Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

Stefnumörkun

 • Fyrirtækjastefnan

  Sameiginlegt hugarfar allra hjá Kia

Framkvæmdastefna

Að skapa nýja framtíð og raungera drauma fólks með skapandi hugsun og með því að takast á við áskoranir

 • Ótakmörkuð ábyrgðartilfinning

 • Raungera tækifæri

 • Virðing fyrir mannkyni

 • Framkvæmdastefna er útlistun á ástæðum fyrir tilvist fyrirtækis og setur um leið grundvallarviðmið fyrir hugarfar og framkomu starfsmanna. Þessar þrjár setningar eru lýsandi fyrir framkvæmdastefnu Kia: að taka fulla ábyrgð, að rækta hæfileika og tileinka sér mannúðlegt viðhorf. Þessi grunngildi komast fyrir í einni þulu: "Að skapa nýja framtíð og raungera drauma fólks með skapandi hugsun og með því að takast á við áskoranir."

Framtíðarsýn

 • Samtaka til betri framtíðar

  Hyundai Motor Group tileinkaði sér nýja fyrirtækjasýn árið 2011: "Að bera virðingu fyrir fólki, byggja starfsemina á umhverfisstýringu í því skyni að hámarka verðmætasköpun og sækja að jöfnum og sameiginlegum vexti með hluthöfum." Öll dótturfélög leggja sitt af mörkum til að uppfylla þessa sýn sem skipar Hyundai Motor Group í fremstu röð bílaframleiðenda í heiminum og nýtt verðmætagildi í hugum viðskiptavina. Með því að sameina hæfileika okkar og auka verðmætagildið stuðlum við að auknu heilbrigði samstarfsfyrirtækja og nærsamfélagsins og leggjum um leið okkar af mörkum til sjálfbærrar framtíðar.

 • Samstarfsaðilar til lífstíðar í bílum og öðru

  Undir framtíðarsýn samstæðunnar rúmast nákvæmari sýn fyrir hvert svið starfseminnar. Framtíðarsýnin fyrir bílaframleiðslu samstæðunnar er: "Að skapa nýja vídd sem gerir daglegt líf þægilegra og ánægjulegra með yfirburða samgöngum sem byggjast á nýjungum, notendavænni og umhverfisvænni tækni og yfirgripsmikilli þjónustu." Kia mun bjóða vöru og þjónustu sem hæfir þeirri framtíðarsýn að breyta bílum úr því að vera eingöngu samgöngutæki í það að vera ný vídd í daglegu lífi.

Grunngildin

 • Grunngildin snúast um framkomu starfsmanna og fyrirtækisins alls. Þau eru einnig grunnurinn að fyrirtækjamenningunni sem við aðhyllumst og þeim fyrirheitum sem við höfum gefið sjálfum okkur og hluthöfum. Með því að deila sömu gildum og hafa þau stöðugt að leiðarljósi við ákvarðanatöku verðum við ein heild. Kia mætir áskorunum af opnum hug með samstarfi og virðingu og stendur um leið við það fyrirheit að taka fagnandi hæfileikum og margbreytileika og nýta sér til að byggja upp skýra fyrirtækjamenningu.

Viðskiptavinurinn í fyrsta sæti

Við stöndum fyrir fyrirtæjamenningu sem tekur mið af þörfum viðskiptavinarins. Við bjóðum hámarks gæði og óaðfinnanlega þjónustu þar sem gildi viðskiptavinarins er í hávegum haft.

Áskoranir

Við erum sjálfsgagnrýnin og tökum nýjum áskorunum fagnandi. Við erum sannfærð um að ná markmiðum okkar með óslökkvandi ástríðu og skapandi hugsun að vopni.

Samskipti og samstarf

Við sköpum samlegð með tilfinningu fyrir nánd sem verður til jafnt með samskiptum og samstarfi innan fyrirtækisins og samstarfsaðila.

Fólk

Við teljum að framtíð fyrirtækisins liggi í viðhorfi og hæfileikum einstakra starfsmanna. Við viljum hjálpa þeim að rækta getu sína með því að skapa fyrirtækjamenningu þar sem virðing er borin fyrir hæfileikum.

Fjölmenning

Við virðum mismunandi menningu og siði annarra, stefnum að því að vera fremstir á okkar sviði og leggjum áherslu á að verða virt, alþjóðlegt fyrirtæki.