Skilvirkni, sparneytni og fjölhæfni
Mengunarlaus akstur hvenær sem þörf krefur.
Myndir eingöngu til útskýringar og sýna ekki ófrávíkjanlega Evrópuútfærslur.
Allir eigendur Kia Sorento njóta góðs af okkar einstæðu 7 ára/150.000 km ábyrgð (ótakmörkuð í allt að 3 ár; frá 4 árum 150.000 km) 9 . Ábyrgðin fylgir þegar bíllinn er seldur og tryggir frábært endursöluvirði.
Við viljum að þú sért vel upplýstur næstu 7 árin. Þess vegna fylgir leiðsögukerfinu kortauppfærsla til 7 ára án endurgjalds10 , Kia Live þjónustan5 og UVO Connect þjónustan1 .
Skilvirkur og fjölhæfur - í borginni og úti á landi. Kraftalegt útlit, sparneytni, akstursánægja og einfaldur í hleðslu.
Lítil eyðsla og gefandi í akstri. Með djarfri útlitshönnun, þægindum eins og þau gerast mest, fjölhæfni 7 sæta bílsins og akstursstoðkerfum af nýjustu gerð.
Sannarlega alhliða bíll - státar af kraftalegu útliti, hágæða innréttingum, fjölbreytileika í innanrymi og einstökum aksturseiginleikum.
Öll tæknigögn og tækniupplýsingar byggjast á væntanlegum markmiðum og eru háð frekari þróun og gerðarviðurkenningum. Allar tölur eru breytingum háðar.
Upplýsinga- og stjórnstöð fyrir Kia bifreið þína í gegnum snjallsímann þinn. Þjónustan er endurgjaldslaus í sjö ár frá og með deginum sem ökutækið er selt fyrsta eiganda þess, þ.e.a.s. á þeirri stundu sem upphaflegur kaupsamningur tekur gildi, og getur verið háð breytingum á þessu tímabili. Notkunarupplýsingar og notkunarskilmála er að finna í UVO appi þínu. Snjallsímar með iOS eða Android stýrikerfi og farsímaáskrift með nauðsynlegum gagnaflutningum leiða til viðbótarkostnaðar.
Kia Sorento er samhæfður Apple CarPlay™ og Android Auto™. Android Auto™ er hannað fyrir i Android farsíma með 5.0 (Lollipop) eða nýrri útgáfum. Apple CarPlay™ er hannað fyrir iPhone 5 eða nýrri gerðir. Bæði kerfin eru með raddstýringu sem gerir ökumanni kleift að hafa hendur á stýri og augun á veginum öllum stundum. Apple CarPlay™ er vörumerki Apple Inc. Android Auto™ og önnur merki eru vörumerki Google Inc.
Þráðlaus hleðslubúnaður er samhæfður snjallsímum með Qi tækni eða með Qi aðlögun.
Þjónustan er endurgjaldslaus í sjö ár frá og með deginum sem ökutækið er selt fyrsta eiganda þess, þ.e.a.s. á þeirri stundu sem upphaflegur kaupsamningur tekur gildi, og getur verið háð breytingum á þessu tímabili. Notkunarupplýsingar og notkunarskilmála má finna í upplýsinga- og afþreyingarkerfi ökutækisins. On-Board þjónusta sem í boði er getur verið breytileg milli landa.
Snjallsíma með gagnasamningi þarf til að virkja Kia Live þjónustuna í löndum og gerðum ökutækja sem eru án innbyggðra fjarskipta.
Stjórnvöld víðast hvar telja að hraðamyndavélaþjónusta auki öryggi í umferðinni. Hraðamyndavélaþjónustan HÉR veitir er í samræmi við staðbundna löggjöf og aðlagast framkvæmd hennar þarf sem þörf krefur.
DRIVE WiSE tæknin eru akstursstoðkerfi sem leysir ökumann þó ekki undan þeirri ábyrgð sinni að stjórna ökutækinu með öruggum hætti öllum stundum. Ökumaðurinn þarf eftir sem áður að laga aksturinn að akstursgetu sinni, lagaskilyrðum og akstursskilyrðum og umferðaraðstæðum. DRIVE WiSE tæknin er ekki hönnuð fyrir sjálfsakstur ökutækisins. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbók.
Árekstrarvari að framan er akstursstoðkerfi sem leysir ökumann ekki undan þeirri ábyrgð að stjórna ökutækinu með öruggum hætti öllum stundum. Ökumaðurinn þarf eftir sem áður að laga aksturinn að akstursgetu sinni, lagaskilyrðum og akstursskilyrðum og umferðaraðstæðum. FCA er ekki hannað fyrir sjálfsakstur ökutækisins. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbók.
Ábyrgð að hámarki að 150.000 km. Gildir í öllum Evrópusambandsríkjum (en auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar). Frávik frá gildum ábyrgðarskilmálum, t.a.m. vegna lakkskemmda og búnaðar, eru háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum.
Gildir eingöngu fyrir ný Kia ökutæki sem keypt eru eftir 28. febrúar 2013 og eru með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju. Komið getur til launakostnaðar á þjónustustöð fyrir þann tíma sem það tekur að uppfæra kerfið. 7 ára kortauppfærslur fela í sér sex uppfærslur því Kia ökutæki eru afhent með nýjustu fáanlegu uppfærslu. Kia er ekki ábyrgt fyrir gæðum kortagagna frá gagnaframleiðandanum HÉR.