Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

KIA NIRO HUGMYNDABÍLLINN

 • Nýr foringi í borginni.

  Gáskafullur en getumikill, sterkur en dálítið óþekkur – nýr róttækur hugmyndabíll Kia fyrir Evrópu var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt 10. september. Hann gaf vísbendingu um hugsanlegan keppinaut í B-stærðarflokki sem væri tilbúinn í áskoranir borgarumhverfisins með glæsileika og einurð í farteskinu. Kia Niro er með kraftalega yfirbyggingu, ríkulegan búnað og 1,6 lítra t-gdi vél með tvinnaflrás. Hann uppfyllir allar kröfur hins nútímalega ökumanns.

 • Kia Niro concept
 • Kia Niro hugmyndabíllinn

  Glæsilegur og fær í flestan sjó

  Í bílahönnun verður að taka mið af því sem framtíðin ber í skauti sér - ekki eingöngu hvað er líklegt að verði. Kia er þeirrar skoðunar að það sem ökumenn sækist eftir í bílum sínum sé akstursánægja og nýjar tæknilausnir. Dæmi um þetta er aðhallandi vængjahurðir sem snúast yfir þakið og opnast hátt með innfelldum hurðarhandföngum neðarlega á hurðum. Þessu til viðbótar býður Kia Niro hugmyndabíllinn upp á töfrandi smáatriði í hönnun. Áfastir hliðargluggunum eru hliðarspeglar úr möluðu plexigleri með innbyggðum myndavélum sem vísa niður að jörðu. Útlínur ""tígurnefsgrillsins"", togkrókar að framan og aftan, loftúttak á vélarhlíf og önnur atriði eru með áberandi, skauthúðaðri ""limelight"" áláferð.

 • Kia Niro hugmyndabíllinn

  Framsýnn og hagkvæmur

  Nýr Kia Niro er reiðubúinn í öll verkefni. Sem fjögurra sæta bíll samtvinnar hann fjölhæfni hins mikla farangursrými og innanrýmis eins og það gerist vandaðast. Mótuð framsæti í einni einingu, eins og sjá má í Kia Provo, eru klædd tauáklæði með ""Orbit Silver"" techno-útliti og línusaumum. Víða á mælaborði, mælahúsi og gírstöng er svart ""Volcano Black"" leður en annar búnaður í innanrými er með svartri skauthúðun eða ""Limelight"" áláferð sem gefur innanrýminu yfirbragð þæginda og gæða.

 • Kia Niro hugmyndabíllinn

  Stjórnrofar í fremstu röð

  Beint fyrir framan ökumann er stafrænn yfirlitsskjár sem hægt er að stilla af þannig að hann birti þær upplýsingar sem ökumaður kýs, eins og t.d. afstöðu bílsins, áttavita, upplýsingar frá afþreyingakerfi, aðgerðir Bluetooth sem og kort og gervihnattaleiðsögn. Ökumaður getur séð umhverfi bílsins á skjá og tekið myndir af því með myndavélum að framan og aftan, í hliðarspeglum og víðar á bílnum.

 • Kia Niro hugmyndabíllinn

  Framtíð full fyrirheita

  Nýr Kia Niro kemur með útfærslu af 1,6 lítra "Gamma" vél Kia sem með forþjöppun skilar 160 hestöflum. Vélin skilar aflinu í gegnum sjö þrepa, tvíkúplandi gírskiptingu til framhjólanna en tvinnaflrásin, sem er með orkuendurheimt við hemlun, skilar 45 hestöflum til afturhjólanna – þegar þörf er að viðbótargripi vegna akstursaðstæðna.

Myndasafn