Go to content

KIA GT4 STINGER HUGMYNDABÍLLINN

 • Toppurinn í akstursánægju.

  GT4 Stinger er djarfasti hugmyndabíll Kia frá upphafi og sannkallaður draumabíll bílaáhugamannsins. Hann er endurómur þeirra glæstu tíma þegar á markaði voru hreinræktaðir og ódýrir sportbílar. Hönnunarteymi Kia í Bandaríkjunum nálgaðist GT4 Stinger viðfangsefnið með það í huga að draga sem mest úr þyngd, hámarka notagildið og bjóða upp á hreinræktaða akstursánægju. Í hönnun GT4 Stinger voru lúxusgildrur hins hefðbundna grand touring bíls sniðgengnar en öll áhersla lögð á þá grundvallar upplifun að takast á við sjálfan bílinn.

 • Kia GT4 Stinger
 • Kia GT4 Stinger

  Orkubúnt undir vélarhlífinni.

  GT4 Stinger er hreinræktaður afturhjóladrifinn, fjögurra sæta sportbíll. Í borginni fangar hann athyglinni og er líka á heimavelli á hraðakstursbrautum. Undir vélarhlífinni er breytt útfærsla af hinni margreyndu, 2,0 lítra, fjögurra strokka bensínvél með forþjöppu og beinni innsprautun (T-GDI), sem skilar heilum 315 hestöflum. Öllu aflinu er skilað út til hjólanna í gegnum sex gíra beinskiptingu með lágum gírhlutföllum beint til afturhjólanna. Þau eru með 20 tommu 275/35R Pirelli P-Zero hraðakstursdekkjum með beygjugripi. Niðurstaðan er endurhvarf til adrenalínframleiðandi akstursupplifunar sem er kjarninn í þessum hugmyndabíl frá Kia.

 • Kia GT4 Stinger

  Ógnandi ásýndum og í afköstum.

  Formuð yfirbygging GT4 Stinger í ""Ignition Yellow"" lit situr á sérsmíðuðum undirvagni með sjálfstæðri, tvíklofa fjöðrun ásamt vindkljúf að framan úr koltrefjum sem stuðlar að niðurkrafti og kældum hemladiskum. Hann vegur ekki nema 1.300 kg og þyngdardreifingin verður vart betri með 52% þungans á framöxul og 48% á afturöxul. Þá er hann með tvöfölda, gegnboraða, 15 tommu hemladiska og hemlaklöfum með fjórum strokkum sem tryggja mikla hemlunargetu. GT4 Stinger er einnig með styttra stýrishlutfalli sem skilar meiri svörun til ökumanns og gefur honum fullkomna stjórn yfir stýringu bílsins.

 • Simplicity by design.

  Einfaldleiki út frá hönnun.

  Kia fer alveg nýjar leiðir hér með sinni eftirtektarverðu hönnunarnálgun. Það fyrsta sem grípur augað er ný útfærsla ættargrillsins sem er einungis í örfárra sentimetra fjarlægð frá jörðu. Umgjörð grillsins er gljáandi hvít og til sitt hvorrar hliðar eru LED framljós í lóðréttri stöðu. Hliðarlínan er einföld en um leið kraftaleg og hönnun á gluggum gefur bílnum djarfa ásýnd á hlið með tilvísun í hinn goðsagnakennda Kia Soul. Þegar aftar dregur breikkar yfirbyggingin. Þar gefur að líta 275 Pirelli hjólbarða. Rétt ofan við tvöfalt pústkerfið er dimmur flötur með GT4 merkinu og sitt hvorum megin LED afturljós sem lýsa að innanverðu út að hliðum.

 • Kia GT4 Stinger

  Bíllinn að innan.

  Innanrými GT4 Stinger er markvisst í hönnun og hagnýtt í eðli sínu. Beint fyrir framan ökumann er þykkt, D-laga stýri og rauður ökumælaklasi með LED-lýsingu. Þar er líka stór snúningshraðamælir og gírskiptivísir. Í takt við keppniseðli GT4 Stinger og með tilvísun til keppnisbíla fyrri tíma hafa hurðarhúnar að innan vikið fyrir ólum með rauðum skrautsaumum. Það endurspeglar síðan hreinræktað og ómengað keppnisgen GT4 Stinger að hann er hljómtækja. Eina tónlistin sem berst til eyrna bílaáhugamanna kemur frá pústkerfi GT4 Stinger.

Myndasafn