Yfir Kia EV9 svífur æðrulaus og nútímaleg kyrrð sem hæfir þessum fágaða rafbíl fyrir nýja tíma með sjálfbærum samgöngum. Á sama tíma hefur bíllinn áræðið yfirbragð þess sem ræður við allar aðstæður.
Kia nýtir langt hjólhafið á EV9 til fulls og einnig hið einstaka og flata byggingarlag rafbílsins sem E-GMP undirvagninn skilar. Þetta skilar afar rúmgóðu farþegarými þar sem allir farþegar geta tengst, slakað á og notið setustofuþæginda í öllum þremur sætaröðunum. Byggingarlagið tryggir einnig sérlega snarpa afkastagetu og framúrskarandi drægi. 76,1 kWh rafhlaða fylgir aðeins með Standard-útfærslu og afturhjóladrifi en í bæði Long Range-útfærslu með afturhjóladrifi og Performance-útfærslu með aldrifi er að finna 99,8 kWh rafhlöðu.
EV9 nýtir sér ýmis háþróuð ADAS-akstursaðstoðarkerfi og stígur stórt skref í átt að fullri sjálfvirkni. Með nýju HDP-akstursaðstoðarkerfi (Highway Driving Pilot System) getur EV9 boðið upp á akstur með aðstæðubundinni sjálfvirkni í flokki 3. Fimmtán skynjarar, þar á meðal tveir LIDAR fjarlægðarskynjarar, leita að og greina hluti með 360 gráðu sjónsviði og þar með getur bíllinn náð að bregðast við vegaskilyrðum og öðrum notendum á millisekúndum.(1)
Í gegnum Kia Connect Store geta viðskiptavinir ávallt haldið EV9 uppfærðum með uppfærslum á stafrænum eiginleikum og þjónustu bílsins, án þess að þurfa að fara með bílinn til söluaðila. Viðskiptavinir geta aukið notagildi EV9 með ýmsum hætti. Til dæmis er hægt að betrumbæta „stafrænt tígrisandlit“ bílsins með því að bæta við „Lighting Pattern“ (ljósamynstri) sem er fáanlegt í Kia Connect Store.(2)
Heimsins fyrstu B-stoðarsamskeyti sem sótt hefur verið um einkaleyfi fyrir
og undirvagn sem er hannaður til að skila framúrskarandi farþegavörn og rafhlöðuöryggi.
Bíllinn er hannaður til að hámarka orkudreifingu við hvers kyns högg
og sérhannað rafhlöðuhólfið tryggir einkar mikið öryggi.
Kia EV9 er brautryðjandi með því að vera fyrsta gerðin sem uppfyllir sjálfbærniáætlun vörumerkisins, sem ætlað er að hætta allri notkun leðurs smám saman, innleiða notkun á tíu nauðsynlegum sjálfbærnilausnum í öllum nýjum gerðum Kia og auka stöðugt notkun á lífrænum efnum.
Myndir og hreyfimyndir sem hér eru sýndar eru aðeins til viðmiðunar. Endanleg vara gæti verið frábrugðin myndunum hér.
1) Þegar kveikt er á HDP-akstursaðstoðinni kemur hún ekki í staðinn fyrir öruggan akstur og greinir hugsanlega ekki alla hluti í kringum bílinn. Ekkert kerfi, sama hversu háþróað það er, getur bætt upp fyrir mistök ökumanns og/eða akstursskilyrði. Ökumaðurinn ber áfram ábyrgð á öruggri og löglegri notkun bílsins. Fylgið ávallt þeim varúðarráðstöfunum og notkunarskilyrðum sem fram koma í eigandahandbókinni.
2) Allt eftir þráðlausum uppfærslum á bílnum þínum er hugsanlegt að hann sé ekki búinn öllum eiginleikum eða að hann virki ekki.
Ekki er víst að bíllinn þinn sé búinn öllum búnaði eða að hann virki eins og lýst er, en það fer eftir þráðlausum uppfærslum á bílnum.
Búnaðurinn í bílnum er breytilegur eftir markaðssvæðum, útfærslu bílsins, keyptum aukabúnaði, hugbúnaðaruppfærslum og fleiru.
Prufueintak af EV9 sýnt með aukabúnaði.
Búnaður, litir, efni, aukabúnaður og tæknilýsingar kunna að vera öðruvísi í raunverulegu framleiðslulínunni og er breytilegt eftir löndum.