Go to content

Fréttir

Kia efst fjórða árið í röð hjá J.D Power

Kia efst fjórða árið í röð hjá J.D Power

09-07-2018

Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílamerki sem ekki teljast til lúxusmerkja. Þetta er fjórða árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power. Í könnun J.D. Power eru bíleigendur nýlegra bíla spurðir um áreiðanleika þeirra og bilanir á fyrstu 3 mánuðum.

Tveir bílar frá Kia, Sorento og Rio, urðu efstir í sínum flokkum. Kia Sorento varð í efsta sætinu í flokki sportjeppa og Kia Rio náði efsta sætinu í flokki smábíla. Kia Optima og Sportage urðu í öðru sætinu í sínum flokkum ásamt Forte og Sedonna sem ekki eru framleiddir fyrir Evrópumarkað.

,,Þetta er framúrskarandi árangur fyrir Kia og mjög ánægjulegt að merkið nái toppsætinu í þessari virtu könnun J.D. Power fjórða árið í röð. Við erum að sjálfsögðu afar stolt og ánægð með þennan árangur. Þetta sýnir svo ekki verður um villst mikil gæði og góða endingu nýrra Kia bíla. Við höfum mikla trú á bílum okkar og bjóðum til að mynda upp á 7 ára ábyrgð af nýjum bílum en enginn annar bílaframleiðandi í heiminum býður upp á svo langa ábyrgð," segir Michael Cole, einn af framkvæmdastjórum Kia.

J.D. Power hefur í áratugi verið eitt virtasta greiningarfyrirtæki heims. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 1968, hefur mótað sér sérstöðu er kemur að ánægju- og áreiðanleikakönnunum í bílaiðnaðinum. Í gæðakönnun (e. Initial Quality Study) er könnuð tíðni vandamála sem koma upp á fyrstu 90 dögum eftir kaup bíls. Í könnuninni voru fengin svör frá 75.712 þátttakendum. 240 ökutækjategundir voru skoðaðir í 26 flokkum. Bílarnir voru metnir eftir akstursupplifun, vélarframmistöðu og margvíslegum gæðaþáttum sem spurt var um.