Kia flotasala

"Family-like Care"

Skoða á pdf-sniði Við hjá Kia elskum bílana okkar. Hver og einn er hluti af fj ölskyldu okkar. Það þarf að huga vel að því sem manni þykir vænt um. Nú tilheyrir þú einnig fj ölskyldunni eftir kaup þín á Kia. Það er því okkur mikilvægt að hugsa um þinn hag og þarfir bifreiðarinnar. Það er góð tilfinning að vita að það er vel hugsað um mann. Gæði eru nú með sjö ára ábyrgð. Við hjá Kia höfum trú á því sem við erum að gera. Þess vegna eru allar bifreiðar okkar með sjö ára ábyrgð, sem er lengsta ábyrgð á bifreiðum sem um getur. Þetta finnur þú hvergi annars staðar en hjá Kia. Nýja bifreiðin þín hefur verið afhent. Hvað næst? Fyrst af öllu skaltu njóta hverrar mínútu með Kia bifreiðinni þinni. En það er ekki nóg fyrir okkur að útvega þér faratæki sem uppfyllir þarfi r þínar. Við erum þeirrar skoðunar að þú eigir skilið að fá bestu mögulegu þjónustu sem völ er á svo þú verðir fullkomlega ánægð(ur) með kaupin. Þar sem þú ert mikils metinn viðskiptavinur, skuldbindum við okkur til að tryggja að við höfum fullnægt þörfum og væntinum þínum varðandi þjónustu. Jafnvel þó við skörum þegar framúr á því sviði viljum við veita þér bestu þjónustu sem völ er á. Takmark okkar er að bæta sífellt þjónustuna. Endurgjöf þín er okkur mikilvæg Ef þú ert þeirrar skoðunar að við getum bætt okkur á einhvern hátt, eða þú ert með einhverjar spurningar varðandi þjónustu eða viðgerð, förum við þess á leit við þig að þú látir okkur vita um leið og þú getur. Endurgjöf þín er okkur mjög mikilvæg. 10 þrepa þjónustuloforð Kia Að sérsníða Kia bifreiðina þína á réttan hátt Langar þig að gera Kia bifreiðina þína glæsilegri, þægilegri eða öruggari? Hvað með álfelgur? Þakboga eða dráttarkrók? Kia mælir með notkun á viðurkenndum aukahlutum. Þú getur auðveldlega sniðið bifreiðina að þínum þörfum. Engar málamiðlanir eru gerðar um öryggi eða gæði – hvort sem um ræðir gólfmóttur eða þakboga. Viðurkenndir aukahlutir eru hannaðir eftir gæðastöðlum framleiðenda og sérhannaðir fyrir Kia bifreiðar. Af hverju á að nota viðurkennda varahluti frá Kia? Viðurkenndir varahlutir frá Kia eru framleiddir skv. sömu gæðastöðlum og þeir hlutir sem eru notaðir í framleiðslu; hannaðir, prófaðir og framleiddir eftir gæðakröfum sem Kia setur. Með notkun viðurkenndra varahluta frá Kia getur þú verið viss um að öryggi og áreiðanleika Kia bifreiðarinnar þinnar er ekki stefnt í hættu. Þú veist að öryggi og frammistöðu Kia bifreiðarinnar þinnar er viðhaldið líkt og hún væri að okma beint frá verksmiðjuni. Hvar fást viðurkenndir varahlutir frá Kia? Vinsamlegast snúðu þér til næsta viðurkennda þjónustuaðila Kia.