Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

HÖNNUN

 • Kia Motors skyssa af hönnun bíls

  Hönnunarstefnur

  Einfaldleiki beinu línunnar

Hönnun sem gæðir vörumerkið lífi

  Hönnun snýst ekki einvörðungu um form, línur eða skraut. Hlutverk hennar er ekki síður að gæða vörumerkið lífi og vekja ástríðu hjá kaupendum fyrir vöru. Lokatakmark í útlitshönnun Kia er að skapa heildræna, skýra og áður óþekkta hönnun sem skilgreinir Kia vörumerkið. Með þetta að leiðarljósi sækist Kia eftir nánari samskiptum við enn fleira fólk hvarvetna í heiminum í því skyni að öðlast dýpri skilning á ólíkum mörkuðum og mismunandi tækni. Um leið vinnum við markvisst að því að Kia vörumerkið verði enn meira spennandi og skemmtilegra.

 • Kia Sorento hönnun að utan

Einfaldleiki beinu línunnar

  Hönnunarstefna

  Einfaldleiki beinu línunnar er einn af grunnþáttunum í hönnunarstefnu Kia. Beinar línur standa fyrir skýrleika, nákvæmni og sérstöðu og þessir eiginleikar endurspeglast algjörlega í afstöðu og sýn hönnuða Kia. Hönnunin miðar að því stuðla að langvarandi tryggð kaupenda við Kia fyrir tilstuðlan einfaldra forma, vandaðs innanrýmis og smáatriða að utanverðu. Þarna byggjum við á brunni upplifana sem erfitt er að finna í öðrum bílum.

 • Kia hönnun

Hönnunarmiðstöðvar Kia

Við gerum draumabílinn þinn að veruleika

 • Hönnunarmiðstöð Kia Motors
 • Kia Motors hönnun til framtíðar.

 • Aðalhönnunarmiðstöð Kia í Kóreu (Namyang) sinnir öllum þáttum bílahönnunar, allt frá hönnunaráætlunum og hugmyndafræði til útlitshönnunar, líkanagerðar og þróunar lita og áklæða.

 • Með hjálp gervihnatta hönnunarmiðstöðva í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan greinum við alþjóðlegar stefnur, könnum mismunandi lífsstíl á mörkuðum um allan heim.

 • Kia Namyang hönnunarmiðstöðin

  Hönnunarmiðstöðin í Namyang

  Hönnunarmiðstöðin í Namyang er fæðingarstaður Kia bíla til framtíðar. Þar eru einstæðar yfirbyggingar og glæsileg farþegarými sköpuð í stafrænum líkönum og nýir litir eru þróaðir á grunni greininga á nýjustu stefnum og straumum á heimsvísu.

 • Kia Namyang hönnunarmiðstöðin

 • Kia í Evrópu. Hönnunarmiðstöðin í Frankfurt

  Evrópska hönnunarmiðstöðin

  Hönnunarmiðstöð Kia í Evrópu er í Frankfurt, Þýskalandi. Hlutverk hennar er að stuðla að viðhorfsbreytingum gagnvart Kia vörumerkinu í álfunni og á heimsvísu. Þar skapar úrvals teymi hönnuða hugmyndabíla til framtíðar sem og framleiðslugerðir jafnt fyrir Evrópu og heimsmarkaðinn.

 • Kia í Evrópu. Hönnunarmiðstöðin í Frankfurt

 • Kia í Bandaríkjunum. Hönnunarmiðstöðin í Kaliforníu

  Hönnunarmiðstöðin í Bandaríkjunum

  Hönnunarmiðstöð Kia í Bandaríkjunum er í Irvine, Kaliforníu. Hún leggur sitt af mörkum til að móta framtíðarsamgöngur með glæsilegum hugmyndabílum og hönnunarlausnum fyrir margar gerðir Kia sem eru markaðssettar á heimsvísu.

 • Kia í Bandaríkjunum. Hönnunarmiðstöðin í Kaliforníu