Stinger

Frumsýndur 4. nóvember
Kia Stinger

360° Sjónarhorn

STINGER GT
STINGER GT LINE
01.jpg
02.jpg
03.jpg
04.jpg
05.jpg
06.jpg
07.jpg
08.jpg

17" Aluminium

Available in all editions

Limited Chrome Black

Available in all editions

HÖNNUN

Gran Turismo endurskapaður

Nýr Kia Stinger er með djúpar rætur í hefðinni. Hver lína er tilvísun í klassíska hefð Gran Turismo bílanna - allt frá lágri vélarhlíf og stjórnrými til kraftmikils yfirbragðsins. Glæsilegar línur skapa einstakan hliðarsvip sem er aðeins formsekkurinn að afkastagetu sem gerir menn orðlausa.

Glæsileg hönnun snýst fyrst og fremst um rétt hlutföll og jafnvægi. Nýr Kia Stinger uppfyllir þetta með sinni löngu vélarhlíf og lítilli slútun, löngu hjólhafi og lágri sætastöðu. Kraftalegra axlalínur flæða aftur með bílnum og enda í sterklegum afturhluta sem státar af hágljáandi, svartri vindskeið sem bætir loftviðnám bílsins.

Hönnun nýs Kia Stinger býr yfir hreinleika sem er innblásinn af sportlegum Gran Turismo bílum. Glæsilegt farþegarýmið státar af kringlóttum lofttúðum, mælum með málmumgjörð og satínkrómi í innréttingum. Úthugsuð smáatriðin úr neðarlegri stöðu ökumannssætisins - hágæðaefnisval, nútímalegar innréttingar og saumar í áklæðum setja sinn svip á þetta fágaða farþegarými.

AFKÖST

Enduruppgötvaðu akstursgleðina

Akstursánægjan tryggð

Yfirmáta viðbragðsþýður og hannaður til kraftmikils akstur. Nýr Kia Stinger leyfir ökumanni að finna fyrir veginum. Rafeinastýrð fjöðrun (ECS) tryggir hámarks þægindi og öryggi með fjölskynjurum sem leggja mat á akstursskilyrði. Veljið Drive Mode Select (DMS) til að laga aksturseiginleikana að þínum óskum og akstursskilyrðum.

Mikið sjálfsöryggi og vald yfir bílnum

Óvæntir hlutir gerast úti á vegunum. Nýr Kia Stinger er með aldrifi (AWD) og ökumaður er því ávallt viðbúinn því að aðstæður breytist fyrirvaralaust. Kerfið styðst við Dynamic Torque stefnustýrikerfi til að tryggja veggrip og stöðugleika. Ökumaður og farþegar eru því ávallt heilir á húfi óháð akstursskilyrðum eða veðri.

Hröðun í takt við hjartsláttinn

Vertu viðbúinn hraðari hjartslætti óháð því hvaða vél er undir hlífinni; 2,2 CRDI (200 hö) eða 3,3 T-GDI V6 (370 hö). 8 þrepa sjálfskiptingin skilar hröðum og snurðulausum gírskiptingum. Þú átt eftir að upplifa augnablik þrungin spennu, þökk sé frábærri hröðun og háum hámarkshraða.

ÞÆGINDI

Hallaðu þér aftur og njóttu akstursins

Augljós kostur hins mikla hjólhafs bílsins er rúmgott farþegarými. Ökumaður og allt að fjórir farþegar búa við nóg pláss í hlýlegu farþegarýminu þar sem þeir getað slakað á og notið akstursins. Farangursrýmið er 406 lítrar. Einfalt er að fella aftursætisbökin niður í hlutföllunum 60:40 ef koma þarf fyrir stærri hlutum.

Þín þægindi eru okkar forgangsatriði. Nýr Stinger býður upp á kjör akstursstöðu. Rafdrifið ökumannssætið veitir mikinn hliðarstuðning og hönnun sætisins er sportleg. Hiti og loftkæling í framsætum og hiti í aftursætum tryggja farþegum þægindi og ánægju.

Með skynræna afturhleranum er einfalt að koma hlutum fyrir í farangursrýminu þótt báðar hendur séu bundnar. Með lykilinn í vasa eða veski opnast afturhlerinn sjálfkrafa þegar þú nálgast bílinn aftanverðan.

SNJALLAR LAUSNIR HVARVETNA

Ríkari upplifun af innanrýminu

Í augsýn

Í augsýn

Gott aðgengi er að nauðsynlegum upplýsingum úr ökumannssætinu af upplýsingaskjánum mitt á milli hraða- og snúningshraðamælisins í mælaborðinu. Fáanlegur er framrúðuskjár sem varpar upp á framrúðuna lykilupplýsingum eins og hraðatakmörkunum og leiðsögn frá leiðsögukerfinu svo ökumaður þarf aldrei að líta af veginum.

Gott aðgengi er að nauðsynlegum upplýsingum úr ökumannssætinu af upplýsingaskjánum mitt á milli hraða- og snúningshraðamælisins í mælaborðinu. Fáanlegur er framrúðuskjár sem varpar upp á framrúðuna lykilupplýsingum eins og hraðatakmörkunum og leiðsögn frá leiðsögukerfinu svo ökumaður þarf aldrei að líta af veginum.

Umhverfissýn (AVM) með Bílastæðaleiðsögn

Umhverfissýn (AVM) með Bílastæðaleiðsögn

Kerfið samtvinnar fjórar breiðlinsumyndir úr myndavélum sem eru að framan, aftan og á hliðum bílsins. Þannig verður til loftmynd af rýminu í kringum bílinn þegar honum er lagt í bílastæði eða skakað til á undir 20 km hraða á klst.

Kerfið samtvinnar fjórar breiðlinsumyndir úr myndavélum sem eru að framan, aftan og á hliðum bílsins. Þannig verður til loftmynd af rýminu í kringum bílinn þegar honum er lagt í bílastæði eða skakað til á undir 20 km hraða á klst.

Harman Kardon® Premium hljómkerfi

Harman Kardon® Premium hljómkerfi

Njóttu heimsklassa hljómgæða 15 hátalara, 720 watta Harman Kardon® hljómkerfið. Undir framsætunum er að finna fyrstu lágtíðnihátalara Kia sem eru hannaðir til að komast fyrir undir framsætum. Clari-Fi™ tæknin eykur stafræn hljómgæði og það nýjasta í QuantumLogic™ Surround Sound tækni tryggir hreinræktaðan og fágaðan, fjölvídda hljómheim.5

Njóttu heimsklassa hljómgæða 15 hátalara, 720 watta Harman Kardon® hljómkerfið. Undir framsætunum er að finna fyrstu lágtíðnihátalara Kia sem eru hannaðir til að komast fyrir undir framsætum. Clari-Fi™ tæknin eykur stafræn hljómgæði og það nýjasta í QuantumLogic™ Surround Sound tækni tryggir hreinræktaðan og fágaðan, fjölvídda hljómheim.5

TÆKNI OG ÖRYGGI

Láttu skynsemina ráða

Úrval framúrskarandi akstursstoðkerfa Kia (ADAS), sem ganga undir heitinu DRIVE WiSE, stuðla að auknu umferðaröryggi og áreynsluminni akstri.6 Með minni fyrirhöfn og streitu nýturðu þess til fulls að aka nýjum Kia Stinger.

Kerfið styðst við ratsjárskynjara framan á bílnum til að fylgjast með fjarlægð að næsta bíl á undan. Ef bíllinn sem fylgt er eftir eykur hraða sinn hraðar Stinger sér einnig upp að fyrirfram völdum hraða eða í eina af 4 fyrirfram völdum fjarlægðum. Ef hægt er á næsta bíl á undan þannig að ekki er hægt að viðhalda fyrirfram ákveðinni öryggisfjarlægð dregur kerfið úr hraðanum eða jafnvel stöðvar bílinn.

Búnaðurinn greinir það þegar ökumaður missir einbeitinguna undir stýri með því að fylgjast með hreyfingum bílsins og atferli ökumannsins. Athyglisvarinn gefur frá sér hljóðmerki og aðvörunartákn kviknar í mælaborðinu þegar tímabært er að gera hlé á akstri.

Árekstrarvarinn styðst við myndavél og ratsjá til þess að greina önnur ökutæki eða vegfarendur á leið bílsins. Ef þörf er á grípur hann inn í atburðarásina til þess að forðast yfirvofandi árekstur. Ef kerfið greinir hættu á árekstri aðvarar það ökumann og getur einnig, ef það sé svo stillt, beitt hemlum sjálfvirkt til þess að draga úr alvarleika árekstursins.

Akreinavarinn aðvarar ökumann þegar hann víkur út af sinni akrein og getur beint bílnum á ný inná rétta akrein.

Skynræni hraðatakmörkunarvarinn (ISLW) hjálpar ökumanni að halda sig innan leyfðs hámarkshraða. Kerfið styðst við myndavél á framrúðu og les af umferðaskiltum löglegan hámarkshraða og bann við framúrakstri. Kerfið varpar upplýsingunum á skjá leiðsögukerfisins og í ökumælaklasanum með skýrum hætti.

Þegar ekið er með háu ljósin greinir hágeislavarinn (HBA) aðvífandi ökutæki og lækkar ljósgeislann með sjálfvirkum hætti. Þannig dregur búnaðurinn úr óþægindum annarra ökumanna án þess að stjórnandi bílsins þurfi að huga að því.

GT

Spennandi að utan sem innan

Búðu þig undir örari hjartslátt þegar þú tekur inn dökka krómáferðina á framenda og hliðum og ættareinkennin í grillinu. Í takt við allt aflið eru rauðar Brembo® diskahemlar á bakvið 19" GT felgurnar. Tvöfalt pústkerfi og svört gljáandi vindskeið gefa afturendanum sérlega sportlegt yfirbragð.

Sportleg hönnun og glæsileiki eru einkenni GT. Stýrið er D-laga með skiptiflipum með sportlegri tilfinningu. Á hurðum og miðjustokk eru listar úr ekta áli. Sætin eru hönnuð til að veita mikinn hliðarstuðning. Þau eru klædd hágæða Nappa leðri og GT merkið er þrykkt á hnakkapúðana.

Kjarni allra Gran Turismo bíla er afburða akstursgeta á vegum úti. Nýr Kia Stinger GT kemur með 3,3 T-GDi V6, 370 hestafla vél og 8 þrepa sjálfskiptingu sem tryggir einstaklega sportlega akstursupplifun. Hátæknivæddur tæknibúnaður líkt og rafeindastýrt fjöðrunarkerfi, breytileg gírhlutföll og hröðunarstýring, Launch Control, auka enn frekar eftirvæntinguna.

Ábyrgð

7 ára ábyrgð

Eigendur Kia Stinger njóta góðs af einstæðri 7 ára ábyrgð.8 Ábyrgðin sýnir hve mikla trú við höfum á bílum okkar. Ábyrgðin er einnig yfirfæranleg á nýja eigendur. 

Kia kortauppfærslur til 7 ára

7 ára uppfærsla á kortum miðast við sex kortauppfærslur9 því Kia bílar koma ávallt með nýjustu uppfærslu frá framleiðanda.

Helstu mál

Hvert smáatriði í hönnun Kia Stinger er nákvæmlega ígrundað og útfært. Her er yfirlit yfir öll helstu mál að utan. Bíllinn sem hér er sýndur er á 19" álfelgum.

Tæknitölur

Tegund vélar 2.2 CRDI 3.3 T-GDI V6
SLAGRÝMI (RSM) 2,199 3,342
HÁMARKS AFL (HÖ/SN) 200/3800 370/6000
HÁMARKSTOG (NM/SN. MÍN) 440/1,750 - 2,750 510/1,300 - 4,500
Afköst
0-100 km/h (sek) 7.6 4.9
80-120 km/h (sek) 5.9 3.3
Hámarkshraði (km/h) 230 270

Lagalegur fyrirvari

(1) Kia's Connected þjónusta

Þjónustan er endurgjaldslaus fyrstu 7 árin eftir að leiðsögukerfið er fyrst tengd við farsímanet.

(3) Android Auto™ and Apple CarPlay™

Nýr Stinger er samhæfður Apple CarPlay™ og Android Auto™. Android Auto™ vinnur með farsímum með Android 5.0 stýrikerfi (Lollipop) eða nýrra. Apple CarPlay™ er samhæft  iPhone 5 eða nýrri gerðum. Bæði kerfi búa yfir raddstýringu sem gera ökumanni kleift að hafa báðar hendur á stýri og fulla einbeitingu á veginn framundan öllum stundum. Apple CarPlay™ er vörumerki  Apple Inc. Android Auto™ og önnur merki eru vörumerki  Google Inc.

(4) Snjallsíma með gagnatengingu þarf til að virkja þjónustuna.

(5) Clari Fi™ tækni

Harman Kardon® hljómtækjunum fylgir Clari Fi™ tækni. Stafræn gögn eiga það til að tapast þegar þau eru þjöppuð í MP3 skrár. Clari Fi™ tæknin leiðréttir týnda há- og lágtóna og bætir þannig hljómgæðin.

(6) DRIVE WiSE tækni

Drive Wise er akstursstoðkerfi sem dregur þó ekki úr ábyrgð ökumanns að gæta fyllsta öryggis við akstur. Ökumaður verður eftir sem áður að miða akstur við aksturshæfni sína, umferðareglur, ástand vega og umferð. Drive Wise tækni býður ekki upp á sjálfakstur bifreiðarinnar. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbók.

(7) Árekstrarvari að framan (FCA)

Árekstrarvari að framan (FCA) er akstursstoðkerfi sem dregur ekki úr þeirri ábyrgð ökumanns að gæta fyllsta öryggis öllum stundum. Ökumaður verður eftir sem áður að miða akstur við aksturshæfni sína, umferðareglur, ástand vega og umferð.  Árekstrarvari að framan býður ekki upp á sjálfakstur bifreiðarinnar. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbók.

(8) 7 ára / 150.000 km ábyrgð Kia

7 ára / 150.000 km ábyrgð Kia. Gildir í öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð skilmálum og skilyrðum í hverju landi.

(9) Uppfærslur á kortum í sjö ár

Hluti af fyrirheitum okkar um gæði eru sex ókeypis kortauppfærslur á hverri Kia bifreið sem er með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju. Þetta einstæða tilboð tryggir að leiðsögukerfið styðst ávallt við nýjustu upplýsingar. Tilboðið nær eingöngu til nýrra Kia ökutækja með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju sem keypt eru eftir 28. febrúar 2013. Kostnaður getur fallið til vegna vinnu við ísetningu á uppfærslum. 7 ára kortauppfærslukerfið innifelur sex kortauppfærslur þar sem Kia ökutæki koma með nýjustu uppfærslu frá verksmiðju. Kortauppfærslurnar hafa ekki áhrif á ábyrgð á leiðsögukerfinu. Kia ber ekki ábyrgð á gæðum kortagagna frá birgjanum Navteq.

icon_brochure icon_build_yours icon_close icon_contact_dealer icon_minus icon_plus icon_sub_nav icon_test_drive kia-logo-3d icon_gallery_nose icon_arrow-right