Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

KIA PROVO HUGMYNDABÍLLINN

 • Bíll hannaður fyrir akstursánægju – stutt og laggott

  Hver lína í hönnun Kia Provo minnir á götulöglegan keppnisbíl. Í honum samtvinnast nútímalegar hátæknilausnir og yfirbragð sem einkennist af sjálfsöryggi og snerpu. Þetta er spennandi nýr bíll í B-stærðarflokki fyrir akstursáhugamenn. Kia Provo var afhjúpaður á bílasýningunni í Genf 2013. Hver einasta beygja, brot og formlína í yfirbyggingunni þjóna einum tilgangi - að gleðja og heilla eigandann og kalla fram bros á andliti ökumannsins.

 • Kia Provo hugmyndabíllinn
 • Aðdráttarafl í borginni

  Útgangspunkturinn í hönnun þessa rennilega, lága coupe-lega hlaðbaks var að tengja saman erfðaefni coupe sportbíla fortíðar við ávinninginn af nýjustu tækni og smíðaefni. Kia Provo státar af skýrum, einföldum en um leið kraftalegum formlínum í yfirbyggingu og lúxus efnisvali sem fær hjartað til að slá hraðar í venjulegri borgarumferð en ekki síður á keppnisbrautinni.

 • Með krafta í kögglum

  Afturhallandi framrúða, stórir vinddreifarar neðst á stuðara, koltrefjafletir, lítill LED ljósaklasi, löng vélarhlíf og vöðvastæltar hliða einkenna framsvipinn. Afturhlutinn er eins og þverskorinn. En Kia Provo er ekki einungis hönnunaræfing. Hann kemur með 1,6 lítra GDI vél með forþjöppu sem skilar 204 hestöflum og skynrænu fjórhjóladrifskerfi byggt á tvinnaflrásartækni sem byggir á rafmótor. Hann skilar viðbótarafli til afturhjólanna þegar á þarf að halda. Kerfið býður einnig upp á akstur fyrir hreinni raforku á lágum hraða. Sjö þrepa, tvíkúplandi sjálfskipting, sú fyrsta frá Kia, er síðan enn eitt atriðið í þessum magnaða tæknipakka.

 • Eftirlæti ökumannsins

  Þegar sest er inn í bílinn verður strax ljós sú áhersla sem lögð er á samspil notagildis og ríkulegs búnaðar. Með nútímalegri efnisnotkun næst fram bylgjulaga form á framsætunum sem klædd eru bólstruðu leðri. Flæðandi form innanrýmisins ásamt fóthvílu og fótstigum úr burstuðu áli, leggja sitt af mörkum til einstakrar akstursupplifunar en notagildið og allt það sem uppfyllir þarfir nútíma ökumanns er aldrei langt undan. Hægt er að stilla stafræna skjáinn með þeim hætti að ökumaður geti valið milli mismunandi framsetninga og ennfremur stjórnað aðgerðum upplýsinga- og afþreyingarkerfisins. Á miðjustokknum eru tvær aðrar stjórnstöðvar, annars vegar ræsirofi fyrir vél og hins vegar stjórnrofar fyrir sjö þrepa DCT skiptinguna og margmiðlunarbúnaðinn.

Myndasafn