360° Sjónarhorn

Optima Sportswagon
Optima Sportswagon GT Line
01.jpg
02.jpg
03.jpg
04.jpg
05.jpg
06.jpg
07.jpg
08.jpg

17" Aluminium

Available in all editions

Limited Chrome Black

Available in all editions

HÖNNUN

Ásýnd nýjunganna

Optima Sportswagon er upphafið að nýjum tímum í hönnunarsögu okkar. Innblásturinn að bílnum er SPORTSPACE hugmyndabíllinn frá 2015. Í honum ríkir fullkomið jafnvægi glæsileika, sjónrænna nýjunga og aukins notagildis. Hönnuðir okkar hafa skapað sportlegan langbak sem uppfyllir allar þínar þarfir.

Nýr Kia Sportswagon kallar á athygli. Hann státar af áberandi hliðarsvip, kraftalegum öxlum og langri flæðandi þaklínu. Hátæknivædd LED framljós lýsa upp slóðana og varpa kristaltærri birtu á vegina framundan. Á því er enginn vafi að notagildið hefur aldrei litið svo vel út.

Athyglisverð hönnunin nær lengra en eingöngu til yfirbyggingarinnar. Glæsilegt innanrýmið í nýjum Kia Optima Sportswagon ætti því ekki koma neinum á óvart. Það er allt í senn; nútímalegt, fágað og rúmgott. Þetta er bíll sem lætur þér líða vel sama hvað er framundan.

Fjölhæft innanrými

Fyrir þig: Stjórnrými ökumannsins

Efni sem eru mjúk viðkomu, eins og sæti með hágæða leðuráklæði, stuðla en enn meiri fágun í innanrýminu. Litasamsetningar og smekklegar hönnunaráherslur draga ekki úr ríkulegu yfirbragðinu í rúmgóðu og hljóðlátu farþegarýminu. Skyggðar rúður í afturrými verja farþega og farangur fyrir forvitnum augum.

Flutningar þvælast ekki fyrir í 552 l farangursrýminu. Farangurinn er hægt að skorða af með farangursbrautunum sem er fáanlegur valbúnaður og farangursnetið stuðlar að öruggari flutningum. Með því að fella aftursætisbökin flöt niður í einni snertingu í hlutföllunum 40:20:40 er hægt að hámarka flutningsrýmið. 

Flutningar framundan? Það er nóg rými í Sportswagon. Þegar aftursætin eru feld flöt niður myndast allt að 1.686 lítra rými. Undir farangursgólfinu er einnig geymsluhólf og fjölmargar aðrar lausnir varðandi farangur.

Sestu í þægilegt sætið sem er með hitun. Val er um ein- eða tvílita innréttingu í innanrými og tauáklæði eða leður. Þitt er valið. Hámark þægindanna er snjallstýrði afturhlerinn sem opnast sjálfvirkt þegar snjalllykillinn er nærri.

DRIVE WiSE

Ánægjulegur, áhyggjulaus akstur

Uppgötvaðu DRIVE WiSE1, nýtt akstursstoðkerfi frá Kia. Hannað með öryggi farþega og annara vegfarenda að leiðarljósi. Minni áhyggjur og meiri ánægja.

Boðið er upp á Smart Parking Assist System (SPAS). Kerfið styðst við skynjara til að meta stærð bílastæðis, tekur yfir stjórn á stýrinu og leggur bílnum í stæði. Eina sem ökumaður þarf að gera er að stýra hraðanum og skipta um gíra.

Sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfið(1) er valbúnaður sem í neyðartilvikum aðstoðar ökumann við að stöðva bílinn. Langdrægir ratsjárskynjarar og myndavél á framrúðunni greina gangandi vegfarendur og önnur ökutæki á veginum og gefa skipun um tafarlausa hemlun þegar við á. Búnaðurinn dregur úr hættu á árekstrum og stuðlar að auknu öryggi í umferðinni.

Sem valbúnað er boðið upp á Lane Keeping Assist System (LKAS) varar ökumann við og aðstoðar hann ef vikið er óafvitandi út af akgrein. Speed Limit Information Function (SLIF) er valbúnaður sem sýnir upplýsingar um hámarkshraða í mælaborðinu.

Tækni og öryggi

Hnitmiðuð hönnun

Það sem þú sérð ekki getur verið til trafala: yfirsýn varpar upp einskonar loftmynd af rýminu í kringum Optima á skjáinn. Þetta gerir hún með því að samþætta myndir frá fjórum breiðhornsmyndavélum framan, aftan og á hliðum bílsins.

Með þessum valbúnaði verður akstur á þjóðvegum mun afslappaðri. Búnaðurinn fylgist með hraða og fjarlægð annara farartækja og eykur eða dregur úr hraðanum til að halda öruggri fjarlægð.

Yfirgripsmikill pakki öryggisbúnaðar fylgir nýjum Kia Optima Sportswagon. Sjö loftpúðar, þar með talinn hnépúði fyrir ökumann vernda farþega ef til áreksturs kemur. Þessu til viðbótar er sérstyrkt yfirbygging bílsins léttari, sterkari og öruggari en nokkru sinni áður.

TENGINGAR

Ávallt tengdur umheimi þínum

Loksins, einföld leið til að hlaða símann: Leggðu samhæfðan farsímann einfaldlega á bakkann í miðjustokknum og hann hleður sig þráðlaust. USB og AUX innstungur eru á hlið bakkans ef nauðsynlegt er að stinga farsímanum í samband.

Valbúnaður er öflugt 490 watta Harman/KardonTM premium hljóðkerfi með 8 hátölurum, utanáliggjandi magnara og Clari-FiTM endurheimtartækni.

AKSTURSEIGINLEIKAR

Búðu þig undir afköst

Í boði er 1,7 CRDi dísilvél, 141 hestafl. Býr hún yfir fullkominni blöndu á afkastagetu og skilvirkni sem tryggir ánægjulegan akstur og minni losun koltvísýrings. 

Veldu 7-DCT gírskiptingu sem býður upp á meiri og mýkri hröðun, aukna snerpu og meiri sparneytni. Hún er sannarlega það besta úr báðum heimum, beinskiptingar og sjálfskiptingar. 

Rafstýrt fjöðrunarkerfi er valbúnaður sem einnig er fáanlegur með 7 þrepa DCT gírskiptingunni. Dísilgerðir eru með nýju aflstýri af tannstangargerð sem knúið er með rafmótor.

GT LINE

Sportleg eigindi og glæsileiki

Djarfur og glæsilegur frá framstuðara að afturstuðara – og alls staðar þar á milli. Veldu Sport stillingu til að upplifa viðbótarspennu með sportlegri stýringu og fjöðrun.

Optima GT Line er glæsilegur frá öllum sjónarhornum. Hann státar af sportlegum stuðurum og óvæntum útlitsatriðum eins og stílhreinum loftinntökum og glæsilegum hliðarsílsum til viðbótar við einkennandi vatnskassahlífina, 18“ álfelgur og tvöfalt pústkerfi. Þetta er djarfur hönnunarpakki með áberandi glæsileika.

Í innanrýminu opnast nýr heimur stílhreinna þæginda. Mjúkir yfirborðsfletir og falleg hönnunaratriði slá rétta tóninn fyrir spennandi akstur. Sportleg áhersluatriði blasa við hvert sem er litið, allt frá álpedölunum að áberandi sportlegum sætunum.

Ábyrgð

7 ára ábyrgð

Eigendur Kia Optima Sportswagon njóta góðs af einstæðri 7 ára ábyrgð. Ábyrgðin sýnir hve mikla trú við höfum á bílum okkar. Ábyrgðin er einnig yfirfæranleg á nýja eigendur.

Fimm stjörnu Euro NCAP útkoma

Það sýnir afburða stöðu Kia í öryggismálum að Optima hlaut nýlega fimm stjörnur í árekstrarprófun Euro NCAP.

Helstu mál

lengd, breidd, hæð

Mikil alúð hefur verið lögð í hönnun og smíði hvers einasta hönnunaratriði í nýjum Kia Optima Sportswagon. Hér er yfirlit yfir nákvæm mál á yfirbyggingunni.

TÆKNITÖLUR

TEGUND VÉLAR 1.7 VGT ( U-II )
Eldsneytisgerð Dísil
Vélargerð
DOHC 4
Rúmtak (rsm)
1685
Hámarksafl (hö/sn.mín)
141/4000
Hámarkstog (kg.m/sn.mín) 34.7/1750~2500
Hámarkshraði (km/klst) 200
Beinskipting 6-speed
Sjálfskipting 7-speed DCT

Lagalegur fyrirvari


(1) Drive Wise tækni

Drive Wise er akstursstoðkerfi sem dregur þó ekki úr ábyrgð ökumanns að gæta fyllsta öryggis við akstur. Ökumaður verður eftir sem áður að miða akstur við aksturshæfni sína, umferðareglur, ástand vega og umferð. Drive Wise tækni býður ekki upp á sjálfakstur bifreiðarinnar. Nánari upplýsingar er að finna í eigandahandbók. 

(2) Sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi sem greinir gangandi vegfarendur

Sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi (AEB) sem greinir gangandi vegfarendur er stoðkerfi sem leysir ökumanninn ekki undan þeirri ábyrgð að gæta fyllsta öryggis í akstri öllum stundum. Ökumaður verður ávallt að miða ökulag sitt að eigin akstursgetu, fara að umferðarreglum og taka mið af veg- og umferðaraðstæðum hverju sinni. AEB kerfið býður ekki upp á sjálfvirkan akstur bifreiðarinnar. Leitið nánari upplýsinga í eigandahandbók.

(3) Android Auto™ og Apple CarPlay™

Kia Niro verður ein fyrsta gerð Kia með Android Auto™, fyrir Android farsíma 5.0 (Lollipop) eða nýrri. Apple CarPlay™ verður fáanlegt í lok árs 2016 fyrir iPhone 5 eða nýrri gerðir. Bæði kerfi eru með raddstýringu sem gera ökumanni kleift að hafa báðar hendur á stýri og athyglina að umferðinni öllum stundum.

(4) Þráðlaus hleðsla fyrir farsíma 

Þráðlaus hleðsla fyrir farsíma með Qi tækni eða tengi.

(5) 7 ára / 150.000 km ábyrgð Kia

7 ára / 150.000 km ábyrgð Kia. Gildir í öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins (auk þess í Noregi, Sviss, Íslandi og Gíbraltar), háð skilmálum og skilyrðum í hverju landi.

(6) Uppfærslur á kortum í sjö ár

Hluti af fyrirheitum okkar um gæði eru sex ókeypis kortauppfærslur á hverri Kia bifreið sem er með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju. Þetta einstæða tilboð tryggir að leiðsögukerfið styðst ávallt við nýjustu upplýsingar. Tilboðið nær eingöngu til nýrra Kia ökutækja með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju sem keypt eru eftir 28. febrúar 2013. Kostnaður getur fallið til vegna vinnu við ísetningu á uppfærslum. 7 ára kortauppfærslukerfið innifelur sex kortauppfærslur þar sem Kia ökutæki koma með nýjustu uppfærslu frá verksmiðju. Kortauppfærslurnar hafa ekki áhrif á ábyrgð á leiðsögukerfinu. Kia ber ekki ábyrgð á gæðum kortagagna frá birgjanum Navteq.


icon_brochure icon_build_yours icon_close icon_contact_dealer icon_minus icon_plus icon_sub_nav icon_test_drive kia-logo-3d icon_gallery_nose icon_arrow-right