360° Sjónarhorn

01.jpg
02.jpg
03.jpg
04.jpg
05.jpg
06.jpg
07.jpg
08.jpg

17" Aluminium

Available in all editions

Limited Chrome Black

Available in all editions

Hönnun

Hreyfing sem vekur upp tilfinningar

Hönnun nýs Kia Rio vekur eftirtekt – alls staðar. Þessi kraftlegi hlaðbakur er glæsilegur á að líta og hefur upp á margt að bjóða. Þægindin og búnaðurinn er meiri en vænta má. Háþróaður tækni- og öryggisbúnaður ásamt lágum rekstrarkostnaði kemur á óvart.

Nýr Rio mun vekja áhuga þinn. Hann er uppfullur af spennandi og ferskri hönnun, allt frá einkennisútlitinu á grillinu til kraftalegra formlína í afturhlutanum. Kynntu þér endurhönnuðu 17” álfelgurnar og nýjustu LED tækni í dagljósabúnaði, afturljósum og hliðarspeglum.

Gerðu hann að þínum. Kraftlegur að utan og stílhreinn að innan. Þú þarft einungis að velja þá hönnun sem þér hugnast best – í svörtu eða gráu áklæði eða ekta leðri. Allir þessir valkostir eru Kia gæðakostir.

Þægindi og fjölhæfni

Mótaður utan um þig

Farangursrými sem hentar þínum lífstíl. Það byrjar í 288 lítrum og með því að fella niður sætisbök með 60/40 niðurfellingu fæst enn meira farangursrými. Hægt er að geyma minni hluti í færanlegri í hólfi á milli framsæta. 

Njóttu hámarks þæginda, góðrar hönnunar og búnaðar. Framsætin eru löguð að líkamanum og eru upphitanleg. Mælaborðið er mjúkt viðkomu. Rio býður upp á upphitun í stýri, alsjálfvirkt loftfrískunarkerfi og innanrými sem kemur á óvart fyrir mikið pláss. Allt stuðlar þetta að enn þægilegri akstri.

Tækniupplýsingar

Með hugarró en samt með fulla stjórn

Við hjá Kia viljum að hver einasta ferð sé gefandi. Af þessari ástæðu er Rio ekki einungis aflmikill og skemmtilegur akgstursbíll. Hönnun hans gengur ekki síður út á eins mikla sparneytni og umhverfismildi og hugsast getur.

Leiðsögukerfið er skemmtilega auðvelt í notkun og til aflestrar. Það sýnir leiðir að áfangastað og veitir aðrar mikilvægar upplýsingar á skýrum 7“ snertiskjá. Skjárinn er einnig tengdur bakkmyndavélinni sem sýnir hversu mikið rými er fyrir aftan bílinn þegar honum er bakkað. Leiðsögukerfi og bakkmyndavél er staðalbúnaður í Rio EX.

Hversu vel tengdur ertu? Hátæknivætt upplýsinga- og afþreyfingakerfið í Rio gerir þér kleift spila eftirlætis tónlistina þína í CD spilaranum, MP3 spilaranum eða úr iPod í gegnum USB tengingu. Kerfið er einnig með Bluetooth®, sem opnar fyrir handfrjálsa símanotkun eða til að streyma tónlist.

Öryggi

Sterkbyggður og nærgætinn

Rio sér um þig og þína. Neyðarhemlunarljósmerki (ESS), sex öryggispúðar, eftirlit með loftþrýstingi í hjólbörðum (TPMS) og yfirbygging úr hástyrktarstáli. Burðarvirkið er þannig hannað að það gleypir í sig högg sem verður við árekstur.

Ertu búinn undir akstur við erfiðar aðstæður? Nýr Rio er það. Hann kemur með rafeindastýrðri stöðugleikastýringu (ESC), stefnustöðugleikastýringu (VSM) og brekkuviðhaldi (HAC). Allt er þetta staðalbúnaður sem auðveldar ökumanni að takast á við hættulegar aðstæður.

Þegar tekið er af stað í miklum halla kemur HAC kerfið í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak. Búnaðurinn viðheldur hemlunarátaki í tvær sekúndur sem gefur ökumanni ráðrúm til að færa fótin af hemli yfir á inngjöf.

Ábyrgð

7 ára ábyrgð

Allar gerðir Kia eru með 7 ára/150.000 km ábyrgð (ótakmarkaður akstur fyrstu 3 árin, upp að 150.000 km frá 4 ári). Þessi yfirgripsmikla ábyrgð er ókeypis og fylgir bílnum til næstu eigenda að því gefnu að bíllinn hafi notið reglubundinnar viðhaldsþjónustu eins og mælt er fyrir um í þjónustuáætlun.

Helstu mál

Lengd, breidd, hæð

Tæknitölur

Tegund vélar 1.1 Dísil  1.4 Dísil
1.4 Bensín 
Slagrými (rsm) 1,120
1,396
1,396
Hámarksafl (Hö/sn.mín.) 75 / 4,000
90 / 4,000
107 / 6,300 
Hámarkstog (kg.m /sn.mín.) 18.4 / 1,750
24.5 / 1,500
14.0 / 4,200

icon_brochure icon_build_yours icon_close icon_contact_dealer icon_minus icon_plus icon_sub_nav icon_test_drive kia-logo-3d icon_gallery_nose icon_arrow-right