Umhyggja

10 þjónustuloforð Kia

 

1

 

Tímabókanir

Tímabókun þín hentar þörfum þínum.
2

Vertu velkomin(n)

Við tökum á móti þér með vinsamlegri kveðju þegar þú kemur inn á þjónustusvæðið.
3

Bilanagreining

Við hlustum á það sem þú hefur að segja og tökum okkur tíma í að ræða hvaða viðgerðarmöguleikar eru í stöðunni.
4

Verkbeiðni

Áður en við hefjum vinnu við bifreiðina þína förum við yfir verkbeiðnina með þér og hefjum viðgerð þegar þú hefur staðfest hana með undirskrift þinni.

5

Verðlagning

Verðlagning okkar er gagnsæ, þannig að þú veist alltaf fyrir hvað þú ert að greiða.
6

Framkvæmd þjónustu

Þjónustan sem þú biður um er framkvæmd á réttum tíma og á nákvæman hátt.
7

Við upplýsum þig

Við upplýsum þig um framgang mála og breytingar á tíma eða kostnaði.
8

Staðfesting þjónustu

Að lokinni þjónustu fer fram gæðaathugun til að tryggja að nauðsynleg þjónusta hafi verið framkvæmd.
9

Afhending bifreiðar

Þegar þú sækir bifreiðina útskýrum við reikninginn fyrir þér og svörum spurningum sem upp kunna að koma.
10

Eftirfylgni

Láttu þér ekki bregða þó þú fáir símtal frá okkur nokkrum dögum eftir að þú hefur sótt bifreið þína úr viðgerð. Endurgjöf þín er mikilvæg í þeirri viðleitni okkar að bæta sífellt þjónustu okkar.