Þráðlaus hleðsla snjallsíma
Njóttu þess að hlaða farsímann þráðlaust meðan ekið er.
Eigendur Kia Sorento njóta góðs af okkar einstæðu 7 ára ábyrgð1 sem nær einnig til rafgeymisins.10 Þetta er til marks um hve mikla trú við höfum á bílum okkar. Ábyrgðin er líka yfirfæranleg á nýja eigendur ef bíllinn er seldur.
Uppfærslur á kortum í leiðsögukerfum Kia bíla eru án endurgjalds einu sinni á ári í sex ár, en það er liður í fyrirheitum okkar um gæði. Uppfærslur tryggja að leiðsögukerfið byggir ávallt á nýjustu upplýsingum.
Kia Sorento er samhæfður Apple CarPlay™ og Android Auto™. Android Auto™ er hannað fyrir Android síma af fimmtu útgáfu 5.0 (Lollipop) eða nýrri. Apple CarPlay™ nýtist iPhone 5 eða nýrri gerðum. Bæði kerfin bjóða upp á raddstýringu sem gera ökumanni kleift öllum stundum að halda um stýrið og hafa augun á veginum. Apple CarPlay™ er vörumerki Apple Inc. Android Auto™ og other merki eru vörumerki Google Inc.
Þráðlaus hleðsla er samhæfð farsímum með Qi tækni eða Qi breyti.
Flest stjórnvöld og staðbundin yfirvöld eru á einu máli um að hraðamyndavélagreinar (Speed Camera Service) stuðli að auknu öryggi í umferðinni. Hraðagreinirinn, þjónusta sem HERE veitir, er í samræmi við innlenda löggjöf og lagar sig að henni þar sem þörf krefur.
DRIVE WiSE tæknin felur í sér akstursstoðkerfi og leysa ökumann undan þeirri ábyrgð að stjórna ökutækinu með öruggum hætti öllum stundum. Ökumaður þarf eftir sem áður að aðlaga akstursvenjur sínar að sinni akstursfærni, að lögum og reglum og veg- og umferðaraðstæðum hverju sinni. Drive Wise tæknin er ekki hönnuð til sjálfaksturs ökutækisins. Frekari upplýsingar er að finna í eigandahandbókinni.
Fjarstýrði bílastæðavarinn er einungis fáanlegur með dísilknúinni gerð nýs Kia Sorento.
Árekstrarvari að framan (FCA) er akstursstoðkerfi sem leysir ökumann ekki undan þeirri ábyrgð stjórna ökutækinu með öruggum hætti öllum stundum. Ökumaður þarf eftir sem áður að aðlaga akstursvenjur sínar að sinni akstursfærni, að lögum og reglum og veg- og umferðaraðstæðum hverju sinni. FCA er ekki hannað til sjálfaksturs ökutækisins. Frekari upplýsingar er að finna í eigandahandbókinni.
Ábyrgð í að hámarki 150.000 km. Gildir í öllum Evrópussambandslöndum (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar). Frávik samkvæmt gildum ábyrgðarskilyrðum, t.d. fyrir málningu og búnaði, eru háð fyrirvörum um staðbundna skilmála og skilyrði.
Gildir aðeins fyrir ný Kia ökutæki sem keypt eru eftir 28. Febrúar 2013 og koma með uppsettu LG leiðsögutæki frá verksmiðju. Launakostnaður kann að hljótast af uppfærslunni á þjónustustað. Kortauppfærsla til 7 ára felur í sér 6 kortauppfærslur þar sem Kia ökutæki koma frá verksmiðju með nýjustu uppfærslunni. Uppfærslurnar hafa ekki áhrif á ábyrgð leiðsögukerfisins. Kia er ekki ábyrt fyrir gæðum kortaupplýsinganna sem framleiddar eru af kortagagnafyrirtækinu HERE.