Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

HUGMYNDABÍLAR

 • Það sem framtíðin ber í skauti sér

  Stórbrotnar hönnunarlausnir, framsýn hugsun í aflrásum og snjallar hugmyndir sem eru sérsniðnar að breyttum þörfum komandi kynslóða. Við erum að þróa bíla framtíðarinnar í dag. Kynntu þér betur hugmyndabílana okkar.

 • kia proceed concept

  2019 - IMAGINE BY KIA

  Meet the future of electrification at Kia. Electric under the bonnet and electrifying from every angle, the unveiling of this bold new vision in Geneva reflects our drive to bring truly iconic design to our zero-emissions models of tomorrow.

 • kia proceed concept

  2017 - KIA PROCEED CONCEPT

  Embodying all the spirit and athleticism of the pro_cee’d range, this extended hot hatch is reworked and reimagined to combine a striking new visual presence with a dash of real-world five-door versatility.

 • 2014 - SPORTSPACE hugmyndabíllinn

  Hugsaður og útbúinn fyrir langferðir. Sportspace hugmyndabíllinn er hin endalega lausn á hröðum og skilvikum samgöngum í hámarks þægindum og lágmarks streitu. Hann er endurgerð grand tourer fyrir samtímann en heldur í hefðirnar sem hinn fullkomni bíll fyrir langar helgarferðir.

 • 2014 - GT4 STINGER HUGMYNDABÍLLINN

  GT4 Stinger er herskáasti hugmyndabíll Kia frá upphafi og sannkallaður draumabíll bílaáhugamannsins. Hann er endurómur þeirra glæstu tíma þegar á markaði voru hreinræktaðir og ódýrir sportbílar. Hönnunarteymi Kia í Bandaríkjunum nálgaðist GT4 Stinger viðfangsefnið með það í huga að draga sem mest úr þyngd, hámarka notagildið og bjóða upp á hreinræktaða akstursánægju.

 • 2013 - NIRO URBAN hugmyndabíllinn

  Gáskafullur en getumikill, sterkur en dálítið óþekkur – nýr róttækur hugmyndabíll Kia fyrir Evrópu var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt 10. september. Hann gaf vísbendingu um hugsanlegan keppinaut í B-stærðarflokki sem væri tilbúinn í áskoranir borgarumhverfisins með glæsileika og einurð í farteskinu.

 • 2013 - KIA PROVO hugmyndabíllinn

  Í Kia Provo fer saman hátæknivæddur búnaður og útlitshönnun sem einkennist af sjálfsöryggi og snerpu. Hann var nýr og spennandi kostur í B-stærðarflokki fyrir bílaáhugamanninn. Kia Provo var frumsýndur á bílasýningunni í Genf 2013. Hver sveigja, brot og formlína þjóna einum tilgangi - að gleðja og heilla eigandann og kalla fram bros á andliti ökumannsins.

 • 2011 - KIA GT

  Hönnun er huglæg. Hún tekur þig í ferðalag um mest töfrandi staði í hugarheimi þínum. Ferðalagið í GT einkennist af sveigjum og beygjum þar sem gleðin mætir hröðuninni, lífsgleðinni sem felst í átakalausum akstri. Stund kraftmikillar upplifunar er runnin upp. Kynntu þér GT hugmyndabílinn, fernra dyra sportbílinn.

 • 2010 - KIA POP

  Kia varð aftur á allra vörum þegar hinn óhefðbundni og hönnunarstýrði POP rafmagnshugmyndabíll var frumsýndur á bílasýningunni í París 2010. Þessi innan við þriggja metra langi, mengunarlausi, þriggja sæta bíll kemur með glæsilegri hönnun sinni með nýja vídd inn í borgarbílaflokkinn.

 • 2010 - KIA RAY

  2010 - KIA RAY

  Í Kia Ray samtvinnast framúrstefnuleg hönnun og hátæknivædd aflrásartækni. Þessi kraftalegi hugmyndabíll er með tengiltvinnaflrás og liþíum-pólymer rafgeymi. Hann hefur akstursdrægi upp á 80 kílómetra fyrir hreinu rafmagni.

 • 2009 - KIA KND-5

  2009 - KIA KND-5

  Það er kraftalegt samræmi í svipmóti þessa sportlega lúxusbíls sem gefur innsýn í framtíðarhönnun nýs flaggskips Kia.

 • 2007 - KIA KEE

  2007 - KIA KEE

  "Nýr Kia Kee er skýrt merki þess að Kia merkið mun höfða til og koma heilum grunni nýrra viðskiptavina á óvart í framtíðinni." (Peter Schreyer, yfirhönnuður Kia.)

 • 2007 - KIA KND-4

  2007 - KIA KND-4

  Minni gerð sportjeppa sem býr yfir akstursþægindum fólksbíls og torfæruakstursgetu. Þótt um hugmyndabíl sé að ræða, er þessi 3ja dyra, 4,47 m langi, flúorgræni KND-4 vísbending um hvernig bílar Kia í þessum flokki gætu litið út í framtíðinni.

 • 2007 - KIA EX_CEE'D

  2007 - KIA EX_CEE'D

  “Ég er þess fullviss að blæjubíllinn nái aftur fyrri vinsældum. Rómantíkin sem fylgir því að aka opnum bíl hefur lengi fylgt okkur. Fyrr mitt leyti er blæjan lykillinn að sannri upplifun af akstri í bíl með opnanlegu þaki."
  (Peter Schreyer, yfirhönnuður Kia.)

 • 2007 - KIA KUE

  2007 - KIA KUE

  “Góð hönnun á aldrei að vera þvinguð," segir Tom Kearns, yfirhönnuður Kia Bandaríkjunum. “Í framtíðinni mun hönnun Kia einkennast af "minna er meira" og ríkri og djarfri staðfestu við einstæðan persónuleika Kia."