Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

Hvert er hið raunverulega verð á rafbíl?

Hvaða rafbíll á markaðnum er ódýrastur? Og hve hagkvæmir eru rafbílar í kaupum almennt séð? Í grófum dráttum má segja að að verð á rafbíl ráðist af mörgum þáttum, þar á meðal gerð, tegund og stærð rafgeymis. Auk þess geta hvers kyns niðurfellingar á opinberum gjöldum hins opinbera og stuðningur, sem hugsanlega er í boði á þínu markaðssvæði, haft áhrif á verðið. Þar með er sagan þó ekki öll sögð. Rekstrarkostnaður til lengri tíma getur einnig skapað umtalsverðan sparnað fyrir eigendur rafbíla.

Förum því aðeins dýpra inn í þá þætti sem menn ættu að skoða.

 • HVAÐ KOSTAR RAFBÍLL?

Kaupverð: Hvað kostar rafbíll?

Þótt kaupverð á rafbílum fari stöðugt lækkandi vegna framfara í rafgeymatækni eru þeir engu að síður almennt dýrari en sambærilegir bílar með hefðbundnum bensín- eða dísilvélum. Sé hins vegar tekinn inn í dæmið heildar rekstrarkostnaður og þættir eins og minni viðhalds- og eldsneytiskostnaður eru rafbílar hagkvæmasti kosturinn til lengri tíma litið.

Þegar haft er einnig í huga að langflestir fá kaupverð bíla sinna lánað verður mánaðarleg greiðslubyrði rafbíls mjög svipuð og bensín- og dísilbíla sem keyptir eru á lánum.

Góðu fréttirnar

 • Skatta%C3%ADvilnanir og stu%C3%B0ningur hins opinbera

  Skattaívilnanir og stuðningur hins opinbera

  Það er breytilegt eftir löndum en hugsanlegt er að þú eigir rétt á opinberum styrk við kaup á rafbíl sem fer langt með að draga úr muninum á upphaflegu kaupverði rafbíls og hefðbundins bíls. Einnig er hugsanlegt að sem rafbílaeigandi sértu undanþeginn greiðslu bifreiðagjalda.

 • L%C3%A6gri vi%C3%B0haldskostna%C3%B0ur

  Lægri viðhaldskostnaður

  Til lengri tíma litið þurfa allir bílar á einhverju viðhaldi að halda. Staðreyndin er samt sú að viðhaldsþörf rafbíla er almennt minni en hefðbundinna bíla með brunahreyfli. Ástæðan er sú að rafmótorar eru einungis með einn hreyfanlegan hlut meðan hefðbundnar bensín- og dísilvélar eru með fjölda íhluta sem gæti þurft að lagfæra; allt frá ventlum og stimplum til strokkloka og eldsneytisspíssa. Þetta leiðir einfaldlega til umtalsvert lægri viðhaldskostnaðar rafbíla.

Stöðugt fleiri Evrópubúar uppgötva fjárhagslegan ávinninginn af rafbílavæðingunni(1)

 • UK electric vehicle drivers save up to £500 in annual running cost versus fuel cars

 • UK: 35% of purchase cost
  France: €10,000 of
  purchase cost
  Germany: €4,000 of purchase cost

 • Over half of people use their EV to commute to work

 • There are 2 million electric vehicles on the road worldwide

Langtíma endurgreiðsla: Sparnaður vegna engra eldsneytiskaupa

Eitt hið besta við rafbíla er hve ódýrir þeir eru í rekstri. Það hefur auðvitað áhrif til lækkunar á heildarkostnaði við að eiga rafbíl. Peningar sem sparast vegna eldsneytis yfir langan tíma nema með tímanum hærri upphæð en mismunurinn er í upphafi á kaupverði rafbíls og hefðbundins bíls með brunahreyfil. Það er nánast undantekningarlaust ódýrara að aka rafbíl og mjög oft mun ódýrara.

Neytandi kaupir bíl og ekur honum næstum 100 kílómetra hvern vinnudag (að undanskildum frídögum og helgardögum). Niðurstaðan er 21.655 kílómetra akstur árlega, byggt á gögnum CBS frá 2014 (CBS, 2015). Bíleigandinn á bílinn í átta ár. Ennfremur er gengið út frá því að 80% hleðslunnar fari fram á heimili bíleigandans og 20% á almennings hleðslustöðvum. Bíllinn er hlaðinn að jafnaði einu sinni á dag. Bíleigandinn nýtur samfélagsafsláttar upp á 7%.(2)

 • Hve mikið nákvæmlega sparast við orkukostnað ræðst hins vegar af nokkrum þáttum:

  • Gerð rafbíls og búnaður (sumir eru sparneytnari en aðrir)
  • Raforkuverð þar sem rafbílaeigandi býr
  • Hleðsluaðferð sem notuð er
  • Hve mikið rafbíllinn er notaður og í hve langan tíma
  • Akstursmáti
  • Loftslag og veðurfar þar sem rafbílaeigandi býr

Að öllu þessu sögðu og óháð þessum breytum er afar líklegt að þú sparir umtalsverða fjármuni með því að kaupa frekar rafbíl en bensín- eða dísilknúinn bíl þann tíma sem þú átt rafbílinn.

Hættu að pæla. Kominn tími til að #hlaða
Hættu að pæla.
Kominn tími á að #hlaða
NÁNAR
WANT TO KNOW MORE ABOUT HYBRID ELECTRIC CARS AND HOW THEY WORK?
NÁNARI UPPLÝSINGAR UM TVINNBÍLA OG HVERNIG ÞEIR VIRKA
NÁNAR

Kynnið ykkur úrval rafvæddra Kia bíla

 • HYBRID

 • PLUG-IN HYBRID

 • ELECTRIC

 • MILD HYBRID

 • Nýr Kia e-Niro.

  Nýr Kia e-Niro.

  Láttu sjá þig með Niro.

Heimildir