360° Sjónarhorn

01.jpg
02.jpg
03.jpg
04.jpg
05.jpg
06.jpg
07.jpg
08.jpg

17" Aluminium

Available in all editions

Limited Chrome Black

Available in all editions

Hönnun

Hönnun sem gleður

Picanto býður upp á enn frísklegri akstur en nokkru sinni. Komið er nýtt mynstur í sætaáklæði, endurbætur í hljómkerfi og líflegar krómskreytingar eru hvarvetna. Nýtt grill og stuðari vekja aðdáun og endurhannaðar felgur ekki síður.

Það ríkir mikil gleði í hönnun hins laglega 5 dyra Picanto. Þar fara saman kraftmiklar formlínur og opinn persónuleiki. Valið stendur á milli margra mismunandi lita á yfirbyggingu. Þú verður því ávallt sólarmegin þegar leiðin liggur um stræti borgarinnar.

Fjörið og notagildið er klæðskerasaumað fyrir þig. Veldu búnað í farþegarýmið sem hentar þér. Þannig getur Picanto endurspeglað þinn persónulega stíl á spennandi hátt þegar þú ert á ferðinni. 

Þægindi og hagkvæmni

Meiri einbeiting og sjálfsöryggi

Endurbætt hljómkerfi með 6 hátölurum, TFT LCD skjá, iPod® samhæfingu og My Music Bluetooth® til viðbótar við útvarp, CD og MP3 spilara. Fjarstýringu er haganlega fyrirkomið sem gerir ökumanni kleift að hafa ávallt hendur á stýri og eykur þannig öryggi í akstri.

Það er mikið pláss til að teygja úr sér í rúmgóðu farþegarýminu í Picanto. Öll stjórntæki eru ávallt innan seilingar sem eykur notagildið. Fjölhæfnin í hönnun bílsins kemur svo til góða þegar þörf er á meira plássi. Aftursætin er hægt að fella flöt niður og úr verður mikið flutningsrými.

Picanto státar af skynsamlegum lausnum. Fjöldi aðgerða stuðlar að auknum þægindum, eins og rafstýrðar rúður að aftan og hraðastillir og hraðatakmarkari sem fæst sem aukabúnaður. Það er áreynslulaust að læsa og aflæsa hurðum með fjarstýrðu samlæsingunni.

Öryggi

Til móts við óvissuna

Akstur einkennist af óvæntum atvikum hvert sem leiðin liggur. Til þess að hjálpa þér að forðast slysin er Picanto búinn virkum öryggisbúnaði eins og rafeindastýrðri stöðugleikastýringu (ESC), brekkuviðhaldi (HAC) og neyðarhemlunarljósmerki (ESS).

Öryggi er forgangsatriði í Picanto. Hann er með sex öryggispúðum til verndar farþegunum og auk þess virka hnakkapúða og forstrekkjara á öryggisbeltum sem draga enn frekar úr líkum á meiðslum. Byggingarlag bílsins að framanverðu hefur verið sérstaklega hannað til að draga úr meiðslum gangandi vegfarenda.

Sportpakki

Leyfðu sportlegri hlið þinni að skína

Bíllinn þinn ætti að endurspegla þinn persónulega smekk. Veldu sportpakkann sem aukabúnað ef þú vilt gefa þínum Picanto djarft útlit sem felur í sér sannkallaða ímyndarsprengingu.

Gerðar hafa verið breytingar á svuntu að framan og þokuljósum sem gefa stílræna útfærslu sem grípur augað. Nýtt útlit á hliðarsílsum fullkomnar sportlegt útlitið.

Yst á afturstuðurum eru loftflæðiristar og kringlótt þokuljós eins og að framan. Hljóðkúturinn er með tveimur púströrum.

Helstu mál

Lengd, breidd, hæð

Mikil vinna hefur verið í lögð í þróun og framkvæmd á hverju einasta atriði í hönnun nýs Kia Picanto.
Hér er yfirlit yfir nákvæm mál í yfirbyggingu bílsins.

Tæknitölur

Tegund vélar LPGi 1.0 MPi 1.2 MPi
Vélargerð 3 strokka línuvél 3 strokka línuvél 4 strokka
Slagrými (rsm) 998 998 1248
Hámarksafl (hö/sn.mín.) 67/6200 66/5500 85/6000
Hámarkstog (kg.m/sn.mín) 9.2/3500 9.7/3500 12.3/4000
icon_brochure icon_build_yours icon_close icon_contact_dealer icon_minus icon_plus icon_sub_nav icon_test_drive kia-logo-3d icon_gallery_nose icon_arrow-right