360° Sjónarhorn

01.jpg
02.jpg
03.jpg
04.jpg
05.jpg
06.jpg
07.jpg
08.jpg

17" Aluminium

Available in all editions

Limited Chrome Black

Available in all editions

HÖNNUN

Hreyfing sem vekur upp tilfinningar

Endurbættur Kia Rio er sportlega, glæsilega og fagurlæega skapaður. Hann státar meiri nýjungum í hönnun en nokkru sinni áður. Straumlínulagaðar formlínur og kraftleg umgjörð gefa Rio einstaklega líflegt yfirbragð. Sérstök Kia hönnunareinkenni, eins og „Tiger nose“ grillið. nýjar álfelgur og heillandi, tvívirk framljós með innbyggðum LED dagsljósabúnaði gefa Rio einstaka, stílræna ásýnd.

Gerðu hann að þínum. Kraftlegur að utan og stílhreinn að innan. Þú þarft einungis að velja þá hönnun sem þér hugnast best – í svörtu eða gráu áklæði eða ekta leðri. Allir þessir valkostir eru Kia gæðakostir.

Hönnun nýs Kia Rio vekur eftirtekt – alls staðar. Þessi kraftlegi hlaðbakur er glæsilegur á að líta og hefur upp á margt að bjóða. Þægindin og búnaðurinn er meiri en vænta má. Háþróaður tækni- og öryggisbúnaður ásamt lágum rekstrarkostnaði kemur á óvart.

ÞÆGINDI OG FJÖLHÆFNI

Mótaður utan um þig

Tvívirku framljósin búa yfir aukinni lýsingu ssem auðveldar ökumanni að greina betur fyristöður framundan á veginum.

Njóttu hámarks þæginda, góðrar hönnunar og búnaðar. Framsætin eru löguð að líkamanum og eru upphitanleg. Mælaborðið er mjúkt viðkomu. Rio býður upp á upphitun í stýri, alsjálfvirkt loftfrískunarkerfi og innanrými sem kemur á óvart fyrir mikið pláss. Allt stuðlar þetta að enn þægilegri akstri.

Leiðsögukerfið er skemmtilega auðvelt í notkun og til aflestrar. Það sýnir leiðir að áfangastað og veitir aðrar mikilvægar upplýsingar á skýrum 7“ snertiskjá. Skjárinn er einnig tengdur bakkmyndavélinni sem sýnir hversu mikið rými er fyrir aftan bílinn þegar honum er bakkað. Leiðsögukerfi og bakkmyndavél er staðalbúnaður í Rio EX.

AKSTURSEIGINLEIKAR

Með hugarró en samt fulla stjórn

Afkastageta er útgangspunktur í Kia Rio. Hönnun gengur út á sportlega aksturseiginleika. Rio er á breyttum undirvagni sem býður upp á snarpari og nákvæmari akstur og þægilegri fjöðrun. Val er um gírskiptingar og vélar. Það er því öruggt að að hver akstursupplifun verður ánægjuleg.

Sparneytnar 6 gíra og 5 gíra beinskiptingar bjóða upp á hraðar og þýðar skiptingar og gírhlutföll sem sem falla vel að snúningskúrfu vélarinnar. Einnig er hægt að njóta samfelldrar hröðunar á með 4ra þrepa sjálfskiptingu.

TÆKNIUPPLÝSINGAR OG ÖRYGGI

Sterkbyggður og nærgætinn

DRIVE WISE tæknin er eins og viðbótaraugu. Hún veitir mikilvægar upplýsingar, m.a. með myndrænum vísbendingum og gerir aksturinn öruggari öllum stundum. DRIVE WISE getur tekið snöggar ákvarðanir og hjálpað ökumanni með þeim hætti að halda öruggri fjarlægð frá öðrum ökutækjum og gangandi vegfarendum, sneitt hjá vandræðum og óvæntum uppákomum og fundið leiðina á áfangastað með yfirvegun.

AEB kerfið styðst við ratsjá og gögn frá myndavél til að hemla þegar kerfið greinir yfirvofandi hættu á árekstri. Kerfið beitir sjálfvirkri hemlun ef það metur fjarlægðina á milli Rio og annars ökutækis eða vegfarenda of litla. Kerfið stöðvar bílinn fullkomlega á hraða milli 8 og 80 km á klst.

LDWS kerfið styðst við myndavél sem er efst á framrúðunni til þess að fylgjast með akreinamerkingum. Það aðvarar ökumann ef bíllinn víkur út af akgrein án þess að stefnumerki hafi verið gefið.

Rio sér um þig og þína. Neyðarhemlunarljósmerki (ESS), sex öryggispúðar, eftirlit með loftþrýstingi í hjólbörðum (TPMS) og yfirbygging úr hástyrktarstáli. Burðarvirkið er þannig hannað að það gleypir í sig högg sem verður við árekstur.

Ábyrgð

7 ára ábyrgð

Eigendur Kia Rio búa við þau hlunnindi að bílnum fylgir einstök 7 ára ábyrgð(5), þar með talin ábyrgð á rafgeymi. Svo mikla trú höfum við á bílum okkar. Þessu til viðbótar er hægt að flytja ábyrgðina til nýrra eigenda ef bíllinn er seldur.

Helstu mál

Helstu mál

Nákvæm hugmyndavinna og framkvæmd liggur að baki hverju einasta smáatriði í hönnun nýs Kia Rio. Hér er yfirlit yfir nákvæm mál á yfirbyggingunni.

Tæknitölur

TEGUND VÉLAR 1.0 T-GDI 1.4 MPI 1.4 U2
Skipting 5g bsk. 4 þrepa sjsk.  6g bsk.
Hám. afköst (hö/sn.mín) 100/4500 100/6000 90/4000
Hám. tog (Nm/sn.mín) 171.5/ 1500-4000  133.3/ 4000 240/1500-2500
Eyðsla í blönduðum akstri frá 4,5 6,1 3,8
CO2 frá 99 140 98
Dráttargeta með/án bremsubúnaðar 1000/450 800/450 1110/450
Eiginþyngd kg. til/frá 1228/1155 1246/1158 1323/1235
Heildarþyngd 1600 1600 1680

Meira fyrir þig

Verðlisti

Bæklingar

Sölu- og þjónustuumboð

Lagalegir fyrirvarar

(3) Android Auto™ and Apple CarPlay™

Kia Rio verður ein fyrsta gerð Kia með Android Auto™, fyrir Android farsíma 5.0 (Lollipop) eða nýrri. Apple CarPlay™ verður fáanlegt í lok árs 2016 fyrir iPhone 5 eða nýrri gerðir. Bæði kerfi eru með raddstýringu sem gera ökumanni kleift að hafa báðar hendur á stýri og athyglina að umferðinni öllum stundum.

(4) DRIVE WiSE tækni

Drive Wise er akstursstoðkerfi sem dregur þó ekki úr ábyrgð ökumanns að gæta fyllsta öryggis við akstur. Ökumaður verður eftir sem áður að miða akstur við aksturshæfni sína, umferðareglur, ástand vega og umferð. Drive Wise tækni býður ekki upp á sjálfakstur bifreiðarinnar. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbók. 

(5) Sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi sem greinir gangandi vegfarendur

Sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi (AEB) sem greinir gangandi vegfarendur er stoðkerfi sem leysir ökumanninn ekki undan þeirri ábyrgð að gæta fyllsta öryggis í akstri öllum stundum. Ökumaður verður ávallt að miða ökulag sitt að eigin akstursgetu, fara að umferðarreglum og taka mið af veg- og umferðaraðstæðum hverju sinni. AEB kerfið býður ekki upp á sjálfvirkan akstur bifreiðarinnar. Leitið nánari upplýsinga í eigandahandbók.

(6) 7 ára / 150.000 km ábyrgð Kia

7 ára / 150.000 km ábyrgð Kia. Gildir í öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð skilmálum og skilyrðum í hverju landi.

(7) Uppfærslur á kortum í sjö ár

Hluti af fyrirheitum okkar um gæði eru sex ókeypis kortauppfærslur á hverri Kia bifreið sem er með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju. Þetta einstæða tilboð tryggir að leiðsögukerfið styðst ávallt við nýjustu upplýsingar. Tilboðið nær eingöngu til nýrra Kia ökutækja með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju sem keypt eru eftir 28. febrúar 2013. Kostnaður getur fallið til vegna vinnu við ísetningu á uppfærslum. 7 ára kortauppfærslukerfið innifelur sex kortauppfærslur þar sem Kia ökutæki koma með nýjustu uppfærslu frá verksmiðju. Kortauppfærslurnar hafa ekki áhrif á ábyrgð á leiðsögukerfinu. Kia ber ekki ábyrgð á gæðum kortagagna frá birgjanum Navteq.

* Staðalbúnaður getur verið mismunandi eftir gerðum

icon_brochure icon_build_yours icon_close icon_contact_dealer icon_minus icon_plus icon_sub_nav icon_test_drive kia-logo-3d icon_gallery_nose icon_arrow-right