Kia og íþróttir

Samstarf við íþróttarheyfinguna

Kia vinnur stöðugt að því að efla ímynd sína og þekkingu á vörumerkinu með samstarfssamningum við íþróttahreyfinguna, stuðning við alþjóðlega íþróttaviðburði og heimsþekkta íþróttamenn. Kia er opinber samstarfsaðili bæði UEFA og FIFA og er bakhjarl bæði Evrópumótsins í knattspyrnu 2008 og Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2012. Fyrirtækið er ennfremur aðalstuðningsaðili Opna ástralska tennismótsins og verður það fram til ársins 2013. Kia er einnig bakhjarl Davis bikarsins í tennis og hefur rennt enn styrkari stoðum undir framlag sitt til tennisíþróttarinnar með samstarfssamningum við tennisstjörnurnar Andre Agassi og nú Rafael Nadal, sem hafa verið alþjóðlegir sendiherrar vörumerkisins. Kia hefur skrifað undir breyttan samning í tengslum við X-leikana í Asíu, sem er þekktasta ofuríþróttakeppni heims. Kia er nú titilbakhjarl leikanna sem í kjölfarið kallast “Kia X-leikarnir í Asíu”. Kia kynnti jafnframt nýlega í Bandaríkjunum markaðstengt átak í samstarfi við körfuboltahreyfinguna þar í landi sem felur meðal annars í sér samstarfssamninga við níu lið í NBA-deildinni.