing processing. For further copies requested by you, we may charge a reasonable fee based on administrative costs.

5.2 Right to rectification :
You may have the right to obtain from us the rectification of inaccurate personal data concerning you. Depending on the purposes of the processing, you may have the right to have incomplete personal data completed, including by means of providing a supplementary statement.

5.3 Right to erasure ("right to be forgotten"): Under certain circumstances, you may have the right to obtain from us the erasure of personal data concerning you and we may be obliged to erase such personal data.

5.4 Right to restriction of processing:Under certain circumstances, you may have the right to obtain from us restriction of processing your personal data. In this case, the respective data will be marked and may only be processed by us for certain purposes.

5.5 Right to data portability: Under certain circumstances, you may have the right to receive the personal data concerning you, which you have provided to us, in a structured, commonly used and machine-readable format and you may have the right to transmit those data to another entity without hindrance from us.

5.6 Right to object:Under certain circumstances, you may have the right to object, on grounds relating to your particular situation at any time to the processing of your personal data by us and we can be required to no longer process your personal data. Moreover, if your personal data is processed for direct marketing purposes, you have the right to object at any time to the processing of personal data concerning you for such marketing, which includes profiling to the extent that it is related to such direct marketing. In this case your personal data will no longer be processed for such purposes by us.5.7 Right to make arrangements for the storage and communications of data after one’s death: :You have a right to make specific arrangements for the storage and communication of your personal data after your death, and we will act accordingly. You may also make general arrangements with a third party, which will let us know about your instructions in due time.

6. Recipients and Categories of Recipients

Any access to your personal data at Kia is restricted to those individuals that have a need to know in order to fulfill their job responsibilities.

Kia may transfer your personal data for the respective purposes to the recipients and categories of recipients listed below:

Private third parties – Affiliated or unaffiliated private bodies other than us that alone or jointly with others, determine the purposes and means of the processing of personal data.
For the purpose of providing UVO we need to transfer data (e.g. to our data processors – see below). For this technical service we rely on telecommunication services provided by telecommunication providers (currently Vodafone GmbH, Ferdinand-Braun-Platz 1, 40549 Dusseldorf, Germany).

Data processors – Certain third parties, whether affiliated or unaffiliated, may receive your personal data to process such data on behalf of Kia under appropriate instructions as necessary for the respective processing purposes. The data processors will be subject to contractual obligations to implement appropriate technical and organizational security measures to safeguard the personal data, and to process the personal data only as instructed.
- The data processors for the technical provision of UVO are Hyundai Autoever Europe GmbH, Kaiserleistraße 8a, 63067 Offenbach am Main, Germany and Hyundai MnSOFT Inc., 74, Wonhyo-Ro, Youngsan-gu, 04365, Seoul, Korea.
- Regarding Kia Live and Online Voice Recognition, we use additional data processors.
• For Online Voice Recognition: Cerence B.V., CBS Weg 11, 6412EX Heerlen, Netherlands (processor).

- The data processors for call center services are affiliates of Kia, which are located in the EU/EEA.

Governmental authorities, courts, external advisors, and similar third parties that are public bodies as required or permitted by applicable law.

7. Cross-Border Data Transfer

Some of the recipients of your personal data will be located or may have relevant operations outside of your country and the EU/EEA, e.g. in the Republic of Korea or the United States of America (e.g. Cerence’s subprocessors), where the data protection laws may provide a different level of protection compared to the laws in your jurisdiction and with regard to which an adequacy decision by the European Commission does not exist. With regard to data transfers to such recipients outside of the EU/EEA we provide appropriate safeguards, in particular, by way of entering into data transfer agreements adopted by the European Commission (e.g. Standard Contractual Clauses (2010/87/EU and/or 2004/915/EC)) with the recipients or taking other measures to provide an adequate level of data protection. A copy of the respective measure we have taken is available via our data protection officer (see 3.2 above).

8. Storage Period

8.1 Your personal data is stored by Kia and/or our service providers, strictly to the extent necessary for the performance of our obligations and strictly for the time necessary to achieve the purposes for which the personal data is collected, in accordance with applicable data protection laws. When Kia no longer needs to process your personal data, we will erase it from our systems and/or records and/or take steps to properly anonymize it so that you can no longer be identified from it (unless we need to keep your information to comply with legal or regulatory obligations to which Kia is subject; e.g., personal data contained in contracts, communications, and business letters may be subject to statutory retention requirements, which may require retention of up to 7 years). The Data Protection Authority (www.personuvernd.is), is the administrative body charged with supervising collection and processing of personal data. Personuvernd, Raudararstigur 10, IS-105, Reykjavik, phone. No. 510 9600

8.2 Where no legal or regulatory retention periods apply, as a rule, all personal data processed in connection with the provision of UVO is deleted or anonymized immediately after provision of the individual UVO services action has been completed with the following exceptions:
• Sign-up and Log-in data are stored for the duration of the contract (i.e. up to seven years)
• Online Voice Recognition: Voice samples and GPS data (see 4.2 above) are stored up to 90 days
• Kia Live: GPS data and Service ID (see 4.1 above) are stored up to 93 days

8.3 Reset of account: Your account may be reset by setting the respective preference (e.g. in the vehicle's head unit). In such case, all personal data related to your account will be deleted, unless retention periods apply (see 8.1 above). Upon reset of the account, you will be logged out of UVO and will have to perform a new sign-up procedure or log in with different credentials if you intend to use UVO.

9. Offline Mode (Modem Off)

You may choose to activate Offline Mode by setting the respective preference. If Offline Mode is turned on all UVO functions are disabled and no personal data, in particular no location data (GPS), is collected for UVO and an Offline Mode icon is displayed at the top of the head unit screen in the vehicle.


1972682-v3\FRADMS

Kia UVO
Notendaskilmálar - UVO appið

1. Umfang

Þessir notendaskilmálar (Notendaskilmálarnir) taka til notkunar á appinu sem þeir fylga (UVO appinu). Það gerir þer kleift að nota ákveðna þjónustu sem boðið er upp á af Kia UVO (Appþjónustan) með UVO appinu. Appþjónustan er boðin notendum (Notandi eða þú) af Kia UVO Connected GmbH, sem ber skrásetningarnúmerið HRB 112541, Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main, símanr.: +(354) 590 2130, netfang: info@kia-uvo.eu (Kia, við, okkur).
Hafirðu spurningar um eða vegna þessara notendaskilmála er hægt að hafa samband við símaþjónustu viðskiptavina:

Kia UVO Connected GmbH
netfang: info@kia-uvo.eu
Póstfang: Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main, Þýskalandi
Símanr.: +(354) 590 2130

2. Notkun Appþjónustunnar.

2.1. Þér er heimilt að nota Appþjónstuna með Kia reikningnum þínum. Til þess að tengjast Appþjónustunni kanntu að þurfa að tengjast UVO appinu gegnum Kia bifreið eða bifreiðar.

2.2. Varðandi upplýsingar um söfnun og vinnslu gagna er vísað til Persónuverndartilkynningar vegna UVO appsins.

2.3. Notkun Appþjónustunnar kann að kalla á nettengingu eða annarskonar fjarskiptasamband. Þessir notendaskilmálar taka ekki til fjarskiptaþjónustunnar sem kann að vera forsenda notkunar Appþjónustunnar. Sú notkun er háð sérstöku samkomulagi við þann sem veitir þá þjónustu og fyrir hana kann að vera gjaldtaka.

2.4. Kaupsamningur um bifreiðina og sammningur um aðgang að Appþjónustunni í samræmi við Notendaskilmálana eru tveir lagalega sjálfstæðir viðskiptagjörningar og samningar. Efndir annars samningsins hefur ekki nokkur áhrif á hinn samninginn. Við vissar kringumstæður getur þetta þýtt að Notandinn efni kaupsamning um bifreiðina án þess að vera kleift að nota Appþjónustuna. Á hinn bóginn getur það að kaupsamningur um bifreiðina gangi til baka eða sé rift orðið til þess að heimilt sé að slíta samningi um Appþjónustuna með vísan í gr. 9.5.

2.5. Allir samningar á milli Kia og Notandans eru gerðir á mörgum tungumálum. Að gerðum þeim samningi sem við á verður hann aðgengilegur Notandanum í UVO appinu.

3. Appþjónustun

3.1. UVO Appið veitir aðgang að eftirfarandi Appþjónustu, sem nánar er lýst í þjónustulýsingu hvers einstaks þáttar Appþjónustunnar, sem eru hluti þessara Notendaskilmála (þjónusta sem raunverulega er í boði getur verið mismunandi eftir bifreiðategundum, framleiðslutíma og gerð - sé frekari upplýsinga óskað, vinsamlegast hafið samband í samræmi við upplýsingar þar um í gr. 1 að framan)):

3.1.1. Valmynd og leitarslá
3.1.2. Fjarstýrð loftræsting/miðstöð
3.1.3. Fjarhleðsla
3.1.4. Fjarlæsing
3.1.5. Skilaboð í bifreiðina
3.1.6. Finndu bifreiðina mína
3.1.7. Ferðirnar mínar
3.1.8. Ástand bifreiðar
3.1.9. Bifreiðarskýrsla
3.1.10. Bifreiðargreining
3.1.11. Viðvörunarkerfi bifreiðar
3.1.12. Þjófavörn
3.1.13. Flutningar svipmóts (e=profile) Notanda
3.1.14. Leiðsögn síðasta spottann
3.1.15. Stilling fyrir aðstoð við að leggja (e=Valet Parking Mode)
3.1.16. Rafhlöðuboði (e=Battery Discharge Alarm)
3.1.17. Tilkynningar um ástand bifreiðar
3.1.18. Aftursætisfarþegaboði
3.1.19. Lausagangsboði

3.2. Eftirfarandi þættir Appþjónustunnar eru háðir söfnun og vinnslu staðsetningarupplýsinga (GPS gagna): Valmynd og leitarslá, fjarstýrð loftræsting/miðstöð (aðeins rafbifreiðar), fjarhleðsla, fjarlæsing, skilaboð í bifreið, finndu bifreiðina mína, ferðinar mínar, ástand ökutækis, bifreiðarskýrsla, bifreiðargreining, bifreiðarboði, leiðsögn síðasta spottann, stilling fyrir aðstoð við að leggja, aftursætisfarþegaboði, lausagangsboði og þjófavörn. Án söfnunar og vinnslu staðsetningarupplýsinga er ekki hægt að bjóða upp á eða nota tilgreinda þætti þjónustunnar.

3.3. Við munum greina frekar og bæta Appþjónustuna í þeim tilgangi að þróa og bjóða upp á frekari farþjónustu og vörur og/eða þjónustu henni tengdar en einnig til þess að auka öryggi þess sem við bjóðum upp á eða bæta þjónustuma. Í þessu skyni greinum við sjálfkrafa gögnin með tölfræði- og stærðfræðilíkönum þannig að uppgötva megi tækifæri til frekari bætingar.

4. Höfundarréttur

4.1. Allt efni Appþjónustunnar er eign Kia, beinna eða óbeinna dótturfélaga Kia eða tengdra félaga (Kia samstæðunnar) eða þriðju aðila og nýtur verndar viðeigandi laga um höfundarrétt og áskilnaður er gerður um frekari réttindi. Hverskyns réttindi tengd Appþjónustunni og undirliggjandi hugverki, efni og uppsetningu, er í eigu Kia samstæðunnar eða rétthafa sem hún leiðir rétt sinn frá. Þér er óheimilt að selja, dreifa, gefa út, útvarpa eða fénýta Appþjónustuna á nokkurn hátt án skriflegs samþykkis okkur. Þér er óheimilt að afrita (í heild eða að hluta), senda (á rafrænan máta eða annan hátt), breyta, sýna, framsenda, veita rétt til að tengja með hlekk eða á nokkurn annan hátt nota Appþjónustuna opinberlega eða í fénýtingarskyni án fyrirfram samþykkis okkar.

4.2. Ekkert í þessum notendaskilmálum skal túlkað á þann veg að feli í sér leyfisveitingu eða heimild til þess að nota mynd, vörumerki, þjónustumerki eða firmamerki (e=logo), sem öll eru í eigu Kia samstæðunnar. Kia samstæðan áskilur sér allan rétt varðandi hugverk sem eru í hennar eigu eða upplýsingar eða efni sem tengist Appþjónustunni og mum vernda slík réttindi að því marki sem auðið er á grundvelli þeirra laga sem sem sett eru til verndar slíkum réttindum.

5. Skyldur Notanda

Þér er skylt að fara að viðeigandi lögum og virða rétt þriðju manna við notkun þína á Appþjónustunni.

6. Endurgjaldslaus Appþjónusta

Appþjónustan er án endurgjalds í 7 ár talið frá þeim degi sem bifreiðin er seld fyrsta eiganda sínum, þ.e. á þeim degi þegar fyrsti kaupsamningur um bifreiðina er gerður. Við áskiljum okkur rétt til þess að leggja síðar til viðbótarþjónustu sem ætti undir aðra notendaskilmála.

7. Virkur tími (Uppitími)

7.1. Við áskiljum okkur rétt til þess að rjúfa tímabundið eða varanlega aðgang að Appþjónustunni að heild eða í hluta af tæknilegum ástæðum eða fyrir öryggis sakir (svo sem ef brestur verður á öryggi) eða af öðrum mikilvægum ástæðum.

7.2. Aðgangur að og notkun á Appþjónustunni getur verið bundinn skilyrðum vegna ríkjandi aðstæðna sem ekki eru á okkar valdi. Þetta á sérstaklega við um tengimöguleika hjá fjarskiptafyrirtækjum. Í stöku tilfellum getur skortur á flutningsgetu orðið til þess að Appþjónustan verði ekki í boði þar sem ekki næst að flytja gögn sem flytja þarf. Þá getur álag á Appþjónstuna, þráðlaust net, netið og nettengingar leitt til skammvinnra flöskuhálsa.

7.3. Truflanir geta einnig orðið af óviðráðanlegum ytri atvikum (force majeure), þ. á m. farsóttum, verkföllum, bönnum eða opinberum fyrirmælum og vegna tæknilegra eða annarskonar ráðstafana (s.s. viðgerða, viðhalds, uppfærslu hugbúnaðar og framlenginga) nauðsynlegra fyrir kerfi okkar eða þjónustuaðila sem veita okkur þjónustu hvort heldur er við að koma Appþjónustunni á eða koma henni til viðskiptavina, þeirra sem leggja okkur til efni eða reka fjarskiptaþjónustu nauðsynlegrar til viðunandi eða bætts rekstrar Appþjónustunnar.

7.4. Sé lokað fyrir aðgang að Appþjónustunni, hann takmarkaður eða truflaður, svo sem lýst er í þessari grein 7, munum við eftir föngum láta þig vita af því fyrirfram og útskýra ástæðu lokunarinnar, takmörkunarinnar eða truflunarinnar.

8. Vernd gagna

Vísað er til Persónuverndartilkynningar okkar um það hvernig við stöndum að söfnun og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við aðgang að Appþjónustunni.
Notandanum ber að upplýsa aðra notendur/ökumenn bifreiðarinnar um að Appþjónustan sé virk. Sérstaklega ber að gera grein fyrir gagnavinnslu sem lýst er í Persónuverndartilkynningunni og að forsenda virkni Appþjónustunnar sé söfnun og vinnsla staðsetningargagna (GPS gagna).

9. Tímabil, samningsslit

9.1. Þér er heimil notkun Appþjónustunnar frá þeim degi sem þú skráir þig fyrir Kia reikningi og samþykkir þessa notendaskilmála.

9.2. Rétturinn til notkunar Appþjónustunnar verður virkur daginn sem bifreiðin er seld fyrsta eiganda sínum, þ.e. frá þeim tíma sem fyrsti kaupsamningur um bifreiðina tekur gildi og fellur sjálfkrafa úr gildi 7 árum síðar.

9.3. Þér er heimilt að segja samningnum um aðgang að Appþjónustunni, og þar með réttinum til notkunar hennar, upp með 6 vikna fyrirvara hvenær sem er. Uppsögn tekur þó ekki gildi fyrr en við lok þess ársfjórðungs sem næst eru eftir að 6 vikna fresturinn er liðinn.

9.4. Réttur hvors aðila um sig til þess að segja upp samningi af vanefndaástæðum eða á öðrum fullnægjandi grundvelli helst eftir sem áður.

9.5. Ennfremur, komi til þess að kaupsamningur um bifreið gangi af einhverjum ástæðum til baka, endurkaupa eða annarskonar endurheimt viðkomandi dreifingaraðila á bifreiðinni, riftunar rekstraleigusamnings um bifreiðina, sölu bifreiðarinnar til þriðja aðila, stuldar á bifreiðinni eða þess að hún eyðileggist þannig að ekki verði úr bætt er hvorum aðila um sig heimilt að slíta samningi um Appþjónustuna að því er tekur til þeirrar bifreiðar sem framangreint á við. Samningsslitin taka gildi svo skjótt sem annar aðilinn tekur við tilkynningu þess efnis frá hinum. Komi til sölu bifreiðarinnar til þriðja aðila eða framsals til hans af öðrum orsökum, ber Notandanum að eyða gögnum sem vistuð eru í bifreiðinni.

9.6. Við áskiljum okkur tímabundinn eða varanlegan rétt til þess að læsa fyrir og eða afturkalla rétt til notkunar Appþjónustunnar vegna alvarlegra brota á þessum notendaskilmálum. Einnig er okkur heimilt að slíta samningi við Notanda sem verður uppvís að alvarlegum brot á notendaskilmálunum getum við slitið samningi.

10. Breytingar á notendaskilmálum

10.1. Kia áskilur sér rétt til þess að gera sanngjarnar breytingar á þessum notendaskilmálum og/eða Appþjónustunni. Við munum tilkynna Notandanum um allar slíkar breytingar á Notendaskilmálunum og/eða Appþjónustunni. Hafni Notandinn ekki breytingunum skriflega (með tölvupósti, faxi eða á annan sambærilega hátt) innan fjögurra vikna frá móttöku tilkynningarinnar, teljast þær samþykktar. Við munum á skýran hátt gera Notandanum grein fyrir réttinum til þess að hafna breytingum og afleiðingum þess að tjá sig ekki.

10.2. Hafni Notandinn breytingunum, áskiljum við okkur rétt til þess að afturkalla réttinn til notkunar þeirra þátta Appþjónstunnar sem breytingin tekur til með 6 vikna fyrirvara. Slík afturköllun tekur gildi í lok þess ársfjórðungs sem hið minnsta sex vikur eru frá móttöku tilkynningar þar um.

11. Ýmislegt

11.1. Þessir Notendaskilmálar eru heildarsamkomulag aðila varðandi notkun Appþjónustunnar og ganga framar öllum fyrri samningum, skriflegum sem munnlegum, á milli aðila um Appþjónustuna.

11.2. Skilmálar frá Notanda sem fela í sér frávik, eru í andstöðu við eða til viðbótar við Notendaskilmálana gilda því aðeins um notkun Appþjónustunnar að við höfum fallist skriflega á þá með skýrum hætti.

11.3. Hvers kyns breytingar eða viðbætur við Notendaskilmálana og tilkynningar nauðsynlegar til framkvæmdar þeim verða að vera skriflegar (t.d. með tölvuskeyti, faxi eða á annan sambærilegan máta). Krafan um skriflega framsetningu verður aðeins afnumin skriflega.
Okkur er heimilt að framselja réttindi okkar og skyldur samkvæmt samningi þessum, að hluta eða að fullu, til annarra veitenda þjónustunnar með tilkynningu sem send er með 6 vikna fyrirvara til Notandans. Sé slik tilkynning send hefur Notandinn heimild til þess að slíta samningnum innan mánaðar frá móttöku hennar og taka slík slit gildi þegar ætlað er að framsalið frá Kia til nýs þjónustuveitanda, sem tilkynnt var um, fer fram. Við munum gera Notandanum skýra grein fyrir rétti hans til þess að slíta samningum í skriflegu tilkynningunni. Til að taka af allan vafa hefur þessi réttur þinn engin áhrif á rétt þinn til að slíta samningi á grundvelli greinar 9.3 í Notendaskimálunum með 6 vikna fyrirvara.

12. Þjónusta við viðskiptavini/kvartanir

12.1. Upplýsingar um hvert Notendur skuli snúa sér með spurningar eða kvartanir sem þeir kunna að hafa er að finna í grein 1 að framan.

12.2. Kia mun ekki og er ekki skylt að taka þátt í málsmeðferð utan dómstóla sem til kann að vera stofnað fyrir neytendur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heldur úti vefsíðu þar sem finna má slíka málsmeðferð á netinu í þeim tilgangi að veita neytendum og þeim sem þeir eiga viðskipti við úrræði til þess að ná fram úrlausn ágreiningsmála utan dómstóla á http://ec.europa.eu/consumers/odr/.

13. Enginn réttur til þess að segja sig frá

Notandinn getur ekki sagt sig frá Appþjónustunni. Einu gildir þótt Notandinn sé neytandi þar sem Appþjónustan er veitt án endurgjalds.

14. Ábyrgð

14.1. Ábyrgð Kia vegna tjóns af einföldu gáleysi, hvort heldur er á grundvelli samnings eða laga, er bundið eftirgreindum takmörkunum

• Ábyrgð Kia skal takmarkast við fjárhæð fyrirsjáanlegs tjóns, dæmigerðs fyrir samning af þessu tagi, vegna brota á meiri háttar samningsskuldbindingum.;
• Kia er ekki ábyrgt vegna tjóns sem hlýst af einföldu gáleysi eða öðru sambærilegu sakarstigi.

14.2. Ábyrgðartakmarkanirnar taka ekki til ábyrgðar sem grundvallast á lagaskyldu, sérstaklega ekki ábyrgðar á grundvelli ásetnings, á grundvelli laga um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991 eða ábyrgð vegna líkamstjóns sem er afleiðing sakar. Þá á ábyrgðartakmörkunin ekki við hafi Kia undirgengist ábyrgð sérstaklega.

14.3. Greinar 14.1 og 14.2. taka samkvæmt þessu einnig til tjóns vegna ónýttra fjárútláta.

14.4. Notandanum er skylt að gera eðlilegar og sanngjarnar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir og takmarka tjón.

15. Lýsing þjónustu

15.1. Fjarstýrð loftræsting/miðstöð (tekur einungis til rafbifreiða): Appþjónustan gerir Notendum kleift að fjarstýra og stilla loftræstikerfi/miðstöð bifreiða sinna, þ. á m. afþýðingarstillingar með UVO appinu.

15.2. Fjarhleðsla (tekur einungis til til raf- og tvinnbifreiða): Appþjónustan gerir Notendum kleift að hefja og stöðva hleðslu á rafhlöðum raf- og tvinnbifreiða með fjarstýringu og stjórna slíkri hleðslu með UVO appinu.

15.3. Fjarlæsing: Appþjónustan gerir Notendum kleift að opna og læsa dyrum bifreiðarinnar með fjarstýringu sem er að finna í sérstöku notendaviðmóti appsins. Notendur geta opnað eða læst öllum dyrum bifreiðarinnar. Í því skyni að tryggja öryggi við notkun þessarar þjónustu er fyrst kannað hvort tilteknum skilyrðum sé fullnægt. Þessi þjónusta getur komið að notum þegar Notendur muna ekki hvort þeir hafi læst bifreiðinni á réttan máta, en þá má fjarlæsa.

15.4. Flutningur svipmóts (e=profile): Notendur geta kannað og breytt stillingum bifreiðarinnar í UVO appinu með Appþjónustunni. Notandinn getur afritað stillingarupplýsingar og fært yfir í bifreið sína.

16. Staðsetningarupplýsingar(GIS)

16.1. Send to Car: Skilaboð í bifreiðina: Appþjónustan gerir Notendum kleift að senda upplýsingar um áhugaverða staði (POI) í leiðsögukerfi bifreiðarinnar og að fá staðsetningarupplýsingar svo skjótt sem kveikt hefur verið á bifreiðinni.

16.2. Finndu bifreiðina mína: Appþjónustan sem gerir Notandanum kleift að staðsetja bifreiðina. Staðsetning bifreiðarinnar verður sýnd í UVO appinu.

16.3. Ferðirnar mínar: Appþjónustan gefur skýrslu um hverja ferð með dag- og tímasetningu, meðal- og hámarkshraða, vegalengd sem farin er og tíma sem ferðin tekur.

16.4. Leiðsögn síðasta spottann: Appþjónustan gerir Notandanum kleift að nota snjallsíma til þess að halda leiðsögn áfram á áfangastað þótt búið sé að leggja bifreiðinni.

16.5. Stilling fyrir aðstoð við að leggja (e=Valet Parking Mode): Sé þetta virkjað og bifreið er ekið af öðrum en Notanda getur hann fylgst með staðsetningu bifreiðarinnar, hvenær síðast var slökkt á henni, aksturstíma, akstursvegalengd og hámarkshraða.

17. Upplýsingar um bifreið

17.1. Ástand bifreiðar: Appþjónustan gefur þér upplýsingar um stöðu eða ástand eftirfarandi í UVO appinu:

17.1.1. dyra
17.1.2. skotts og húdds
17.1.3. miðsstöðvar loftræstingar
17.1.4. hleðslurafhlöðu, hleðslutækis, hleðsu (tekur einungis til rafbifreiða)
17.1.5. eldsneytis
17.1.6. sætishita og loftræstingar
17.1.7. glugga
17.1.8. sóllúgu
17.1.9. tólf volta rafgeymis
17.1.10.3.1.10. ljósa


17.2. Bifreiðarskýrsla: Notandinn fær skýrslu í UVO appið. Skýrslan inniheldur greiningarupplýsingar um bifreiðina og akstursmynstur. Þarfnist eitthvað viðhalds eða viðgerðar verður Notandinn upplýstur um það og hversu alvarlegt eða aðkallandi viðhald eða viðgerð sé og hvað ráðlegt sé að gera.

17.3. Greining á bifreið: Sjálfvirkt greiningarapp fylgir Appþjónustunni. Við ræsingu bifreiðarinnar fer sjálfvirk greiningarskönnun (DTC skann) fram (e=Diagnostics Trouble Code). Sé eitthvað að eru Notanda send skilaboð um hvað sé að, hversu alvarlegt það sé og hvernig bregðast skuli við.

18. Viðvaranir og öryggi

18.1. Viðvörunarkerfi bifreiðar: Viðvörunarkerfi fylgir Appþjónstunni. Sé gluggi opinn en bifreiðin ekki í gangi verður Notanda send viðvörun þar að lútandi í UVO appinu.

18.2. Þjófavörn (tekur aðeins til bifreiða sem eru með þjófavarnarkerfi): Viðvörunarkerfi fylgir Appþjónustunni eins og við á. Fari þjófarvarnarkerfi í gang, verða Notanda send skilaboð þar um sem sjást í UVO appinu.Rafhlöðuboði (e=Battery Discharge Alarm): Appþjónustan gefur viðvörun. Fari hleðsla 12 volta rafhlöðunnar niður fyrir ákveðin mörk fær Notandinn tilkynningu þar um á UVO appið.

18.3. Aftursætisfarþegaboði (e=Rear Passenger Alarm): Appþjónustan gefur viðvörun. Greinist hreyfing í aftursætinu fær Notandinn tilkynningu þar um á UVO appið.

18.4. Lausagangsboði: Appjónustan gefur viðvörun. Sé bifreiðin í stöðugír (e=park) en vél í gangi og dyr opnar, fær Notandinn skilaboð þar um í UVO appið.

v29-04-20

Kia UVO
Persónuverndartilkynning vegna UVO appsins

1. Formáli

Þessi persónuverndartilkynning er frá Kia UVO Connected GmbH, þýsku félagi með skrásetningarnúmerið HRB 112541, (Kia, við eða okkur) tekur til söfnunar og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við þjónustu sem veitt er með Kia UVO (Appþjónustan) með UVO appinu (UVO appið). Kia er umhugað um persónuvernd þína og tekur skyldur sínar í sambandi við hana alvarlega og mun aðeins vinna persónuupplýsingar um þig í samræmi við lög og reglur sem um slíka vernd gilda.
Við gætum breytt eða bætt við þessa persónuverndartilkynningu hvenær sem er. Sérstaklega getur aukin þjónusta eða tæknibreytingar skapað nauðsyn til slíkra breytinga eða viðbóta. Gerð verður grein fyrir slíkum breytingum á heimasíðu okkar og/eða í UVO appinu.

2. Ábyrgðaraðili

Ábyrgðaraðili vegna hverskyns persónuupplýsinga sem safnað er og unnið úr í tengslum við notkun Appþjónustunnar er Kia UVO Connected GmbH.

3. Tengiliður og persónuverndarfulltrúi.

3.1 Kvikni spurningar um eða vegna persónuverndartilkynningarinnar eða óskir þú þess að beita réttindum sem þú átt á grundvelli hennar má hafa samband við símaþjónustu viðskiptavina:

Kia UVO Connected GmbH
Netfang: info@kia-uvo.eu
Póstfang: Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main
Símanr. : +(354) 590 2130

3.2 Einnig er hægt að hafa samband við persónuverndarfulltrúa okkar:

Netfang: dpo@kia-uvo.eu
Póstfang: Data Protection Officer, Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main, Þýskalandi.

4. Tilgangur, lagastoð og tegund upplýsinga

Við söfnum og vinnum persónuupplýsingar um þig vegna notkunar á Appþjónustunni aðeins að því marki sem nauðsynlegt er til þess að efna megi samninginn um að veita Appþjónustuna. Lagastoð fyrir söfnun og vinnslu persónuupplýsinga er að finna í 1. mgr. 9. gr. l. nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og frekari fyrirmæli í b. lið 1.mgr. 6. gr. persónuverndartilskipunarinnar (GDPR), þar með talið vegna skilyrðis um lögmæta hagsmuni í f. lið 1. mgr. 6. gr. persónuverndartilskipunarinnar. Til frekari upplýsingar um Appþjónustuna, vinsamlega farið yfir lýsingu á viðkomandi þjónustu í notendaskilmálum fyrir hana. Upplýsingum (þ. á m. persónuupplýsingum) sem lýst er í gr. 4 að neðan er safnað beint úr UVO appinu og úr þeim unnið í tengslum við Appþjónustuna.

Við munum greina frekar og bæta Appþjónustuna í þeim tilgangi að þróa og bjóða upp á frekari farþjónustu og vörur og/eða þjónustu henni tengdar en einnig til þess að auka öryggi þess sem við bjóðum upp á eða bæta þjónustu okkar. Í þessu skyni greinum við gögnin sjálfvirkt með tölfræði- og stærðfræðilíkönum þannig að uppgötva megi tækifæri til frekari framfara.Gögn sem lýst er í grein 4 að neðan (að frátöldum VCRM gögnum, sem lúta að staðreynslu gagnanna og aðferðum til að staðreyna þau) eru skilyrði til þess að Appþjónustan sé veitt. Án þeirra upplýsinga sem þau fela í sér er ekki hægt að veita hana.

Önnur vinnsla persónuupplýsinga um þig fer því aðeins fram að lagaskylda standi til þess (til dæmis sé gerð krafa þar um með dómi eða geri saksóknari kröfu þar um með viðhlítandi lagastoð), þú hafir fallist á slíka vinnslu persónuupplýsinga eða úrvinnslan eigi sér aðra lagastoð. Fari vinnsla persónuupplýsinga fram í öðrum tilgangi veitum við þér frekari upplýsingar þar um, teljist það tilhlýðilegt. Við stöndum ekki að sjálfvirkum vélunnum ákvörðunum, svo sem persónuleikagreiningum (vinnslu svipmóts e=profile), með notkun Appþjónustunnar án þess að hafa tilkynnt slíkt sérstaklega þar með talið vinnslu svipmóts með öðrum hætti.

Noti annar en þú UVO appið tengt bifreið þinni getur sá staðsett bifreiðina með því að nota UVO appið (með því að fara í „Find My Car֞ þjónustuna), jafnvel þótt þú sért að nota bifreiðina á sama tíma. Þetta er þó aðeins mögulegt í þriggja km. radíus frá bifreiðinni. Hinn notandinn getur hinsvegar ekki fengið aðgang að akstursleið þinni á þennan hátt.

4.1 Ferill áskriftar að UVO appinu:

Ganga þarf frá áskrift til þess að nota UVO appið. Tenging tækisins sem UVO appinu er hlaðið í og bifreiðarinnar sem það tengist krefst staðfestingar.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar til þess að ljúka samningsgerð eða efna samninginn: netfang, nafn, lykilorð, fæðingardag, farsímanúmer, lykilorð til staðfestingar (e=verification pin), ræsikóða.

4.2 Aðferð við að tengjast:

Til þess að nota þjónustuna sem í boði er með UVO appinu þarf að tengjast því. Þegar tenging hefur átt sér stað er hægt að bæta við bifreiðum og nota UVO þjónustuna.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn: netfang og lykilorð.

4.3 Valmynd og leitarslá: Þú getur staðsett þig út frá valmyndinni. Með leitarslánni getur þú leitað áhugaverðra staða (POI).

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn : GPS gögn, lykilorð fyrir leit og tungumál sem snjallsími er stilltur á.

4.4 Fjarstýrð loftræsting/miðstöð: Appþjónustan gerir þér kleift að fjarstýra og stilla loftræstikerfi/miðstöð rafbifreiðar þinnar, þ.á m. afþýðingarstillingar, með UVO appinu.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn : Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (e= eða Vehicle identification number), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (stöðu loftræstingar, ástand vélar, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott og húdd séu opin eða lokuð).

4.5 Fjarhleðsla: Appþjónustan gerir þér kleift að hefja og stöðva hleðslu á rafhlöðum rafbifreiðar með fjarstýringu og stjórna slíkri hleðslu með UVO appinu.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (e=VIN eða Vehicle identification number), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (stöðu loftræstingar, ástand vélar, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott og húdd séu opin eða lokuð, þrýsting í dekkjum, bremsuvökva og vélarolíu, upplýsingar um hleðslu, upplýsingar um varahleðslu, hleðslutíma og upplýsingar um gerð hleðslutækis).

4.6 Fjarlæsing: Fjarlæsing dyra (RDC) gerir þér kleift að opna og læsa dyrum bifreiðarinnar með fjarstýringu sem er að finna í sérstöku notendaviðmóti appsins. Þú getur opnað eða læst öllum dyrum bifreiðarinnar. Í því skyni að tryggja öryggi við notkun þessarar þjónustu er fyrst kannað hvort tilteknum skilyrðum sé fullnægt. Þessi þjónusta getur komið að notum þegar þú manst ekki hvort þú læstir bifreiðinni á réttan máta en þá má fjarlæsa.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn : Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (e=VIN eða Vehicle identification number), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (stöðu loftræstingar, ástand vélar, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott og húdd séu opin eða lokuð, þrýsting í dekkjum, sæta og gíra, eldsneytis, bremsuvökva og vélarolíu).

4.7 Skilaboð í bifreiðina: Appþjónustan gerir þér kleift að senda upplýsingar um áhugaverða staði (POI) í leiðsögukerfi bifreiðarinnar og gerir þér kleift að fá staðsetningarupplýsingar svo skjótt sem kveikt hefur verið á bifreiðinni.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn : GPS gögn, verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (e=VIN eða Vehicle identification number), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), upplýsingar um áhugaverða staði (POI), lykilorð fyrir leit og tungumál sem snjallsími er stilltur á.

4.8 Finndu bifreiðina mína: Appþjónusta sem gerir þér kleift að staðsetja bifreið þína. Staðsetning bifreiðarinnar verður sýnd í UVO appinu.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn : Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (e=VIN eða Vehicle identification number), GPS gögn, skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp).

4.9 Ferðirnar mínar: Appþjónustan gefur skýrslu um hverja ferð með dag- og tímasetningu, meðal- og hámarkshraða, vegalengd sem farin er og tíma sem ferðin tekur.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn : Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (e=VIN eða Vehicle identification number), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, GPS gögn, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), akstursupplýsingar (akstursvegalengd, meðalhraða, hámarkshraða, heildarnotkun eldsneytis, heildarorkunotkun, rafmagnsnotkun, aksturstíma, tíma sem tók fyrir bifreið að hitna, meðaleyðslu á km).

4.10 Ástand bifreiðar:APP þjónustan gefur þér upplýsingar um stöðu eða ástand eftirfarandi í UVO appinu:

(a) dyra
(b) skotts og húdds.
(c) miðstöðvar/loftræstingar
(d) hleðslurafhlöðu, hleðslutækis, hleðslu (tekur einungis til rafbifreiða)
(e) eldsneytis
(f) sætishita og loftræstingar
(g) glugga
(h) 12 volta rafgeymis
(i) ljósa

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn : Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (e=VIN eða Vehicle identification number), númer SIM korts, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (vélar og gíra, dyra, húdds, skotts og sóllúgu, miðstöðvar og loftræstingar/loftkælingar, rafhlöðu og eldsneytis og hversu langt sé í að það klárist, vökva (rúðupiss og bremsuolíu), dekk perur, snjallræsingar og rafbifreiðar).

4.11 Bifreiðarskýrsla: Þú færð skýrslu í UVO appið. Skýrslan inniheldur greiningarupplýsingar um bifreiðina og akstursmynstur. Þarfnist eitthvað viðhalds eða viðgerðar verðurðu upplýstur um það og hversu alvarlegt eða aðkallandi viðhald eða viðgerð sé og hvað ráðlegt sé að gera.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn : GPS gögn, verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (e=VIN eða Vehicle identification number), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (ástand vélarinnar), upplýsingar um akstursmynstur (upplýsingar um hraða (hámarks- og meðalhraða), upplýsingar um viðbraðgstíma, ekna vegalengd, notkun á rafhlöðu (tekur til rafbifreiða)).

4.12 Greining á bifreið: Sjálfvirkt greiningarapp fylgir Appþjónustunni. Við ræsingu bifreiðarinnar er greiningarskönnun (DTC skann) framkvæmd sjálfkrafa (e=Diagnostics Trouble Code). Sé eitthvað að eru þér send skilaboð um hvað sé að, hversu alvarlegt það sé og hvernig bregðast skuli við.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn : Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (e=VIN eða Vehicle identification number), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), upplýsingar úr kílómetramæli, niðurstöðu DTC skannsins, GPS gögn, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar ( loftræstingar, ástand vélar, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott og húdd séu opin eða lokuð, þrýsting í dekkjum, sæta og gíra, eldsneytis, bremsuvökva og vélarolíu og rafhlöðu).

4.13 Viðvörunarkerfi bifreiðar: Viðvörunarkerfi fylgir Appþjónstunni. Sé gluggi opinn en bifreiðin ekki í gangi verður þér send viðvörun þar að lútandi í UVO appinu.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn : Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (e=VIN eða Vehicle identification number), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (ástand vélar og gíra, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott, sóllúga og húdd séu opin eða lokuð, stöðu miðstöðvar/loftræstikerfis (HVAC), rafhlöðu, eldsneytis og hversu langt sé í að það klárist (DTE), bremsuvökva og vélarolíu, dekk, perur, stöðu snjallræsingar og stöðu rafbifreiðar).

4.14 Þjófavörn (tekur aðeins til bifreiða sem eru með þjófavarnarkerfi): Viðvörunarkerfi fylgir Appþjónustunni eins og við á. Fari þjófarvarnarkerfi í gang verða þér send skilaboð sem sjást í UVO appinu.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn : Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (e=VIN eða Vehicle identification number), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (stöðu loftræstingar, ástand vélar, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott og húdd séu opin eða lokuð, þrýsting í dekkjum, sæta og gíra, eldsneytis, bremsuvökva og vélarolíu).

4.15 Gögn um stjórn viðskiptavinatengsla (e=Vehicle Customer Relationship Management (VCRM): Með því að ræsa „Vöru/Þjónustu viðbætur֞ (e= Product/Service improvement), verða gögn um frammistöðu, notkun, gang og ástand bifreiðarinnar unnin af okkur í því skyni að bæta bæði vöru og þjónustu með þínu samþykki. Þér er í sjálfsvald sett hvort samþykki sé veitt og afturkalla má það hvenær sem er með því að slökkva á því. Slík afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á gögn sem unnin hafa verið áður en samþykkið er afturkallað. Gögn eru gerð ópersónugreinanleg innan 7 daga frá því þeim hefur verið safnað og send í netþjónana okkar. Af tæknilegum ástæðum verður að ræsa landupplýsingakerfið (e=GIS) til þess að ræsa „Vöru/Þjónustu viðbæturnar֞.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn : upplýsingar um loftræstikerfi, um rafhlöðu, upplýsingar um stöðu tæknikerfa og áreiðanleikakerfa, um notkun og stöðu mælaborðs, um loftkælingu/miðstöð, um vél, um ástand bremsa og aflrásar (e=power train), upplýsingar um virkni, um gíra og eyðslu (e=consumption), um viðvörunar- og hjálparkerfi, um stýrisbúnað og dekk, um vél og hleðslu, sérstakar upplýsingar um notkun og ástand rafbifreiða, margmiðlunar (e=multimedia) notkun og stöðu auk GPS- og hraðaupplýsinga.

4.16 Flutningur svipmóts (e=profile) og stillinga notanda: Notandinn getur kannað og breytt stillingum bifreiðarinnar í UVO appinu með Appþjónustunni. Notandinn getur afritað stillingarupplýsingar og fært yfir í bifreið sína.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn : Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (e=VIN eða Vehicle identification number), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, staðfestingarkóða fyrir SMS, lykilorð (PIN) notanda, tíma skýrslugjafar, upplýsingar um uppsetningu bifreiðar, um uppsetningu kerfa, uppsetningu leiðsögukerfis, áhugaverða staði í leiðsögukerfi, ljósmynd úr svipmóti ( sé hún afhent).

4.17 Leiðsögn síðasta spottann:Appþjónustan gerir Notandanum kleift að nota snjallsíma til þess að halda leiðsögn áfram á áfangastað þótt búið sé að leggja bifreiðinni.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar til þess að Appþjónustan virki og þær verða sóttar í ökurita bifreiðarinnar eða sendar úr honum :Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (e=VIN eða Vehicle identification number), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, heimilisfang, nafn, upplýsingar um staðsetningu notanda og bifreiðar, hnitastaðsetningu (e=waypoint information), stund og hraða.

4.18 Stilling fyrir aðstoð við að leggja (e=Valet Parking Mode): Sé þetta virkjað og bifreið er ekið af öðrum en Notandanum getur hann fylgst með staðsetningu bifreiðarinnar, hvenær síðast var slökkt á henni, aksturstíma, akstursvegalengd og hámarkshraða. Notandanum ber að tilkynna þeim sem bifreið ekur virki hann stillinguna.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn : Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (e=VIN eða Vehicle identification number), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, upplýsingar um stillinguna fyrir aðstoð við að leggja (hvort búið sé að virkja, hvenær virkjað og hvenær aftengt, gangtíma bifreiðar, virkan aksturstíma, tíma sem vél er í lausagangi, hámarkshraða og akstursvegalengd), bifreiðarvísa (staðsetningu, hraða, stund, nákvæmni og akstursstefnu).

4.19 Rafhlöðuboði (e=Battery Discharge Alarm): Appþjónustan gefur viðvörun. Fari hleðsla 12 volta rafhlöðunnar niður fyrir ákveðin mörk fær Notandinn tilkynningu þar um á UVO appið.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn : Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (e=VIN eða Vehicle identification number), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, ástand rafhlöðu, tegund boðunar í bifreið.

4.20 Aftursætisfarþegaboði (e=Rear Passenger Alarm): Appþjónustan gefur viðvörun. Greinist hreyfing í aftursætinu fær Notandinn tilkynningu þar um á UVO appið.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn : Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (e=VIN eða Vehicle identification number), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (ástand vélar og stöðu gíra, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott, sóllúga og húdd séu opin eða lokuð, stöðu miðstöðvar/loftræstikerfis (HVAC), rafhlöðu, eldsneyti og hversu langt sé í að það klárist (DTE), bremsuvökva og vélarolíu, dekk, perur, stöðu snjallræsingar og stöðu rafbifreiðar.)

4.21 Lausagangsboði: Appjónustan gefur viðvörun. Sé bifreiðin í stöðugír (e=park) en vél í gangi og dyr opnar, fær Notandinn skilaboð þar um í UVO appið.

Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn : Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (e=VIN eða Vehicle identification number), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (ástand vélar og stöðu gíra, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott, sóllúga og húdd séu opin eða lokuð, stöðu miðstöðvar/loftræstikerfis (HVAC), rafhlöðu, eldsneyti og hversu langt sé í að það klárist (DTE), bremsuvökva og vélarolíu, dekk, perur, stöðu snjallræsingar og stöðu rafbifreiðar).

5. Þinn réttur

Hafirðu veitt samþykki fyrir nokkurskonar vinnslu persónuupplýsinga geturðu afturkallað það hvenær sem er þannig að gildi þaðan í frá. Afturköllunin hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem þegar hefur farið fram.

Í samræmi við viðeigandi lög og reglur um persónuvernd getur þú átt rétt til þess að: krefjast aðgangs að persónuupplýsingum um þig, krefjast leiðréttingar persónuupplýsinga um þig, krefjast þess að persónuupplýsingum um þig sé eytt, gera kröfu um að vinnsla persónuupplýsinga um þig verði takmörkuð, krefjast þess að geta flutt persónuupplýsingarnar og andmælt vinnslu persónuupplýsinga um þig.

Að auki geturðu sent kvörtun til Persónuverndar, sem eru stjórnvaldið sem hefur með persónuvernd á Íslandi að gera.

Vinsamlega hafið í huga að réttindin kunna að takmarkast af lögum og reglum sem gilda um persónuvernd á Íslandi.

5.1 Réttur til aðgangs: Þú getur átt rétt til þess að fá frá okkur staðfestingu þess hvort persónuupplýsingar um þig séu unnar og sé svo, krefjast aðgangs að persónuupplýsingunum. Upplýsingar um aðgang eru m.a. um tilgang vinnslunnar, tegund upplýsinga sem hún tekur til og hverjir eða hverskonar viðtakendur hafi fengið eða muni fá aðgang að upplýsingunum. Þessi réttur er hinsvegar ekki ótakmarkaður og réttur annarra einstaklinga kann að takmarka rétt þinn til aðgangs.

Þú kannt að eiga rétt til þess að fá afrit persónuupplýsinga sem eru í vinnslu. Verði beðið um viðbótareintök af þeim er okkur heimilt að krefjast sanngjarns endurgjalds, sem byggt yrði á kostnaði.

5.2 Réttur til leiðréttingar: Þú getur átt rétt til þess að fá frá okkur leiðréttingu á röngum eða ónákvæmum persónuupplýsingum um þig. Samræmist það tilgangi vinnslunnar geturðu átt rétt til þess að fá bæta við persónuupplýsingar sem vantar upp á, þ. á m. með því að gefa viðbótaryfirlýsingu.

5.3 Réttur til að eyða („réttur til að gleymast֞):Við vissar kringumstæður geturðu átt rétt til þess að við eyðum persónuupplýsingum um þig og að fenginni slíkri ósk er okkur skylt að eyða þeim upplýsingum sem ósk tekur til.

5.4 Réttur til takmörkunar vinnslu:Við vissar kringumstæður áttu rétt til þess að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinga um þig. Komi það til verða slíkar upplýsingar auðkenndar þannig að þær megi aðeins vinna í tilteknum tilgangi.

5.5 Réttur til gagnaflutnings:Við vissar kringumstæður geturðu átt rétt til þess að við afhendum þér persónuupplýsingar varðandi þig sem þú hefur útvegað okkur, skipulega teknar saman á þann hátt sem tíðkanlegur er í tölvulesanlegu formi, og þú getur átt rétt til þess að senda þær upplýsingar annað án hindrana frá okkur.

5.6 Andmælaréttur:Við vissar kringumstæður, sem geta komið upp hvenær sem er, geturðu átt rétt til að andmæla vinnslu okkar á persónuupplýsingum um þig vegna atvika sem varða þig sérstaklega og okkur getur þá verið óheimilt að vinna þær upplýsingar. Séu upplýsingarnar unnar í þeim tilgangi að nota í beinni markaðssetningu er þér ennfremur heimilt að andmæla hvenær sem er vinnslu persónuupplýsinga um þig til slíkrar markaðssetningar, sem m.a. felur í sér vinnslu svipmóts (e=profiling) að því marki sem það er tengt slíkri beinni markaðssetningu. Komi þetta til verður látið af vinnslu persónuupplýsinga um þig í þeim tilgangi.

5.7 Réttur til ráðstafana með varðveislu og notkun gagna eftir andlát: Þér er heimilt að gera sérstakar ráðstafanir vegna varðveislu og notkunar persónuupplýsinga um þig að þér látnum og við munum fara eftir þeim. Þú getur einnig gert slíkar ráðstafanir hjá öðrum en okkur sem munu upplýsa okkur um fyrirmæli þín þegar við á.

6. Viðtakendur og flokkar viðtakenda

Aðgangur að persónuupplýsingum um þig hjá Kia takmarkast við þá sem þurfa aðgang að þeim til þess að fullnægja starfsskyldum sínum.

Kia má flytja persónuupplýsingar þínar í viðeigandi tilgangi til þeirra viðtakenda og flokka viðtakenda sem tilgreindir eru að neðan:

Þriðju aðilar sem ekki eru opinberir – Einkaaðilar, aðrir en við, sem eru tengdir eða ótengdir og sjálfir eða í samvinnu við aðra ákveða tilgang og aðferð við greiningu á persónuupplýsingunum.

Til þess að veita Appþjónustuna þurfum við að flytja gögn (svo sem til þeirra sem vinna gögnin fyrir okkur - eins og lýst er að neðan). Sú tækniþjónusta er veitt með símþjónustu sem veitt er af símfyritækjum (nú Vodafone GmbH, Ferdinand-Braun-Platz 1, 40549 Dusseldorf, Þýskalandi).

Vinnsluaðilar – Að mótteknum fyrirmælum sem nauðsynleg eru vegna tilgangs vinnslunnar getur tilteknum þriðju aðilum, tengdum eða ótengdum, verið afhentar persónuupplýsingar um þig til vinnslu fyrir hönd Kia. Vinnsluaðilarnir undirgangast samningsskuldbindingar um að viðeigandi tækni- skipulags og öryggisferlum sé fylgt til þess að vernda persónuupplýsingarnar og vinna aðeins þær upplýsingar sem þeir fá fyrirmæli um að vinna.

- Vinnsluaðilinn fyrir tæknilega uppbyggingu og viðhald Appþjónustunnar er Hyundai Autoever Europe GmbH, Kaiserleistraße 8a, 63067 Offenbach am Main, Þýskalandi og Hyundai MnSOFT Inc., 74, Wonhyo-Ro, Youngsan-gu, 04365, Seoul, Suður Kóreu.

- Vinnsluaðilar fyrir símaþjónustu viðskipavina eru aðilar tengdir Kia sem eru staðsettir innan ESB eða EES.

- Kia notar aðra vinnsluaðila vegna tiltekinnar þjónustu (t.d. kortaframleiðendur).

Stjórnvöld, dómstólar, utanaðkomandi ráðgjafar og sambærilegir þriðju aðilar sem teljast opinberir svo sem viðeigandi lög kunna að mæla fyrir um eða heimila.

7. Gagnaflutningur milli landa

Sumir viðtakenda persónuupplýsinga um þig eru staðsettir, eða reka starfsemi sem máli skiptir vegna söfnunar og vinnslu sem hér er lýst, utan Íslands og ESB/EES, s.s. í Suður Kóreu. Vernd persónuupplýsinga getur verið önnur þar en er á Íslandi og verið getur að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki kveðið upp úr um að hún sé fullnægjandi. Vegna flutnings gagna til viðtakenda utan ESB/EES tryggjum við tilhlýðilegt öryggi sérstaklega með því að gera samninga um gagnaflutninga sem eru teknir upp af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (svo sem staðlaða samningsskilmála (e=Standard Contractual Clauses)(2010/87/EU og/eða 2004/914/EC)) við viðtakendurna eða gerum aðrar ráðstafanir til þess að tryggja fullnægjandi vernd gagna. Fá má afrit þeirra ráðstafana sem við höfum gripið til hjá persónuverndarfulltrúa okkar (sjá 3.2. að framan).

8. Varðveislutími

8.1 Persónuupplýsingar um þig eru varðveittar af Kia og/eða þeim sem veita okkur þjónustu, einvörðungu í þeim tilgangi að fullnægja skyldum okkar og aðeins svo lengi sem nauðsyn ber til í því skyni að ná þeim tilgangi sem að var stefnt með söfnun upplýsinganna og í samræmi við persónuverndarlög sem við eiga. Þegar Kia hefur ekki frekari þörf til vinnslu persónuupplýsinganna verður þeim eytt úr tölvukerfum okkar og/eða skjalasöfnum og/eða viðeigandi ráðstafanir gerðar til þess að gera þær ópersónugreinanlegar (nema okkur sé skylt að varðveita upplýsingarnar til þess að fullnægja skyldum sem á Kia hvíla að lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum, t.d. geta persónuupplýsingar í samningum og samskiptum varðandi viðskiptatengsl verið háðar varðveisluskyldu allt að 7 árum). Persónuvernd (www.personuvernd.is) er það íslenska stjórnvald sem hefur með vernd persónuupplýsinga að gera. Persónuvernd er til húsa að Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík og símanr. er 510 9600

8.2 Þar sem engin laga- eða stjórnvaldsfyrirmæli standa til varðveisluskyldu verður meginreglan sú að öllum persónuupplýsingum sem unnar eru vegna notkunar Appþjónustunnar er eytt eða þær gerðar ópersónugreinanlegar svo skjótt sem þjónustan hefur verið veitt. Frá því eru þessar undantekningar: Innskráningarupplýsingar eru varðveittar svo lengi sem samningurinn er í gildi (þ.e. allt að sjö árum).

8.3 Endurræsing reiknings: Endurræsa má UVO reikninginn þinn með því að setja inn viðeigandi val þitt (svo sem í UVP appinu). Sé það gert verður öllum persónuupplýsingum um þig eytt, nema varðveisluskylda sé fyrir hendi (sjá 8.1 að framan). Sé UVO reikningurinn endurræstur skráistu út úr UVO appinu og verður að skrá þig inn að nýju með öðrum skilríkjum ætlirðu að nota Appþjónustuna.

9. Vinnsla án tengingar (e=Offline Mode)

Þú getur valið að ræsa vinnslu án tengingar. Sé það valið detta allar aðgerðir sem boðið er upp á í UVO appinu úr sambandi og engum persónuupplýsingum er safnað og sannarlega ekki staðsetningarupplýsingum (GPS).

1969124-v4\FRADMS