360° Sjónarhorn

Sportage
Sportage GT Line
01.jpg
02.jpg
03.jpg
04.jpg
05.jpg
06.jpg
07.jpg
08.jpg

17" Aluminium

Available in all editions

Limited Chrome Black

Available in all editions

Útlitshönnun

Ný skilgreining á fágun

Hvert sem nýr, glæsilegur Kia Sportage fer þá aðgreinir hann sig frá öðrum ökutækjum. Sportage býr yfir fullkomnu jafnvægi sportlegra eiginleika og útlitshönnunar, sem blasir við hverjum sem er, hvort sem leiðin liggur um stræti borgarinnar, um þjóðvegina eða á heimreiðinni við húsið. Sportage er hannaður og smíðaður í Evrópu. Hönnunin býr yfir aðgreinanleika, nýstárleika í hönnun og glæsilegum atriðum í útfærslu.

Upprunalegir aukahlutir Kia eru hannaðir til þess að þú getir lifað til fulls. Það hefur aldrei verið auðveldara eða skemmtilegra að stunda uppáhalds áhugamálin.

Ríkuleg efni í innréttingum sem eru mjúk viðkomu, hágæða frágangur og ítrasta natni við öll smáatriði stuðla að því að innanrýmið í nýjum Kia Sportage er eins þægilegt og hægt er að ímynda sér. Það vantar ekkert upp á búnaðinn, allt frá glæsilegum sætunum og hágæðaefnisvali í öllu innanrýminu. Með nýrri uppsetningu á stjórnrofum í stjórnrýminu er tekið fullkomið tillit til þarfa ökumanns.

Akstursstoðkerfi

Við spörum þér ómakið

Hátæknivædd bi-xenon aðalljós með Dynamic Bending ljósum með beygjuvirkni lýsa fullkomlega upp veginn framundan. Búnaðurinn er stefnunæmur og tryggir að umhverfið er upplýst hvert sem leiðin liggur.

Hraðatakmörkunaraðgerðin veitir ökumanni allar nauðsynlegar upplýsingar svo hann geti haldið sig á löglegum hraða. Með myndavélinni í framrúðunni les búnaðurinn á umferðarskilti sem greina frá hámarkshraða og takmörkunum á framúrakstri. Upplýsingarnar birtast með skýrum hætti á skjá leiðsögukerfisins og í mælaborðinu. 

Bakkmyndavélin varpar upp heildstæðri mynd á skjá leiðsögukerfisins þegar bakkað er inn í bílastæði. Myndin er með virkum viðmiðunarlínum sem auðvelda ökumanni að leggja bílnum.

Smart Parking Assist bílastæðakerfið leiðbeinir ökumanni þegar lagt er í bílastæði samsíða veginum og í hornrétt bílastæði. Það aðstoðar einnig þegar ekið er út úr samsíða bílastæðum með þægilegri stýrisaðgerð.

Allar nauðsynlegar upplýsingar á einum skjá. 4,2” TFT-LCD skjárinn í ökumælaklasanum veitir ökumanni allar nauðsynlegar upplýsingar, þar á meðal nákvæma leiðsögn frá leiðsögukerfinu og öll notadrjúg gögn um aksturinn.

Tengingar

Tengja, smella og njóta

Stór skjár með leiðsögukerfi sér til þess að koma þér ávallt á áfangastað. Það er með 2D og 3D kortum fyrir öll lönd Evrópu og auk þess fylgja sex endurgjaldslausar uppfærslur á ári. Leiðsögn um vegina hefur aldrei verið áreiðanlegri.

Með þægilega þráðlausa hleðslutækinu má leggja frá sér farsíma, með Qi tækni eða viðeigandi búnaði, í hólfið á millistokknum til hleðslu.

JBL hljómtækin koma með 8 hátölurum og hátæknivæddri Clari-FiTM tónlistarendurheimt sem eykur hljómgæði á MP3 hljóðskrám og veitir háskerpuhljóm.

AUX/USB tengingar uppfylla þarfir allra til þess að hlusta á tónlist eða til þess að hlaða viðtækin. USB hraðhleðsluinntak í afturrými gerir farþegum kleift að hlaða tæki sín á þægilegan og einfaldan hátt.

Hagkvæmni og þægindi

Hver ferð sem fullkomið sumarleyfi

Með nýrri uppsetningu á stjórnrofum í stjórnrýminu er tekið fullkomið tillit til þarfa ökumanns. Allir stjórnrofar eru hárrétt staðsettir og innan þægilegrar seilingar. Á efri hluta mælaborðsins eru ökumælarí beinni sjónlínu. Á neðri hluta þess eru allir nauðsynlegir stjórnrofar innan þægilegrar seilingar. Í mælaborðinu er glæsileg samsetning nýjunga,þæginda og hönnunar á heimsmælikvarða.

Í nýjum Kia Sportage snýst allt um áferðina. Ríkuleg efni í innréttingum sem eru mjúk viðkomu, hágæða frágangur og ítrasta natni við öll smáatriði stuðla að því að innanrýmið í nýjum Kia Sportage er eins þægilegt og hægt er að ímynda sér. Það vantar ekkert upp á búnaðinn, allt frá glæsilegum sætunum og hágæðaefnisvali í öllu innanrýminu. Tilfinningin sem vaknar er að bíllinn sé sérsniðinn fyrir þig.

Hiti í fram- og aftursætum og kæling í framsætum sem veitir þægilegan yl á vetrardögum og yndislegan svala á sumardögum. (athugið að búnaður getur verið mismunandi milli gerða.)

Það er nóg pláss í nýjum Kia Sportage fyrir allan þann búnað sem leiðangurinn krefst. Í hefðbundinni uppstillingu býður ríkulegt farangursrýmið upp á 491 lítra hleðslu. Með sætisbökin niðurfelld er það allt að 1.480 lítrar. Með því að lækka gólf farangursrýmisins bætast við aukalega 12 lítrar af hleðslurými fyrir innkaupapokana, útivistarbúnaðinn eða annað.

Handfrjáls opnun á afturhlera. Hreinræktuð snjalltækni. Með fangið fullt af búnaði eða innkaupapokum nægir að ganga að Kia Sportage með snjalllykilinn í vasanum, standa við afturhlerann í þrjár sekúndur og bíða þess að afturhlerinn opnist sjálfvirkt. Í snjalllyklinum er einnig lyklalaust aðgengi að farþegarýminu. Vélin er ræst með því að þrýsta á ræsihnapp.

Stór sóllúga er valbúnaður í nýjan Kia Sportage. Hún opnar nýja vídd inn í ferðalagið. Þegar nóg er komið af sólarljósinu er einfaldlega dregið fyrir með einum rofa. 

Öryggi

Í öruggu skjóli

Autonomous Emergency Braking kerfið getur greint jafnt ökutæki sem á undan fara og gangandi vegfarendur sem ganga þvert yfir veginn. Kerfið styðst við nema og myndavél til þess að greina nálægð og hraða annarra ökutækja og varar ökumann við ef hætta er á því að til áreksturs komi. 

Blindvarinn, Blind Spot Assist, styðst við ratsjárbúnað sem fylgist með blinda blettinum til hliðar við bílinn. Blindvarinn varar ökumann við bílum sem nálgast með blikkandi ljósi í hliðarspeglinum. Akreinavari, Lane Change Assist, auðveldar ökumanni að skipta um akrein á öruggan hátt. 

Þverakstursvari, Rear Cross Traffic Alert, auðveldar ökumanni að bakka út úr bílastæði á fullkomlega öruggan hátt. Hann varar ökumann við umferð þvert aftan við bílinn.

Gæðahönnun í innanrými

Þú sérð ekki muninn

Markmiðið með hönnun nýs Kia Sportage var að gera hverja einustu ferð fullkomlega vandræða- og áhyggjulausa. Þess vegna kemur Sportage líka ríkulega búinn hátæknibúnaði og nýjungum sem koma þér á áfangastað fullkomlega streitulaust. Búnaðurinn sér m.a. um halda bílnum á löglegum hraða, eykur útsýni ökumanns og auðveldar honum til muna að leggja bílnum. Nýr Sportage aðstoðar öllum stundum.

Nýr Kia Sportage kemur með hátæknivæddum vélum sem eru jafnt afkastamiklar og sparneytnar og vekja aðdáun fyrir hvort tveggja. Í boði er breitt úrval aflmikilla bensín- og dísilvéla, þar á meðal nýja 1,6 l Turbo GDI bensínvélin fyrir GT Line útfærsluna. Vélarnar bjóða allar upp á akstur sem einkennist af snerpu, mýkt og sparneytni.

7-DCT tvíkúplandi gírskipting býður upp á það besta úr báðum heimum, beinskiptingar og sjálfskiptingar. 7-DCT býður upp á meiri og samfelldari hröðun, aukna snerpu og meiri sparneytni. Með flipum á stýrinu getur ökumaður skipt leiftursnöggt um gíra með fingurgómunum.

Snjöll uppsetning á ökumælaklasanum og 4,2 tommu TFT-LCD skjánum tryggir nákvæma miðlun upplýsinga um ferðina framundan.

GT Line útlitshönnun

Sportlegu genin skína í gegn

Vélarnar í nýjum Kia Sportage er hannaðar til að mæta markmiðum um afkastagetu og hagkvæmni og þær standast ítrustu væntingar. Breitt úrval aflmikilla bensín- og dísilvéla er í boði, þar á meðal ný, kröftug 1,6 Turbo GDi bensínvél sem fáanleg er í GT Line. Álíka fágað úrval skilvirkra og hátæknivæddra gírskiptinga er í boði. En það má reiða sig á snerpu, þýðleika og sparneytinn akstur óháð því hvaða skipting verður fyrir valinu.

Sportlegu genin og glæsileikinn einkenna nýjan Kia Sportage GT Line. Þessi yfirmáta kraftalegi bíll fer ekki fram hjá neinum með sinni einstöku hönnun og fangandi útlitsatriðum. Hvers vegna ætti hann ekki að vekja athygli? Framendi sem fangar augað, fjórskipt LED þokuljós og tvöfalt pústkerfi eru einungis nokkur af djörfum útlitsatriðum sem vert er að minnast á. 19 tommu álfelgur fullkomna svo myndina af þessari kraftalegu útfærslu.

Innanrýmið í nýjum Sportage GT Line kemur skemmtilega á óvart. Stýrið er klætt götuðu leðri. Tilfinningin er ómótstæðileg þegar gripið er um þriggja arma, D-laga stýrið. Svart, hágljáandi stjórnborðið í miðju mælaborðsins og glæsilegur efri hluti þess eru atriði sem stuðla að djörfung í útliti. Innréttingin er mjúk viðkomu sem gerir alla íveru í bílnum þægilega.

Ábyrgð

7 ára ábyrgð

Allar gerðir Kia eru með 7 ára/150.000 km ábyrgð (ótakmarkaður akstur fyrstu 3 árin, upp að 150.000 km frá 4 ári). Þessi yfirgripsmikla ábyrgð er ókeypis og fylgir bílnum til næstu eigenda að því gefnu að bíllinn hafi notið reglubundinnar viðhaldsþjónustu eins og mælt er fyrir um í þjónustuáætlun.

Helstu mál

Lengd, breidd, hæð

Til að skapa hinn fullkomna Sportage standa fjölmargir kostir til boða. Í boði eru spennandi og glæsilegir litir á yfirbyggingum. Svo má gera útlit nýja bílsins enn glæsilegra með álfelgum sem fást í mörgum gerðum.

TÆKNITÖLUR

TEGUND VÉLAR 1.6 T-GDi 177PS 1.7 CRDi 115PS 2.0 CRDi 136PS 2.0 CRDi 136PS
Skipting
7-speed DCT 6-speed MT 6-speed MT 6-speed AT
Drif
AWD FWD AWD AWD
Eldsneyti
Bensín Dísil Dísil
Dísil
Vélargerð 4ra strokka með forþjöppu 4ra strokka með forþjöppu 4ra strokka með forþjöppu 4ra strokka með forþjöppu
Slagrými (cc)
1591 1685 1995 1995
Hámarksafl (hö./sn.m)
177/5500 115/4000 136/2750~4000 136/2750~4000
Hám. tog (kg m/sn.m)
265/ 1500~4500 280/ 1250~2750 373/ 1500~2500 373/ 1500~2500
Hám.hraði (km/klst.)
201 176 186/184 184
Magn CO2 í útblæstri (g/km)
175 119*/124 127*/132 / 139 154
Innanbæjar (1/100 km)
9.2 5.4*/5.7 5.6*/5.7 / 6.0 7.0
Innanbæjar 2 (1/100 km)
6.5 4.2*/4.2 4.4*/4.4 / 4.8 5.2
Blandaður akstur (1/100 km)
7.5 4.6*/4.7 4.8*/4.9 / 5.2 5.9
Eiginþyngd (kg) (hámark) 1704 1564 1701/1756 1784
Heildarþyngd (kg)
2170 2000 2235/2250 2250
Hám. tog (kg) með hemlum
1900 1400 2200 1900
Hám. tog (kg) án hemla
750 750 750 750
* Með ISG
       

Meira fyrir þig

Reynsluakstur

Skoðaðu bæklinginn

Verðlisti

icon_brochure icon_build_yours icon_close icon_contact_dealer icon_minus icon_plus icon_sub_nav icon_test_drive kia-logo-3d icon_gallery_nose icon_arrow-right