Að koma á óvart

Kia Motors Corporation er fjórða stærsta bílaframleiðslusamstæða heims. Við erum vörumerkið sem allir fylgjast með. Kia leikur stórt hlutverk í heimsviðskiptunum. Fyrirtækið hefur flutt út yfir 5 milljónir bíla til yfir 155 landa um allan heim. Ökutæki Kia fara stöðugt fram úr væntingum viðskiptavina okkar. Óbilandi staðfesta okkar í gæðamálum hefur aukið vinsældir bíla okkar. Gríðarlegur vöxtur á heimsmarkaði og hátæknivædd verksmiðja okkar fyrir Evrópumarkað tryggir Kia bjarta framtíð. Nútímaleg hönnun, aðgengi að nýjustu tækni og framúrskarandi framleiðslugæði hafa vakið athygli heimsins á Kia. Kia er bílaframleiðandi sem kemur á óvart. Kia framleiðir allar gerðir bíla, fólksbíla, fjölnotabíla og jeppa - allt frá Picanto til Sorento. Þetta eru ökutæki sem henta lífstíl hvers og eins og þau búa öll yfir framúrskarandi aksturseiginleikum.