Leita
Síðan er að hlaðast inn
http://www.kia.com/is/campaigns-and-redirects/stinger/
START

NÝR KIA STINGER

VIÐ KYNNUM NÝJAN GRAN TURISMO SENUÞJÓF


Skruna niður
VIDEO

AÐ KOMAST Á ÁFANGASTAÐ VERÐUR AUKAATRIÐI

Nýr Kia Stinger er Gran Turismo í eðli sínu. Hann er smíðaður fyrir þá sem vilja upplifa hreina akstursánægju og hafa ástríðu fyrir einstæðri upplifun. Hann er djarfur en um leið fágaður í útliti. Smíðaður af einstakri nákvæmni og hljóðlátur að innan. Hraður, lipur og aflmikill í meðhöndlun. Allt eru þetta einkenni sportlegrar náttúru sem sækir innblásturinn til langferða þar sem ekkert er slegið af - þar sem uppspretta ánægjunnar af ferðinni sjálfri skiptir öllu máli.

HÖNNUN

HÖNNUN

FEGURÐIN Í AUGUM SJÁANDANS

Hönnunin og smíðin dregur dám af langri hefð GT sportbíla. Nýr Kia Stinger er hreinræktaður Gran Turismo. Í honum fer saman mikið afl, óaðfinnanlegt útlit og jafnvægi í öllum hönnunaratriðum. Hönnunin er ástríðufull. Kraftmiklar útlitslínurnar eru sannfærandi – allt frá sportlegum framhlutanum, stæltum hliðum og eftirtektarverðum afturhluta. Fegurðin er þó alltaf í forgrunni, frumleiki og kraftur sem skapa Kia Stinger sérstöðu sem sportbíll.

VÉLIN

VÉLIN

ÓVIÐJAFNANLEGT ORKUBÚNT

Vélin í nýjum Kia Stinger er fullkomlega í takt við glæsilegt útlit hans. Eða er aflið kannski ekki samboðið væntingunum sem útlitið gefur? Staðreyndirnar tala sínu máli.

3.3 T-GDI V6 AT8 370 hö
Hámarkshraði: 270 km/klst. 0 til 100 km/klst á 5,1 sekúndu(1)
2.0 T-GDI AT8 255 hö
2.2 CRDi AT8 200 hö
HELSTU ATRIÐI

HELSTU ATRIÐI

ALLT SEM TIL ÞARF, HVERT SEM LEIÐIN LIGGUR

Takmark verkfræðinga okkar var að veita ökumönnum fullkomna ánægju og algjöra stjórn yfir bílnum, sama hversu lengi þeir eru undir stýri. Við höfum séð fyrir öllu, sama hverjar þarfirnar eða óskirnar eru. Farþegarýmið er afburða vel útfært og búið samskipta-, þæginda- og afþreyingar- og upplýsingabúnaði af margvíslegu tagi. Búnað sem býður upp á skilvirkari samskipti við bílinn. Og enn ánægjuríkari stundir. Jafnvel á lengstu ferðalögum.

Sjónlínuskjár (HUD)
Harman/Kardon©
Hljómkerfi með 15 hátölurum
Android Auto™ og
Apple CarPlay™(2)
Kia Connected Services
í gegnum TomTom©(3)
Eftirlitskerfi
með hringsýn (SVMS)
Rafknúinn afturhleri með snjallaðgerð
HELSTU ATRIÐI

HELSTU ATRIÐI

HÁTÆKNIVÆDDUR ÖRYGGISBÚNAÐUR FYRIR LANGFERÐIR

Hugmynd Kia um sportlegan akstur á þjóðvegunum snýst ekki sýst um aukið umferðaröryggi. Þess vegna er nýr Kia Stinger búinn virkri DRIVE WISE(4) öryggistækni af margvíslegu tagi. Búnaðurinn veitir ökumanni m.a. mikla aðstoð. Hann sér fyrir og bregst við breyttum vegskilyrðum og hjálpar til við að greina yfirvofandi hættu og stuðlar þannig að meira öryggi í akstri.

Hátæknivæddur hraðastillir
með snjallaðgerð
Athyglisvari
Sjálfvirk
neyðarhemlun(5)
Akgreinavari
Upplýsingaaðgerð
Hraðatakmarkana
Hágeislavari
Vinsamlega snúið tækinu.