Nýr Kia Stonic

Fyrir þá sem vilja lifa lífinu til fulls

360° Sjónarhorn

01.jpg
02.jpg
03.jpg
04.jpg
05.jpg
06.jpg
07.jpg
08.jpg

17" Aluminium

Available in all editions

Limited Chrome Black

Available in all editions

HÖNNUN

Heillandi línur

Kraftalegt útlit nýs Kia Stonic er sérstaklega hugsað fyrir þá sem vilja gera hverja ferð að ævintýri. Flæðandi línur og djarflegt grill gera hann einstakan. Ekki síður en vindskeið yfir afturrúðu og stórt loftinntak til að draga inn kæliloftið. Kraftaleg frambretti og stuðari ásamt loftstýrandi undirplötu eru enn frekari áhersluatriði á þessum svala borgarjeppling.

Nýr Kia Stonic er rennilegur á að líta, með einstökum áhersluaukum, 17" álfelgum og það stafar af honum sportlegri gleði. Á þakinu eru langbogar eins og á jeppa sem vekja athygli og farþegar fá frið fyrir forvitnum augum með skyggðum rúðum. Tveggja þátta framljós með beygjuvirkni og LED DRL þokuljós lýsa upp veginn framundan.

Sestu undir stýri og taktu inn glæsilegt innanrýmið í nýjum Kia Stonic. Val er um tauáklæði eða leðurlíki á sætum, allt eftir smekk hvers og eins. Gríptu hraustlega um leðurklætt, D-laga stýrið. Leyfðu augunum að gæla við litaskreytingarnar og atriði eins og skrautsauma í andstæðum litum í stýri og sætum.

Vertu djarfur. Láttu nýjan Kia Stonic lýsa þínum innri manni með vali á einni af 20 mögulegum tveggja tóna litasamsetningum á þaki og yfirbyggingu. Þá er val um sex mismunandi litapakka í innanrými, þar á meðal brons, appelsínugult, grænt og grátt. Hvaða litur endurspeglar þinni innri mann best?

AKSTURSEIGINLEIKAR

Hreinræktuð gleði í umferðinni

Aflmikill akstur

Aflmikill akstur

Hannaður fyrir afburða akstur. Nýr Kia Stonic er með nákvæmri stýringu með mikilli svörun. Undirvagninn er gerður úr hástyrktarstáli sem eykur stífleika bílsins. Þetta eykur akstursánægjuna og viðbragðið í hvert sinn sem sest er undir stýri.

Hannaður fyrir afburða akstur. Nýr Kia Stonic er með nákvæmri stýringu með mikilli svörun. Undirvagninn er gerður úr hástyrktarstáli sem eykur stífleika bílsins. Þetta eykur akstursánægjuna og viðbragðið í hvert sinn sem sest er undir stýri.

Tilbúinn í slaginn

Tilbúinn í slaginn

Ánægjan af þessum einstæða borgarjeppling er síst minni með 1.0 T-GDI, 120 hestafla vélinni. Sestu inn, festu beltin og hraðaðu þér upp á næsta stig akstursupplifunar.

Ánægjan af þessum einstæða borgarjeppling er síst minni með 1.0 T-GDI, 120 hestafla vélinni. Sestu inn, festu beltin og hraðaðu þér upp á næsta stig akstursupplifunar.

ÞÆGINDI OG HAGKVÆMNI

Eitthvað alveg sérstakt á hverjum degi

Notendavænt stjórnrými

Notendavænt stjórnrými

Komdu þér þægilega fyrir í rúmgóðu innanrýminu og njóttu einstæðrar akstursupplifunar og háþróaðrar tækni. Í stjórnrýminu beinast öll stjórntæki að ökumanni. Skjár með öllum nauðsynlegustu upplýsingum vísar að ökumanni og stjórnrofar eru innan seilingar. Svo úthugsun hönnun á innanrými gefur ökumanni kost á því að einbeita sér fullkomlega að akstrinum.

Komdu þér þægilega fyrir í rúmgóðu innanrýminu og njóttu einstæðrar akstursupplifunar og háþróaðrar tækni. Í stjórnrýminu beinast öll stjórntæki að ökumanni. Skjár með öllum nauðsynlegustu upplýsingum vísar að ökumanni og stjórnrofar eru innan seilingar. Svo úthugsun hönnun á innanrými gefur ökumanni kost á því að einbeita sér fullkomlega að akstrinum.

Mikið innanrými

Mikið innanrými

Þótt nýr Kia Stonic sé rennilegur og skemmtilegur í akstri þýðir það ekki að hann sé plásslítill. Í honum er nægt rými til að fara með vinunum í skemmtilega ferð. Mikill farangur? Það breytir engu. Aftursætin eru einfaldlega felld niður í hlutföllunum 60:40 og þá myndast nóg rými fyrir farangurinn.

Þótt nýr Kia Stonic sé rennilegur og skemmtilegur í akstri þýðir það ekki að hann sé plásslítill. Í honum er nægt rými til að fara með vinunum í skemmtilega ferð. Mikill farangur? Það breytir engu. Aftursætin eru einfaldlega felld niður í hlutföllunum 60:40 og þá myndast nóg rými fyrir farangurinn.

Upplýsinga- og afþreyingakerfi

Ávallt tengdur umheiminum

Snjalltenging við umheiminn

Snjalltenging við umheiminn

Nýr Kia Stonic er samhæfður Android Auto™ og Apple CarPlay™. Njóttu þess að vera tengdur umheiminum og með aðgengi að eftirlætis tónlistinni þinni án þess að einbeitingin fyrir akstrinum minnki.1

Tæknidraumur

Tæknidraumur

Ertu mikið fyrir skemmtilega tækni. Nýr Kia Stonic er með þetta allt, þ.á m. aðlaðandi, 7 tommu fljótandi snertiskjá. Hann er lykillinn að öllu, allt frá útvarpi til leiðsögukerfis og honum fylgja kortauppfærslur til sjö ára.5 Farþegar í aftursætum hafa aðgengi að USB hleðslu skyldi þurfa að hlaða græjurnar.

Ertu mikið fyrir skemmtilega tækni. Nýr Kia Stonic er með þetta allt, þ.á m. aðlaðandi, 7 tommu fljótandi snertiskjá. Hann er lykillinn að öllu, allt frá útvarpi til leiðsögukerfis og honum fylgja kortauppfærslur til sjö ára.5 Farþegar í aftursætum hafa aðgengi að USB hleðslu skyldi þurfa að hlaða græjurnar.

TÆKNI OG ÖRYGGI

Þitt öryggi í fyrirrúmi

Uppgötvaðu DRIVE WiSE, stöðugt aukið úrval hátæknivæddra akstursstoðkerfa.6 Hönnun þeirra miðar að auknu umferðaröryggi og nýstárleg virkni þeirra auðvelda ökumanni að bregðast skjótt við hættulegum aðstæðum. Hann getur því notið akstursins til hins ítrasta.

Árekstrarvari að framan (FCA) hjálpar ökumanni að forðast eða draga úr alvarleika áreksturs með því að vara hann við yfirvofandi hættu og beita sjálfvirkri hemlun ef nauðsyn ber.7 Á framstuðara nýs Kia Stonic er skynjari. Hann ásamt myndavél á framrúðunni fylgjast með yfirvofandi hættu fyrir framan bílinn, svo sem öðrum bílum og vegfarendum.

LDWS kerfið styðst við myndavél sem er efst á framrúðunni til þess að fylgjast með akreinamerkingum. Það aðvarar ökumann ef bíllinn víkur út af akgrein án þess að stefnumerki hafi verið gefið.

Hágeislavarinn (HBA) greinir aðvífandi ökutæki þegar ekið er með háu ljósin kveikt. Hann lækkar ljósgeislann sjálfvirkt og kemur í veg fyrir að aðrir ökumenn blindist án þess að ökumaðurinn þurfi að leiða hugann að því.

Svæði í kringum bílinn sem augun ná ekki til eru hættusvæði. Blindblettsvarinn (BCW) ásamt þverumferðarvaranum (RCTCW) aðvara ökumann ef öðrum ökutækjum er ekið inn í blinda blettinn. Búnaðurinn eykur til muna umferðaröryggi.

Athyglisvarinn fylgist náið með akstri ökumanns. Greini búnaðurinn að ökumaður gæti verið syfjaður beinir það tilmælum til ökumanns að gera hlé á akstri.

ÁBYRGÐ

7 ára ábyrgð Kia

Eigendur Kia Stonic búa við þau hlunnindi að bílnum fylgir einstök 7 ára ábyrgð8, þar með talin ábyrgð á rafgeymi. Svo mikla trú höfum við á bílum okkar. Þessu til viðbótar er hægt að flytja ábyrgðina til nýrra eigenda ef bíllinn er seldur.

Kortauppfærslur Kia til 7 ára

Kia ökutækjum með leiðsögukerfi frá verksmiðju fylgir ný, endurgjaldslaus kortauppfærsla einu sinni á ári í sex ár.5 Einstakt tilboð sem tryggir að leiðsögukerfið er alltaf með nýjustu gögn.

TÆKNITÖLUR

Tegund vélar 1.0 T-GDI 1.2 MPI 1.4 MPI 1.6 CRDi
SLAGRÝMI (RSM) 998 1,248 1,368 1,582
HÁMARKS AFL (HÖ/SN) 120/6000 84/6000 100/6000 110/ 4000
HÁMARKSTOG (NM/SN. MÍN) 171.5 / 1,500 ~ 4,000 121.6 / 4,000 133.3 / 4,000 260 / 1,500 ~ 2,750
GÍRSKIPTING 6 bsk 5 bsk 6 bsk 6 bsk

LAGALEGUR FYRIRVARI

(1) Android Auto™ and Apple CarPlay™

Nýi Kia Stonic er samhæfður Apple CarPlay™ og Android Auto™. Android Auto™ er hannað fyrir Android síma í útgáfu 5.0 (Lollipop) eða nýrri. Apple CarPlay™ er hannað fyrir iPhone 5 eða nýrri gerðir. Bæði kerfin búa yfir raddstýringu og gera ökumanni kleift að hafa hendur á stýri og fulla einbeitingu í akstri öllum stundum. Apple CarPlay™ er vörumerki Apple Inc. Android Auto™ og önnur merki eru vörumerki Google Inc.

(3) Kia's Connected tækni

Þjónustan er endurgjaldslaus fyrstu 7 árin eftir að leiðsögukerfið er fyrst tengd við farsímanet.

(4) Snjallsíma með gagnatengingu þarf til að virkja þjónustuna.

(5) Kortauppfærslur til 7 ára

Öll ný ökutæki Kia sem eru með leiðsögukerfi frá verksmiðju eiga rétt á árlegri kortauppfærslu til 7 ára. Þetta er hluti af yfirgripsmiklum fyrirheitum okkar um gæði. Þetta einstaka tilboð tryggir að leiðsögukerfið er ávallt með nýjustu kortagögnum. Tilboðið nær eingöngu til nýrra ökutækja Kia sem eru með leiðsögukerfi frá verksmiðju og hefur að öðru leyti ekki áhrif á ábyrgðina. Hugsanlega getur kortauppfærsla haft í för með sér kostnað vegna vinnulauna við uppfærsluna. Kia ber ekki ábyrgð á gæðum kortagagnanna sem eru fengin frá HERE.

(6) DRIVE WiSE tækni

Drive Wise er akstursstoðkerfi sem dregur þó ekki úr ábyrgð ökumanns að gæta fyllsta öryggis við akstur. Ökumaður verður eftir sem áður að miða akstur við aksturshæfni sína, umferðareglur, ástand vega og umferð. Drive Wise tækni býður ekki upp á sjálfakstur bifreiðarinnar. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbók.

(7) Árekstrarvari að framan (FCA)

Árekstrarvari að framan (FCA) er akstursstoðkerfi sem leysir ökumann ekki undan þeirri ábyrgð að haga akstri sínum með ábyrgum hætti öllum stundum. Ökumaður skal aðlaga aksturinn að eigin akstursgetu, að lagalegum skilyrðum og að vega- og umferðaraðstæðum. FCA er ekki ætlað til sjálfaksturs ökutækisins. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbókinni.

(8) 7 ára/150.000 km ábyrgð Kia á nýjum bílum

Gildir í öllum Evrópusambandsríkjum (auk þess í Noregi Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum.

* Ath. staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum

icon_brochure icon_build_yours icon_close icon_contact_dealer icon_minus icon_plus icon_sub_nav icon_test_drive kia-logo-3d icon_gallery_nose icon_arrow-right