Það er furðu ódýrt að hlaða rafbíl. Kostnaður við hleðslu er þó breytilegur og ræðst af ýmsum þáttum, eins og því hvar þú býrð, hver selur þér orkuna og hvar þú kýst að hlaða bílinn. En eitt er þó víst; heildarkostnaðurinn er umtalsvert lægri en að fylla eldsneytistankinn á bensín- eða dísilknúnum bíl. Skoðum þetta nánar.
ÞÝSKALAND | 30.5 | |
SPÁNN | 23.0 | |
ÍTALÍA | 21.4 | |
SVÍÞJÓÐ | 19.4 | |
BRETLAND | 17.7 | |
FRAKKLAND | 16.9 | |
HOLLAND | 15.6 |
Flestir kjósa að hlaða rafbílinn sinn heima. Yfirleitt er ódýrast að hlaða hann heima að næturlagi þegar gjaldskráin er lægri (ræðst þó af búsetu manna). Kostnaður getur þó verið breytilegur eftir raforkufyrirtækjum. Það gæti því borgað sig að gera samanburð á gjaldskrám þeirra og hugsanlega spara enn meiri peninga á þann hátt.
Ef þú hefur ekki þegar komið þér upp heimahleðslustöð fyrir rafbílinn ættirðu kannski að huga að því. Þær eru fáanlegar í mörgum gerðum og á mismunandi verði. Enn og aftur ræðst það af búsetu en hugsanlega gætirðu átt rétt á opinberum styrk til að standa straum af kostnaði við uppsetningu heimahleðslustöðvar eða hluta kostnaðarins. Þegar hún er komin upp ertu strax farinn að spara peninga.
Ef þú þarft eða vilt hlaða bílinn þegar þú ert fjarri heimilinu þarf að gæta að því að verðlagning getur verið afar mismunandi. Stundum má þó finna hleðslustöðvar í grenndinni þar sem jafnvel er boðið upp á ókeypis hleðslu.
Ókeypis hleðslustöðvar eru náttúrulega fyrsti valkostur séu þær í grenndinni og aðgengilegar. Þeir sem nýlega hafa keypt rafbíl gætu einnig nýtt sér ókeypis hleðslutilboð sem sumir framleiðendur bjóða fyrstu árin eftir kaupin.
Við mælum með því að menn gefi sér tíma til þess að kynna sér fyrirkomulag hleðslustöðva í nágrenninu og verð fyrir þjónustuna. Það gæti líka verið góð leið að skrá sig á viðskiptamannalista margra hleðslustöðva og hafa þannig góða yfirsýn yfir þau tilboð sem bjóðast, bæði varðandi verð og nálægð hleðslustöðva. Athugið að almennt þarf að greiða hærra verð vilji menn spara sér tíma með DC hraðhleðslustöðvum frekar en hefðbundnum hleðslustöðvum. Engu að síður er það enn umtalsver lægra en kaup á bensíni eða dísilolíu. Margir rafbílaeigendur hlaða bíla sína að næturlagi í heimahleðslustöðvum og nýta einungis almenningshleðslustöðvar þegar þeir eru fjarri heimilum sínum.
* Ræðst af búsetu.