Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

Hvar og hvernig hleð ég rafbílinn?

Þú hefur úr mörgu að velja þegar kemur að því að hlaða rafbílinn þinn en valið getur mótast af því hvað fellur best inn í þína daglegu rútínu eða hvað hentar best þínum þörfum hverju sinni. En staðreyndin er sú að hleðslan fer annað hvort fram heima, á vinnustað eða á almenningshleðslustöð. Það þarf því aldrei að aka langar vegalengdir til að hlaða eins og oft er raunin þegar fylla þarf tankinn af bensíni eða dísilolíu.

Þú hefur einnig valkosti hvað varðar hleðsluhraðann. Í fyrstu gætu ýmsar og mismunandi gerðir hleðslutækja og tengla flækt málið en það er í raun og veru jafn einfalt og fljótlegt að tengja hleðslutæki við rafbíl eins og það er að hlaða farsímann.

 • HVAR OG HVERNIG ER RAFBÍLL HLAÐINN?

Rafbílahleðsla: Til reiðu hvar sem þú ert

 • Heimahleðsla

  Heimahleðsla

  Heimahleðsla er algengasta, þægilegasta og hagkvæmasta leiðin til að hlaða rafbílinn. Hún krefst bílastæðis sem fylgir húsinu en hleðslustöðvar fyrir íbúðarhúsnæði við götur eru einnig að verða algengari. Einnig þarftu heimahleðslustöð ef þú átt hana ekki þegar. Oft eru í boði opinberir styrkir við uppsetningu en það ræðst þó af búsetu. Þegar hún hefur verið sett upp þarf ekki annað en að tengja rafbílinn við hana þegar komið er heim úr vinnu og bíllinn er fullhlaðinn að morgni.

 • Hleðsla á vinnustað

  Hleðsla á vinnustað

  Stöðugt fleiri fyrirtæki nýta sér opinbera styrki til að setja upp hleðslustöðvar og bjóða starfsmönnum sínum upp á hleðslu á rafbílum á vinnustað. Þetta eru góð tíðindi fyrir þær milljónir rafbílaeigenda sem geta á þægilegan hátt hlaðið rafbíla sína fyrir utan vinnustaðinn meðan þeir eru í vinnu.

 • Hleðsla hér og þar – á almenningshleðslustöðvum

  Hleðsla hér og þar – á almenningshleðslustöðvum

  Núorðið er komið upp víðtækt net hleðslustöðva, ekki síst á miðborgarsvæðum. Sum raforkufyrirtæki bjóða þjónustu sína á landsvísu en aðrir einbeita sér að tilteknum svæðum. Margar hleðslustöðvar bjóða upp á ókeypis hleðslu en í öðrum, sérstaklega meðalhröðum og hraðhleðslustöðvum, þarf að greiða fyrir hleðsluna. Einnig er að finna hleðslustöðvar á mörgum bensínstöðvum og þjónustustöðum við þjóðvegina sem hentar þeim sem þurfa að fara um lengri veg.

Hvernig finn ég næstu almenningshleðslustöð?
Hægt er að hlaða niður smáforritum á farsímann með sérstökum kortum með samþjöppuðum gögnum. Þau sýna allar hleðslustöðvar á tilteknu svæði. Þú sérð því alltaf undir eins hvar næsta hleðslustöð er.

Stuttur leiðarvísir um hvernig skal hlaða rafbíl

Það eru ekki sömu hleðslutenglar á öllum bílum. Þegar þú veist hvernig hleðslutengillinn er í þínum bíl er eftirleikurinn einkar auðveldur. Tenglarnir eru tveir; annar sem tengist við bílinn og annar sem tengist við rafaflgjafann. Tenglarnir eru mismunandi eftir gerðum rafbíla, hvar stendur til að hlaða (heimahleðsla, hleðsla á vinnustað eða á almenningshleðslustöð) og hleðslustillingu.

Hleðslustillingar (eða hleðsluhamar) fyrir rafbílahleðslu eru einkum þrjár; hraðhleðsla, meðalhröð hleðsla og hæg hleðsla. Tenglarnir eru af fjórum gerðum - Type 1, Type 2, Type 2 Combo og CHAdeMO.

Ólíkar gerðir tengla á rafbílum

 • Type 1

 • Type 2

 • Type 2 Combo

 • CHAdeMO

eu-common-user-input-table
Type 1 Type 2 Type 2 Combo CHAdeMO
KIA E-NIRO
KIA E-SOUL
KIA NIRO PLUG-IN HYBRID
KIA OPTIMA PLUG-IN HYBRID
KIA OPTiMA SPORTSWAGON PLUG-IN HYBRID

Sérhverri gerð hleðslutækis fylgir par af tenglum sem eru hannaðir fyrir lág- eða háspennu og annað hvort fyrir riðstraumshleðslu (AC) eða jafnstraumshleðslu (DC). Það eina sem þú þarft að vita er hvort hleðslutækið hafi tengi sem passar við rafbílinn þinn. Þegar þú kaupir rafbíl færðu ráðgjöf frá umboðinu hvaða gerð hleðslutækis hentar best þínum þörfum.

Staðsetningin, tenglar og hleðslutímar geta verið breytilegir en kjarni málsins er ávallt hinn sami: Leggðu bílnum, tengdu hleðslutækið og málið er dautt.

Hættu að pæla. Er ekki kominn tími til að #hlaða?
Hættu að pæla.
Er ekki kominn tími til að #hlaða?
NÁNAR
NÁNARI UPPLÝSINGAR UM ÞANN TÍMA SEM ÞAÐ TEKUR AÐ HLAÐA RAFBÍL.
NÁNARI UPPLÝSINGAR UM ÞANN TÍMA SEM ÞAÐ TEKUR AÐ HLAÐA RAFBÍL.
NÁNAR

Kynntu þér úrval Kia rafbíla

 • HYBRID

 • PLUG-IN HYBRID

 • ELECTRIC

 • MILD HYBRID

 • Nýr Kia e-Niro.

  Nýr Kia e-Niro.

  Láttu sjá þig með Niro.