360° SJÓNARHORN

01.jpg
02.jpg
03.jpg
04.jpg
05.jpg
06.jpg
07.jpg
08.jpg

17" Aluminium

Available in all editions

Limited Chrome Black

Available in all editions

Hönnun

Hönnun sem gleður

Kia Picanto hönnun

Picanto er fyrirferðalítill og býr yfir snerpu í akstri og meðhöndlun. Hann er fullkominn borgarbíll. Aksturinn einkennist af mýkt, hvort sem leiðin liggur um þröng stræti borgar og bæja eða hlykkjótta þjóðvegi.

Ljósin á Kia Picanto lýsa þér leiðina. Lokafrágangur af smekkvísi. Linsuþokuljós með dagljósabúnaði. Framljós með linsu og dagljósabúnaði. LED afturljósasamstæða.

Fjörið og notagildið er klæðskerasaumað fyrir þig. Veldu búnað í farþegarýmið sem hentar þér. Þannig getur Picanto endurspeglað þinn persónulega stíl á spennandi hátt þegar þú ert á ferðinni. 

Þægindi og hagkvæmni

Meiri einbeiting og sjálfsöryggi

Kia Picanto þægindi og hagkvæmni

Kia Picanto er orkubolti sem er tilbúinn í allt. Mikið pláss er í fjölbreytilegu innanrýminu sem er með niðurfellanlegum sætum og 255 l farangursrými. Í Picanto er allt það pláss sem nauðsynlegt er í daglegum önnum.

Getur smábíll ekki verið rúmgóður? Rangt. Plássið í Picanto kemur nefnilega þægilega á óvart. Fótarými, hæð og hliðarrými er ríkulegt. Hiti í stýri og framsætum eykur þægindi og vellíðan.

Bakkmyndavél með viðmiðunarlínum Þegar bakkað er inn í bílastæði varpar bakkmyndavélin upp mynd af umhverfinu aftan við bílinn á 7“ skjáinn ásamt viðmiðunarlínum sem aðstoða ökumann að leggja bílnum.

Þægileg lýsing í sólskyggninu sér til þess að útlitið er alltaf í lagi. Sólskyggnið er einfaldlega dregið niður og spegilinn opnaður til að kveikja á lýsingunni. Ljós eru við báðar hliðar spegilsins en líka u-laga stemningslýsing frá botni til beggja hliða.

Tækniupplýsingar og öryggi

Til móts við óvissuna

Kia Picanto tækniupplýsingar og öryggi

DRIVE WISE tæknin er eins og viðbótaraugu. Hún veitir mikilvægar upplýsingar, m.a. með myndrænum vísbendingum og gerir aksturinn öruggari öllum stundum. DRIVE WISE getur tekið snöggar ákvarðanir og hjálpað ökumanni með þeim hætti að halda öruggri fjarlægð frá öðrum ökutækjum og gangandi vegfarendum, sneitt hjá vandræðum og óvæntum uppákomum og fundið leiðina á áfangastað með yfirvegun.

Öryggi er forgangsatriði í Picanto. Hann er með sex öryggispúðum til verndar farþegunum og auk þess virka hnakkapúða og forstrekkjara á öryggisbeltum sem draga enn frekar úr líkum á meiðslum. Byggingarlag bílsins að framanverðu hefur verið sérstaklega hannað til að draga úr meiðslum gangandi vegfarenda.

Sportpakki

Leyfðu sportlegri hlið þinni að skína

Bíllinn þinn ætti að endurspegla þinn persónulega smekk. Veldu sportpakkann sem aukabúnað ef þú vilt gefa þínum Picanto djarft útlit sem felur í sér sannkallaða ímyndarsprengingu.

Gerðar hafa verið breytingar á svuntu að framan og þokuljósum sem gefa stílræna útfærslu sem grípur augað. Nýtt útlit á hliðarsílsum fullkomnar sportlegt útlitið.

Yst á afturstuðurum eru loftflæðiristar og kringlótt þokuljós eins og að framan. Hljóðkúturinn er með tveimur púströrum.

ÁBYRGÐ

7 ára ábyrgð

Eigendur Kia Rio búa við þau hlunnindi að bílnum fylgir einstök 7 ára ábyrgð6, þar með talin ábyrgð á rafgeymi. Svo mikla trú höfum við á bílum okkar. Þessu til viðbótar er hægt að flytja ábyrgðina til nýrra eigenda ef bíllinn er seldur.

Kortauppfærslur Kia til 7 ára

Kia ökutækjum með leiðsögukerfi frá verksmiðju fylgir ný, endurgjaldslaus kortauppfærsla einu sinni á ári í sex ár.5 Einstakt tilboð sem tryggir að leiðsögukerfið er alltaf með nýjustu gögn.

Helstu mál

Lengd, breidd, hæð

Kia Picanto fram og aftur
Kia Picanto hliðarsýn

Mikil vinna hefur verið í lögð í þróun og framkvæmd á hverju einasta atriði í hönnun nýs Kia Picanto.
Hér er yfirlit yfir nákvæm mál í yfirbyggingu bílsins.

Tæknitölur

Tegund vélar LPGi 1.0 MPi 1.2 MPi
Vélargerð 3 strokka línuvél 3 strokka línuvél 4 strokka
Slagrými (rsm) 998 998 1248
Hámarksafl (hö/sn.mín.) 67/6200 66/5500 85/6000
Hámarkstog (kg.m/sn.mín) 9.2/3500 9.7/3500 12.3/4000
icon_brochure icon_build_yours icon_close icon_contact_dealer icon_minus icon_plus icon_sub_nav icon_test_drive kia-logo-3d icon_gallery_nose icon_arrow-right