Sumir velta því enn fyrir sér hvort viðhaldskostnaður rafbíla sé annar en bíla með brunahreyflum. Við skulum skoða málið.
Brunahreyfill er gerður úr mörg hundruð hreyfanlegum hlutum. Það eru þess vegna mörg hundruð ástæður fyrir því að bíllinn þurfi á viðgerð að halda einn daginn. Einungis fáeinir hreyfanlegir hlutir eru í rafmótor. An electric motor consists of only a fraction of non-moving parts. Engir vélrænir íhlutir eru í rafmótor sem þýðir að aldrei þarf að skipta um vélarolíu, olíusíur eða drifreimar. Þess vegna eru rafbílar áreiðanlegri, einfaldari í viðgerð og hagkvæmari í rekstri til lengri tíma litið. Í hvert sinn sem stigið er af inngjöfinni umbreytir orkuendurheimtarkerfið með sjálfvirkum hætti hreyfiorku í viðbótar raforku og dregur um leið úr álagi á slithluti eins og hemla og hjólbarða. Og sem mestu skiptir, dregur úr útgjöldum.
Óháð þessu eru allir rafbílar Kia og rafgeymar með 7 ára ábyrgð(1). Þótt allt þetta sé óneitanlega góð tíðindi mælum við engu að síður með því að bíllinn fari í skoðun á hverju ári sem tryggir að rafakstursupplifun þín einkennist ávallt af miklum áreiðanleika.
Einfalda svarið er að rafbílar þarfnast umtalsvert minna viðhalds en bílar með brunahreyfil. Ástæðan er einkum sú staðreynd að „innra gangverk“ þeirra er á margan hátt mun einfaldara að gerð. Og þetta boðar ekkert nema gott. Minni viðhaldsþörf dregur úr viðhaldskostnaði og úr þeirri fyrirhöfn að fara með bílinn á verkstæði.
Staðreyndin er raunar sú að samkvæmt nýrri rannsókn Cap HPI, sérfræðinga á sviði ökutækjagagna, er þjónustu- og viðhaldskostnaður rafbíla að meðaltali 23% lægri en bíla með brunahreyfli yfir þriggja ára/100.000 km tímabil.
(Cap HPI, October 16, 2018)
Helsta ástæðan er sú að rafmótorinn í rafbílum inniheldur líklega rétt liðlega tólf hreyfanlega hluti. Vélar hefðbundinna bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti innihalda mörg hundruð hreyfanlega hluti. Því færri sem hlutirnir eru því færra getur bilað. Þessu til viðbótar er tiltölulega einfalt að skipa út hlutum í rafmótor sem slitna.
Í öðru lagi er mun minna af vökvum sem þarf reglulega að skipta um eða fylla á, (eins og vélarolíu og gírolíu sem bílar með brunahreyfla komast ekki af án). Og hemlakerfi með orkuendurheimt í rafbílum endist venjulega lengur en í hefðbundnum bílum og veldur síður sliti á hemlabúnaði.
Rafbílar þarfnast minna viðhalds en engu að síður þarftu að gera ráð fyrir reglubundinni, árlegri skoðun á rafbílnum þar sem sinnt er minniháttar viðhaldi á rafkerfum, eins og t.a.m. rafgeymi, rafmótor og tengdum rafbúnaði. Hér er listi yfir þá hluti sem þú vilt helst muna eftir.
En fyrst af öllu mælum við samt með því að þú lesir eigandahandbók þíns rafbíl gaumgæfilega. Þar er að finna upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að halda rafbílnum lengur í toppstandi.
Umhirða rafgeymisins
Rafbílar og rafgeymar endast ekki að eilífu frekar en bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti. Endingartíminn veltur á því hvernig hirt er hlutina. Hvernig þú velur að hlaða bílinn hefur til að mynda áhrif á hleðslugetu rafgeymisins og þar með akstursdrægi.
Margir framleiðendur rafbíla bjóða einnig upp á ábyrgðir til margra ára sem ná til rafgeyma og annarra íhluta (smelltu hér til að kynna þér 7 ára ábyrgð Kia). ).
Og það eru margar aðrar leiðir færar til þess að ná hámarks drægi út úr rafbílnum:
Fylgst með hemlakerfinu
Hemlakerfi með orkuendurheimt í rafbílum stuðla að lengri endingartíma bremsuklossa. Bremsuklossunum er engu að síður þrýst saman með sams konar bremsuvökvakerfi og er í hefðbundnum bílum. Jafnvel þótt tíminn milli viðhaldsþjónustu geti verið allt að helmingi lengri en í bílum sem brenna jarðefnaeldsneyti, er engu að síður mikilvægt að láta skipta um bremsuklossa og bremsuvökva af og til svo ástand bílsins verði með besta móti og ryð myndist ekki í hemlakerfinu.
Fylla á kælivökva
Rafbílar eru með kælikerfi sem stýrir hitastigi rafgeymisins og kemur í veg fyrir ofhitnun. Þörf fyrir að fylla á eða skipta um kælivökva er breytilegur milli tegunda. Það er því skynsamlegt að hafa í huga það sem mælt er með fyrir þinn bíl og sjá til þess að skipt sé um kælivökva eða fyllt á í samræmi við ráðleggingarnar
Hjólbörðunum víxlað
Alla hjólbarða óháð gerðum þarf að skoða reglulega til að forðast það að þurfa að skipta þeim út of fljótt.
Rafbílar eru venjulega 20-30% þyngri en hefðbundir bílar með brunahreyfil sem skýrist af þunga rafgeymisins. Þeir skila líka tafarlausu átaki sem getur slitið hjólbörðunum hraðar. Það er því mjög mikilvægt að víxla hjólbörðunum milli ása reglulega (í samræmi við ábendingar í eigandahandbókinni). Einnig þarf að gæta að réttum loftþrýstingi til að tryggja betri aksturseiginleika og lengri endingu hjólbarðanna.
(1) 7 ára/150.000 km ábyrgð Kia
Ábyrgð Kia er til 7 ára frá nýskráningu eða í 150.000 km eftir því hvort ber fyrr upp. Hún gildir í öllum aðidarríkjum Evrópusambandsins (auk Noregs, Sviss, Íslands og Gíbraltar). Um frávik samkvæmt gildandi ábyrgðarskilmálum, t.a.m. vegna rafgeymis, lakks og búnaðar, gilda staðbundnir skilmálar og skilyrði. Nánari upplýsingar um ábyrgð Kia er að finna á vefslóðinni [www.Kia.com].
Liþíum-jóna háspennurafgeymar Kia í rafbílum (EV), tvinnbílum (HEV) og tengiltvinnbílum (PHEV) eru framleidd til þess að endast um langan tíma. Ábyrgð Kia á rafgeymunum nær til 7 ára frá nýskráningu eða 150.000 km eftir því hvort ber fyrr upp. Ábyrgð Kia á lágspennurafgeymum (48V og 12V) nær til 2ja ára óháð akstri. Kia ábyrgist 65% hleðslugetu rafgeyma í rafbílum. Ábyrgðin nær ekki til minnkunar hleðslugetu rafgeyma í tengiltvinnbílum, tvinnbílum og mildum tvinnbílum. Farið eftir leiðbeiningum á vefslóðinni [https://www.kia.com/is/kaup-a-kia/7-ara-abyrgd/] til að lágmarka hugsanlega minnkun á hleðslugetu eða leitið upplýsinga í eigandahandbókinni. Nánari upplýsingar um ábyrgð Kia er að finna á vefslóðinni [www.Kia.com].