Viljið þið fræðast nánar um hagkvæmni þess að aka rafbíl? Og hve oft það reynist nauðsynlegt að hlaða rafgeyminn? Fáið upplýsingar um hve langt rafbíll kemst á einni hleðslu og hvaða áhrif þættir eins og stærð rafgeymis og akstursmáti geta haft á akstursdrægið.
Akstursdrægi rafbíla er mjög misjafnt og ræðst af þáttum eins og þyngd og stærð bíls, stærð rafgeymis og afkastagetu rafmótors. Einnig hefur akstursmáti, vegyfirborð og veðrátta í einstökum ferðum áhrif á akstursdrægi. Með réttum skilningi á þeim þáttum sem geta haft áhrif á akstursdrægi rafbíls aukast líkurnar á því að hægt sé að spara orku og lengja enn frekar þær vegalengdir sem hægt er að aka.
Stærð rafgeymis (kW/klst) | Drægi (km) | Afkastageta (hö) | ||
---|---|---|---|---|
Mikið drægi, mikið afl | 64 | Allt að 452 | 136 | |
Meðaldrægi, meðalafl | 39.2 | Allt að 277 | 204 |
Stærð rafgeymis (kW/klst) | Drægi (km) | Afkastageta (hö) | ||
---|---|---|---|---|
Mikið drægi, mikið afl | 64 | Allt að 455 | 136 | |
Meðaldrægi, meðalafl | 39.2 | Allt að 289 | 204 |
Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvort rafbíll komi þér á milli áfangastaða án þess að það þurfi að gera hlé á ferðinni til þess að hlaða hann. Stutta svarið er þetta: Nýjustu gerðir rafbíla hafa nægt akstursdrægi til langflestra ferða og ekki þarf að stöðva til þess að endurhlaða rafgeyminn.
Staðreynd: Helmingur allra ferða er innan við 8 km langar.(1)
Akstursdrægi nýrra rafbíla er nú þegar um 275 km að meðaltali. Sumar gerðir rafbíla eins og Kia e-Niro og Kia e-Soul hafa að hámarki allt að 455 km akstursdrægi. Staðreyndin er sú helmingur allra ferða er innan við 8 km. Hafið þið leitt hugann að því hve oft á ári við ökum yfir 200 km í einni ferð? Það þarf ekki frekari vitnanna við. Rafbílar komast nánast alltaf þær vegalengdir sem við ætlumst til af bílum.
Það eru margar leiðir til þess að auka enn frekar akstursdrægi rafbíls. Margvíslegir innri og ytri þættir hafa áhrif á rafakstursdrægi, ekki síst tegund rafbíls. Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga til að ná hámarks akstursdrægi.
Akstursmáti
Almenna reglan er sú að því hraðar sem er ekið því meiri er orkunotkunin. Því fastar sem stigið er á inngjöf eða hemil því meiri orka fer út af rafgeyminum.
Vegyfirborð og aðstæður
Jafnt landslagið sem ekið er um og akstursaðstæður hafa áhrif á hve langt rafbíll kemst á einni hleðslu. Það krefst meiri orku að aka upp halla en á jafnsléttu.
Búnaður í innanrými og þyngd bílsins
Afhleðsla rafgeymisins ræðst einnig af heildarþyngd bílsins, þar með talið fjölda farþega og þyngd farangurs sem flutt er. Þættir eins og fjöldi tækja í notkun meðan ekið er, svo sem framljós eða miðstöð, hafa einnig áhrif.
Veðrátta og hitastig
Hafið í huga að í mjög köldu eða heitu veðri nýtir rafbíllinn upphitunar- eða kælikerfi til að halda kjörhitastigi á rafgeyminum. Einnig fer viðbótarorka til þess að auka vellíðan farþegana með miðstöðinni eða loftfrískunarkerfinu.
Hér eru nokkur gagnleg ráð til þess að lágmarka óþarfa notkun á rafgeyminum og hámarka um leið akstursdrægi.