Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

KIA SPORTSPACE HUGMYNDABÍLLINN

  • Skemmtileg tillaga.

    Sportspace hugmyndabíllinn er hugsaður og útbúinn til lengri ferða. Hann er hið endanlega svar við hröðum og skilvirkum samgöngum með hámarks þægindum og lágmarks streitu. Hann er endurfæðing grand tourer bíla samtímans It is a reinvention of the grand tourer for the modern age, in the best tradition of the weekend getaway.

  • Afturhluti Kia Sportspace
  • Kia Sportspace að framan

    Kennileiti Kia. Ný viðmið í hönnun.

    SPORTSPACE er auðþekkjanlegur Kia – þökk sé ættareinkennum eins og ""tígurnefs"" grilli, nákvæmum stærðarhlutföllum og einföldum og skýrum útlínum. Kraftalegt útlit á yfirbyggingunni mun vekja mikla athygli ekki síður en traustvekjandi staða hans á vegi. Afburða þægindi hvarvetna í farþegarýminu vekja ekki síður eftirtekt. Auk þess er umtalsvert rými fyrir allan þann farangur og fylgihluti sem fylgja ferðum út úr borginni á grand tourer.

  • Innanrými Kia Sportspace

    Útlit og notagildi – án málamiðlana

    SPORTSPACE er hannaður í hönnunarmiðstöð Kia í Frankfurt undir stjórn Gregory Guillaume, yfirhönnuðar Kia í Evrópu. Hann setur ný viðmið í fagurfræðilegum viðmiðum og hvað varðar daglegt notagildi. Útgangspunktur hönnunarinnar er að bjóða fram glæsilegan og spennandi samgöngukost fyrir fjóra. Bíllinn er gerður fyrir fólk sem lifir lífinu lifandi og kýs fara í langar helgarferðir á glæsilegum og þægilegum bíl með nægu farangursrými. Þessu til viðbótar býr SPORTSPACE yfir umtalsverðu afli, sjálfbærni og sparneytni sem eru þeir grunnþættir sem Kia byggir orðspor sitt á.

  • Innanrými Kia Sportspace

    Þægindi og sportlegir eiginleikar

    "Markmiðið var að hanna bíl sem væri algjörlega ný tegund grand tourer fyrir aktíft fólk sem þarf talsvert farangursrými fyrir helgarferðina en vill ekki fórna glæsileikanum, þægindum og sportlegum eiginleikum," segir Gregory Guillaume, yfirhönnuður Kia í Evrópu.

  • Framljós Kia Sportspace

Myndasafn