Kia Sportage

Kia Sportage frumsýning í Öskju laugardaginn 31. maí


Nýr Kia Sportage frumsýndur laugardaginn 31. am frá 12-16.

Smelltu hér til að skoða Kia Sportage bæklinginn.

Hinn öflugi sportjeppi, Kia Sportage, er kominn í nýrri útfærslu með breyttu útliti. Af því tilefni verður sportjeppinn frumsýndur í Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag  kl. 12-16. Askja býður því öllum að koma í kosningakaffi á Krókhálsinn og kynna sér nýjan Kia Sportage.

Þessi fallegi og sportlegi fjórhjóladrifni bíll er kominn með enn betri hljóðeinangrun og fleiri skemmtilegum nýjungum. Sportjeppinn er umhverfismildur og eyðir frá 6,0 l/100 km í blönduðum akstri. Kia Sportage hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, m.a. hin virtu Red Dot hönnunarverðlaun. Sportjeppinn er vel búinn staðalbúnaði og er m.a. með LCD mælaborði, hita í stýri, tveggja svæða sjálfvirkri loftkælingu, bakkskynjurum, hita í fram- og aftursætum og LED ljósum að framan, svo eitthvað sé nefnt. Kia Sportage er að sjálfsögðu með 7 ára ábyrgð eins og allir nýir Kia bílar. Kia býður upp á lengstu ábyrgð bílaframleiðanda í heiminum. 

Verð á nýjum Kia Sportage er frá 5.990.777 kr.

Kia eigendum verður boðið upp á fría 7 punkta sumarskoðun í Öskju á laugardaginn.

Hlökkum til að sjá þig.
Starfsfólk Öskju