Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

Hvað er tvinnbíll og
hvernig virkar hann?

 • Hvað er tvinnbíll og hvernig virkar hann?

Í stuttu máli: Hvað er sérstakt við tvinnbíl?

Tvinnbíll er með tvær aflrásir en ekki eina.
Hefðbundinn bíll er með brunahreyfil sem brennir jarðefnaeldsneyti og rafbíll er knúinn rafmótor sem sækir orku í rafgeymi. Tvinnbíll er með hvort tveggja.

Tvinnbíll styðst annað hvort við brunahreyfilinn eða hann og rafmótorinn til þess að lágmarka eldsneytisnotkun og spara orku. Tvinnbíll endurheimtir jafnvel orku við vissar akstursaðstæður (þ.e. við upptak, akstur á jöfnum hraða, hemlun, stöðvun og við fleiri aðstæður).

Niðurstaðan er stóraukinn eldsneytissparnaður. Ekki síst þegar ekið er í þungri borgarumferð.

Hvernig brunahreyfillinn og rafmótorinn vinna saman með orkuskiptri gírskiptingu

 • Hybrid battery pack
  Fuel tank
  Electric motor
  Power-split transmission
  Electric motor/generator
  Gasoline engine

Nánari lýsing: Svona virkar tvinnbíll

Oft er sagt að tvinnbíll bjóði upp á það besta úr “tveimur heimum” og það er líka hárrétt. Tvinnbíll getur skipt milli aflrása eða samnýtt þær. Markmiðið er ávallt að knýja bílinn með sem minnstri eldsneytisnotkun.

Orkuskiptingin tekur stöðugum breytingum við mismunandi ferla í akstrinum. Skoðum það nánar.

 • %C3%9Eegar teki%C3%B0 er af sta%C3%B0 %C3%BAr kyrrst%C3%B6%C3%B0u

  Þegar tekið er af stað úr kyrrstöðu

  Rafmótorinn sér ávallt um að hraða tvinnbíl þegar tekið er af stað úr kyrrstöðu upp í um það bil 25 km hraða á klst (orkan kemur úr rafgeyminum). Þetta er ein ástæða þess að tvinnbílar eru sérstaklega hagkvæmir í borgarakstri.

 • Vi%C3%B0 akstur %C3%A1 h%C3%B3flegum hra%C3%B0a

  Við akstur á hóflegum hraða

  Brunahreyfillinn knýr tvinnbíla að mestu leyti við akstur á jöfnum hraða sem eru einmitt þær akstursaðstæður þegar eldsneytisnotkunin er hvað minnst. Við slíkar aðstæður getur vélin einnig knúið rafalinn sem endurhleður rafgeyminn til notkunar síðar meir.

 • Vi%C3%B0 kraftmikla hr%C3%B6%C3%B0un

  Við kraftmikla hröðun

  Brunahreyfillinn og rafmótorinn vinna alltaf saman þegar stigið er ákveðið á inngjöfina. Þannig auka þeir aflið sem berst út til hjólanna. Forsendan fyrir þessu er orkuskipt gírskiptingin sem sameinar vélarátak beggja aflrása út í drifrásina.

 • Vi%C3%B0 hemlun e%C3%B0a akstur %C3%A1 j%C3%B6fnum hra%C3%B0a

  Við hemlun eða akstur á jöfnum hraða

  Tvinnbílar nýta sér svokallaða „skynræna orkuendurheimt við hemlun“ í hvert sinn sem stigið er af inngjöfinni eða á hemilinn. Tvinnbílar gera því tvennt í einu; þeir stöðva aflflæði til hjólanna og endurnýta hreyfiorku sem falin er í snúningi hjólanna um leið og hægir á bílnum. Til verður rafmagn sem nýtist til að endurhlaða rafgeyminn til notkunar síðar meir.

 • %C3%9Eegar b%C3%ADllinn er st%C3%B6%C3%B0va%C3%B0ur

  Þegar bíllinn er stöðvaður

  Þegar tvinnbílum er hemlað í þeim tilgangi að stöðva þá algjörlega slokknar jafnt á brunahreyflinum og rafmótornum. Orka frá rafgeyminum er nýtt fyrir önnur kerfi bílsins, eins og útvarp eða framljós svo dæmi séu tekin.

Hvað er tengiltvinnbíll?

Tvinnbílar eru mismunandi að gerð: Hreinir tvinnbílar og tengiltvinnbílar.

Þeir eru mjög svipaðir en þó með einni stórri undantekningu. Hreinan tvinnbíl er ekki hægt að hlaða í gegnum rafúttak. Hann framleiðir raforku með brunahreyflinum eða með skynrænni orkuendurheimt. Tengiltvinnbíll vinnur á nákvæmlega sama hátt og tvinnbíl að því undanskildu að hann er með stærri rafgeymi sem hægt er að hlaða í gegnum rafúttak. Þetta eykur rafakstursdrægið um allt að 50 kílómetra.

Í stuttu máli: Nokkrir af kostum þess að aka tvinnbíl

 1. Minni losun
  Almennt séð stafar minni mengun frá tvinnbílum en hefðbundnum bílum. Það slokknar til að mynda sjálfkrafa á vélinni þegar bíllinn stöðvast í umferð eða á rauðum ljósum. Hann nýtir síðan rafmótorinn til að taka af stað eða til að endurræsa vélina.
 2. Minni eldsneytiskostnaður
  Rafmótorinn er viðbótaraflgjafi sem styður brunahreyfil tvinnbílsins. Tvinnbíllinn brennir af þeirri ástæðu minni dísilolíu eða bensíni sem aftur leiðir til minni rekstrarkostnaðar.
 3. Skattaívilnanir
  Það ræðst reyndar af búsetu en eigendur tvinnbíla njóta að öllum líkindum njóta skattaívilnana og opinberra styrkja sem eru hvati til kaupa á umhverfisvænni bíla.
 4. Þýður, hljóðlátur akstur
  Tvinnbílar eru jafn meðfærilegir í akstri og hefðbundnir bílar en þeir hafa eitt umfram þá. Þeir eru einstaklega hljóðlátir í akstri þegar þeir nýta sér rafmótorinn. Skiptingin milli aflrása er svo átakalaus að hún er vart greinanleg.
 5. Ólíkir kostir fyrir þínar þarfir
  Meiri sparneytni eða meira akstursdrægi? Þitt er valið en hinn fullkomni tvinnbíll stendur þér til boða. Annað hvort hreinn tvinnbíll sem aldrei þarf að hlaða eða tengiltvinnbíll sem býður upp á hleðslu úr rafúttaki og því fylgir enn meira rafakstursdrægi.
Hættu að pæla. Er ekki kominn tími til að #hlaða?
Hættu að pæla.
Er ekki kominn tími til að #hlaða?
NÁNAR
NÁNARI UPPLÝSINGAR UM AKSTURSDRÆGI RAFBÍLA
NÁNARI UPPLÝSINGAR UM AKSTURSDRÆGI RAFBÍLA
NÁNAR

Kynntu þér úrval Kia rafbíla

 • HYBRID

 • PLUG-IN HYBRID

 • ELECTRIC

 • MILD HYBRID

 • Nýr Kia e-Niro.

  Nýr Kia e-Niro.

  Láttu sjá þig með Niro.