360° Sjónarhorn

01.jpg
02.jpg
03.jpg
04.jpg
05.jpg
06.jpg
07.jpg
08.jpg

17" Aluminium

Available in all editions

Limited Chrome Black

Available in all editions

Aukin gæði

Ný og endurbætt hönnun byggir á þróun í útliti en ekki byltingarkenndum breytingum. Í hönnuninni er dregin fram rennileg og bugðótt hliðarlínu bílsins sem ljær honum sterkari nærveru úti á vegunum.

Aldrifskerfi nýs Sorento tekur mið af akstri við erfiðar aðstæður og því að gera allan daglegan akstur þægilegri. Hátæknivætt og sítengt aldrifskerfi tryggir sorento ávallt yfirburða veggrip hvort sem það er á grófu eða hálu vegyfirborði. Einnig stuðlar það að auknum hliðarstöðuleika í beygjum.

Fangandi frágangur. Satin-krómáferð á innanverðum hurðarhúnum og umgjörðum loftrista. Áklæði sem eru mjúk viðkomu og hágljáandi listar. Sameining gæða efna og hönnunar er eitthvað til að dáðst að.

Sestu undir stýri í Sorento. Komdu þér fyrir í rúmgóðum framsætunum. Þau eru með ljósu eða dökku tauáklæði og leðri á slitflötum. Einnig eru sætin fáanleg með mjúku leðuráklæði. Framsætin eru fáanleg rafstillanleg á áttavegu og auk þess er ökumannssætið með fjögurra stillinga mjóbaksstuðningi. Njóttu akstursins.


Hönnun

Djörf og fáguð hönnun

Hleyptu sólinni inn. Fáanleg er panorama sólarlúga sem nær frá framsætum og yfir aftursætin. Dragðu frá, njóttu enn meira rýmis og fylltu bílinn af nátturulegri birtu.

Opna/Loka

Nútímaleg gæðanálgun einkennir innanrýmið. Flæðandi formlínur eru í stjórnrýminu og mælaborðið sveigir inn á hliðunum. Vönduð hönnun þar sem mjúk form eru ráðandi vekur jafnt athygli og aðdáun.

Framljósin eru í umgjörð hærri vélarhlífar en áður og með flæðandi formlínum. Þeim fylgja nú LED dagljósabúnaður sem eykur enn frekar útsýnið fram á veginn í akstri. LED ljósin draga ekki síður fram sjónrænan þokka bílsins.

ON/OFF

Þægindi

Njóttu aukinna þæginda

Sorento er undir allt búinn, sama hver ferðaplönin eru eða farangurinn. Hægt er að breyta honum á augabragði úr 7 sæta bíl í afkastamikinn flutnings- eða ferðabíl með nægu rými fyrir farangur og farþega. Þetta er það sem við köllum fjölhæfni og þægindi.


Í Sorento Premium opnast afturhlerinn með sjálfvirkum hætti þegar hann skynjar nálægð snjalllykilsins. Það er því auðvelt að koma fyrir pökkum og pinklum í farangursrýminu án þess að þurfa fyrst að leita að lyklunum.

Á köldum morgnum er hægt að velja milli þriggja hitastillinga í framsætum. Einnig er hiti í aftursætum. Á heitum sumardögum geta ökumaður Sorento Premium og farþegi notið svalandi loftflæðis í gegnum sætin.

Farþegarýmið er rúmbetra en nokkru sinni áður. Í annarri og þriðju sætaröð er meira fótarými fyrir farþega en áður. Með þriðju sætaröðinni geta allt að sjö manns ferðast í fullkominni afslöppun og þægindum.

Tækniupplýsingar

Tækni sem þú kannt að meta

Á skjánum fær ökumaður yfirsýn yfir allt umhverfi bílsins. Búnaðurinn byggir á fjórum myndavélum sem varpa upp mynd af umhverfi bílsins sem auðveldar ökumanni að stjórn á bílnum í þrengslum og þegar honum er lagt í bílastæði. 360° yfirlitssýn er hluti af Premium pakkanum.

SPAS kerfið er til þess hannað að aðstoða ökumanninn við að leggja . Kerfið hjálpar ökumanni að finna stæði, stýra bílnum og metur fjarlægðina að næsta bíl. Ökumaðurinn þarf einungis að stjórna hraðanum og sjá um gírskiptingu. Kerfið er staðalbúnaður í Premium bílnum.

Notaðu tengimöguleikana. Spilaðu tónlist af MP3 spilaranum, iPod eða öðrum samhæfðum tækjum. Þú getur beintengt þig í gegnum AUX eða USB tengi. Ef snúruna vantar geturu streymt í gegnum Bluetooth.

Upplifðu hvað hljómkerfi með 10 hátölurum, utanáliggjandi magnara með hljóðjöfnun og hraðanæmri hljómstyrksstillingu gerir fyrir hljómupplifunina í farþegarýminu. Kerfið er staðalbúnaður í Premium bílunum.

Framljósakerfið er með beygjuljósum sem stýra ljósgeislanum í samræmi við hreyfingar á stýrinu og auka með þeim hætti útsýni ökumanns. (aukabúnaður)

SLIF búnaðurinn sýnir hámarkshraðann þar sem ekið er. Búnaðurinn notfærir sér innbyggða myndavél sem les af umferðarskiltum meðfram veginum og varpar upplýsingum upp á skjáinn. (aukabúnaður)

Öryggi

Einfaldlega öruggari akstur

Tveir öryggispúðar að framan, hliðaröryggispúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti og loftpúðagardínur. Virkni öryggispúðanna er stýrt af háþróuðu skynjarakerfi. Við vissar aðstæður bregst það jafnvel við þegar bíllinn veltur.

Nýr búnaður er ATCC AWD. Búnaðurinn stýrir gripi afturhjólanna og hemlun innra afturhjóls í beygjum. Búnaðurinn gerir þetta með því að flytja drifaflið til þeirra hjóla sem hafa mest veggrip. Búnaðurinn eykur stöðugleika í akstri við margar mismunandi akstursaðstæður. 

Ratsjárskynjarar fylgjast með umferð aftan við bílinn þangað sem sjónsvið ökumanns nær ekki. Búnaðurinn aðvarar ökumann verði hann var við ökutæki sem nálgast og hyggst taka fram úr. Þannig dregur hann úr hættu á árekstri. (aukabúnaður)

Snjöll öryggistæknilausn sem vinnur nákvæmlega eins og hraðastillir allt þar til skynjarar búnaðarins verða varir við ökutæki eða fyrirstöðu fyrir framan bílinn. Við þær aðstæður hægir búnaðurinn á bílnum og stöðvar hann jafnvel alfarið. (aukabúnaður)

VSM kerfið fylgist með ástigi ökumanns á inngjöf og hemla ásamt hreyfingum hans á stýri í þröngum beygjum við erfiðar aðstæður. Þegar nauðsyn krefur grípur VSM kerfið stuttlega inn í atburðarásina, eða þar til bíllinn er aftur stöðugur.

Akgreinavarinn gefur frá sér hljóðviðvörun í hvert sinn sem ökumaður víkur út af sinni akrein án þess að gefa stefnumerki. Þannig heldur búnaðurinn ökumanni á beinu og breiðu brautinni jafnvel þótt hann missi einbeitingu um stund. Akgreinavarinn er staðalbúnaður í Premium bílnum.

Helstu mál

Lengd, breidd, hæð


icon_brochure icon_build_yours icon_close icon_contact_dealer icon_minus icon_plus icon_sub_nav icon_test_drive kia-logo-3d icon_gallery_nose icon_arrow-right