360° Sjónarhorn

01.jpg
02.jpg
03.jpg
04.jpg
05.jpg
06.jpg
07.jpg
08.jpg

17" Aluminium

Available in all editions

Limited Chrome Black

Available in all editions

Hönnun

Á beinni braut til velgengni

Nýr Kia Optima byggir á hnökralausri framþróun fyrri gerða verðlaunabíla og brýtur nú blað í framsýnni hönnunarsögu. Hæfileikaríkir, evrópskir hönnuðir okkar fundu nákvæmlega rétta jafnvægið í grunnhönnun, sjónrænum nýjungum og hagnýtum betrumbótum.  Niðurstaðan er fólksbíll með nýrri vídd í akstursupplifun.

Nýr Kia Optima er með kraftalegum formlínum og býr yfir persónutöfrum sem vekja hvarvetna athygli. Kyrrstæður kallar hann á aðdáun fyrir einkennandi „tiger nose“ grillið, skarpar útlitslínur og óvenju langa hliðarlínu. Töfrandi útlitið lifnar þó fyrst við þegar hann er á ferð.

Afburða hönnunin nær þó mun lengra en eingöngu til yfirbyggingarinnar. Það kemur því ekki á óvart að innanrými nýs Kia Optima er ekki síður töfrandi en útlitslínurnar. Nútímalegur, rúmgóður, gæðasmíði – þetta eru einungis örfá orð sem koma upp í hugann þegar ekið er um borgarstrætin í þessum draumavagni.

Þægindi í innanrými

Sniðinn að dagsins önn

Notalegar en um leið ríkulegar vistarverur bíða þín í rúmgóðu farþegarýminu. Hágæða efni eru notuð, þar á meðal leðursæti af bestu gerð. Það blasir við að mikil alúð hefur verið lögð við hvert smáatriði, allt frá gaumgæfilega völdum innréttingum sem eru mjúkar viðkomu til náttúrulegs litavals og smekklegra áherslna í frágangi. Gæði sem þú raunverulega upplifir. 

Fullkomin nálgun: Stjórnrýmið er sniðið að þörfum ökumannsins og hann á auðvelt með að hafa augun ávallt á veginum. Með því að líta snöggt yfir mælaborðið, þar á meðal sérvaldar stillingar í ökumælaklasa, er hægt að nálgast allar nauðsynlegar upplýsingar. Á leið á mikilvægan fund? Sláðu inn áfangastaðinn og leiðsögukerfið sér um afganginn. Það er staðalbúnaður.

Sætin eru endurhönnuð og þau tryggja hámarks þægindi í akstri. Stillanlegur hiti er í sætum og framsætin eru með loftfrískun sem auka þægindi á lengri leiðum. Veldu liti á innréttingum eftir þínu höfði og efnisgerðir sem endurspegla þínar óskir. Meðal valbúnaðar er snjallskottlok og sé Optima með því er hægt að opna skottið án þess að nota hendurnar. 

Stór sóllúga er valbúnaður sem hleypir inn birtu og fersku lofti í nýjan Kia Optima. Það er auðvelt að gleyma því að í dag er einungis venjulegur dagur. Þegar nóg er komið af sólskini dugar ein fingursnerting til að draga skyggnið fyrir.  

Akstursstoðkerfi

Hátæknivæddur stuðningur

Nýr Kia Optima er með bi-xenon framljós með aðlögun sem auka til muna útsýnið að næturlagi. Framljósin eru með beygjuvirkni sem stýrist af stýrishjólinu og hraða bílsins. Búnaðurinn lýsir upp beygjur á veginum og bætir þannig til muna útsýni til allra átta.

Hágeislavarinn er snjalltækni sem á sjálfvirkan hátt greinir framljós eða afturljós á ökutækjum sem á undan fara og stillir á háu ljósin eða lágu ljósin eftir aðstæðum hverju sinni. Búnaðurinn stuðlar að auknu öryggi og afslappaðri akstri heim úr vinnunni. 

Já, það getur verið hægðarleikur að leggja bílnum. Valbúnaður er stoðkerfi sem styðst við skynjara til að meta stærð bílastæðis, tekur yfir stjórn á stýrinu og leggur bílnum í stæði. Búnaðurinn ræður jafnt við að leggja bíl í bílastæði sem liggur samsíða vegi og þvert á veg. Búnaðurinn aðstoðar líka þegar ekið er út úr stæði. Eina sem ökumaður gerir er að stíga á inngjöf og skipta um gíra. 

Umhverfissýnin varpar upp einskonar loftmynd af rýminu í kringum Optima á skjá í mælaborðinu. Þetta gerir hún með því að samþætta myndir frá fjórum breiðhornsmyndavélum framan, aftan og á hliðum bílsins.

Tengingar

Ávallt tengdur umheimi þínum

Óhlaðinn sími? Ekkert vandamál: Leggðu samhæfðan farsímann einfaldlega á bakkann í miðjustokknum og hann hleður sig þráðlaust. Búnaðurinn greinir framandi hluti og lætur ökumann vita ef hann yfirgefur bílinn meðan farsíminn er í hleðslu. USB og AUX innstungur eru á hlið bakkans ef nauðsynlegt er að stinga farsímanum í samband. 

Eyrnakonfekt. Valbúnaður er öflugt, 590 watta Harman Kardon Premium hljómkerfi með 10 hátölurum, utanáliggjandi magnara og Clari-FiTM MP3 endurheimtartækni fyrir hljómgæði. Kerfið er með Quantum Logic Surround sem felur í sér umhverfishljóm með áður óþekktri upplifun og skiptir þá engu máli úr hvaða viðtæki tónlistin kemur. Einka tónleikahöll eða bíll? Við höllumst að hvoru tveggja.

Aksturseiginleikar

Búðu þig undir afköst

Í boði eru 1,7 CRDi dísilvél, 141 hestafl, og 2,0 CVVL bensínvél, 163 hestöfl. Báðar búa þær yfir hámarks jafnvægi milli afkastagetu og sparneytni sem tryggir ánægjulegan akstur og minni losun koltvísýrings.

Í boði er 7-DCT tvíkúplandi gírskipting sem býður upp á meiri og mýkri hröðun, aukna snerpu og meiri sparneytni. Hún er sannarlega það besta úr báðum heimum, beinskiptingar og sjálfskiptingar. Eldsneytisparandi Idle Stop & Go tæknin drepur á vélinni þegar stöðvað er á rauðu ljósi. Svo er stigið á inngjöfina og haldið af stað á ný þegar kviknar á græna ljósinu.

Þýðari akstur, kraftmeiri í meðhöndlun: Rafstýrt fjöðrunarkerfi er nýjung sem var þróuð af Kia. Það er valbúnaður með gerðum með 7 þrepa, tvíkúplandi gírskiptingunni. Dísilgerðir eru með nýju aflstýri af tannstangargerð sem knúið er með rafmótor. Það stuðlar að aukinni snerpu og hæfir bíl sem er í samræmi við þinn akstursstíl.

Öryggi

Nýjungar sem stuðla að auknu öryggi

Sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfið(1) er valbúnaður sem í neyðartilvikum aðstoðar ökumann við að stöðva bílinn. Langdrægir ratsjárskynjarar og myndavél á framrúðunni greina gangandi vegfarendur og önnur ökutæki á veginum og gefa skipun um tafarlausa hemlun þegar við á. Búnaðurinn dregur úr hættu á árekstrum og stuðlar að auknu öryggi í umferðinni.

Blindblettsvarinn, Blind Spot Detection er valbúnaður sem með snjalltækni vinnur gegn blinda blettinum sem ökumaður sér ekki til. Þegar bíll kemur aðvífandi inn á svæðið sem ökumaður sér ekki til gefur búnaðurinn sjónræna aðvörun í hliðarspeglinum. Þegar nýjum Kia Optima með þverumferðarvara er bakkað gefur, Rear Cross Traffic Alert, aðvörun ef eitthvað nálgast bílinn.

Ávallt með hraðatakmarkanir á hreinu: Upplýsingakerfi um hraðatakmarkanir, Speed Limit Information System er valbúnaður sem les hraðatakmarkanir af skiltum og birtir síðan leyfðan hámarkshraða í ökumælaklasanum. Hraðastillir með aðlögunarhæfni, Advanced Smart Cruise Control er valbúnaður sem gerir akstur úti á þjóðvegunum afslappaðri. Búnaðurinn fylgist með fjarlægð að öðrum ökutækjum og beitir hemlum með sjálfvirkum hætti ef ástæða er til.

Akreinavarinn, Lane Keeping Assist System, er nýstárlegur búnaður sem varar ökumann við og aðstoðar hann ef vikið er óafvitandi út af akrein. Búnaðurinn sendir frá sér röð sjón- og hljóðrænna aðvarana. Ef nauðsyn krefur veitir aflstýri bílsins létt viðnám og stýrir á móti til þess að halda bílnum á réttri akrein.

Yfirgripsmikill pakki öryggisbúnaðar fylgir nýjum Kia Optima. Búnaðinum er ætlað að verja ökumenn og farþega komi til áreksturs. Þar má nefna öryggispúða fyrir ökumann og farþega í framsæti, tvo hliðaröryggispúða og tvö hliðarloftpúðatjöld ásamt hnépúða fyrir ökumann. Þessu til viðbótar er sérstyrkt yfirbygging bílsins léttari, sterkari og öruggari en nokkru sinni áður.

Ábyrgð

7 ára ábyrgð*

Nýr Kia Optima hefur farið í gegnum strangar prófanir á áreiðanleika og endingu og við erum stoltir að bjóða hann, eins og allar gerðir Kia, með ábyrgð sem setur fordæmi fyrir allan bílaiðnaðinn. Allar gerðir Kia koma með 7 ára/150 km ábyrgð (óháð akstri að 3 árum; frá 4 árum að 150.000 km).

Helstu mál

Lengd, Breidd, hæð

TÆKNITÖLUR

TEGUND VÉLAR 1.7 VGT (U-II)
Eldsneytisgerð
Dísil
Vélargerð 

DOHC 4 strokka

Rúmtak (rsm) 1685
Hámarksafl (hö/sn.mín)
141/4000
Hámarkstog (kg.m/sn.mín)
34.7/1750~2500
Hámarkshraði (km/klst) (beinskiptur)
203
Beinskipting 6-speed
Sjálfskipting 7-speed DCT

Lagalegur fyrirvari


* Kia 7 ára/150.000 km ábyrgð

Gildir í öllum Evrópubandalagsríkjum (og auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð staðbundnum skilmálum og skilyrðum.


** 7 ára kortauppfærsla Kia

Tilboðið nær eingöngu til nýrra Kia ökutækja sem keypt eru eftir 28. febrúar 2013 með LG leiðsögukerfi með ísetningu frá verksmiðju. Vinnukostnaður getur hlotist af uppsetningu uppfærslunnar á þjónustuverkstæði. 7 ára kortauppfærsla Kia felur í sér sex uppfærslur á kortum þar sem nýjum ökutækjum Kia fylgja nýjustu kort frá verksmiðju. Tilboðið rýrir ekki skilmála fyrir ábyrgð á leiðsögutæki. Kia ber ekki ábyrgð á gæðum kortaupplýsinga sem koma frá kortaframleiðandanum Navteq.


(1)Sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi  

Sjálfvirka neyðarhemlunarkerfið (AEBS) er akstursstoðkerfi sem leysir ökumann ekki undan þeirri ábyrgð hans að haga akstri sínum að akstursgetu, að lagalegum forsendum og að almennum veg- og umferðaraðstæðum. AEBS er ekki ætlað að stýra ökutækinu sjálfvirkt. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbókinni.            

icon_brochure icon_build_yours icon_close icon_contact_dealer icon_minus icon_plus icon_sub_nav icon_test_drive kia-logo-3d icon_gallery_nose icon_arrow-right