Fjöðrun og aksturseiginleikar
Upplifðu unaðinn yfir afköstunum.
Öll verð eru mátun og virðisaukaskattur
Eigendur Kia ProCeed njóta góðs af okkar einstæðu 7 ára verksmiðjuábyrgð.7 Hún er til vitnis um þá tiltrú sem við höfum á bílum okkar. Ábyrgðin er millifæranleg á næstu eigendur ef þú kýst að selja bílinn.
Uppfærslur á kortum í leiðsögukerfum Kia bíla eru án endurgjalds einu sinni á ári í sex ár, en það er liður í fyrirheitum okkar um gæði. Uppfærslur tryggja að leiðsögukerfið byggir ávallt á nýjustu upplýsingum.4
Í ProCeed fer saman glæsilegt útlit, mikið rými og fjölhæfni fimm dyra ferðabíls með langbaksformi.
Drive Wise er akstursstoðkerfi sem dregur þó ekki úr ábyrgð ökumanns að gæta fyllsta öryggis við akstur. Ökumaður verður eftir sem áður að miða akstur við aksturshæfni sína, umferðarreglur, ástand vega og umferð. Drive Wise tækni býður ekki upp á sjálfakstur bifreiðarinnar. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbók.
Árekstrarvari að framan (FCA) er akstursstoðkerfi sem leysir ökumann ekki undan þeirri ábyrgð að haga akstri sínum með ábyrgum hætti öllum stundum. Ökumaður skal aðlaga aksturinn að eigin akstursgetu, að lagalegum skilyrðum og að vega- og umferðaraðstæðum. FCA er ekki ætlað til sjálfaksturs ökutækisins. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbókinni.
JBL® hljómkerfið kemur með Clari-Fi™ tækni. Stafræn gögn geta glatast þegar þeim er þjappað í skrár eins og MP3. Clari Fi™ tæknin leiðréttir háa/lága tóna sem hafa glatast og bætir hljómgæðin.
Öll ný ökutæki Kia sem eru með leiðsögukerfi frá verksmiðju eiga rétt á árlegri kortauppfærslu til 7 ára. Þetta er hluti af yfirgripsmiklum fyrirheitum okkar um gæði. Þetta einstaka tilboð tryggir að leiðsögukerfið er ávallt með nýjustu kortagögnum. Tilboðið nær eingöngu til nýrra ökutækja Kia sem eru með leiðsögukerfi frá verksmiðju og hefur að öðru leyti ekki áhrif á ábyrgðina.
Nýr Kia Ceed er samhæfður fyrir Android AutoTM og Apple CarPlayTM. Android AutoTM er hannað til virka með Android farsímum með 5.0 (Lollipop) eða nýrri kerfum og Apple CarPlayTM fyrir iPhone 5 eða nýrri gerðir. Bæði kerfin eru með raddstýringu sem gera ökumanni kleift að hafa báðar hendur á stýri og hafa augun á veginum öllum stundum. Android AutoTM er vörumerki Google Inc. Apple CarPlayTMer vörumerki Apple Inc.
Þráðlausa snjallsímahleðslan er samhæfð fyrir síma með Qi tækni eða millistykki.
7 ára/150.000 km ábyrgð Kia. Gildir í öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð skilmálum og skilyrðum í hverju landi.