Chat with us, powered by LiveChat
Go to content
 • Uppspretta ánægjunnar

  Uppruni ánægjunnar snýst um þá þætti er lúta að tilfinningu og umhverfi í ökutækjum Kia til framtíðar. Í ökutækjum okkar til framtíðar renna saman tilfinningalegir og vitrænir þættir. Úr verða ökutæki sem hafa áhrif á tilfinningalega upplifun farþeganna, með slökun og tilfinningalegum hvata. Þetta stuðlar líka að innleiðingu nýrrar, lífrænnar efnisnotkunar og djarfara litavals sem endurspeglar æskufjör og glettni.  

   

  Tækni fyrir lífið

  Tækni fyrir lífið tekur til nýrrar tækni og nýjunga sem stuðla að jákvæðum samskiptum manna og véla. Framtíðarökutæki Kia verða með næstu kynslóð tækni sem leiðir til nýrrar notendaupplifunar í gegnum hönnun og nýsköpun, framfarir í lýsingu og tengingum sem gera viðskiptavinum kleift að samsama sig bílnum. 

   

 • Djörfung fyrir náttúruna

  Djörfung fyrir náttúruna byggir á samskiptum við náttúruna, smátriðum og formum og hlutföllum sem finnast jafnt í heimi náttúrunnar og mannheimum. Þessi hönnunarstoð skapar lífræna en um leið tæknilega uppbyggingu og áferð í innanrými ökutækisins. Hönnun á yfirbyggingu einkennist af sampili skýrra og einfaldra formlína með áberandi og síbreytilegum yfirborðsflötum. 

   

  Afl til framfara

  Afl til framfara byggir á núverandi styrkleikum í hönnun vörumerkisins. Með því að nýta og þróa þá kunnáttu og sérfræðiþekkingu sem orðið hefur til við umbreytingar í hönnun á nýliðnum tíma, þróast hönnun og heildarútlit ökutækja Kia áfram. Hönnun til framtíðar mun byggja á þessari reynslu og sköpunarmætti með það að markmiði að skapa nýja og nýstárlega hönnun. 

   

  Spennan í friðsældinni

  Spennan í friðsældinni vekur upp spennuna milli andstæðra krafta og skapandi andstæðna og dregur fram hönnunarjafnvægið sem kemur frá tveimur andstæðum kröftum. Úr verður glæsileg hönnunarnálgun þar sem skörp og einkar tæknileg smáatriði skapa yfirborðsspennu og mynda samræmda og framtíðarmiðaða hönnunarsýn. 

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

Explore more

 • The Kia EV6

  Explore the EV6. A fully electric, modern and sporty crossover which was designed under the Kia's new design philosophy ‘Opposites United’.

 • Our Movement

  Experience Kia’s full brand transformation. Explore our brand story, brand manifesto, and the brand mindset of the new Kia.