Virkni að utan sem innan
Með hugarró en samt fulla stjórn
Kia Rio hefur farið í gegnum strangar prófanir á áreiðanleika og endingu og við erum stolt að bjóða hann, eins og allar gerðir Kia, með ábyrgð sem setur fordæmi fyrir allan bílaiðnaðinn. Allar gerðir Kia koma með 7 ára/150.000 km ábyrgð.
Uppfærslur á kortum í leiðsögukerfum Kia bíla eru án endurgjalds einu sinni á ári í sex ár, en það er liður í fyrirheitum okkar um gæði. Uppfærslur tryggja að leiðsögukerfið byggir ávallt á nýjustu upplýsingum.
Proving its outstanding safety record, the new Kia Rio was awarded a maximum five-star safety rating by the leading European road safety organisation, Euro NCAP.
Kia Rio verður ein fyrsta gerð Kia með Android Auto™, fyrir Android farsíma 5.0 (Lollipop) eða nýrri. Apple CarPlay™ verður fáanlegt í lok árs 2016 fyrir iPhone 5 eða nýrri gerðir. Bæði kerfi eru með raddstýringu sem gera ökumanni kleift að hafa báðar hendur á stýri og athyglina að umferðinni öllum stundum.
Drive Wise er akstursstoðkerfi sem dregur þó ekki úr ábyrgð ökumanns að gæta fyllsta öryggis við akstur. Ökumaður verður eftir sem áður að miða akstur við aksturshæfni sína, umferðareglur, ástand vega og umferð. Drive Wise tækni býður ekki upp á sjálfakstur bifreiðarinnar. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbók.
Sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi (AEB) sem greinir gangandi vegfarendur er stoðkerfi sem leysir ökumanninn ekki undan þeirri ábyrgð að gæta fyllsta öryggis í akstri öllum stundum. Ökumaður verður ávallt að miða ökulag sitt að eigin akstursgetu, fara að umferðarreglum og taka mið af veg- og umferðaraðstæðum hverju sinni. AEB kerfið býður ekki upp á sjálfvirkan akstur bifreiðarinnar. Leitið nánari upplýsinga í eigandahandbók.
7 ára / 150.000 km ábyrgð Kia. Gildir í öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð skilmálum og skilyrðum í hverju landi.
Hluti af fyrirheitum okkar um gæði eru sex ókeypis kortauppfærslur á hverri Kia bifreið sem er með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju. Þetta einstæða tilboð tryggir að leiðsögukerfið styðst ávallt við nýjustu upplýsingar. Tilboðið nær eingöngu til nýrra Kia ökutækja með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju sem keypt eru eftir 28. febrúar 2013. Kostnaður getur fallið til vegna vinnu við ísetningu á uppfærslum. 7 ára kortauppfærslukerfið innifelur sex kortauppfærslur þar sem Kia ökutæki koma með nýjustu uppfærslu frá verksmiðju. Kortauppfærslurnar hafa ekki áhrif á ábyrgð á leiðsögukerfinu. Kia ber ekki ábyrgð á gæðum kortagagna frá birgjanum Navteq.