360° Sjónarhorn

SOUL
SOUL SUV
01.jpg
02.jpg
03.jpg
04.jpg
05.jpg
06.jpg
07.jpg
08.jpg

17" Aluminium

Available in all editions

Limited Chrome Black

Available in all editions

Hönnun

Persónuleiki sem þú getur reitt þig á

Verðlaun fyrir hönnun, skemmtilegur í akstri og hátæknivæddur. Kia Soul á eftir að koma þér á óvart. Hann kemur í glæsilegri tveggja litatóna samsetningu með eftirtektarverðum LED framljósum og afturhlera sem vekur athygli. Auk þess kemur fágað farþegarýmið á óvart með meira plássi og meiri fjölhæfni en í fyrstu virðist.

Svalari og um leið auðþekkjanlegri. Um þetta snýst útlitshönnun Kia Soul. Hann er fáanlegur með SUV pakka og státar af stórri og sveigðri framrúðu og sterklegum hjólaskálum. Sjálfsöryggið í hliðarlínunni fer ekki fram hjá neinum. Fjórþætt framljós stuðla að auknu öryggi í akstri að næturlagi og LED dagljósabúnaður gerir bílinn sýnilegri á vegunum. 

Hringform í hönnun eru áberandi í innanrými Kia Soul. Hágæða efni sem er mjúkt viðkomu setur fágaðan svip á farþegarýmið. Hugsað er fyrir þægindum með möguleika á upphitun í fram- og aftursætum og loftfrískun í framsætum. Allar lykilupplýsingar fyrir ökumann eru aðgengilegar í mælaklasanum sem er með 4,3” TFT LCD skjá.

Helstu atriði

Klár í slaginn

Kia Soul er hlaðinn nýjustu tækni sem tryggir ánægjulegan akstur. Í SUV útfærslunni er hljómtækjum og leiðsögukerfinu er stýrt á stórum 8” snertiskjá. Hágæða Infinity® hljómkerfi með 8 hátölurum skilar afburða hljómi. Spilaðu eftirlætis tónlistina þína úr mismunandi gerðum tækja í gegnum AUX, MP3 og USB tengingarnar.

Fáanleg akstursstoðkerfin í Kia Soul auka þægindi, hagkvæmni og öryggi í hverri ferð. Snjallbílastæðakerfið gerir það að leik einum að leggja bílnum í bílastæði samsíða veginum og þvert á hann. Hágeislavarinn stillir háa og lága ljósgeislann sjálfkrafa í akstri að næturlagi. Akreinavarinn varar ökumann við ef hann víkur út af sinni akrein.

Búðu þig undir skemmtilegar stundir með snörpum en um leið sparneytnum vélum Kia Soul, þ.e. Gamma 1.6 GDI eða U2 1.6 VGT. Bættu hátæknivæddu, 7 þrepa, tvíkúplandi sjálfskiptingunni (DCT) við þá vél sem verður fyrir valinu og upplifðu það besta úr báðum heimum úti á vegunum: Snurðulausum gírskiptingum og sparneytni.

Öryggi er forgangsatriði. Kia Soul er búinn virkum og óvirkum öryggisbúnaði af margvíslegu tagi sem veitir hámarksvernd við allar akstursaðstæður. Allt frá sex öryggispúðum og stöðugleikastýringu til eftirlitskerfis með dekkjaþrýstingi og brekkuviðhalds. Öryggi þitt er nefnilega okkar forgangsatriði.

Veldu eina af tveggja litatóna samsetningum á yfirbyggingu þannig að þinn Kia Soul aðgreini sig frá fjöldanum. Þessar litríku andstæður gera yfirbragð Kia Soul enn meira spennandi.

Ábyrgð

7 ára ábyrgð*

Allar gerðir Kia eru með 7 ára/150.000 km ábyrgð (ótakmarkaður akstur fyrstu 3 árin, upp að 150.000 km frá 4 ári). Þessi yfirgripsmikla ábyrgð er ókeypis og fylgir bílnum til næstu eigenda að því gefnu að bíllinn hafi notið reglubundinnar viðhaldsþjónustu eins og mælt er fyrir um í þjónustuáætlun.

TÆKNITÖLUR

TEGUND VÉLAR 1.6 VGT 136 PS 1.6 VGT 136 PS
Skipting
6-speed MT 7-speed DCT
Eldsneyti Dísel Dísel
Slagrými (cc)
1582 1582
Hámarksafl (hö./sn.m)
136/4000 136/4000
Hám. tog (Nm/sn.m)
260/1900~2750 260/1900~2750
Hám.hraði (km/klst.)
180 182
Magn CO2 í útblæstri (g/km)
132 135
Blandaður akstur (1/100 km)
5.0 5.2
Heildarþyngd (kg)
1421 1421

Lagalegur fyrirvari


* 7 ára / 150.000 km ábyrgð Kia

7 ára / 150.000 km ábyrgð Kia. Gildir í öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð skilmálum og skilyrðum í hverju landi.

icon_brochure icon_build_yours icon_close icon_contact_dealer icon_minus icon_plus icon_sub_nav icon_test_drive kia-logo-3d icon_gallery_nose icon_arrow-right