Nýr Kia Niro kynntur til skjalanna. Sérstaklega hannaður til að gefa rafknúnum samgöngum nýja ásýnd á götunum.
Í boði með þrenns konar orkusparandi aflrásum. Nýr Kia Niro ryður brautina fyrir rafvæddar samgöngur til framtíðar. Kynntu þér nýjan Niro hybrid, plug-in hybrid og 100% rafmagn ásamt nýrri hönnun á yfirbyggingu. Nýstárlegt farþegarými og ný yfirbygging er gerð úr sjálfbærum efnum og undirstrikar framtíðarsýn Kia.
Fjölbreytileiki Kia í aflrásum tryggir bílkaupendum fjölbreytta valkosti. Með því að bjóða upp á umhverfisvænni valkosti býðst þér útfærsla sem stuðlar að grænni framtíð.
Nýr Kia Niro er fáanlegur með tengilvinnaflrás, tvinnaflrás og hreinni aflrás. Það gefur þér val þegar þú stendur frammi fyrir næstu kaupum á bíl. Niro EV rafbíllinn er búinn ökutæki-að-viðtæki sem gerir þér kleift að hlaða rafeindastýrð viðtæki með einni tengingu.
Hönnun á yfirbyggingu Niro er framsækin og býr yfir óvæntum hönnunaratriðum. Þar má nefna Aero hurðarpóstinn aftast á bílnum sem brýtur upp hliðarsvipinn og dregur loftmótstöðu undir bílinn og minnkar ókyrrð fyrir aftan hann. En ekki síður fjölhæfni byggingarlagsins sem stuðlar að meira innanrými fyrir nauðsynlegan farangur.
Nýr Niro hefur upp á allt að bjóða sem ætlast er til af einum bíl. Þar má meðal annars nefna framrúðuskjá sem auðveldar ökumanni að hafa ávallt augun á veginum sem og fjarstýrðan bílastæðavara sem gerir ökumanni kleift að leggja bílnum auðveldlega í þröngum bílastæðum.
Við sendum þér eingöngu efni og upplýsingar sem við teljum áhugaverðar og nýstárlegar fyrir þig.
Myndir og hreyfimyndir eru eingöngu notaðar til útskýringar. Endanlegt útlit gæti verið öðruvísi en tiltækar myndir hér sýna.